Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Hún er aðeins tuttugu ogtveggja ára gömul enbýr að einstakri reynslu.Sú reynsla endurspegl-
ast oft í verkum hennar en jafnframt
felst gjarnan í þeim áminning um að
fólk eigi að leika sér, þótt það verði
fullorðið.
Kristín Þorkelsdóttir hefur á
síðastliðnu ári lagt mikla áherslu á
götulist. „Götulist er meðal annars
list sem er sett á veggi og getur ver-
ið allt frá límmiðum upp í stensla eða
bara málverk á veggi. Götulist er í
náinni tengingu við umhverfið og því
oft unnin með það í huga. Þetta er í
raun jaðarlist,“ útskýrir Kristín.
Í dag verður opnuð sýning á
málverkum hennar á Café Kró í
Vestmannaeyjum og stendur sú sýn-
ing í tvær vikur. Kristín býr sjálf í
Reykjavík en var stödd í Eyjum í
sumar. Þar vann hún meðal annars
flennistórt vegglistaverk við höfn-
ina, ásamt Ými Gröndal.
Í næsta mánuði heldur hún til
Toronto í Kanada þar sem hún mun
nema myndlist við OCAD Univers-
ity. Hún er spennt að fara utan og
það má með sanni segja að ferðalög
hvers konar heilli hana.
„Ég ferðaðist mikið með fjöl-
skyldunni þegar ég var yngri og bjó
í Kenýa um tíma með mömmu
minni, stjúpföður og systur þegar ég
var fjórtán ára. Við ferðuðumst um
Austur-Afríku og síðan hef ég sjálf
ferðast víða, bæði meðan ég var í
menntaskóla og eftir mennta-
skólann,“ segir Kristín.
Graffarinn í Amazon
Að menntaskóla loknum, árið
2012, fór hún ásamt vinkonu sinni í
langt ferðalag til Suður-Ameríku.
Það ferðalag hafði mikil áhrif á hana
því þar kynntist hún mögnuðum
listamönnum og lærði af þeim. „Við
vorum mest í Brasilíu og þar fékk ég
svona mikinn áhuga á götulist og
byrjaði eiginlega að mála þar fyrir
alvöru,“ segir Kristín. Í mennta-
skóla var hún þó byrjuð að mála á
veggi með hópi af gröffurum. Hún
málaði með þeim í um hálft ár en
málaði svo ekkert í tvö ár eða þar til
hún fór til Brasilíu.
„Í Amazon rakst ég á graffara
sem bauð mér að mála með sér, sem
ég gerði. Við vinkonurnar höfðum í
upphafi ætlað að fara í bakpoka-
ferðalag en svo breyttist ferðin mjög
mikið eftir að ég rakst á graffarann í
Amazon því þá breyttist þetta úr
bakpokaferð yfir í graffítíferð,“ seg-
ir ævintýrakonan unga.
Þær vinkonur lentu í dálitlum
vandræðum með gistingu þannig að
Kristín leitaði ráða hjá graffaranum
sem sagði það nú vera lítið mál að
bjarga því. Hann fékk ferðaáætlun
vinkvennanna og þar með voru ör-
lögin ráðin. „Hann sagðist ætla að
kynna okkur fyrir fólki í hverri borg
Lærði að graffa á
ferðalagi um Amazon
Myndlistarkonan Kristín Þorláksdóttir hefur ferðast víða þrátt fyrir ungan aldur.
Þegar hún var tvítug á ferðalagi um Brasilíu byrjaði hún að mála á veggi og
lærði að meta og skilja götulist í sínu tærasta formi. Hún öðlaðist innsýn í dulda
menningarkima fjarri heimaslóðunum og kynntist einstökum götulistamönnum.
Í dag verður opnuð sýning á verkum hennar á Café Kró í Vestmannaeyjum.
Upphafið Á þessari mynd frá Bahia í Brasilíu má sjá ungviðið fylgjast for-
vitið með Kristínu þar sem hún málar á vegg árið 2012.
Listakonan Kristín Þorláksdóttir hefur ferðast víða um heim þrátt fyrir ung-
an aldur. Meðal annars hefur hún búið í Kenýa og ferðast um S-Ameríku.
Algera Studio var stofnað árið 2013
og er þrennt í senn: verkstæði, vinnu-
stofa og sýningarrými. Auk þess er
þar samnýtt kunnátta og þekking en
listamennirnir sem þar hafa aðstöðu
koma úr ýmsum áttum og flóran því
fjölbreytt. Algera er á Fosshálsi í
Reykjavík.
Á vefsíðu stúdíósins má skoða list-
sköpun átta ólíkra listamanna, þar á
meðal verk Kristínar Þorláksdóttur
sem rætt er við hér á opnunni.
Megináherslur Algera Studio eru á
listrænt frelsi og fjölbreytni og kem-
ur þar saman þverskurður listrænnar
tjáningar og listmiðla og að leggja
niður landamæri.
Á vegum stúdíósins eru haldnir
opnir tímar í verklegum þáttum og
námskeið ýmiss konar sem eru öllum
opin. Aukinheldur er höfð milliganga
um sýningar- og vinnuaðstöðu fyrir
erlenda listamenn.
Allt um Algera Studio á vefsvæð-
inu www.algerastudio.com.
Vefsíðan www.algerastudio.com
Ljósmynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir
Listamenn Afapollur eftir Kristínu Þorláksdóttur er á meðal verka á síðunni.
Vinnustofa og sýningarrými
Tökur á þáttunum um Töfrahetjurnar þeirra Einars Mikaels og Viktoríu eru í
fullum gangi í sumar. Í kvöld verður töfrasýning sem tekin verður upp fyrir
þættina sem hefja göngu sína á Stöð tvö í vetur og er öllum áhugasömum vel-
komið að fylgjast með. Sýningin hefst klukkan 19 í Bíóhöllinni á Akranesi og
eru einu kröfurnar þær að gestir séu snyrtilega klæddir þar sem þetta kemur í
sjónvarpinu síðar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyf-
ir. Gestir fá gefins galdrabók og tvo dvd-diska, Hókus pókus og Leyndarmál
vísindanna, þannig að fleiri geta lært að framkvæma töfrabrögð eftir sýn-
inguna.
Endilega …
… fylgist með upptökum
Sýning Töfrasýningin verður tekin upp í Bíóhöllinni á Akranesi kl. 19 í kvöld.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Annað kvöld klukkan 21 leikur hljóm-
sveitin Robert The Roommate á Café
Rosenberg.
Hljómsveitina skipa þau Rósa Guð-
rún Sveinsdóttir sem bæði syngur og
leikur á flautu, Gerður Jónsdóttir
sem leikur á selló, Daníel Helgason á
gítar og Jón Óskar Jónsson á slag-
verk. Hljómsveitin hefur starfað síð-
an 2010 og lék í upphafi tónlist
meistara á borð við Cohen og Dylan
en hóf að leika frumsamið efni 2011.
Fyrsta plata sveitarinnar kom út í
apríl á síðasta ári.
Tónleikar á Café Rosenberg
Tónleikar Robert The Roommate.
Robert The
Roommate spilar
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Margar gerðir
af innihurðum