Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
✝ Tryggvi Jóns-son fæddist 11.
mars 1925 í húsinu
Ekru í Vest-
mannaeyjum. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 28. júlí
2014.
Foreldrar
Tryggva voru Jón
Tómasson, f. 3.12.
1896, d. 28.9. 1953,
og Steinunn Árnadóttir, f. 5.7.
1892, d. 6.9. 1971. Systkini
Tryggva voru Trausti, f. 11.1.
1917, d. 2.1. 1994, Ása Guðrún,
f. 25.9. 1922, d. 17.1. 2010, Mar-
grét, f. 6.2. 1924, d. 25.12. 1992,
Bragi, f. 30.8. 1931, d. 12.3.
2004, og Tómas, f. 13.6. 1933,
d. 6.8. 1947. Hinn 13. apríl 1963
kvæntist Tryggvi eftirlifandi
eiginkonu sinni, Nicholínu Rósu
Magnúsdóttur frá Ísafirði, f.
7.4. 1932. Foreldrar hennar
mannaeyja. Frá því hann var 7
til 14 ára var hann í sveit hjá
frændfólki sínu í Norður-
Hvammi í Mýrdal. Tryggvi var
á sjó sem vélstjóri á ýmsum
bátum á sínum yngri árum. Í
byrjun árs árið 1945 hóf
Tryggvi nám í vélsmíði hjá Vél-
smiðjunni Magna í Vest-
mannaeyjum og starfaði þar í
mörg ár. Í félagi við átta aðra
stofnaði Tryggvi Vélsmiðjuna
Völund árið 1958 og var þar yf-
irverkstjóri þar til smiðjurnar
tvær sameinuðust árið 1980 í
Skipalyftuna ehf. Þar starfaði
Tryggvi til 75 ára aldurs,
lengst af sem yfirverkstjóri en
síðustu árin sem lagerstjóri
verkfæralagers. Á yngri árum
tók Tryggvi þátt í skátastarfi,
stundaði hnefaleika og söng
bassa með kórum í Vest-
mannaeyjum.
Rúmt síðasta árið dvaldi
Tryggvi á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja.
Útför Tryggva fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 9. ágúst 2014, kl. 14.
voru Magnús Ei-
ríksson, f. 24.6.
1899, d. 3.2.1985,
og Jóna Kristín
Guðjónsdóttir, f.
6.3.1907, d. 9.6.
1980. Þau bjuggu
allan sinn búskap
að Brekkugötu 9 í
Vestmannaeyjum.
Börn þeirra eru 1)
Magnús, f. 18.12.
1964, kvæntur
Ragnhildi Eiríksdóttur, þeirra
sonur er Tryggvi Freyr og dæt-
ur Ragnhildar eru Gunndís Eva
í sambúð með Tómasi Guð-
mundssyni, barn þeirra er Guð-
mundur Tryggvi, og Helga Rún
Einarsdætur. 2) Helga, f. 22.2
1966, dætur hennar eru Rósa
Sólveig Sigurðardóttir og Kar-
en Rut Gísladóttir.
Tryggvi ólst upp í húsinu
Mörk við Hásteinsveg og stund-
aði nám við Barnaskóla Vest-
Það er erfitt að kveðja elsku
pabba. Minningarnar hrannast
upp og ég sé pabba ljóslifandi
fyrir mér. Leiðandi litlu stelpuna
sína fyrir löngu síðan, og þegar
ég nennti ekki að labba hélt hann
á mér. Gleðin í augunum hans
þegar hann sá stelpurnar mínar í
fyrsta sinn. Rólegheitin við eld-
húsborðið heima, pabbi að lesa
blöðin með aðra höndina á enn-
inu og kaffibolla í hinni. Smiðju-
lyktin af fötunum hans þegar
hann kom heim úr vinnu og
smiðjuskíturinn á höndunum,
sem hann sagði alltaf að væri
hreinn skítur.
Hann var dætrum mínum ein-
staklega góður afi, eiginlega
meira en afi þar sem þær áttu
sitt annað heimili á Brekkugöt-
unni. Í þeirra huga gat afi allt.
Þolinmóður og blíður afi sem
hafði alltaf nægan tíma.
