Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 219. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Eftirförin í gærkvöldi: Myndskeið 2. Fimm leituðu á neyðarmóttöku 3. Unga konan vildi stytta sér leið 4. Fengu pítsur sendar með þyrlu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikstjórinn Stefan Metz og leik- mynda- og búningahönnuðurinn Sean Mackaoui, sem hlutu einmuna lof fyrir sviðsetningu sína á Eldraun Arthurs Millers síðastliðið vor, snúa aftur til starfa í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. Að þessu sinni takast þeir á við íslenska klassísk, því þeir munu setja upp Fjalla-Eyvind eftir Jó- hann Sigurjónsson. Verkið var ein af þremur opnunarsýningum Þjóðleik- hússins árið 1950 og leikið aftur í húsinu árið 1988. Skammt er síðan leikhópurinn Aldrei óstelandi sýndi verkið við góðar viðtökur. Frumsýn- ing er áætluð á Stóra sviðinu í apríl. Í lok febrúar verður á sama sviði frumsýndur söngleikurinn Loki eftir Hugleik Dagsson í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Þar mun Hugleikur bregða á leik með viðteknar hug- myndir um norræna goðafræði, Loka og aðra íbúa Ásgarðs, snúa upp á þær, toga og teygja á meinfyndinn hátt undir dynjandi tónlist. Morgunblaðið/Ernir Hugleikur og Metz takast á við arfinn  Gagnrýnendur dagblaðsins Boston Globe setja sýningu á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, í Samtíma- listasafninu í Boston efst á lista yfir þær sýningar sem gestir og gangandi þar í borg þurfa að sjá. Er myndbands- verkið sagt „heillandi“ eins og þeir sem sáu það í Kling & Bang gall- eríi í vetur vita. Mælt með Gestum Ragnars í Boston Á föstudag Norðaustan 3-10 m/s með rigningu fyrir norðan og austan, en skúrum annars staðar. Hiti 8 til 14 stig. Á laugardag Norðaustlæg átt 3-10 m/s og skúrir. Hlýjast SV-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s með SA-ströndinni, en lægir þegar líður á daginn. Víða rigning, síst þó um landið NV- vert. Hiti 7 til 18 stig að deginum, hlýjast V-til. VEÐUR „Þeir tóku ekkert illa í þá hugmynd okkar að fjölga liðum á HM í Katar. Sá möguleiki var því ekkert úti- lokaður af IHF, heldur vill sambandið fá að velta þessu fyrir sér og hvað það myndi þýða. Það voru ansi hreinskilnar umræður um það,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður Hand- knattleikssambands Ís- lands, HSÍ, við Morgun- blaðið í gær. »1 IHF útilokar ekkert ennþá Aron Rúnarsson Heiðdal kom inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með miklum látum þegar miðvörðurinn ungi skoraði í sínum fyrsta deildar- leik fyrir Keflavík í gærkvöldi. Kefla- vík og Breiðablik gerður ævin- týralegt 4:4- jafntefli. Alls var 21 mark skorað í fjórum leikjum í gær- kvöld. Valur vann Fjölni, 4:3, Fram sigraði Þór, 2:0 og Fylkir hafði bet- ur gegn ÍBV, 3:1. »2-4 Aron kemur inn í Pepsi- deildina með látum Sundsamband Íslands, SSÍ, veltir fyr- ir sér þeim möguleika hvort rétt væri að sniðganga Evrópumótið í 25 metra laug sem á að fara fram í Ísrael á næsta ári, vegna stríðsins milli Ísr- aels og Palestínu. Það er yfirlýst stefna íslensku íþróttahreyfing- arinnar að blanda ekki saman íþrótt- um og pólitík, en SSÍ vill allavega ræða málin. »3 Sundsambandið