Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir
Verkið Vegglistaverkið í höfninni í Vestmannaeyjum vekur athygli þeirra sem þangað koma enda mikil dýpt í því.
og úr varð tæplega hálfs árs ferð
meðfram allri Brasilíu þar sem við
máluðum og vörðum tíma með götu-
listamönnum í hverri borg. Við héld-
um tvær sýningar og vorum í ein-
hverjum heimildarmyndum,“ segir
Kristín um þessa ævintýralegu ferð.
Undir vernd í „favelu“
Brasilíuferðin reyndist býsna
góður skóli og öðluðust þær vinkon-
ur reynslu sem ekki er á hverju
strái. „Þegar maður málar á veggi er
maður svo mikill hluti af almenningi.
Að vera hvít millistéttarstelpa frá
Íslandi í löndum þar sem er hörð fá-
tækt, gerir það að verkum að ein-
staklingurinn er settur í fyrirfram-
gefinn ramma út frá uppruna sínum.
En þegar maður er allt í einu allur
úti í málningu og allir drekka sama
vatnið þá flokkar fólk mann öðruvísi.
Það er aðallega virðingin sem verður
öðruvísi,“ segir Kristín sem upplifði
bæði þakklæti og vinsemd í sinn
garð.
Í Rio de Janeiro máluðu vin-
konurnar í „favelum“ sem eru
hættuleg fátækrahverfi sem lög-
reglan vogar sér ekki einu sinni inn
í. „Það gengur enginn inn í þessi
hverfi sem er ekki þaðan, því þeim
er stjórnað af eins konar mafíósum.
Þar er ekkert borgarskipulag en
íbúarnir greiða mafíósunum eins
konar skatt og í staðinn veita þeir
þeim vernd gegn lögreglunni og öðr-
um klíkum. Þegar til stóð að gera
eitthvað fyrir hverfið í þessari favelu
fórum við þangað með öðrum götu-
listamönnum, undir vernd „stjór-
ans“, bara af því að við vorum að
mála og vinir okkar voru í þessu
verkefni,“ segir Kristín og hlær að
minningunni um þessar sérstöku að-
stæður. Reynslan sem hún öðlaðist í
staðinn hefur komist til skila í verk-
um hennar sem má meðal annars
skoða á vefsíðunni www.algera-
studio.com og á sýningunni á Café
Kró.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Leikritið Ræflavík var sett upp í byrj-
un mánaðarins í Rýminu á Akureyri.
Leikstjóri verksins er Jón Gunnar
Þórðarson sem áður hefur leikstýrt
verkum á borð við Rocky Horror í Hofi
og Hárið í Hörpu. Leikhópurinn sem
stendur að Ræflavík gengur undir
nafninu Norðurbandalagið og er skip-
aður ungum og efnilegum leikurum
sem allir eiga það sameiginlegt að
vera í leiklistarnámi, hafa lokið námi
eða eru á leið í leiklistarnám.
Sýningin tókst það vel á Akureyri
að nú á að setja hana upp í Reykjavík
og verða sýningarnar tvær.
„Það var uppselt á allar sýning-
arnar á Akureyri og töluvert færri
komust að en vildu þannig að nú ætl-
um við að vera með tvær sýningar í
Tjarnarbíói í Reykjavík,“ segir leik-
stjórinn Jón Gunnar Þórðarson sem
var mjög ánægður með viðbrögðin
sem sýningin fékk á Akureyri.
Í raun má segja að leikritið Ræfla-
vík sé spennutryllir, húmorinn kol-
svartur og ekki fyrir viðkvæma, enda
bannað innan 16 ára.
Leikarar eru þau Aron Már Ólafs-
son, Birgitta Björk Bergsdóttir, Gísli
Björgvin Gíslason, Hjalti Rúnar Jóns-
son, Katrín Mist Haraldsdóttir, Jó-
hann Axel Ingólfsson og María Dögg
Nelson.
Leikritið fjallar um líf nokkurra
ungmenna í framhaldsskóla í íslensk-
um bæ en öll eiga þau sér drauma um
betra líf á allt öðrum stað en í Ræfla-
vík, þar sem þau búa. Verkið er byggt
á leikritinu Punk Rock eftir breska
leikskáldið Simon Stephens. Norður-
bandalagið staðfærði verkið og lag-
aði það að íslenskum veruleika. Boð-
skapurinn í verkinu er sterkur og
leikararnir ungu opna sig hver og
einn á vissum stöðum í verkinu.
Miðasala er á vefnum www.midi.is.
Fréttist af sigurgöngu Ræflavíkur til Reykjavíkur
Morgunblaðið/Malín Brand
Vinsælt Ræflavík naut mikill vinsælda í Rýminu á Akureyri og var alltaf uppselt.
Tvær sýningar Norðurbanda-
lagsins í Tjarnarbíói í vikunni
www.volkswagen.is
Atvinnubílar
HEKLA býður nú fyrirtækjum Volkswagen Crafter, Extreme Edition, hlaðinn aukabúnaði á einstaklega hagstæðu
mánaðargjaldi. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Volkswagen Crafter á rekstrarleigu
Staðalbúnaður: ESP stöðugleikastýring og spólvörn, Hill Holder og
tregðulæsing, ABS bremsur, rennihurð báðum megin, loftpúðar fyrir ökumann
og farþega, rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar, fjarstýrð samlæsing, 2 sæta
bekkur með geymslurými, armpúðar á bílstjórasæti, fullkomin aksturstölva,
útvarp með geislaspilara, 270° opnun á afturdyrum.
Millilangur háþekja Langur háþekja
VW Crafter með Extreme
Edition aukahlutapakka 5.840.637 6.039.841
Sértilboð 4.613.546 4.772.908
12 mán. rekstrarleiga 12 mán. rekstrarleiga
Rekstrarleiga 128.559 pr. mán. 131.497 pr. mán.
Aukahlutapakki: Hraðastillir (Cruise control), gólfklæðning, hliðarklæðning,
fjaðrandi, hæðarstillanlegt og upphitað bílstjórasæti með armpúðum,
vélarhitari með fjarstýringu og tímastilli, rafmagnsmiðstöðvarhitari,
fjarlægðaskynjarar að framan og aftan, aðgerðarstýri, rennur í flutningsrými,
hliðarlýsing, díóðulýsing í flutningsrými.
Öll verð eru án vsk.