Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Skipunarbréf til þeirra níu sem fá
sýslumannsembætti, samkvæmt nýj-
um lögum um sýslumannsembætti,
sem taka gildi þann 1. janúar nk.,
verða send til viðkomandi úr innan-
ríkisráðuneytinu í vikunni, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Eins og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu verður sýslumannsembætt-
um á landinu fækkað úr 24 í 9 og
sömuleiðis verður lögregluumdæm-
um og þar með embættum lögreglu-
stjóra fækkað úr 15 í 9.
Anna Birna Þráinsdóttur, sem ver-
ið hefur sýslumaður í Vík í Mýrdal
undanfarin ár, verður sýslumaður á
Suðurlandi og verða aðalstöðvar
sýslumanns á Selfossi. (Sjá meðfylgj-
andi kort).
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á
Hvolsvelli, verður samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins lögreglustjóri
á Suðurlandi og verða aðalstöðvar
lögreglunnar á Suðurlandi á
Hvolsvelli. Samkvæmt þessu fær
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumað-
ur á Selfossi, ekki embætti þegar nýju
lögin taka gildi.
Sýslumaður á Vestfjörðum
Þá mun liggja fyrir að Jónas Guð-
mundsson, sýslumaður í Bolungarvík,
verði sýslumaður á Vestfjörðum og
verða aðalstöðvar sýslumanns á Vest-
fjörðum í Bolungarvík. Aðalstöðvar
lögreglunnar á Vestfjörðum verða á
Ísafirði. Bjarni Stefánsson, sýslumað-
ur á Blönduósi, verði sýslumaður á
Norðurlandi vestra. Aðalstöðvar
sýslumanns á Norðurlandi vestra
verða á Blönduósi, en aðalstöðvar lög-
reglunnar verða á Sauðárkróki.
Á Austurlandi verður Lárus
Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði,
sýslumaður og aðalstöðvar sýslu-
mannsembættisins á Austurlandi
verða á Seyðisfirði. Inger L. Jóns-
dóttir, sýslumaður á Eskifirði, mun
verða lögreglustjóri Austurlands,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins og aðalstöðvar lögreglunnar
á Austurlandi verða á Eskifirði.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í
gær, tókst ekki að afla frekari upplýs-
inga um hverjir fá embætti sýslu-
manna og lögreglustjóra, eftir að ný
skipan tekur gildi og enginn þeirra
sýslumanna sem rætt var við vildi tjá
sig um málið.
Eins og kom fram í frétt í Morg-
unblaðinu í fyrradag eru blönduð
embætti á tólf stöðum á landinu, þar
sem sami einstaklingur gegnir starfi
sýslumanns og lögreglustjóra. Með
tilkomu nýju laganna verður skilið á
milli embættanna, þeim fækkað og
umdæmin stækkuð.
Anna Birna sýslumaður á Suðurlandi
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, verður lögreglustjóri á Suðurlandi Búist er við að
skipunarbréf til sýslumanna, samkvæmt nýju lögunum, verði send úr ráðuneytinu fyrir vikulok
Ný umdæmi lögreglu og sýslumanna
Skýringar
Mörk lögreglustjóraumdæma
Mörk sýslumannsumdæma
Lögreglustjóri (9 talsins)
S
Aðalstöðvar sýslumanns (9)S
Lögreglustöð
Sýsluskrifstofa
Kjartan
Þorkelsson
Ólafur Helgi
Kjartansson
Ríkissjóður Ís-
lands og Seðla-
banki Íslands
endurgreiddu
fyrirfram í gær
lán frá Norður-
öndunum sem
tekin voru í
tengslum við
efnahagsáætlun
stjórnvalda sem studd var af Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2008.
Endurgreiðslan var að fjárhæð
735 milljónir evra, jafnvirði um 114
milljarða króna, sem voru upp-
haflega á gjalddaga á árunum 2019,
2020 og 2021. Er því að fullu búið
að endurgreiða lán frá Norðurlönd-
unum sem samtals námu 1.775
milljónum evra, samkvæmt frétt
fjármálaráðuneytisins.
„Ákvörðun um fyrirframgreiðslu
kemur í framhaldi af skuldabréfa-
útgáfu ríkissjóðs á Evrópumarkaði
sem tilkynnt var um 8. júlí síðastlið-
inn að fjárhæð 750 milljónir evra,
eða jafnvirði 116 ma.kr. Útgáfan
veitti svigrúm til að endurgreiða
Norðurlandalánin, sem bera óhag-
stæðari vexti.“ gudni@mbl.is
Norrænu
lánin greidd
upp í gær
Greidd með láni á
hagstæðari vöxtum
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ekki eru allir íbúar Garðastrætis í
Reykjavík á eitt sáttir um fram-
kvæmdir sem standa yfir í götunni
en þak húss númer 21 hefur verið
rifið, þar sem til stendur að hækka
bygginguna um eina hæð. Einn íbúa
hefur kært veitingu byggingaleyfis
vegna framkvæmdanna og farið
fram á tafarlausa framkvæmda-
stöðvun, bæði vegna persónulegra
hagsmuna og afgreiðslu málsins af
hálfu borgaryfirvalda, sem hann
segir fyrir neðan allar hellur.
