Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
NýlegirAudiA4 á
rekstrarleigu til fyrirtækja
Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Audi A4 bifreiðar í rekstrarleigu. Fyrirtæki
fá nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðargjaldi og losnar leigutaki
við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Bifreiðinni er svo einfaldlega skilað í
lok leigutímans.
Dæmi:
Audi A4 sedan
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur
Meðal búnaðar bifreiðanna eru 16“ álfelgur,
bluetooth símbúnaður, leðurklætt aðgerðarstýri,
hraðastillir, loftkæling og ný heilsársdekk.
Mánaðarlegt leigugjald frá:
99.800 kr.m/vsk
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
U
ndirbúningur fyrir
gleðigönguna sem
fram fer í dag hefur
gengið afar vel að sögn
göngustýrunnar Ástu
Kristínar Benediktsdóttur, enda í
höndum þaulreyndrar göngu- og ör-
yggisstjórnar sem hefur unnið hörð-
um höndum að skipulagningu frá því í
vor. Umfangsmesta verkefnið varðar
götulokanir og framkvæmd göng-
unnar sjálfrar en það er unnið í góðu
samstarfi við teymi á umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Samstarfsfundi sitja auk þeirra
fulltrúar lögreglunnar og slökkviliðs-
ins á höfuðborgarsvæðinu, Strætó og
fleiri.
Þrátt fyrir að skipulagningin sé
að mestu leyti komin í fastar skorður
eftir áralanga reynslu, hefur vöxtur
gleðigöngunnar kallað á ákveðnar
breytingar en sú stærsta var þegar
gangan var færð af Laugavegi árið
2011. Í ár verður gengið eftir Sól-
eyjargötu, Fríkirkjuvegi og
Lækjargötu.
„Við heyrðum náttúrlega ein-
hverjar mótmælaraddir frá fólki sem
vildi ekki færa hana frá Laugaveg-
inum og ég skil það mjög vel. Fólki
fannst huggulegt að vera þar,“ segir
Ásta Kristín. „En málið er að gangan
var orðin svo stór og áhorfendur svo
margir að af öryggisástæðum var
ekki hægt að hafa hana lengur á
Laugaveginum. Og það var gleðilegt í
raun og veru, að hún skyldi vera orðin
það stór að það þurfti að færa hana á
annan stað. Það má horfa á það þann-
ig,“ segir hún um breytinguna.
Ánægja með nýju leiðina
Ásta Kristín segir nýju leiðina
hafa reynst vel og fólk hafi almennt
Fjölbreytileikanum
fagnað í gleðigöngu
Undirbúningur fyrir gleðigönguna sem fram fer í dag hefst á vormánuðum og
krefst samstarfs fjölda aðila. Gangan er fyrir löngu orðin fastur og fjölsóttur liður í
menningarlífi borgarinnar og hefur enn stóru hlutverki að gegna.
Morgunblaðið/Ómar
Sýnileiki Ásta Kristín segir fjölmarga erlenda gesti taka virkan þátt í hin-
segin dögum en sumir þeirra geti ekki sýnt ást sína á almannafæri heima.
Morgunblaðið/Ómar
Pólitísk skilaboð Í gleðigöngunni í fyrra var í mörgum atriðum athygli
vakin á ömurlegri stöðu samkynhneigðra víða erlendis.
Langar þig að prófa að upplifa hin-
segin daga í útlöndum? Þá er vef-
síðan www.gaypridecalendar.com
eitthvað fyrir þig. Á síðunni er að
finna yfirlit yfir Gay Pride-hátíðir víðs
vegar um heiminn og ýmsa aðra hin-
segin viðburði. Á forsíðu síðunnar er
að finna ítarlegan lista yfir viðburði í
borgum Norður-Ameríku en einnig er
hægt að leita að viðburðum eftir
mánuðum og þá blasa við listar yfir
fjölmargar hátíðir og hinsegin húll-
umhæ annars staðar á hnettinum.
Á gaypridecalendar.com er einnig
að finna blogg, sem hefur reyndar
ekki verið uppfært frá því í desember
á síðasta ári, og afar litríka vef-
verslun auk þess sem notendur síð-
unnar geta sent inn upplýsingar um
eigin viðburði. Þess má geta, fyrir þá
sem klæjar eftir meiri gleði og
gamani, að Gay Pride Kaupmanna-
höfn fer fram 26.–31. ágúst.
Vefsíðan www.gaypridecalendar.com
AFP
Gleði Stoltir hommar á Gay Pride í Stokkhólmi 2. ágúst síðastliðinn.
Hinsegin gleði um víða veröld!
Í dag verður hin árlega fjölskylduhátíð
Grímsævintýri haldin á Borg í Gríms-
nesi. Fjölbreytt dagskráin hefst kl. 13
en að henni koma m.a. hjálparsveitin
Tintron sem mun sýna tæki og tól,
ungmennafélagið Hvöt sem verður
með leiki á íþróttavellinum og Útilífs-
miðstöð skáta á Úlfljótsvatni sem býð-
ur gestum að grilla hikebrauð og
poppa popp yfir opnum eldi.
Þá verður kaffisala á staðnum, spá-
kona, hoppukastalar og candyfloss,
svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem
efnt verður til markaðar í íþróttahús-
inu, þar sem handverk og ýmislegt
matarkyns verður á boðstólum.
Endilega ...
... upplifðu
Grímsævintýri
Morgunblaðið/Ernir
Sætt Ævintýrableikt candyfloss!
Dagana 15.-24. ágúst verður bæjar-
og menningarhátíðin Ormsteiti hald-
in í Fljótsdalshéraði. Hátíðin verður
einkar glæsileg í ár þar sem sér-
staklega verður haldið upp á 40 ára
afmæli íþróttafélagsins Hattar með
fjölskylduviðburði á Vilhjálmsvelli 16.
ágúst.
Meðal annara viðburða má nefna
hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn
umhverfis Lagarfljót, hverfahátíðina,
Möðrudalsgleði þar sem efnt verður
til útitónleika, krakkadag 18. ágúst,
veiðikeppni, bókamessu, markaði og
uppistandssýningu með Pétri Jó-
hanni grínista.
Hinn 23. ágúst verður síðan slegið
upp hinni margrómuðu hrein-
dýraveislu, þar sem boðið verður upp
á gæsasúpu og hreindýrstarf en
sama kvöld mun Páll Óskar halda
uppi fjörinu í Valaskjálf.
Bæjar- og menningarhátíð
Ormsteiti og
stórafmæli
www.mats.is
Fljótsdalshérað Dagskrá Ormsteitis
er einkar glæsileg og fjölbreytt.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.