Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Liðsmenn íslensku kvennasund- sveitarinnar Yfirliðið syntu boðsund yfir Ermarsund í gær. Sundið tók 13 klukkustundir og 31 mínútu. Lagt var af stað klukkan 18 að staðartíma frá Englandi og skiptust sundkon- urnar fimm, þær Harpa Hrund Berndsen, Helga Sigurðardóttir, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Corinna Hoffmann og Sædís Rán Sveins- dóttir á að synda. Upphaflega stóð til að sundsveitin myndi synda yfir til Frakklands og til baka en að sögn Jóhannesar Jóns- sonar, annars liðsstjóra liðsins, var tekin ákvörðun um að hætta við að synda báðar leiðir tveimur klukku- stundum áður en komið var til Frakklands. „Nokkrar í liðinu áttu við sjóveiki að stríða þannig að við ákváðum að taka land í Frakklandi og fagna þar. Þær sem voru sjóveikar náðu illa að nærast og engin næring á svona löngum tíma kemur niður á þreki og úthaldi,“ segir Jóhannes. Hann segir sjóveikina hafa gert vart um sig um leið og það kom kolniðamyrkur. „Einn úr áhöfninni sagði þetta oft gerast um leið og fólk hætti að geta séð sjóndeildarhringinn. Þú sérð ekki neitt og ert bara í einhverju vaggi,“ segir Jóhannes. Hann segir að um leið og það tók að birta aftur hafi allir orðið mun hressari. Að sögn Jóhannesar var veðrið mjög fínt. „Það var mistur yfir öllu. Megnið af leiðinni var ölduhæðin innan við hálfur metri og hitastig sjávar var á bilinu 17 til 19 gráður sem er meiri- háttar fyrir fólk sem er vant því að synda í 12-14 gráðum. ash@mbl.is Ljósmynd/Harpa Hrund Berndsen Leiðarendi Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti fyrst í land og á eftir henni fylgdu þær Harpa Hrund Berndsen, Helga Sigurðardóttir, Corinna Hoffmann og Sædís Rán Sveinsdóttir. Sundið tók 13 klukkutíma og 31 mínútu. Liðsmenn Yfirliðsins syntu yfir Ermarsund  Þurftu að hætta við að synda aftur til baka sökum sjóveiki Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Skemmti- og vinnufundur verður haldinn í Félagsbæ á Flateyri kl. 17 í dag. Umræðuefnið er Flateyri og Ön- undarfjörður, íbúar svæðisins og saga. Fundurinn er á vegum Vest- Fiðrings, tilraunaverkefnis á vegum Kol & Salt á Ísafirði, sem nýtur stuðnings af vaxtarsamningi Vest- fjarða. Fundurinn er einn af mörgum sem haldnir verða á a.m.k. tólf stöðum víðs vegar á Vestfjörðum. Leitað er eftir sérþekkingu þeirra sem búa á svæðinu og geta leikir og lærðir lagt til þekkingu sína með lifandi hætti. Skrásetja sérkennin Elísabet Gunnarsdóttir, verkefna- stjóri VestFiðrings, segir markmiðið að skrásetja sérkenni mismunandi hluta Vestfjarða. „Með alheimsvæð- ingunni er verið að fletja út svo margt í menningunni,“ segir hún. „Það ger- ist ósjálfrátt með meiri tækni og sam- skiptum og við á Íslandi verðum vör við það að farið er að líta á margbrotin menningarsvæði eins og Vestfirði sem nánast einsleit.“ Elísabet segir markmiðið jafn- framt vera það að fá íbúa á stöðunum til að draga fram það sem einkenni staðina. „Það getur verið náttúra, landslag, menning og nánast hvað sem er, þekkingin liggur að stórum hluta hjá fólkinu,“ segir hún. „Við viljum vekja umræðu um það hvað greinir fjörð frá firði.