íhugar að sniðganga Ísrael ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Íslensk ber eru nú komin í búðir og njóta þau mikilla vinsælda. Logi Helgason, eigandi búðarinnar Vín- bersins á Laugaveginum, segir ís- lensk ber fljúga úr hillunum. „Við höfum selt fersk ber í nokkur ár. Fyrstu sendingar komu fyrir stuttu en venjulega byrjar íslenska berjatínslutímabilið ekki fyrr en um miðjan ágúst. Þetta eru aðal- lega Íslendingar sem kaupa berin en einnig útlendingar að einhverju leyti.“ Þá segir Logi að margir bíði spenntir á þessum árstíma. „Marg- ir bíða spenntir eftir því að berin komi ár hvert. Ég fæ oft spurn- ingar í júlí um hvenær berin fari að koma. Íslensku berin eru nefnilega afar gott hráefni. Ef við fáum góð bláber í búðina þá hverfa þau strax úr hillunum. Við höfum hingað til verið að selja bláber, aðalbláber og krækiber.“ Mæta ekki eftirspurninni Þá var spurt hverjir tíndu blá- berin. „Það er fólk úti á landi sem tínir bláberin. Svo er þetta oft líka fólk í sumarfríum og auðvitað tínir bændafólk líka mikið. Í fyrra var ekki tínt nóg af berjum til að mæta eftirspurninni. En í fyrra var reyndar sérstaklega slæmt ár fyrir sprettu berja. Ómögulegt er samt að mæta eftirspurninni ef berin eru góð, því þá rjúka þau út um búðardyrnar. Eftirspurnin fer mikið eftir gæð- um berjanna þannig að salan getur verið mjög misjöfn. Hún hleypur alla- vega á tugum kílóa á viku á sumrin,“ segir Logi um stöðu mála. Bjarni Óskarsson, eigandi Valla í Svarfaðardal, selur bláber og krækiber til búða og fyrirtækja á Íslandi. „Þetta ár hefur byrjað rosalega vel. Berjasprettan hefur aldrei verið meiri hér á Norður- landi. Ég kaupi ber af fólki og við vinnum síðan úr þeim. Við fengum fyrstu berin 22. júlí, sem er mjög snemmt, en veðrið hefur verið æðislegt og það hjálpar mikið. Við seljum berin mest fersk til versl- ana Víðis. Við höfum verið að fram- leiða nokkrar afurðir úr berjunum, til dæmis sultur og álíkar vörur. Þá má nefna að Emmessís framleiðir ís úr berjunum okkar og Vífilfell hefur verið að brugga bjór úr þeim.“ Íslensku berin komin í búðir  Berin rjúka úr hillunum segir kaupmaður Morgunblaðið/Styrmir Kári Berjaveisla Logi Helgason, eigandi verslunarinnar Vínbersins á Laugavegi, ásamt starfsmanninum Kristínu Rún Gunnarsdóttur. Mjög góð berjaspretta hefur verið á Norður- og Austurlandi. Þökk sé hlýindum og sólskini. Berjasprettan hefur verið misjöfn eftir landshlutum í sumar. Hún hefur verið mjög góð á Norður- og Austurlandi, þökk sé hlýindum og sólskini. Að sama skapi hefur berjasprettan farið hægt af stað á Suður- og Vesturlandi, enda hefur verið mikið um votviðri og kalda daga þar. Með auknum hlýindum á Íslandi hefur berjatínslutímabilið færst nær júlí, en áður hófst berjatínsla venjulega um miðjan ágúst. Guðlaug Vagnsdóttir hefur tínt ber á Vestfjörðum í 40 ár en hún býr á Þingeyri. „Berjatínsla hefur farið hægt af stað í ár. Ekki hefur verið mikið sólskin þannig að berin hafa ekki látið sjá sig hér á Vestfjörðum. Berin eru þó fljót að taka við sér ef sólskin kemur, þannig að ekki er öll von úti,“ segir Guðlaug. Sólskin skiptir miklu máli BERJASPRETTAN MISGÓÐ EFTIR LANDSHLUTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.