Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 23
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Unnur Helga.
Ekki man ég betur en það hafi
verið á frostköldum febr-
úarmorgni að nýlokinni síðari
heimsstyrjöldinni að við Birgir
töluðumst fyrst við. Við vorum á
leiðinni upp í skólann okkar gamla
ásamt fleiri nemendum. Ekki man
ég um hvað var rætt en ég man
hugblæ stundarinnar. Það var
gleði í rómi, hlýja og eftirvænting í
orðum, viðmót hans frjálslegt.
Mér fannst vorblær leika um okk-
ur á miðjum þorra. Þetta var
raunar fögur veröld og heldur
gott að vera til.
Í tæpa sjö áratugi hef ég notið
þess að skynja þessa einlægu
gleði og björtu sýn á tilveruna í
samskiptum við fornvin minn,
Birgi, fyrst á glaðværum árunum í
MA, seinna í önnum og á gleði-
stundum svokallaðra manndóms-
ára, síðast í góðu tómi ellinnar.
Alltaf fylgdi honum hressandi
glaðværð og notalegur hugblær,
hlýr og hraður í senn. Enn skynj-
aði maður eins og fyrrum að það
er heldur gott að vera til. Ég hygg
að jafnvel langþjáðir tannpínu-
sjúklingar hafi mætt örlögum sín-
um með bros á vör í stólnum hjá
honum.
Birgir eignaðist góða konu og
fallega. Þau hæfðu vel hvort öðru
og sást það best á börnunum
myndarlegum og efnilegum.
Heimili þeirra var fallegt og hlý-
legt eins og húsbændurnir. Þar
var gott að koma og gaman að
vera. Þá fyrst kom „hausthljóð í
vindinn“ þegar kona hans lést og
Inga dóttir þeirra nokkrum árum
síðar. En þó að þær byrðar væru
þungar brást honum ekki glað-
lyndið og tryggðin við gamla vini.
Perluvinir og raunar allir sam-
stúdentar hans sakna vinar í stað,
vinar sem gæddi alla samfundi
birtu og gleði. Við Björg þökkum
áratuga vináttu, vottum ástvinum
samúð og biðjum þeim allrar
blessunar.
Vorblærinn glaði og hlýi sem
streymir niður úr fjallaskörðun-
um á norðanverðum Tröllaskaga
fylgdi Birgi langa ævi og hann
umlykur vinina er þeir minnast
hans með trega.
Ólafur Haukur Árnason.
Fallinn er frá starfsbróðir og
góður vinur, Birgir J. Jóhannsson
tannlæknir. Kynni okkar hófust
fyrir tæpum 60 árum er við vorum
við nám í tannlæknadeild HÍ.
Deildin var þá til húsa á efstu hæð
aðalbyggingar háskólans við Suð-
urgötu með útsýni yfir gamla
Melavöllinn. Var þar oft þröng á
þingi enda húsakynni allt of lítil og
reyndi þá oft á samskipti nem-
enda. Það var erfitt að byrja þarna
í verklega hluta námsins og hitta
eldri nemendur í fyrsta skipti. Þá
var gott að hitta hinn glaða og
góða dreng Birgi. Hann reyndist
okkur nýliðum vel, þá eins og
ávallt síðar.
Birgir útskrifaðist vorið 1956
og hóf síðan störf á eigin stofu
síðla árs 1957 á Laugavegi í Rvík.
