Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Þann 15 júlí sl. kynnti Jean-Claude Juncker, verðandi for-
seti framkvæmdastjórnar ESB,
stefnu sinnar stjórnartíðar, þ.á m.
að ESB verði ekki stækkað á þeim
tíma. Þó yrði áfram rætt við ríki
sem hefðu átt í aðlögunarviðræðum
við sambandið.
Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráð-
herra, telur þá yf-
irlýsingu marka
þáttaskil og segir:
Viðræðum full-trúa Íslands og
ESB var hætt í jan-
úar 2013 og haustið
2013 afmunstraði
utanríkisráðherra,
Gunnar Bragi
Sveinsson, viðræðu-
nefnd Íslands og
einstaka viðræðuhópa. Íslendingar
eiga ekki í neinum viðræðum við
ESB. Það verður því ekki rætt við
þá næstu fimm árin.
Ný framkvæmdastjórn ESB tek-ur við í Brussel 31. október
2014. Vikurnar þangað til á ríkis-
stjórn Íslands að nota til að móta
skýra afstöðu um lyktir stöðu Ís-
lands sem umsóknarríkis sem
kynnt verði fyrir nýrri fram-
kvæmdastjórn ESB undir forsæti
Junckers.
Engin rök eru fyrir að skipa sessumsóknarríkis án viðræðna
við ESB.
Slík staða er í raun svo fráleit aðóþarft ætti að vera að deila um
að afmá hana. Á fimm árum mun
ESB breytast.
Vilji Íslendingar nálgast það íbreyttri mynd ber að gera það
á grundvelli nýrrar umsóknar sem
samþykkt yrði í þjóðaratkvæða-
greiðslu áður en gengið yrði til við-
ræðna við ráðamenn í Brussel.“
Afmá ber firru
STAKSTEINAR
Björn Bjarnason
J.C. Juncker
Veður víða um heim 22.7., kl. 18.00
Reykjavík 16 alskýjað
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 18 skýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 13 alskýjað
Ósló 30 heiðskírt
Kaupmannahöfn 25 heiðskírt
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 26 heiðskírt
Lúxemborg 27 léttskýjað
Brussel 26 léttskýjað
Dublin 21 skúrir
Glasgow 26 heiðskírt
London 26 léttskýjað
París 21 alskýjað
Amsterdam 26 léttskýjað
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 20 skúrir
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 22 þrumuveður
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 21 heiðskírt
Montreal 26 léttskýjað
New York 28 léttskýjað
Chicago 27 léttskýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:07 23:03
ÍSAFJÖRÐUR 3:42 23:37
SIGLUFJÖRÐUR 3:24 23:21
DJÚPIVOGUR 3:29 22:39
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Blái laxinn sem veiddist í Elliða-
ánum á mánudaginn verður ekki
rannsakaður frekar, að sögn Jó-
hannesar Sturlaugssonar líffræð-
ings hjá Laxfiskum. Hann segir ráð-
gátuna að baki hins bláa fisks vera
að mestu leysta. „Þó þykir mér
óvenjulegt að hann var ekki blár
þegar ég merkti hann sem seiði í
fyrravor,“ segir Jóhannes og bætir
við: „Ég hef merkt nærri þrjár
milljónir laxaseiða en aðeins fáein
þeirra hafa verið svona heiðblá.
Þessi fiskur var greinilega ekki einn
þeirra, annars væri það í mínum
skrám.“
Björn Þrándur Björnsson, pró-
fessor í fiskalífeðlisfræði við Gauta-
borgarháskóla, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að blái liturinn
stafaði af óeðlilegum þroska heila-
dingulsins. Jóhannes segist geta
tekið undir þær fullyrðingar Björns,
og segir bláa fiskinn einfaldlega
vera skemmtilega tilbreytingu. „Í
þessu laxaleysi sem ríkt hefur í
sumar þá er svona óvenjulegur lax
kærkomin tilbreyting.“ Bláminn
hvarf þó af laxinum skömmu eftir að
hann var dreginn á land. „Litaraftið
breytist því miður þegar fiskurinn
deyr, eins og oft vill gerast þegar
kolsvartir sjóbirtingar eru dregnir á
land og verða svo silfurgráir aðeins
stuttu seinna,“ segir Jóhannes.
Spurður hvað verði nú um laxinn
segir Jóhannes að hann verði ekki
stoppaður upp. „Ég held ég snæði
hann léttgrillaðan með kartöflum og
smjöri,“ segir Jóhannes kíminn.
Borðar bláa laxinn með
kartöflum og smjöri
Morgunblaðið/Eggert
Frægur Laxinn sem veiddist á
mánudaginn var heiðblár að lit.
Aganefnd KSÍ ákvað á fundi sínum
í gær að fresta úrskurði um lík-
amsárásina á Hellissandi, í leik 2.
flokks Snæfellsness og Sindra frá
Hornafirði. Nefndin tók sér frest til
þess að afla sér frekari gagna frá
liðunum sem hlut eiga að máli.
Þetta staðfesti Þórir Hákonar-
son, framkvæmdastjóri KSÍ, í sam-
tali við mbl.is. Aganefndin hittist
vikulega á þriðjudögum þannig að
málið verður þá ekki tekið upp
næst fyrr en að viku liðinni.
Leikmaður Snæfellsness varð
fyrir árás leikmanns Sindra í knatt-
spyrnuleik liðanna sl. sunnudag.
Leikmaður Sindra missti stjórn á
skapi sínu í leiknum og sló til and-
stæðings síns sem féll fyrir vikið.
Högg og spörk voru látin dynja á
honum þar sem hann lá á jörðinni.
Morgunblaðið/Golli
Laugardalur Aganefnd KSÍ frestaði
úrskurði sínum um árásarmálið.
Frestuðu úr-
skurði um
árásarmálið