Pabbi lét ekki mikið á sér
bera. Aðspurður sagðist hann
tala þegar hann hefði eitthvað að
segja. Síðasta árið voru bryggj-
urúntar fastur partur af tilver-
unni hjá okkur. Þá ræddum við
það sem var í gangi við höfnina
og hann sagði mér sögur. Það var
nú þannig að þó að pabbi væri
ekki maður margra orða bjó
hann yfir frásagnargáfu sem ég
fékk að njóta í bíltúrunum okkar.
Það var gott að spjalla við pabba.
Rétt eins og það var gott að
þegja með honum.
Sumt vildi pabbi hafa í föstum
skorðum og fannst óþarfi að
breyta því sem virkaði vel. Eitt
skiptið sem Rósa dóttir mín fór
með afa sinn í bíltúr ók hún í
kringum Helgafell, þá spurði
hann hvert hún væri eiginlega að
fara. Hún fór nefnilega öfugan
hring miðað við það sem við vor-
um vön. Hann vann við það sama
svo til alla ævi, bjó í tæp 60 ár í
húsinu sem hann byggði, var gift-
ur sömu konunni og átti alltaf
Toyotu. En þrátt fyrir fastheldni
á margt var hann ekki gamal-
dags í skoðunum. Mannréttindi
voru honum ofarlega í huga og
fannst honum allir vera jafn
réttháir og eiga gott skilið. Það
var pólitíkin hans; jafnrétti og
manngæska.
Alla ævi tók pabbi mikla
ábyrgð. Hann var lengst af yf-
irverkstjóri í smiðjunum sínum
og hugsaði einstaklega vel um
fólkið sitt. Þegar heilsan fór
versnandi fannst honum stund-
um erfitt að leita til stelpunnar
sinnar til þess að dytta að ein-
hverju smálegu. Þar sem pabbi
hafði nú kennt mér vel og reynst
mér betri en enginn í fram-
kvæmdum var ánægjulegt að
geta aðeins borgað til baka.
Pabbi var fróðleiksfús og víð-
lesinn og þau mamma ferðuðust
mikið bæði innan lands og utan.
Hann var stálminnugur og allt
fram á síðasta dag sagði hann
mér sögur úr Mýrdalnum þar
sem hann var í sveit sem strákur.
En sveitinni sinni unni hann
heitt, rétt eins og Eyjunum. Það
sem hann skilur eftir sig er minn-
ing um traustan og einstaklega
góðan mann, sem stóð með litlu
stelpunni sinni sama hvað henni
datt í hug.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
elsku pabbi. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að vera samferða
þér í öll þessi ár og það verður
undarlegt að hitta þig ekki eða
heyra í þér daglega. Ég ylja mér
við minningarnar og ætla að
vanda mig við að viðhalda þinni
pólitík, að vera góð og traust
manneskja.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill og megi allir góðir vættir
styðja þig og styrkja. Þín dóttir,
Helga.
Faðir minn, Tryggvi Jónsson,
var ákveðinn klettur í mínu lífi,
ávallt til staðar, soldið fastur í
forminu, vildi hafa skipulag og
reglu á hlutunum. Pabbi var
ljónskarpur, gríðarlega mann-
glöggur og minnugur á menn og
málefni. Pabbi var þessi trausti
faðir sem leysti úr öllum vanda-
málum stórum sem smáum og ef
eitthvað bilaði þá gerði hann við
sjálfur.
Pabbi fylgdist mjög vel með
málefnum líðandi stundar, öllum
fréttum og fréttatengdu efni.
Hann var mikill íþróttaáhuga-
maður. Fyrsta stóra íþróttamótið
sem hann fylgdist með voru Ól-
ympíuleikarnir í Berlín 1936.
Pabbi safnaði myndum af
íþróttahetjunum og límdi í
möppu sem enn er til. Ef ég
missti af einhverjum íþróttavið-
burði í sjónvarpinu hringdi ég í
pabba og fékk greinargóða lýs-
ingu hjá honum. Það var alltaf
ljómandi blik í augum pabba þeg-
ar við fórum um Mýrdalinn eða
töluðum um Mýrdalinn „sveitina
hans“.
Pabbi vann mikið og oft voru
vinnutarnirnar langar og því
samveran með fjölskyldunni lítil.
