Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vladimír Pút-ín, forsetiRússlands, og pólitísk hirð hans gera ekki ráð fyrir að vera mikið í stjórnarandstöðu á næstunni. Í gær undirritaði hann lög sem kveða á um hert viðurlög við pólitískum mótmælum án leyf- is, og varða ítrekuð brot allt að fimm ára fangelsi. Mótmæli og fundir án leyfis heyra nú undir refsilöggjöfina í Rússlandi. Ástæðan fyrir löggjöfinni var sögð vera „ítrekuð brot á viðteknum reglum um skipulag eða framkvæmd“ á fundum, göngum og mótmælum. Það virðist kannski ekki til- tökumál að herða löggjöf um mótmæli og fundi í leyfisleysi. Staðreyndin er hins vegar sú að rússnesk stjórnvöld neita stjórnarandstæðingum og mannréttindasamtökum um leyfi til að funda á almanna- færi. Þegar fundirnir eru samt haldnir skerst lögreglan oft í leikinn og leysir fundina upp. Samkvæmt hinum nýju lög- um eiga þeir sem skipuleggja eða taka virkan þátt í mótmæl- um, sem ekki hafa hlotið leyfi, tvisvar á innan við sex mán- uðum yfir höfði sér fimm ára fangelsi eða einnar milljónar rúblna (tæplega 3,3 milljóna króna) sekt. Þá mega yfirvöld nú halda mótmælendum í 30 daga í stað 15 áður fyrir brot á borð við að hefta almennings- samgöngur. Stjórn Pútíns setti fyrir tveimur árum íþyngjandi lög fyrir frjáls fé- lagasamtök. Rússnesk samtök, sem fá aðstoð utan landstein- anna, fá nú merkimiðann „er- lendir útsendarar“. Lögin snú- ast gagngert um að grafa undan trúverðugleika samtaka sem eru stjórnvöldum ekki þóknanleg. Tilgangurinn er að láta líta út fyrir að þau hafi annarleg markmið og þjóni er- lendum hagsmunum. Pútín er hins vegar brjóst- vörnin sem ver æru landsins fyrir undirróðri og árásum. Pútín hefur kynt undir þjóð- erniskennd Rússa. Innlimun Krímskaga og yfirlýsingar til stuðnings aðskilnaðarsinnum í Úkraínu hafa fallið í góðan jarðveg hjá almenningi í Rúss- landi. Samtök á borð við Minningu, sem hefur unnið mikið starf í samvinnu við sovésk skjala- söfn til að skrá kúgun Sov- éttímans, eru meðal þeirra sem nú eiga að sitja uppi með stimpilinn „erlendir útsend- arar“. Í kosningabaráttunni 2012 var mikið um mótmæli. Pútín vann með fjölmiðla á sínu bandi afgerandi sigur, en æ síðan hefur hann þrengt að pólitísku frelsi í landinu og unnið að einokun orðsins. Pútín þrengir jafnt og þétt að pólitísku frelsi í Rússlandi} Einokun orðsins Árið 2007 er orð-ið viðmið í ís- lenskri umræðu. Þá var hámarkinu náð áður en fjaraði undan og bank- arnir féllu. Afleiðingar þess voru margvíslegar. Meðal ann- ars dró verulega úr umferð. Sá samdráttur kom reyndar ekki fram strax, heldur smám saman og varð mestur 2011, rúmlega 7%. Síðan hefur umferðarþung- inn farið vaxandi á ný og er nú svo komið að umferðin er að verða jafn mikil og árið 2007. Í fréttaskýringu Baldurs Arn- arsonar í Morgunblaðinu í gær er aukningin annars vegar rak- in til fjölgunar bílaleigubíla vegna erlendra ferðamanna, hins vegar til aukinnar inn- lendrar umferðar og vísað til þess að verð á eldsneyti hafi lækkað, kaupmáttur aukist og bílar séu orðnir sparneytnari en áður. Framlög til vegagerðar dróg- ust einnig saman eftir fall bankanna, en þau hafa ekki aukist á ný þrátt fyrir aukna um- ferð. Hreinn Haralds- son vegamálastjóri segir í Morg- unblaðinu í gær að fjárveit- ingar frá árinu 2009 séu um 60 til 65% af þörfinni til end- urbyggingar og viðhalds vega. Mest hafi verið skorið niður til nýframkvæmda, en peningar til viðhalds og þjónustu hafi ekki fylgt eftir umferðaraukningu. Þótt umferðin sé á ný orðin jafn mikil og fyrir sjö árum er ekki þar með sagt að tímar að- halds í opinberum fram- kvæmdum séu liðnir. Vegakerf- ið má hins vegar ekki drabbast niður og verða slysagildra. Það á bæði við um vegi með slitlagi og malarvegi, sem enn eru 60% af