Þar starfaði Birgir í rúm 50 ár við
góðan orðstír. Ég sem þetta skrifa
er nákvæmlega tveimur árum síð-
ar á ferðinni. Minnist ég þess hve
gott var að leita ráða hjá Birgi ef
eitthvað óvænt kom upp í starfinu
fyrstu árin. Kynni okkar urðu svo
meiri í starfi fyrir Tannlækna-
félag Íslands. Oft vorum við sam-
an í nefndum sem tengdust félag-
inu okkar en Birgir var mikill
félagsmálamaður, sat í fjölmörg-
um stjórnum og nefndum. Var
hann um sinn formaður TFÍ og út-
nefndur þar heiðursfélagi árið
2003. Birgi var mjög annt um fé-
lagið okkar og sótti hann nær alla
fundi þess og hafði ávallt eitthvað
skemmtilegt og fróðlegt fram að
færa. Þar verður hans sárt sakn-
að. Aðalfrístundaiðja Birgis var
golfleikur. Ég held ég fari rétt
með að hann hafi verið einn af 22
stofnfélögum Golfklúbbs Ness
fyrir 50 árum, einnig var hann
einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Tanngolfs en það er fé-
lagsskapur innan TFÍ. Var sá
klúbbur stofnaður 1978. Birgir
stundaði golfið því í áratugi og það
var ekki hvað síst á golfvellinum
sem við áttum margar frábærar
stundir saman bæði hérlendis og
erlendis. Það var alltaf gaman að
vera með Bigga Jó. og aldrei féll
skuggi á vináttu okkar. Mun ég
sárt sakna góðs vinar og golf-
félaga. Við Ella sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu
Birgis J. Jóhannssonar.
Guðmundur Árnason.
Genginn er eftirminnilegur
maður. Ég minnist hans sem töff-
ara og lífsnautnamanns með dálít-
ið hrjúft yfirborð þegar þannig lá
á honum en undir niðri bjó um-
hyggjusamur og vinmargur fjöl-
skyldumaður. Birgi kynntist ég
frá ýmsum hliðum. Hann var
pabbi bestu vinkonu minnar,
vinnuveitandi minn og fjölskyldu-
vinur. Þar fór sérstaklega vand-
virkur tannlæknir sem gott var að
vinna fyrir sem tannsmiður. Alltaf
var líf og fjör á kaffistofunni þang-
að sem flestum var boðið eftir
tannviðgerðir, enda Biggi Jó eit-
urhress og skemmtilegur maður.
Stundum gat hann verið hrossa-
brestur í samskiptum við starfs-
fólk en það risti aldrei djúpt og
auðvelt var að snúa hann niður
þegar sá gállinn var á honum.
Honum þótti innilega vænt um
sitt fólk og ræddi oft við mig
áhyggjur sem við deildum vegna
Ingu okkar. Didda hans var ein-
stök kona og börnin öll vel gerð og
gefin. Ég er þakklát fyrir þá hlýju
og umhyggju sem Birgir sýndi
mér ávallt og votta fjölskyldunni
innilega samúð mína.
Vilborg Gunnarsdóttir.
Kynni okkar Birgis hófust fyrir
rösklega 40 árum, þegar ég gekk í
Lionsklúbbinn Fjölni. Birgir
tannlæknir eða Biggi tönn eins og
hann var kallaður af félögum okk-
ar hefur gegnt mörgum lykilstörf-
um í klúbbnum. Í gegnum árin
hefur hann starfað ötullega að
málefnum klúbbsins með vinnu í
nefndum og átt sæti í stjórn
klúbbsins oftar en einu sinni og
hefur hlotið margar viðurkenn-
ingar Lionsklúbbsins Fjölnis og
Lionshreyfingarinnar fyrir störf
sín. Klúbburinn veitti honum m.a.
Melvin Jones-skjöldinn sem er
æðsta viðurkenning sem Lions-
klúbbur getur veitt félaga sínum.
Á undanförnum árum hefur
Biggi verið ljónatemjari klúbbs-
ins, sem er eitt af aðalembættum
klúbbsins. Sem ljónatemjari fylg-
ist hann með því að félagarnir
fylgi settum reglum á fundum og
ef út af bregður þá sektar hann
viðkomandi félaga og sektarupp-
hæðin rennur í verkefnasjóð
klúbbsins, sem styrkir góð mál-
efni.
Við félagarnir og konur okkar
munum sakna Bigga sérstaklega
á árlegum jólafundi okkar í des-
ember. Undanfarna áratugi hefur
jólafundurinn alltaf endað á því að
við syngjum Heims um ból við
undirleik Birgis. Hans mun því
örugglega verða minnst með
söknuði á jólafundinum í haust.
Biggi sótti vel fundi en á liðnu vori
datt úr einn og einn fundur vegna
veikinda en hann bar sig alltaf vel
og okkur datt því ekki í hug að
hann ætti jafn stutt eftir og raunin
var.
