Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
✝ Birgir JóhannJóhannsson
fæddist á Grenivík í
Grýtubakkahreppi
27. mars 1929.
Hann lést 10. júlí
2014.
Foreldrar hans
voru Inga Guð-
mundsdóttir hús-
móðir, f. 30. mars
1896, d. 22. október
1970 og Jóhann J.
Kristjánsson læknir, f. 7. júní
1898, d. 3. október 1974. Systkini
Birgis eru Haraldur Kristófer, f.
16.1. 1921, d. 6. 9. 2004, Guð-
mundur Kristján, f. 29.6. 1922, d.
27.11. 2008, Hannes, f. 21.4. 1926,
d. 4.4. 1931, Heimir Brynjúlfur, f.
1.5. 1930, Hannes, f. 21.9. 1932, d.
27.6. 2007 og Sigríður Hafdís f.
16.6. 1936. Birgir kvæntist 6.10.
1951, Jóhönnu Ásdísi Jón-
asdóttur húsmóður, f. 4.5. 1929,
d. 20.5. 2005. Börn þeirra 1) Guð-
rún, fjölmiðlafr., f. 22.2. 1952,
maki Chuck Mack. Guðrún var
áður gift Richard Ólafi Briem,
börn: a) Birgir Andri, f. 1975,
maki Harpa Guðnadóttir, börn:
Klara, Saga og Erla Filippa, b)
Dagrún, f. 1980, maki Guðjón
Gústafsson, börn: Gyða Maja,
Daníel Andri og Matthías Máni,
c) Unnur Helga, f. 1991. Börn
Chucks: Clayton, látinn, Lisa og
María, f. 1997, c) Daníel Þorri, f.
2003. Sonur Hauks er Bjarni Þór,
f. 1982, unnusta Ragna Lind
Jónsdóttir. Sonur Bjarna Þórs er
Patrekur Smári.
Birgir ólst upp á Grenivík
fyrstu árin. Fjölskyldan fluttist
árið 1937 til Ólafsfjarðar þar sem
faðir hans var héraðslæknir.
Birgir lauk stúdentsprófi frá MA
árið 1949 og Cand. odont-prófi
frá Háskóla Íslands árið 1956.
Hann opnaði tannlæknastofu í
Reykjavík 9.12. 1957 og rak þá
stofu til loka starfsferils síns árið
2007. Birgir var á námsárum for-
maður stjórnar Félags íslenskra
tannlæknanema og gegndi eftir
það félags- og trúnaðarstörfum
hjá Tannlæknafélagi Íslands.
Hann sat í minjanefnd félagsins
frá 1962 og var formaður nefnd-
arinnar frá 1965 til æviloka.
Hann var formaður stjórnar
Tannlæknafélags Íslands frá
1984-1986 og var kjörinn heið-
ursfélagi 2003. Hann sat í stjórn
Dentalíu hf. frá 1961 og var þar
formaður frá 1973-1982. Birgir
var formaður Sjóstanga-
veiðifélags Reykjavíkur 1963-
1966 og aftur 1971-1973 og sat í
stjórn Landssambands stanga-
veiðifélaga frá 1972 og formaður
frá 1981-1984. Birgir var með-
limur Lionsklúbbsins Fjölnis í
Reykjavík og í Oddfellow-stúku
nr. 9, Þormóði Goða. Birgir sat
frá upphafi í stjórn Minning-
arsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sig-
urliða Kristjánssonar.
Útför Birgis fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 23. júlí
2014, kl. 13.
William. 2) Jónas
Birgir, tannl., f.
25.12. 1953, maki
Stella Guðmunds-
dóttir, börn: a)
Tinna Ásdís, f. 1986,
maki Róbert Farest-
veit, dóttir: Ásdís
Erica. b) Jónas
Birgir, f. 1988, unn-
usta Rakel Ósk Jó-
elsdóttir. Dóttir
Jónasar, f. 1972 er
Björk, börn: Gestur Egill, Svavar
Már, Elín Björk og Oddný Anna.
Dætur Stellu: Sólveig Erna og
Dís. 3) Inga Jóhanna, kennari og
tannfr., f. 17.6. 1957, d. 1.6. 2011,
gift Halldóri Úlfarssyni. Börn: a)
Ásdís, f. 1979, maki Guðmundur
Finnbogason, börn: Viktor Matti
og Jóhann Ingi, b) Úlfar Þór, f.
1987, unnusta Arna Dögg Gunn-
laugsdóttir, dóttir: Angela Dögg.
Sonur Úlfars Þórs er Björn Óm-
ar. 4) Sigrún, kennari, f. 18.12.