Því tók pabbi sér ávallt góð sum-
arfrí sem notuð voru í ferðalög
innanlands og erlendis. Pabbi
hafði mjög gaman af því að
ferðast og hitti einmitt móður
mína Nicholínu á ferðalagi um
hálendi Íslands. Þau voru ólík en
áttu vel saman, mamma málglöð
skvetta og hann yfirvegunin upp-
máluð. Meðal skemmtilegra
ferðalaga sem við fórum var 19
nátta tjaldferðalag um Ísland
þegar ég var á sjöunda ári og
Helga systir fimm ára. Tjald-
borgar tjald, Primus, Ora fjöl-
skyldan eins og hún lagði sig og
allir þéttbýlisstaðir frá Höfn til
Ísafjarðar norðurleiðina skoðað-
ir. Endalausir fróðleiksmolar um
allt sem á vegi varð, söngur og
ryk.
Þegar gaus í Eyjum kom í ljós
yfirvegun pabba, sallarólegur
bað hann mömmu að hella upp á
kaffi meðan hann tók rúnt austur
á eyju til að kanna aðstæður.
Fermingarárið mitt fékk ég
vinnu í Vélsmiðjunni hjá pabba.
Samstarfið gekk vel, pabbi var
verkstjórinn og ég varð einn af
peyjunum. Unnum við saman í
alls 16 ár í Völundi og Skipalyft-
unni.
Þegar Helga systir eignaðist
Rósu Sólveigu og Karen Rut
sinnti pabbi þeim vel og gerði
nánast allt fyrir litlu skvísurnar
sínar.
Þegar ég kynntist Ragnhildi
konu minni varð þeim vel til vina
og dætrum Ragnhildar, Gunndísi
Evu og Helgu Rún, tók hann
fagnandi enda kölluðu þær hann
ávallt afa og minnast hans með
mikilli hlýju. Þegar við Ragnhild-
ur eignuðumst son kom ekkert
annað til greina en að nefna hann
Tryggva, þeir nafnarnir náðu vel
saman og ekki var farin ferð til
Eyja án þess að fara í sprönguna
þar sem litli Tryggvi sýndi gamla
manninum leikni sína við að
spranga. Það er nokkuð skondið
að okkur feðga vantaði báða þrjá
mánuði í 40 árin þegar fyrsta
barn okkar fæddist. Þegar Gunn-
dís Eva eignaðist son fyrir rúmu
ári var hann skírður Guðmundur
Tryggvi. Pabbi dvaldi þá á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja,
þegar ég hringdi og sagði honum
nafn drengsins klökknaði pabbi
og ég hreinlega fann hvernig
hann ljómaði.
Pabbi kenndi mér að bera
virðingu fyrir öllum og koma
fram við alla á jafnréttisgrund-
velli og fyrir það og allt annað
þakka ég. Blessuð sé minning
þín, Tryggvi frá Mörk.
Magnús Tryggvason.
Það var á vormánuðum 1977
að ég hitti Tryggva fyrst, þegar
kærastinn minn kynnti mig fyrir
móðurbróður sínum og fjöl-
skyldu. Það fór vel á með okkur
frá fyrstu stundu og Tryggvi var
það sem kom næst því að vera
tengdapabbi minn. Það er sterk-
ur svipur með þeim frændum og
einhverju sinni hafði ég orð á því
að ég væri glöð að vita hvernig
Örn Bragi myndi líta út sem
gamall maður. Það hnussaði í
Tryggva, sem var auðvitað ekki
gamall maður þá, rétt skriðinn
yfir fimmtugt.
Tryggvi var handlaginn og var
gaman að sjá hve natinn hann
var í viðhaldi og umhirðu við
Brekkugötu 9, húsinu sem hann
byggði sjálfur með aðstoð Braga
bróður síns. Nönnu sinni kynnt-
ist hann á fjöllum og vestfirska
hjúkrunarkonan flutti sig til
Eyja. Trúa má að það hafi verið
gleði og hamingja á Brekkugöt-
unni þegar fór að heyrast tif í
smáum fótum, þegar Magnús og
Helga komu til sögunnar. Ekki
minnkaði gleðin þegar við bætt-
ust dætur Helgu, þær Rósa Sól-
veig og Karen Rut. Svo kom
Ragnhildur, eiginkona Magnúsar
og dætur hennar, þær Gunndís
Eva og Helga Rún, inn í fjöl-
skylduna. Svo bættist Tryggvi
Freyr í hópinn. Hópurinn hans
Tryggva var orðinn fjölmennur
og Tryggvi fylgdist með hvað all-
ir höfðu fyrir stafni, í leik og
starfi, jafnt í Eyjum, á Selfossi og
í Ungverjalandi, þar sem Gunn-
dís Eva bjó sl. vetur með unnusta
og litla Guðmundi Tryggva.