“ Lifandi þekking Elísabet segir þessa aðferð upplýs- ingasöfnunar mikið notaða. „Við er- um fyrst og fremst að safna fróðleik sem er ennþá lifandi í samfélaginu á einn stað sem er aðgengilegur öllum. Þá geta allir sótt hann, lagfært og skoðað,“ segir hún. Í þessum fyrsta áfanga VestFiðrings er safnað saman upplýsingum um sérkenni hvers hluta Vestfjarða fyrir sig og mannauðurinn kortlagður. Annar áfangi felst í því að búa til atvinnuskapandi verkefni á sviði skapandi greina. „Þetta er í raun hópefli þar sem unnið er með sér- kennin,“ segir Elísabet. Efnið verður aðgengilegt á Facebook-síðu Vest- Fiðrings og víðar. Skrásetja ein- stök sérkenni Vestfjarða  Vinnufundir víðs vegar um Vestfirði Morgunblaðið/Ómar Flateyri Víðs vegar um Vestfirði verða skrásett sérkenni staða. Markmið » Skrásetja sérkenni á 12 eða fleiri afmörkuðum svæðum á Vestfjörðum. » Landfræðileg, menningarleg og söguleg sérstaða hvers og eins þeirra dregin fram með áþreifanlegum hætti. » Kortleggja mannauðinn og búa til verkefni á sviði skap- andi greina. „Þegar ég synti minn fyrsta sprett voru höfrungar allt í kringum mig. Svo var líka svo- lítið merkilegt þegar þessi stóru skemmtiferðaskip og flutn- ingaskip sigldu hjá, þá komu svakalegar öldur af þeim,“ segir Harpa Hrund Berndsen. Hún segir eina úr hópnum hafa lent í mikilli marglyttu- torfu á sundinu og brenndist sú á handlegg. Höfrungar og marglyttur EKKI BARA SJÓR Á LEIÐINNI YFIR SUNDIÐ Bæjarráð Vestmannaeyja ítrekaði í gær mótmæli sín við fyrirhugaðri sameiningu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVE) við Heil- brigðisstofnun Suðurlands (HSS). Þá harmaði bæjarráðið setningu reglugerðar um sameiningu heil- brigðisstofnana á Suðurlandi. „Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Vestmannaeyja, enda er al- gjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim og ljóst að núverandi þjónusta liggur hvergi nærri þörf íbúa í Vestmannaeyjum og gesta þeirra. Þá hafa dæmin sýnt að sameining yfirstjórna á landsbyggðinni er oft undanfari niðurskurðar þar. Þau spor hræða,“ segir í bókun bæjarráðsins. Þá brýnir bæjarráð Vestmanna- eyja fyrir stjórnvöldum „að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða. Nýlegur úr- skurður Umboðsmanns Alþingis þar sem tekið er á lögbroti ráð- herra við setningu reglugerðar um úthlutun á makrílkvóta sýnir mik- ilvægi þess [að] fulltrúar ríkisins beri virðingu fyrir áliti sveit- arstjórna.“ Ítrekuðu mótmæli við sameiningu Vestmannaeyjar Heilbrigðisstofnunin á að sameinast öðrum í HSS. Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is HLJÓÐ- VARNARGLER Er hávaðinn að trufla? Hafið samband við sölumenn okkar ÍSPAN, SMIÐJUVEGUR 7, S. 54-54-300 Ispan.is Sjávarafl heitir nýtt markaðshús í sjávarútvegi. Það sérhæfir sig í út- gáfu og markaðsráðgjöf innan sjáv- arútvegsins. Fyrirtækið aðstoðar við gerð heimasíðna, ritun frétta- tilkynninga, hönnun, útlit, gerð auglýsinga og kynningarefnis, út- gáfu, samfélagsmiðla og fleira, samkvæmt tilkynningu frá Sjávarafli. Eigendur Sjávarafls eru þær Sæ- dís Eva Birgisdóttir og Hildur Sif Kristborgardóttir. Hildur er einnig formaður Kvenna í sjávarútvegi. Skrifstofa Sjávarafls er í húsi Sjávarklasans. Starfsfólk Sjáv- arafls hefur mikla reynslu af útgáfustörfum. Það stýrði meðal annars útgáfu Útvegsblaðsins um árabil. Sjávarafl hyggst halda áfram að gefa blaðið út en það hef- ur fengið mikla dreifingu innan sjávarútvegsins. Blaðið á að koma út sex sinnum á ári og er fyrsta tölublað Sjávarafls væntanlegt í september næstkomandi. Sjávarafl nýtt fyrirtæki í sjávarútvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.