1960, maki Óskar Baldursson,
börn: a) Sara, f. 1980, maki Her-
mann Fannar Valgarðsson, lát-
inn. Börn: Logi Þór og Matt-
hildur Rúna, b) Þórdís, f. 1987,
maki Davíð Jónsson. 5) Haukur,
framkv.stj., f. 5.10. 1964, unnusta
Arndís Halla Ásgeirsdóttir.
Haukur var kvæntur Áslaugu
Maríu Magnúsdóttur, börn: a)
Magnús Már, f. 1991, b) Inga
Í dag kveðjum við ástkæran
föður okkar. Hann var maður sem
vildi njóta þess sem lífið hafði að
bjóða. Hann var vinmargur,
þekkti marga og þurftum við
systkinin oft á þolinmæði að halda
þegar við fórum eitthvað með
honum en komumst ekkert úr
sporunum því hann var stöðugt að
heilsa og spjalla við fólk. Það var
auðvelt fyrir fólk að finna hann í
hópi þar sem eitt af aðalsmerkj-
um hans var skosk derhúfa sem
sást langar leiðir. Þá derhúfu tók
hann reyndar niður og setti upp
forláta útjaskaða lopahúfu í stað-
inn þegar hann var í sveitinni í
Flókadal. Pabbi okkar var veiði-
maður, spilaði golf og stundaði
trjárækt í kringum sumarbústað
fjölskyldunnar. Hann og mamma
fóru á hverju ári norður en þeirra
staðir voru Siglufjörður og Ólafs-
fjörður og sveitirnar í kring og
var sérstaklega gaman að heyra
hann segja frá hver hafði búið
hvar og hvernig lífið hafði verið á
árum áður. Pabbi okkar hafði
stórt hjarta, var vinur litla
mannsins, var gleðimaður, vinur
vina sinna. Það er margs að
sakna og fyrir margt að þakka og
hann sem aldrei vildi missa af að-
alfréttatímum RÚV mun ekki
lengur sitja úti í bíl og klára
fréttayfirlitið klukkan sex áður
en hann kemur inn í mat til okk-
ar bara svona ef við værum ekki
búin að kveikja á réttu stöðunni.
Við þökkum fyrir samfylgdina og
óskum honum góðrar ferðar til
mömmu og Ingu systur og allra
hinna sem honum þykir vænt
um.
Guð blessi föður okkar.
Guðrún, Jónas, Sigrún,
Haukur.
Mig langar til að minnast
tengdaföður og vinar míns hans
Birgis með nokkrum orðum.
Hann var einstakur maður, stál-
minnugur á bæði fólk og staði og
engum hef ég kynnst sem þekkti
jafn margt fólk og hann. Enda
vann hann við tannlæknastofu
sína á Hlemmi í yfir 50 ár.
Birgir giftist ungur yndislegri
konu, henni Ásdísi, og eignuðust
þau saman fimm börn, þar sem
Sigrún kona mín er fjórða í röð-
inni. Birgir missti Ásdísi árið 2005
og Ingu dóttur sína 2011 og sakn-
aði hann þeirra beggja mikið.
Hann kynntist góðri vinkonu sinni
henni Elínu fyrir tveimur árum
sem nú kveður góðan vin sinn með
okkur öllum.
Fyrir mér var Birgir bæði góð-
ur vinur og veiðifélagi. Hann
kenndi mér að veiða lax og margar
ferðir fórum við til rúpna bæði í
Flókadalinn hans yndislega og
eins norður á Hólmavík þar sem
við gengum á Tröllatunguheiði
með Birgi Þorgilssyni, veiðifélaga
hans til margra ára. Í þessum
ferðum naut Birgir sín vel, var
kátur og hress og eldaði heimsins
bestu kjötsúpu.
Skógar í Flókadal og síðar
Skóga-ás þar sem Birgir reisti sér
bústað sameinaði áhugamál okkar
beggja sem var skógrækt. Hann
var ótrúlega ötull í skógrækt sinni
en það var eitt verk sem var eig-
inlega hans og það var að slá flöt-
ina og var það hans hinsta verk á
Skóga-ási. Þannig mun ég sjá
hann fyrir mér um ókomna tíð,
með lopahúfuna sína við að slá
flötina.
Hvíl í friði, Birgir J. Jóhanns-
son, og blessuð sé minning þín.
Þinn tengdasonur,
Óskar Baldursson.
Ég mæli hamingju mína í því að
eiga gott samband við þá sem mér
þykir vænt um og hversu margt
áhugavert fólk ég hitti á lífsleið-
inni. Fyrir tólf árum bættist Birg-
ir í þennan hóp. Hann var sterkur
og stæltur, mikill áhugamaður um
sport, hafði ferðast víða um heim
og sýndi áhuga á því sem lífið hef-
ur að bjóða. Það var gaman að
vera með honum og hann hafði lag
á að koma með kaldhæðnislegar
athugasemdir um málefni líðandi
stundar en alltaf með góðlátlegri
kímni. Fyrir mér var Birgir eins
konar heimspekingur með stórt
hjarta. Hann var tengdafaðir
minn, fjölskylda mín, góður vinur
og ég mun sakna hans.
