Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 23

Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 afi, svo mikið gafstu af þér. Ef það var eitthvað sem ég þurfti að fá aðstoð við eins og það að líta eftir stelpunum, fá góð ráð eða laga einhverja hluti þá varst þú alltaf boðinn og búinn til þess að leggja fram þína aðstoð. Öll börn og barnabörn sóttu í að vera með afa Steina enda unni hann þeim af öllu hjarta, við litlu börnin sín öll lék hann og sagði dú dú dú, við þau eldri sat hann hjá og lék við þau, fór með í bátsferð, á snjóþotu, í göngu og margt fleira enda afi af lífi og sál, og þér ber ég það að þakka alla tíð afi minn. Þið amma Ragga voruð samstíga í lífinu og áttuð góða ævi saman sem ber að þakka og lofa ég þér því afi að halda utan um ömmu. Ég vil biðja algóðan guð að vaka yfir ömmu Röggu og okkur öllum, fjölskyldu þinni, einnig bið ég þess að þú hafir það gott í sumarlandinu elsku afi og við hittumst síðar. Ragnheiður Stefánsdóttir. Elsku besti afi. Mikið er sárt að missa þig. Það hefur alltaf verið svo ynd- islegt að koma í Stekkjarholtið til ykkar ömmu. Þið hafið alla tíð verið svo samhent og tekið svo vel á móti okkur öllum, alltaf áhugasöm um það sem við börn- in, barnabörnin og barnabarna- börnin erum að gera. Þú hefur alltaf gefið þér tíma fyrir börnin og hægt að telja upp ótal minn- ingar, hverja annarri betri. Við vorum svo heppin að hafa þig það lengi að börnin okkar muna eftir þér og eiga allar þessar yndislegu minningar með okkur. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hitta þig og spjalla við þig tæpri viku áður en þú fórst og verið hjá þér síð- asta daginn með okkar nánustu fjölskyldu, það er ómetanlegt fyrir mig. Þú varst svo mikil hetja og verður það alltaf, þú ætlaðir að sigrast á krabbamein- inu og gerðir allt sem þú mögu- lega gast, ef það virkaði ekki hafðirðu allavega gert tilraun til þess. Ég er viss um að þetta hafi gert gott með hjálp frá von þinni og baráttuanda. Elsku afi, minning þín lifir í hjörtum okkar og mun ylja okk- ur um ókomna tíð. Megi Guð styrkja elsku ömmu og okkur hin í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín, Ágústa, Ásbjörn Jakob og Jóhann Ingi. Með örfáum orðum langar mig að kveðja og þakka áralöng kynni. Steinar Hagalínsson hef- ur alla tíð verið hluti af „sviðs- myndinni“ í lífi mínu, alltaf í seilingarfjarlægð með góð ráð og fræðandi spjall, þá oftast um gróður og nytjar. Lengst af höf- um við búið í sama húsinu. Árið 1956 byggðu hann og faðir minn ásamt eiginkonum sínum, systr- unum Röggu og Siggu frá Teig, íbúðarhús að Stekkjarholti 24. Enn er það hús í eigu fjölskyldn- anna og þar bjó Steini til ævi- loka. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar og þó einkum aldraðrar móður minnar þakka Steina samfylgdina og áralanga góða sambúð. Fjölskyldu hans, Röggu frænku minni, börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég samúð. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð! (Jóhannes úr Kötlum) Úrsúla Árnadóttir (Sulla). ✝ Skúli Skúlasonfæddist í Reykjavík 1. júní 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. júlí 2014. Foreldrar hans voru Skúli Þórðar- son, yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, f. 21. júní 1900, d. 15. maí 1983, og Helga Álfheiður Árnadóttir húsmóðir, f. 26. ágúst 1913, d. 1. febrúar 1998. Systir Skúla er Líney, f. 15. október 1939. Systkini Skúla samfeðra voru Helga, f. 10. desember 1926, d. 26. maí 1976, og Stefán, f. 13. desem- ber 1929, d. 6. mars 1974. Þau börn þeirra eru Kári Rúnar, f. 2009, og Kormákur Flóki, f. 2012. Skúli ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Hann tók landspróf með góðri ein- kunn árið 1958. Eftir tvo vetur við Menntaskólann í Reykjavík lá leið hans á sjóinn og síðar í Stýrimannaskólann. Hann út- skrifaðist frá Stýrimannaskól- anum árið 1964. Skúli stundaði sjómennsku í rúm 30 ár. Hann vann ýmis önnur störf tímabundið; sem meðferðaraðili á Kleppspítala, á Unglingaheimilinu í Kópa- vogi og síðar Sjúkrahúsinu Vogi. Skúli hætti alfarið sjó- mennsku og hóf störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur ár- ið 1997. Hann starfaði þar til ársins 2011. Útför Skúla fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 7. