Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 26

Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Ég mæti bara til vinnu eins og venjulega en síðan er náttúr-lega stórleikur í Krikanum, þar sem FH á séns á að komastáfram í Evrópudeildinni. Þar verð ég fremstur í flokki og hvet mína menn áfram,“ segir Andri Sigurðsson, sem í dag fagnar 23 ára afmæli sínu. Andri hefur í sumar unnið hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar auk þess sem hann hefur að undanförnu starfað hjá Lífsverki, Lífeyrissjóði verkfræðinga. Hjá vinnuskólanum hefur Andri í sumar starfað sem mannauðsstjóri. „En þar sem flestallir vinnuflokkarnir hafa nú lokið störfum rúnta ég um á sendiferðabíl, tíni upp graspoka og skila þeim til síns heima,“ segir hann og bætir við að tími hans hjá vinnu- skólanum hafi verið um margt gefandi. „Mér finnst mjög gaman að vinna með börnum. Svo höfum við verið að reyna að bæta ímynd vinnuskólans í sumar, m.a. með því að setja upp Facebook-síðu sem ég sá um. Þar gefst fólki kostur á að setja inn ábendingar auk þess sem við erum búin að vera dugleg við að setja þar inn árangurs- tengdar myndir úr starfinu,“ segir hann. Andri stundar nú nám í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess sem hann gegnir stöðu formanns Stúdentafélags HR. „Ég er búinn með tvö ár og stefni að útskrift næsta vor. Eftir það ætla ég svo að vinna í eitt til tvö ár og finna hvaða sérgrein ég tek fyrir í meistaranáminu.“ khj@mbl.is Andri Sigurðsson er 23 ára í dag FH-ingur Afmælisbarnið Andri Sigurðsson lætur sig ekki vanta á völlinn þegar hans lið keppir en FH mætir Elfsborg í kvöld. Hvetur sína menn áfram í Krikanum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sigurbjörg Halla Svavarsdóttir er 18 ára í dag en hún fæddist 7. ágúst árið 1996 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 18 ára Árnað heilla Reykjavík Heiðdís Lilja fæddist 8. ágúst 2013 kl. 10.52. Hún vó 3.080 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Rós Ragnarsdóttir og Björn Sindri Arinbjarnarson. Nýir borgarar J ónas Þórir fæddist á Ak- ureyri 7.8. 1944 og ólst þar upp. Hann var í sveit hjá frænku sinni í Tungu- koti í Skagafirði í sjö ár, gekk í Barnaskóla Akureyrar og í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann var skiptinemi í Bandaríkjunum 1961-62, vann um tíma hjá Bílasölu Akureyrar og við Útvegsbanka Ís- lands á Akureyri og í Reykjavík. Þá stundaði hann nám við biblíu- skóla í Noregi 1966-67 og lauk kennaranámi frá Kennaraskóla Ís- lands 1971. Jónas Þórir var félagi í KFUM á Akureyri og tók virkan þátt í starfi samtakanna. Hann starfaði í Eþíóp- íu á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga á árunum 1973- 87. Þar sinnti hann kennslu- störfum, boðunarstarfi, þróunar- og hjálparstarfi og vann við fjármál Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Jónas Þórir og Ingibjörg með börnum sínum í kveöjuhófi sem Jónasi var haldið í janúar sl.. Kristniboð á tímum kommúnistabyltingar Í Eþíópíu Fjölskyldan og innfæddir hjálpast að við að losa bílinn úr forarpytti. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.