Tryggvi var mannglöggur með
afbrigðum, minnugur, var heima
í öllu sem rætt var og fylgdist vel
með til hinstu stundar. Hann var
ekki maður margra orða, en hlýj-
an í þéttu handartakinu og brosið
í augunum sagði til um hugann.
Tryggvi hefur verið stór hluti af
minni fjölskyldu frá upphafi, ver-
ið mér sem tengdafaðir og börn-
um mínum afi. Allar ferðir okkar
til Vestmannaeyja fólu í sér
heimsókn á Brekkugötuna. Þær
eru líka margar stundirnar sem
við höfum átt saman á heimili
okkar á Selfossi, þegar leið
þeirra hjóna lá upp á land. Mat-
ar- og kaffiboð eða bara mola-
sopi. Alltaf gott að hittast og eiga
stund saman. Taka púlsinn hjá
frænda og fjölskyldu í Sílatjörn-
inni, fylgjast með framkvæmdum
á heimilinu og með lífinu al-
mennt. Skemmtilegar samveru-
stundir sem ljúft er að hugsa til,
nú þegar höfðinginn er allur.
Blessuð sé minning Tryggva í
Mörk.
Guðný Ingvarsdóttir.
Tryggvi Jónsson
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi,
JENS G. HALLGRÍMSSON
múrari,
Auðbrekku 8,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
föstudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 11. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Tinna Jensdóttir,
Tara Jensdóttir, John F. Aikman,
Rúnar P. Gígja,
Baldur Þór Guðmundsson,
Ólöf H. Aðalsteinsdóttir
og barnabörn.
✝
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÁRNI THEODÓRSSON,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 29. júlí.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn
11. ágúst kl. 13.00.
Þórður Grétar Árnason, Vigdís Hjartardóttir,
Hinrik Ingi Árnason, Oddný Steingrímsdóttir,
Sigurður Þórarinn Árnason, Hafdís Jónsdóttir,
Emanúel Júlíus Ragnarsson,
Jófríður Ragnarsdóttir,
Guðlaugur Björn Ragnarsson, Rósmarý Bermann
og barnabörn.
✝
Ástkær bróðir minn og frændi okkar,
JÓN ÁRNI VILMUNDARSON,
loftskeytamaður
og fyrrv. deildarstjóri hjá Landsímanum,
Dunhaga 11,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13.00.
Þórunn Vilmundardóttir,
Kolbrún Baldursdóttir, Guðmundur Fr. Ottósson,
Guðmundur Einarsson, Alda Elíasardóttir,
Guðmundur B. Salomonson, Svava Benediktsdóttir,
önnur frændsystkini og makar.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, dóttir, tengdadóttir og systir,
STEINUNN BJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR,
Skuggahlíð,
Norðfirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 1. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju
þriðjudaginn 12. ágúst kl. 14.00.
Önundur Erlingsson,
Dagmar Vigdís Viðarsdóttir, Kristinn Pálsson,
Hulda Valdís Önundardóttir, Eiríkur R. Elíasson
og börn,
Herdís V. Guðjónsdóttir,
Guðný Jónsdóttir,
systkini hinnar látnu.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR,
Teigagerði 1,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
31. júlí.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 15. ágúst klukkan 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Droplaugar-
staða, banki: 526-14-400973, kt. 611108-0870.
Magni S. Jónsson, Kristín Björnsdóttir,
Þorbjörg Jónsdóttir, Jóhannes Kristinsson,
Pétur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir,
Borghildur Anna Jónsdóttir,
Helga Björk Jónsdóttir, Daníel B. Gíslason,
Áki Ármann Jónsson
og fjölskyldur.