Við Hanna kveðjum Bigga með
söknuði og sendum börnum hans
og nánustu ættingjum innilegar
samúðarkveðjur með þökk fyrir
ánægjuleg kynni og samstarf und-
anfarna áratugi.
Jón H. Magnússon.
Fleiri minningargreinar
um Birgi J. Jóhannsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
✝ Óttar SævarMagnússon
fæddist á Akranesi
2. janúar 1993.
Hann lést 15. júlí
2014.
Foreldrar hans
eru Magnús Sævar
Óttarsson, f. 1962
og Stefanía Þórey
Guðlaugsdóttir, f.
1964. Systkini hans
eru: Guðlaugur
Ólafsson, f. 1982, maki Helga
Sveinsdóttir og eru þau búsett í
Rvk., Lára Magnúsdóttir, f.
1984, maki Jón Frímann Eiríks-
son og eru þau búsett í Grund-
arfirði. Eyþór Arnar Magn-
ússon, f. 1998, búsettur í
Grundarfirði. Óttar lætur eftir
sig stúlkubarn, fætt 15. júlí
2014. Barnsmóðir
hans er Edda Ingi-
björg Þórsdóttir.
Óttar ólst upp í
Borgarnesi framan
af en lengst af í
Hafnarfirði. Hann
byrjaði snemma í
fótbolta með FH,
stundaði
samkvæmisdansa
og var mjög öfl-
ugur í félagsstarfi í
Setbergsskóla og kirkjustarfi.
Hann stundaði körfubolta af
miklum áhuga ásamt því að
sinna þjálfun yngri flokka hjá
Ármanni/Þrótti. Hann starfaði
lengst af í Erninum.
Útför Óttars fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23.
júlí 2014, kl. 15.
Þeir hafa verið skrítnir, dag-
arnir síðan ég fékk símtalið þar
sem mér var sagt að stjúpbróðir
minn til margra ára væri látinn,
aðeins 21 árs að aldri.
Ég var svo lánsöm að fá Óttar
inn í líf mitt árið 2003 þegar
hann var aðeins 10 ára gamall og
ég 13 ára gelgja, mér leist ekk-
ert á þennan nýja mann hennar
mömmu og hvað þá einhver
stjúpsystkini í þokkabót. En
með tímanum þroskaðist ég og
komst að því hvað þessi fjöl-
skylda er frábær og ég þakka
fyrir í dag að hafa fengið að
kynnast henni. Við Óttar náðum
vel saman enda frekar stutt á
milli okkar og við gátum brallað
ýmislegt saman. Hann var alltaf
í góðu skapi og mikill húmoristi
og er mér minnisstæðast brúð-
kaupið hjá Gulla bróður hans og
Helgu þar sem hann var með
uppistand og fólk gjörsamlega
grét úr hlátri, það var svo mikið
þú, elsku Óttar, það var ekki
annað hægt en að vera í góðu
skapi í kringum þig. Þrátt fyrir
að sambandið á milli okkar hafi
minnkað þegar leiðir mömmu
og pabba þíns skildi var alltaf
eins og við hefðum hist í gær
þegar ég hitti þig. Takk fyrir að
vera eins og frábær og þú varst
og takk fyrir allar frábæru
minningarnar sem ég á um þig.
Ég votta fjölskyldu og að-
standendum Óttars mína
dýpstu samúð.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk-
ar snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Elsku besti Óttar minn, þú
munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu. Elska þig.
Harpa Rún.
Óttar, minn kæri fallegi
drengur. Ég trúi því ekki að þú
sért farinn frá okkur, vinur
minn.
Þú varst ekki mjög gamall
þegar þú varst að koma með
pabba þínum í vinnuna og ekki
leið á löngu þar til þú varst far-
inn að vinna með okkur í Ern-
inum, ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og
njóta samveru þinnar, kæri vin-
ur.
Við áttum það til að taka
föstudagslög og þú söngst með,
þú varst með textann á hreinu
við svona flestallt sem heyrðist
og þó að sönghæfileikana hefði
mátt fínpússa aðeins betur, þá
kom það ekki að sök því að það
vantaði ekkert upp á stemn-
inguna hjá þér og við rauluðum
oft „She’s gone“ með Steelheart
sem þú hafðir miklar mætur á.