„Byggingin sem þarna er að rísa
kemur til með að skyggja á útsýnið;
ég held að þetta muni rýra verðmæti
eignar sem ég er tiltölulega nýbúinn
að kaupa og þannig er þetta per-
sónulega óþolandi,“ segir Páll Rafn-
ar Þorsteinsson, íbúi við Garða-
stræti, en hann hefur farið þess á leit
við Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála að byggingarleyfið
verði afturkallað.
Páll segist ekki skammast sín
fyrir að verja sína persónulegu
hagsmuni en segist að auki hafa
áhyggur af heildarmynd nágrenn-
isins. Verst þyki honum þó hvernig
staðið var að málum: breytingin á
deiliskipulagi Grjótaþorpsins vegna
framkvæmdanna var auglýst 23.
desember 2013 að hans sögn og
frestur gefinn til 7. febrúar til að
koma á framfæri ábendingum og
athugasemdum.
„Það er ekki boðlegt að gera ráð
fyrir því að fólk leiti sjálft eftir slík-
um grundvallarupplýsingum á vef
Reykjavíkurborgar á þessum tíma
árs,“ segir Páll og gagnrýnir að
breytingar á nærumhverfi fólks séu
samþykktar án vitundar þess. „Ég
vona að minnsta kosti að þetta verði
til þess að fólk fari að hugsa sig um,“
segir hann um kæruna.
Byggja íbúðir sem verða seldar
Garðastræti 21 er í eigu G21 ehf.
sem er í meirihlutaeigu fjárfestinga-
félagsins Festis ehf. en það keypti
húsið í apríl í fyrra. Að sögn Heimis
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
og stjórnarmanns Festis, hefur það
staðið autt í tvö ár og verið óíbúða-
hæft. Félagið stefnir að því að útbúa
í því sex íbúðir; eina á jarðhæðinni,
tvær á annarri og þriðju hæð og eina
í risi, og selja að framkvæmdum
loknum. Hann segir að húsið muni
halda útliti sínu. Fyrstu tillögum
Festis var hafnað af hálfu borgar-
yfirvalda en í kjölfar breytinga, sem
fólu meðal annars í sér að þakið var
lækkað og gluggi teiknaður á gafl
hússins, var umsókn félagsins um
hækkun hússins samþykkt.
„Það var bara eftir viðræður okk-
ar við borgina, og með okkar arki-
tektum, að menn fundu leið til að
gera þetta með þeim hætti að það
væri sómi að, sem er kannski okkar
meginmarkmið,“ segir Heimir og
bendir á að engin athugasemd hafi
verið gerð við breytinguna á meðan
auglýstur frestur stóð yfir.
Hann segir skipulagsferlið al-
gjörlega á forræði borgarinnar en
harmar að framkvæmdirnar hafi
komið íbúum að óvörum. „Auðvitað
þykir mér þetta miður, að fólk sé að
upplifa það að þetta komi því al-
gjörlega í opna skjöldu, því þetta er
margra mánaða ferli,“ segir hann.
Hann segir íbúa eins húss við Garða-
stræti hafa sett sig í samband við
hann og hann muni hitta þá á næst-
unni til að ræða málin.
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Páll Rafnar segir aðra íbúa við götuna hafa lýst óánægju með framkvæmdirnar og ekki síður hvernig staðið var að kynningu breytinganna.
Gagnrýnir skipulagsferlið
Íbúi við Garðastræti er ósáttur við framkvæmdir á húsi við götuna Á sjálfur
hagsmuna að gæta en gagnrýnir hvernig staðið var að kynningu málsins
Garðastræti 21
» Að sögn Heimis hefur úti-
gangsfólk hafst við í húsinu
auk þess sem ferðafólk hafði
komið sér þar fyrir á dögunum,
á meðan það beið eftir að kom-
ast í gistingu.
» Þegar umhverfis- og skipu-
lagsráð samþykkti að auglýsa
tillögu Festis bókaði Sóley
Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri
grænna, að hún gæti ekki fall-
ist á hækkun hússins þar sem
hún hefði m.a. mikil áhrif á
götumyndina.
Stefán Eiríksson
lögreglustjóri og
Eyþór Björnsson,
forstjóri Fiski-
stofu, drógu báð-
ir umsóknir sínar
til baka um emb-
ætti forstjóra
Samgöngustofu.
Matsnefnd hefur
nú farið yfir um-
sóknirnar og skilað innanrík-
isráðherra niðurstöðu sinni.
Alls bárust 24 umsóknir um emb-
ættið upphaflega. Gert er ráð fyrir
að nýr forstjóri Samgöngustofu
verði skipaður eigi síðar en 5. ágúst
næstkomandi.
Stefán Eiríksson staðfesti í sam-
tali við mbl.is í gær að hann hefði
dregið umsókn sína um embætti
Samgöngustofu til baka en umsókn
hans um stöðu sviðsstjóra velferð-
arsviðs Reykjavíkurborgar stæði
enn. Hann vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um ástæður þess að hann dró
umsóknina til baka.
Dró til baka umsókn
um Samgöngustofu
Stefán Eiríksson