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. voru búsett í Kaupmannahöfn. Fyrri eiginkona Skúla var Ragn- heiður Edda Há- konardóttir, f. 12. ágúst 1939, og eignuðust þau eina dóttur, Helgu, f. 22. desember 1962. Helga á eitt barn, Skúla Flego, f. 1998. Seinni eig- inkona Skúla var Kolbrún Þór- arinsdóttir, f. 26. ágúst 1953, og eignuðust þau tvær dætur, Dagnýju, f. 25. desember 1980, og Guðnýju, f. 5. febrúar 1984. Maki Dagnýjar er Sif Hrafns- dóttir, barn þeirra er Lovísa, f. 2010. Sambýlismaður Guðnýjar er Valgeir Arnar Knútsson, Vináttan er ein sál í tveim kroppum, segir Aristoteles ein- hvers staðar, sem er auðvitað rugl. Ástin er háð stað og tíma, en vináttan helst þrátt fyrir aðskiln- að löngum stundum. Þannig var það með okkur Skúla stýrimann. Við kynntumst þegar ég flæmdist burt úr Sigöldu vegna átaka við Júkkana og réðst á togbátinn Guðbjörgu frá Ólafsvík sem áður var gerður út frá Ísafirði, mikið aflaskip. Vinur minn hafði þurft að fara í land til að hjálpa konu með latínu á stúdentsprófi, sem auðvitað endaði með hjúskap og tveim dætrum og síðar barna- börnum. Leysti ég hann af sum- arið1975. Skúli var þá stýrimaður á bátnum og urðum við strax góð- ir félagar og vinir. Því segi ég að Aristóteles rugli um vináttuna að þessi fjörutíu ár sem vinskapur okkar Skúla stóð er ekki með nokkrum hætti hægt að segja að við höfum verið ein sál. Við vor- um mjög ólíkir að mörgu leyti, þó aðallega vegna þess að Skúli var miklu betri maður en ég. Snemma fór hann á sjóinn, trúlega í uppreisn gegn föður sín- um Skúla magister Þórðarsyni. Maður eignast ekki marga vini á fullorðinsárum, flestir safnast að manni fyrir tvítugt. Vinátta okk- ar Skúla var þess vegna sérstök og höfðum við samband af og til upp frá Ólafsvíkursumrinu. Dreif hann mig hvað eftir annað með sér á togara, en hann var lengi annar og fyrsti stýrimaður á Maí frá Hafnarfirði. Þegar ég hóf kennslu í Flens- borg fór ég jafnan með nemendur niður að höfn og væri Maí inni bar oft við að Skúli sýndi skipið. Hann hefði verið afburðakennari. Einhvern tíma var ég að hjálpa nemanda í Stýrimannaskólanum og hafði samband við Skúla út af siglingafræði. Þar var hann heima og hafði yndi af því að skýra hana fyrir mér, rétt eins og þegar hann kenndi mér á Lóran- tækin í Guggunni. Sjómannslíf er erfitt, sérstak- lega þegar komin er kona og börn í spilið. Skúli fór því í land og fór að keyra strætó. Samgangur okkar var slitróttur en eftir að við fórum að hittast reglulega í viku hverri efldist vináttan á ný. Við hugsuðum báðir gott til glóðar- innar að eldast. Hann hafði brugðið sér til Kína og dvalið þar langdvölum. Ræddum við um að gaman væri að fara þangað. Þá er það að – „vinir berast burt á tímans straumi/ og blómin fölna’ á einni hélunótt“ – við stöndum eftir hálf ráðvillt þegar sjálfan stýrimanninn vantar. Fáum mönnum lýsa þessar línur betur en Skúla: – „þá er það víst, að bestu blómin gróa/ í brjóstum sem að geta fundið til“. Fjölskyldu og börnum flyt ég samúðarkveðjur. Guðmundur Ólafsson. Skúli Skúlason stýrimaður, gamall og góður vinur, hefur nú kvatt. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við hófum störf á deild 10 á Kleppi haustið 1967. Skúli var þá að koma í land eftir tíu ára togarasjómennsku, 28 ára gamall og var að takast á við hjónaskilnað við móður Helgu, elstu dóttur sinnar. Skúli ákvað í jólafríinu sínu í 4. bekk í MR að ráða sig á togara. Þar með voru örlög hans ráðin. Hann lauk námi við Stýrimannaskólann í Reykja- vík og starfaði mestan hluta ævi sinnar sem stýrimaður á togur- um og bátum. Hann kunni sitt fag sem stýrimaður mjög vel og bjó yfir mikilli kunnáttu og reynslu. Skúli kom þó víðar við í atvinnu- lífinu, vann meðal annars við ung- lingameðferð og áfengismeðferð. Síðustu starfsárin keyrði hann strætó í Reykjavík. Skúli var vel gerður maður og góðhjartaður, hreinn og beinn