Ég kveð þig nú með sorg í
hjarta en á sama tíma þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér, elsku Óttar minn. Hvíl í
friði, vinur minn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Maggi minn og fjöl-
skylda, ég bið guð um að gefa
ykkur styrk til að takast á við
þessa miklu sorg.
Kjartan og fjölskylda.
Þeir deyja ungir sem guðirn-
ir elska.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku Óttar minn, ég veit að
þú ert nú í sumarlandinu og allt
þitt böl er á brott. Ég þakka
það að hafa fengið að kynnast
þér og hvað þú kenndir mér.
Alltaf varstu hrókur alls fagn-
aðar hvar sem þú komst. En nú
er komið að nýju hlutverki hjá
þér.
Litli engillinn þinn mun
halda minningu þinni á lofti hér
á jörðu, en þú munt dansa og
syngja í sumarlandinu og láta
ljós þitt skína skært.
Takk fyrir allt og allt. Þang-
að til að við hittumst á ný,
Ágústa.
Óttar Sævar
Magnússon
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir og
mágkona,
ÁSTRÍÐUR HAFDÍS
GUÐLAUGSDÓTTIR GINSBERG,
Dvergholti 25,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
16. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
á morgun, fimmtudaginn 24. júlí, kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Heinz Dieter Ginsberg,
Guðrún Jónsdóttir,
Hilmar Guðlaugsson, Jóna Steinsdóttir,
Kristín Guðlaugsdóttir,
Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir.
✝
Elskuleg systir okkar og mágkona,
ÓSK JÓSEPSDÓTTIR
frá Nýjubúð,
Höfðastíg 6,
Bolungarvík,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
25. júlí kl. 11.00.
Jarðsett verður í Setbergskirkjugarði kl. 17.30
sama dag. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknardeild
Landspítalans njóta þess.
Jens Níels Óskarsson, Ingveldur Ingólfsdóttir,
Salbjörg Jósepsdóttir, Ólafur Bjarni Halldórsson,
Kjartan Jósefsson, Sigríður Diljá Guðmundsdóttir,
Lilja Jósepsdóttir, Magnús Magnússon.
✝
Yndisleg dóttir okkar, systir og barnabarn,
ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR
lögfræðingur í Reykjavík,
fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð
þriðjudaginn 15. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
25. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Ástusjóð sem vinir hennar munu stofna
föstudaginn 25. júlí til minningar um hana.
Sjóðurinn verður notaður til að styrkja björgunarsveitirnar
og vinna að hugðarefnum Ástu. Upplýsingar um sjóðinn má
sjá á næstu dögum á www.astusjodur.is
Inga Þórsdóttir, Stefán Einarsson,
Þór Stefánsson,
Kolbeinn Stefánsson,
Ásta Kristjánsdóttir,
Ragnhildur Helgadóttir, Þór Vilhjálmsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður
og afa,
SVEINBJÖRNS VIGFÚSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heima-
hjúkrunar í Kópavogi, heimahlynningar
Landspítalans og líknardeildar Landspítalans
í Kópavogi fyrir góða umönnun og alúð.
Guðbjörg Baldursdóttir,
Baldur Sveinbjörnsson,
Huld Sveinbjörnsdóttir,
Vigfús Þór Sveinbjörnsson, Aðalheiður Vigfúsdóttir,
Guðbjörg Lind og Svala.
✝
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
föður, tengdaföður, afa, langafa og langa-
langafa,
GÍSLA HÓLMS JÓNSSONAR
frá Brimnesi í Ólafsfirði,
til heimilis að Víðihlíð, Grindavík.
Starfsfólki sjúkradeildar HSS í Víðihlíð þökkum við góða og
alúðlega umönnun.
Ester Gísladóttir,
Haraldur Gíslason,
Ágústa H. Gísladóttir, Hafsteinn Sæmundsson,
Margrét R. Gísladóttir, Gunnar E. Vilbergsson,
Sigríður J. Gísladóttir, Þórarinn Guðmundsson,
Páll Gíslason, Ásta Jóhannesdóttir,
Inga Fríða Gísladóttir, Óttar Hjartarson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.