Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  182. tölublað  102. árgangur  GLYS OG GLIMMER HJÁ KÓNGUM OG DROTTNINGUM STJÓRNVÖLD TAKA AF SKARIÐ MARKASÚPA Í PEPSI-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU VIÐSKIPTAMOGGINN ÍÞRÓTTIRDRAGKEPPNIN 31  Fiskidag- urinn mikli verður hald- inn með pomp og prakt yfir helgina á Dalvík. Bú- ast má við tugþús- undum gesta en þéttsetin dagskrá verður í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað. Þar má nefna fjöl- skylduratleik, Fiskidagsmót í golfi, grillgleði, tónleika, flugeldasýn- ingu og margt fleira. Margar girnilegar veitingar verða í boði og í fyrsta sinn verður boðið upp á fiskipylsur. Reynt verð- ur að slá heimsmet með því að baka 80 fermetra stóra saltfiskpítsu. »14 Búast má við tug- þúsundum gesta á Dalvík um helgina Frá Fiskideginum mikla. Misjöfn skipting » Aðeins 8,8% íbúa Suðurnesja eru komin á ellilífeyrisaldur en 14,7% íbúa Norðurlands eystra eru komin á þann aldur. » 7,4% íbúa Mosfellsbæjar eru 67 ára eða eldri en 27,3% íbúa Tjörneshrepps. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögin vilja ekki taka yfir þjónustu við aldraða fyrr en ríkið hefur samið um greiðslu uppsafn- aðra lífeyrisskuldbindinga hjúkrun- arheimila. Á meðan eru viðræður um yfirtöku á þjónustunni í hæga- gangi og ljóst virðist að hún kemst ekki í framkvæmd fyrr en eftir nokkur ár. Áhugi hefur verið hjá sveitar- stjórnarmönnum að taka yfir þenn- an rekstur og Samtök aldraðra eru því einnig fylgjandi. Auk vandamála við skuldir hjúkrunarheimilanna vilja fulltrúar sveitarfélaganna bíða með ný verkefni þangað til búið er að vinna að fullu úr málefnum fatl- aðra sem færðust til sveitarfélag- anna 2011. Vegna fjölgunar aldraðra er ljóst að kostnaður við heilbrigð- iskerfið og aðra þjónustu við aldraða mun stóraukast á næstu árum og áratugum. Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að með því að sameina heimaþjónustu og heimahjúkrun geti sveitarfélögin unnið verkefnið betur en nú er gert og á hagkvæm- ari hátt. Formaður Landssambands eldri borgara hvetur til þess að lögð verði meiri áhersla á þróun heima- þjónustu í stað uppbyggingar hjúkr- unarheimila. »12 Hika við að taka verkefnin  Sveitarfélögin setja það sem skilyrði að ríkið leysi vandamál vegna uppsafnaðra lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimilanna áður en þau taka við þjónustunni Flybe Flugfélagið flýgur á milli Keflavíkur og Birmingham. Farþegafjöldi um Leifsstöð fór í fyrsta skiptið yfir hálfa milljón í ný- liðnum júlímánuði, en þá fóru 546.749 farþegar um flugstöðina. Aukningin var 17,8% miðað við júlí- mánuð í fyrra. Í júlímánuði 2005 fóru 301.939 farþegar um Leifsstöð. Á síðustu tíu árum hefur farþegum í júlí því fjölgað um tæplega 245 þús- und, eða um liðlega 81%. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þetta hafi reyndar ekki verið eina metið sem slegið var í júlí, því Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík gaf það út í gær, að aldrei hefðu fleiri flugvélar flogið í einum mánuði um íslenska flugstjórnar- svæðið en nú í júlí, en þær reyndust vera 14.548 talsins. Að auki var sleg- ið sólarhringsmet á sunnudaginn þegar 612 flugvélar flugu um flug- stjórnarsvæðið. Er það mesta um- ferð á sólarhring að undanskildum maímánuði 2010 þegar megnið af allri umferð yfir Norður-Atlantshaf fór um svæðið vegna gossins í Eyja- fjallajökli. Það sem af er þessu ári hafa tæp- lega 2,2 milljónir farþega farið um Leifsstöð. »4 Fjölgun um 81% á 10 árum  Farþegar í Leifsstöð 245 þúsundum fleiri í júlí nú en 2005 Árleg kertafleyting var á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi, en frá árinu 1985 hafa íslenskir frið- arsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan 6. og 9. ágúst 1945, þar sem um 200.000 manns létust. Kertunum er fleytt til að leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Athöfnin er upprunnin í Japan. Að þessu loknu voru Friðartónleikar í Frí- kirkjunni í Reykjavík þar sem tónlistarhópurinn Kúbus kom fram. Kertum var einnig fleytt við Minjasafnstjörnina á Akureyri. Kertum fleytt í minningu fórnarlamba kjarnorkuárása Morgunblaðið/Ómar Árleg kertafleyting var á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi  „Ég fór í þessa ferð meðal annars til að kynna mér hvernig þetta færi fram og einnig út frá okkar sjónar- hóli hjá Vegagerðinni. Það er alveg ljóst að hjólreiðar á vegum úti hafa færst í vöxt, bæði hjá ferðamönnum og einnig verða hjólreiðakeppnir sífellt vinsælli. Við þurfum að fylgj- ast með þessari þróun,“ segir Viktor Arnar Ingólfsson, útgáfu- stjóri hjá Vegagerðinni, sem í sum- ar tók þátt í WOW Cyclothon hjól- reiðakeppninni sem bílstjóri. »13 Vegagerðin fylgist með hjólreiðum  Mikill straum- ur ferðamanna hefur verið í Þórsmörk í sum- ar og er tilfinn- ing þeirra sem þar starfa að hann hafi aukist frá fyrri sumr- um. Í Húsadal er nú rekin fjallaskálagisting með að- eins meiri lúxus en gengur og ger- ist. Þar er hægt að sofa í uppá- búnum rúmum, fara í gufu og nudd og borða á veitingastað sem er með vínveitingaleyfi. The Volcano Huts er nú starfrækt þriðja sumarið í Húsadal. »6 Nudd, gufa og glas af víni í Þórsmörk Frá Húsadal.  Novator, fjárfestingafélag Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, er orðið stærsti einstaki hluthafi pólska fjarskiptafélagsins Play með um helmingshlut. Eigendur félagsins gáfu í seinustu viku út skuldabréf að andvirði 64 milljarða króna sem nýtt var til þess að leysa til Novator hlut Straums í Play. Það var loka- hnykkur í skuldauppgjöri Björgólfs Thors. »Viðskipti Novator stærsti hluthafinn í Play orkugjafi MÚLTI SPORT FJÖREFNI FYRIR ÍÞRÓTTAMANNINN eykur kraft www.gulimidinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.