vegakerfinu. Hinn aukni ferðamannastraumur gefur enn meira tilefni til að sinna við- haldi vegna þess að búast má við að á ferðinni séu fleiri bíl- stjórar, sem eru óvanir íslensk- um aðstæðum. Öryggi á vegum er lífsspursmál. Vegakerfið má ekki drabbast niður og verða slysagildra} Umferð eykst É g hef verið til í þessari mynd í 27 ár og líður eins og bróðurpart þessa tíma hafi hugur minn flakkað ört eins og rúðuþurrka milli framtíðar og fortíðar, and- legt líf mitt hafi að mestu falist í hugrenningum um og áhyggjum af liðinni tíð eða heilabrotum – væntingum og hræðslu – um hið ókomna. Þetta eru ýkjur. Engu að síður finnst mér eins og ég hafi snemma gefið mig á vald ástands sem ekki er og hefur aldrei verið til. Ég sé sjálf- an mig fyrir mér sem lítinn strák með stórar framtennur á fótboltavelli, lamaðan af áhyggj- um af því að hann muni klúðra sendingu eða vítaspyrnu, bólugrafinn ungling andvaka um nótt yfir stjórnlausum hugrenningum um hans eigin ímynd og framtíð, ungan glórulausan mann sem langar í íbúð og Nike-skó og hefur nýlega áttað sig á því að hann fær aldrei bringuhár og að dauðinn er ekki fjarstæða sem aðeins hendir aðra. Hve- nær hef ég raunverulega tilheyrt því augnabliki sem lík- ami minn er í hverju sinni? Ég veit að það hefur gerst nokkrum sinnum. Mig grunar einna helst að þessi and- artök hafi falist í lotningarfullri skynjun, einhverju sem hægt væri að kalla spegil náttúrunnar. Hver hefur ekki gleymt stað og stund við að stara upp í næturhimininn eða á listaverk, lokið við bók og spurt sig hvert tíminn fór, litið í augu elskhuga og fundið æðar lík- amans titra undan nafnlausum krafti? Þegar maður er gagntekinn af lotningu gagnvart náttúrunni er eins og ein- hver dýpri sannindi um heiminn speglist innra með manni, tíminn hverfur, hugurinn tæmist eins og vind- sæng. Þessi skynjun, þetta nú, varir kannski ekki lengi í senn, a.m.k. ekki hjá borgarbarni eins og mér. Skömmu síðar er hugurinn aftur farinn á stjórnlaust flug, spyr hvort það sé til Brazzi í ísskápnum heima, veltir fyrir sér hvort maður sé búinn að fá tölvupóst og hversu hratt helgin muni líða, afstöðu vinnufélaga til manns, hvort maður hefði átt að læra eitthvað annað í háskólanum. Niðurstaða mín er að það sé sannleikskorn í hugmyndum þeirra sem halda því fram að stærsta vandamál mannskyns sé sú staðreynd að oftast stjórnar mannshugurinn okkur, en við ekki honum. Lúti hann stjórn og sé honum beitt af skynsemi er hann stórbrotið verkfæri en látinn óáreittur virðist hann nærast á því að skapa vandamál til að velta sér upp úr og fram- kalla ranghugmyndir. Þær eru byggðar á sandi – eiga ræt- ur að rekja til tálsýnarinnar sem kölluð er tími. Ég las einu sinni hrífandi tilvitnun í Einstein: „...við eðl- isfræðingar trúum því að munurinn á fortíð, núi og framtíð sé blekking ein, þó vissulega sé hún sannfærandi“. Þessi hugrenning heillaði mig án þess þó að ég skildi inntak hennar. Í dag finnst mér ég mögulega vita að einhverju leyti hvað hann átti við, jafnvel þó ég hafi ekki hundsvit á eðlisfræði. Að því sögðu er þessi pistill auðvitað öðrum þræði ekkert nema dómur yfir fortíð þess sem hann skrif- ar, manns sem bersýnilega lifir enn í fangelsi liðins og ókomins tíma þó hann hafi loks komið auga á rimlana sem hugur hans skapaði. haa@mbl.is Halldór A. Ásgeirsson Pistill Spegill náttúrunnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Áður en farþegaþota Mala-ysia Airlines hrapaði áyfirráðasvæði aðskiln-aðarsinna í Úkraínu í vik- unni sem leið voru mörg Evrópuríki treg til að herða refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi vegna meints stuðn- ings Rússa við uppreisnarmennina. Ástæðan er sú að miklir viðskipta- hagsmunir eru í húfi fyrir lönd á borð við Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalíu og Holland. Á síðustu tíu árum hefur útflutn- ingur Evrópuríkja á neytendavörum til Rússlands stóraukist vegna efna- hagsuppgangs og batnandi lífskjara í landinu. Þýskaland er það Evrópu- land sem hefur mestar tekjur af út- flutningi til Rússlands og þær námu alls 38 milljörðum evra á síðasta ári, jafnvirði 5.900 milljarða króna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þjóðverjar hafa því verið tregir til að herða refsiaðgerð- irnar gegn Rússlandi. Dregið hefur úr hagvextinum í Rússlandi, hann mældist aðeins 1,3% á síðasta ári og nýjustu hagtölur benda til þess að efnahagurinn hafi staðnað. Þess vegna er einnig mikið í húfi fyrir stjórnvöld í Rússlandi og verði refsaðgerðirnar hertar til mik- illa muna er hætta á efnahags- samdrætti. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hertu refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi fyrr í mánuðinum en sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvaða áhrif þær hafi á efnahag landsins. Sumir þeirra efast jafnvel um að þær minnki hag- vöxtinn í Rússlandi um svo mikið sem 0,1-0,2 prósentustig, að sögn The Moscow Times. Leiðtogar Vesturlanda hafa reynt að sigla milli skers og báru í málinu, sýna að þeir séu tilbúnir til að refsa Rússum til að senda þeim „skýr skila- boð“, en án þess að það leiði til kreppu í Rússlandi sem gæti skaðað efnahag vestrænna ríkja og alls heimsins. Nær þriðjungur af öllum útflutn- ingi ESB-ríkja til Rússlands kemur frá Þýskalandi og þýsk fyrirtæki hafa því lagst gegn því að refsiaðgerðirnar verði hertar verulega. Mikið er í húfi fyrir fyrirtæki á borð við þýska bíla- framleiðendur. Varað hefur verið við því að minnki útflutningurinn til Rússlands geti um 25.000 Þjóðverjar misst vinnuna, að sögn breska blaðs- ins The Daily Telegraph. Þjóðverjar eru ennfremur háðir viðskiptum við rússnesk orkufyrir- tæki því að um þriðjungur af olíu og jarðgasi sem þeir nota kemur frá Rússlandi. Ítalía og Holland eru einn- ig mjög háð Rússum í orkumálum og sum grannríki þeirra í austanverðri Evrópu fá allt jarðgas sitt frá Rúss- landi. Vilja aðgerðir sem skaði þau sjálf sem minnst Frakkar hafa verið tregir til að fall- ast á bann við sölu vopna til Rúss- lands og hafa sætt gagnrýni fyrir að neita að fresta afhendingu tveggja herskipa sem Rússar hafa keypt. Herskipin kosta alls 1,2 milljarða evra, jafnvirði 186 milljarða króna, að sögn fréttaveitunnar AFP. Frakkar hafa gagnrýnt Breta fyrir að beita sér gegn afhendingu her- skipanna en gera ekkert til að stöðva viðskipti rússneskra fyrirtækja við fjármálafyrirtæki í London. Margir rússneskir auðmenn hafa ávaxtað fé sitt í London og keypt dýrar fast- eignir í Bretlandi. Evrópuríkin vilja helst refsiað- gerðir sem skaði þau sjálf sem minnst. Bretar leggja þannig áherslu á vopnasölubann en Frakkar eru hlynntari aðgerðum sem gætu skaðað fjármálafyrirtæki. Treg til að refsa vegna viðskiptahagsmuna AFP Á vígaslóð Vopnaður aðskilnaðarsinni á varðbergi í grennd við borgina Donetsk í austanverðri Úkraínu þar sem átök hafa geisað síðustu daga. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins komu sam- an í Brussel í gær til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rúss- landi. Þeir samþykktu að flýta „markvissum“ refsiaðgerðum, sem samþykktar voru á leið- togafundi ESB í vikunni sem leið, og á morgun á að birta nýj- an lista yfir fyrirtæki og ein- staklinga sem aðgerðirnar bein- ast að. Þeir samþykktu einnig að fela framkvæmdastjórn ESB að undirbúa aðrar hugsanlegar refsiaðgerðir, meðal annars í „varnarmálageiranum“. Íhuga frekari aðgerðir REFSIAÐGERÐUM FLÝTT AFP Í Brussel Catherine Ashton, utanríkismálastjóri ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.