Chuck Mack.
Biggi afi vakti athygli hvert
sem hann fór. Hann var skemmti-
legur og flottur, með sixpensar-
ann sinn og sólgleraugun. Afi naut
sín vel á mannamótum og alltaf
var stutt í húmorinn og brosið.
Hann var fjölskyldumaður og
sýndi okkur barnabörnunum og
því sem við vorum að fást við ein-
stakan áhuga. Afi hvatti okkur til
að mennta okkur og spjallaði um
námið við hvert og eitt okkar þó að
fögin væru ólík og sýndi áhuga
sinn og stuðning í verki með því að
mæta á viðburði tengda náminu.
Afi var mikill dýravinur og við
minnumst þess með hlýju í hjarta
þegar hann hringdi árlega í okkur
stuttu fyrir jól og vildi fá að vita
hversu mörg gæludýr við ættum
það árið og nöfnin þeirra. Gælu-
dýrin fengu svo hvert sinn jóla-
pakkann frá Bigga afa og það
þótti okkur alltaf jafn skemmti-
legt. Við frændsystkinin eigum
margar góðar minningar úr Ás-
endanum og frá ferðum okkar
með ömmu og afa á Skóga og
Skóga-ás. Í Ásendanum var alltaf
líf og fjör og ósjaldan var öll stór-
fjölskyldan þar saman komin.
Þegar við fórum með ömmu og afa
í sveitina bjó afi til skemmtilega
leiki til að stytta okkur stundir í
bílnum eða sagði brandara og
skemmtilegar sögur. Honum var
einkar lagið að lífga upp á hvers-
daginn og fékk okkur barnabörn-
unum ýmis skemmtileg verkefni.
Þegar hann hafði slegið æfinga-
högg á túninu úti fengum við klink
fyrir að finna golfkúlurnar og þá
var sko hlaupið og keppst um að
finna sem flestar. Afi átti það til að
vera stríðinn og sagði stundum
draugasögur sem gerðu dvölina í
sveitinni enn meira spennandi.
Skógar voru eins og ævintýra-
heimur fyrir borgarbörnin sem
léku sér úti allan daginn í sveitinni
eða í búinu í hlöðunni. Í dag er
gaman að rifja ferðasögurnar upp
með okkar börnum og fylgjast
með þeim upplifa Skóga á þennan
sama hátt.
Við kveðjum afa með þakklæti
fyrir allar góðu stundirnar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Jónas Birgir, Tinna Ásdís,
Þórdís og Dís.
Elsku Biggi afi. Það er alltaf
erfitt að kveðja þegar einhver sem
við elskum fellur frá. En að sama
skapi er ekki annað hægt en að
brosa þegar allar minningarnar
rifjast upp í huganum um
skemmtilega afa okkar sem var
alltaf hress og í góðu skapi.
Ásendinn, þar sem alltaf voru
opnar dyr fyrir okkur börnin, þar
var spilað á spil (þrátt fyrir að við
töpuðum þá voru alltaf verðlaun),
glamrað á píanóið og áttum góðar
stundir sem lifa með okkur út lífið.
Seinna kom svo Mánatún og síð-
ast hjá afa í Hvassaleiti þar sem
maður gat alltaf komið við og
spjallað um allt milli himins og
jarðar og um gamla góða tíma og
auðvitað fengum við oft klinkið í
skálunum áður en maður kvaddi
og fór.
Skógaás er líka alltaf minnis-
varðinn okkar barnanna um ykk-
ur ömmu og afa þar sem var farið í
ófáar veiðiferðir, gróðursettar
plöntur sem eru í dag orðnar einn
flottasti skógurinn í Flókadal, eða
teknir nokkrir hringir á Murray-
sláttuvélinni úti á túni með þér.
Nú ertu komin til Ásdísar
ömmu og Ingu okkar og við kveðj-
um þig með sorg en hugsum til þín
með gleði í hjarta og minningar
um frábæran afa sem var yndis-
legt að eiga að. Hvíl í friði, elsku
afi okkar.
Bjarni Þór, Magnús Már,
Inga María & Daníel Þorri
Hauksbörn.
Þegar einhver sem manni þykir
vænt um fellur frá er ekki óal-
gengt að hugurinn fari á flakk og
minningarnar skjóti upp kollinum.
Efst í huga okkar þríeykisins er
án efa þakklæti fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum með
afa bæði í sveitinni, í Ásendanum
og síðar í Mánatúni og Hvassa-
leiti. Afi var mjög mannblendinn
og skemmtilegur maður og hann
var þekktur fyrir það að spyrja
vini okkar, kærasta og tengdafólk
spjörunum úr í fjölskylduboðum.