og talaði um- búðalaust. Hann var sósíalisti af guðs náð og hafði mikið innsæi í stjórnmál, ekki síst þegar kom að sjávarútvegi. Hann var glæsileg- ur á velli og gustaði oft af honum. Hann hafði mikinn áhuga á gít- arleik, ekki síst rafmagnsgítar- leik þeirra sem voru fremstir í spilamennsku á árunum 1950-70. Hann var ágætur gítarleikari sjálfur, sótti tíma hjá Jóni Páli og Ólafi Gauki á árum áður og átti marga góða gítara gegnum tíð- ina. Skúli eignaðist þrjár dætur sem hann hugsaði vel um og var stoltur af. Um leið og ég kveð vil ég þakka fyrir áralanga vináttu í leik og starfi, bæði á sjónum og í meðferðarstarfinu. Fjölskyldu Skúla, dætrunum Helgu, Dag- nýju, Guðnýju, barnabörnum og systur hans Líneyju, sendi ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur. Georg Heide Gunnarsson. Skúli Skúlason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir mín, AÐALHEIÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR, Skarðshlíð 17, Akureyri, lést á Öldrunarheimilinu við Vestursíðu, Akureyri, þriðjudaginn 29. júlí. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20, Akureyri, föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Jarþrúður Björg Sveinsdóttir. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, sonur, stjúpsonur og bróðir, KAREL KRISTJÁNSSON setjari, Kleppsvegi 124, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 11. ágúst klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Reykjadal. Friðrik Ingi Karelsson, Sigrún Ammendrup, Þórdís Karelsdóttir, Þórdís Karelsdóttir, Steinlaug Gunnarsdóttir og systkini. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR INGÓLFSSON, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, laugardaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 15.00. María Guðmundsdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Karl Óskar Aðalsteinsson, Ingólfur Birgisson, Herdís Fjóla Kristinsdóttir, Garðar Birgisson, Friðný Sigurðardóttir, Sigurður Birgisson, Helen Ósk Pálsdóttir, Guðmundur Helgi Birgisson, Anke Steiniger, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, ÓÐINN LOGI BENEDIKTSSON, Sléttuvegi 7, Reykjavík, lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi fimmtudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga. Reikningur samtakanna er 115-15-372748, kennitala: 670697- 2079. Einnig er hægt að panta minningarkort á vef samtakanna: http://www.lungu.is/ Kristín Björnsdóttir, Benedikt Lárusson, Eyþór Benediktsson, Unnur H. Valdimarsdóttir, Ingibjörg H. Benediktsdóttir, Gretar D. Pálsson, Bryndís Benediktsdóttir, Birgir Jónsson, Björn Benediktsson, Árþóra Steinarsdóttir, Lára Benediktsdóttir, Anne Bau. ✝ ÁRNI L. JÓNSSON bólstrari og söðlasmiður, Jófríðarstaðavegi 11, Hafnarfirði, lést mánudaginn 28. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. ✝ Ástkær móðir mín og dóttir okkar, BJÖRK AGNARSDÓTTIR Gautlandi 1, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 29. júlí. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Bjarkar er bent á Geðhjálp og Klúbbinn Geysi. Rakel Rósa Ingimundardóttir, Guðjón Agnar Egilsson, Guðlaug Rakel Pétursdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ILLUGASON, Helluhrauni 15, Mývatnssveit, lést föstudaginn 1. ágúst á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga. Útförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju þriðjudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Guðrún Þórarinsdóttir, Bára Mjöll Jónsdóttir, Jóhann Stefánsson, Þórarinn Pálmi Jónsson, Ásta Price, Illugi Már Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR ÞÓR GARÐARSSON, Grænlandsleið 35, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 2. ágúst. Kristín Guðlaugsdóttir, Guðný Pála Einarsdóttir, Bárður Guðlaugsson, Þórunn Einarsdóttir, Guðbjörn Sigurvinsson, Garðar Einarsson, Helga Baldvinsdóttir, Sigríður Hanna Einarsdóttir, Samúel Ingi Þórarinsson, Guðlaugur Einarsson, Gyða Sigurðardóttir, Anna Kristín Einarsdóttir, Hannes Guðmundsson, Erna Margrét Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.