Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 13
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég fór í þessa ferð meðal annars til að kynna mér hvernig þetta færi fram og einnig útfrá okkar sjón- arhóli hjá Vegagerðinni. Það er al- veg ljóst að hjólreiðar á vegum úti hafa færst í vöxt, bæði hjá ferða- mönnum og einnig verða hjólreiða- keppnir sífellt vinsælli. Við þurfum að fylgjast með þessari þróun,“ seg- ir Viktor Arnar Ingólfsson, ritstjóri hjá Vegagerðinni, sem í sumar tók þátt í WOW Cyclothone hjólreiða- keppninni sem bílstjóri í einu keppnisliðanna. Viktor ritar um þetta ferðalag ít- arlegan pistil í fréttabréfi Vegagerð- inni og veltir m.a. upp nokkrum álitamálum sem geta komið upp í tengslum við hjólreiðakeppnir og umferð hjólreiða almennt um landið. Alvöru hraðakeppnir Viktor segir vegakerfið almennt þola hjólreiðar áætlega, sér í lagi á breiðustu og fjölförnustu vegunum. Þar hafi bundið slitlag verið lagt á vegaxlir og staðlar yfir nýja vegi verið breikkaðir. En eftir því sem vegirnar þrengjast þurfa hjólreiða- menn og aðrir vegfarendur að gæta sín betur. Viktor bendir á að í tilviki WOW Cyclothone hafi fjöldi keppenda tvö- faldast á hverju ári undanfarin þrjú ár. Í sumar tóku þátt yfir 60 lið með alls 507 manns, bílstjórar meðtaldir. Einnig eru hjólreiðakeppnir á styttri vegalengdum vinsælar, eins og Jökulmílan á Snæfellsnesi og Gullni hringurinn um Laugavatn og nágrenni. „Þetta eru allt alvöru hraða- keppnir og við hjá Vegagerðinni þurfum að skoða hvað við getum lagt á keppnishaldara með að merkja vegi og annað slíkt. Við lít- um ekki svo á að það sé hlutverk Vegagerðarinnar. Eins og reglurnar eru í dag þá getum við hvorki bannað eða leyft mönnum að halda hjólreiðakeppni á vegum. Það er öllum heimilt að hjóla eftir þjóðveginum,“ segir Viktor, sem telur rétt að skoða hvort keppn- ishaldarar sjái ekki til þess að merk- ingar séu í lagi þegar keppnir fara fram. Viktor segir afar mikilvægt að hjólreiðamenn séu klæddir litríkum fötum, helst með endurskinsvesti. Of mikið sé um dökkklædda hjól- reiðamenn sem sjáist verr. Aðspurður segir hann það ekkert verra þótt hjólað sé í hnapp frekar en að hópur hjólreiðamanna dreifi sér meira, enda sæki þeir í að hjóla í knapp til að brjóta betur vindinn og spara orkuna. Ljósmynd/Vegagerðin Merkingar Vegagerðin telur æskilegt að merkingar séu settar upp sem vara vegfarendur við reiðhjólaumferð. Fylgst með hjólum  Aukin hjólaumferð á vegum landsins  Vegagerðin fylg- ist með þróuninni  Hjólreiðakeppnir verða æ vinsælli Morgunblaðið/Golli Hjólreiðakeppni Sigurvegarar í einstaklingskeppni WOW Cyclothone í sumar. Hjólað var hringinn um landið dagana 24.-26. júní. FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Sólskálar -sælureitur innan seilingar STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Á sg ei r Sm ar i Úthlutun húsnæðis á Stúdenta- görðum lýkur á næstu dögum. Fjöldi umsókna í ár stefnir í að verða svip- aður og á síðasta ári en þá voru um- sóknir fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 1.800. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FS, Félagsstofnun stúdenta. Síðastliðinn vetur bættust 299 leigueiningar við á Stúdentagörðum, sem eru nú rúmlega 1.100 talsins, þ.e. herbergi, einstaklings-, para- og fjölskylduíbúðir. Á Stúdentagörðum búa um 1.600 manns. Þrátt fyrir þessa fjölgun húsnæðis á vegum FS gerir félagið ráð fyrir að tæplega 800 manns verði eftir á biðlista. Félagsstofnun stúdenta undirbýr nú byggingu tæplega 100 stúd- entaíbúða í Brautarholti og bíður eftir úthlutun frekara byggingar- lands. if@mbl.is Fleiri vilja búa á Stúd- entagörðunum en áður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.