Og alltaf fann hann einhverja
tengingu.
Afa leið hvergi betur en í sveit-
inni og það blundaði í honum nett-
ur bóndi. Maður eyddi ófáum
stundum í að hjálpa afa við skóg-
ræktina og það var mikið sport að
fá að keyra traktorinn. Afi þekkt-
ist langar leiðir á lopahúfunni sem
hann var alltaf með í sveitinni og
það var alveg sama hversu mikið
af útivistarfatnaði hann fékk í
jóla- og afmælisgjafir, alltaf fór
hann í sömu larfana um leið og
hann kom í sveitina. Það var gott
að koma til ömmu og afa og við
fundum hversu velkomnar við
vorum. Fyrir það verðum við æv-
inlega þakklátar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Ásdís, Dagrún og Sara.
Ég var ekki gömul þegar ég
vann mér inn fyrstu launin mín.
Það gerði ég með því að safna golf-
kúlum fyrir afa við sumarbústað-
inn í Flókadalnum. Ég þakka fyrir
það. Ég þakka líka fyrir að hafa
fengið að dröslast um í Ásenda-
náttkjólnum hjá afa og ömmu í Ás-
endanum og fá að japla á lindu-
buffi og öðru góðgæti sem við
keyptum okkur þegar ég gisti hjá
þeim. Ég þakka fyrir öll áramótin
sem við eyddum í Ásendanum þar
sem afi var hrókur alls fagnaðar
og með flesta flugelda í götunni og
mesta fjörið. Ég þakka fyrir öll
aðfangadagskvöldin með honum
síðustu ár hjá okkur mömmu og
Chuck eftir að amma dó. Ég
þakka fyrir að hafa átt þennan afa.
Bænin sem ég lærði hjá afa og
ömmu:
Birgir J.
Jóhannsson
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir
og mágur,
AXEL PÁLMASON,
hagfræðingur hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,
lést á George Washington University Hospital
í Washington fimmtudaginn 10. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.00.
Tammy Jean Ganey
Elsa Sandra Axelsdóttir
Charles Pálmi Axelsson
Elsa Þórhildur Axelsdóttir
Helga Jóna Pálmadóttir Sveinn Aðalsteinsson
Gissur Pálmason
Davíð Pálmason Svava Guðjónsdóttir
Óli Pétur Pálmason Jóna María Ásmundsdóttir
Þorbjörg Pálmadóttir Andrés Ívarsson
Pálína Pálmadóttir Ingólfur Pétursson
og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæra
GYÐA KRISTÓFERSDÓTTIR,
Maríubakka 16,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þriðjudaginn 15. júlí, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
24. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingar-
og stuðningsmiðstöð.
Melkorka Ýr Jóhannsdóttir,
Alda Guðmundsdóttir, Kristófer Valgeir Stefánsson,
Stefán Kristófersson, Katrín Svava Jónsdóttir,
Kolbrún Alda Stefánsdóttir,
Jón Valgeir Stefánsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
JÓN HÁKON MAGNÚSSON,
framkvæmdastjóri,
sem lést á líknardeild Landspítalans
föstudaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.
Áslaug Guðrún Harðardóttir,
Áslaug Svava Jónsdóttir, Haukur Marinósson,
Hörður Hákon Jónsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN H. VILHJÁLMSDÓTTIR,
Lindargötu 11,
lést föstudaginn 18. júlí á hjúkrunarheimilinu
Ísafold.
Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 29. júlí kl. 13.00.
Vilhjálmur Þór Kjartansson, Guðrún Hannesdóttir,
Magnús Rúnar Kjartansson, Jóhanna B. Jónsdóttir,
Anna Kjartansdóttir,
Kjartan Gunnar Kjartansson, Marta Guðjónsdóttir,
Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, Garðar Mýrdal,
Birgir Kjartansson,
Sveinn Sigurður Kjartansson, Stella Sæmundsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær bróðir minn og frændi,
MARTEINN MITCHELL PÉTURSSON,
lést mánudaginn 21. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigríður Pétursdóttir,
Ólafía Sigmarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson,
Pétur Sigmarsson, Kolbrún Ósk Sigtryggsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Bræðratungu,
Biskupstungum,
verður jarðsungin frá Skálholtskirkju
föstudaginn 25. júlí kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Minningarsjóð Bræðratungukirkju,
kt. 490169-0409, banki 0151-15-370126.
Guðrún Sveinsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson,
Skúli Sveinsson, Þórdís Sigfúsdóttir,
Kjartan Sveinsson, Guðrún S. Magnúsdóttir,
Stefán Sveinsson, Sigrún Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.