Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 47
AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Útileiksýningar leikhópsins Lottu eruorðnar ómissandi hluti af sumar-dagskránni hjá leikhúsunnendum.Frá því að Lotta frumsýndi sína fyrstu sýningu sumarið 2007 hefur hópurinn staðið sig frábærlega í því að miðla með skap- andi og frumlegum hætti sagnaarfinum til þeirra sem leggja leið sína í Ævintýraskóginn sem sprettur upp í Elliðaárdalnum flestalla miðvikudaga sem og víðsvegar út um allt land um helgar yfir sumarmánuðina þrjá. Í ár er sjónum beint að sögunum um Hróa hött og Þyrnirós, en Anna Bergljót Thor- arensen fléttar í handriti sínu saman sögurnar tvær af mikilli snilld. Hún leikur sér að orðum og býr til ófáa brandara með því að snúa upp á ævintýrin. Í útfærslu hennar er Ríkharður konungur (Stefán Benedikt Vilhelmsson) faðir Þyrnirósar (Rósa Ásgeirsdóttir) sem svo aftur er besta vinkona Hróa hattar (Stefán Bene- dikt). Í stað þess að láta galdranorn leggja ill álög á Þyrnirós er það Jóhann prins (Sig- steinn Sigurbergsson), vondur frændi kon- ungs sem í þrá sinni til að komast til valda, formælir Þyrnirós og mælir svo á um að hún skuli stinga sig á snældu og við það deyja áður en hún er fullvaxta. Álfkonan Álfrún (Anna Bergljót) mildar bölvunina og kveður jafn- framt á um að sannur ástarkoss muni geta vakið Þyrnirós af svefninum langa. Til að vernda dóttur sína lætur Ríkharður brenna allar snældur í ríki sínu, en þegar 16 ára af- mælisdagur Þyrnirósar nálgast fær Fógetinn í Ævintýraskógi (Andrea Ösp Karlsdóttir), sem er hægri hönd Jóhanns prins, snilldar- hugmynd sem leitt gæti til valdaskipta og leyft Jóhanni í græðgi sinni að níðast á varnarlausum íbúum skógarins. Góð tök á útileikhússtílnum Líkt og síðustu ár leikur tónlistin stórt hlut- verk í sýningunni en höfundar hennar eru Andrea Ösp, Björn Thorarensen, Rósa, Stefán Benedikt, Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson. Meira fer fyr- ir flottum kórútsetningum í hópsenum en oft áður og skrifast það vafalítið á Björn, sem leikur Tóka munk í sýningunni og sér um all- an undirleik. Meðal laga sem hann semur eru „Örlög“ sem vakti hugrenningartengsl hjá undirritaðri við lagið „Do You Hear the People Sing“ úr söngleiknum Vesalingunum. Aðeins eitt tónlistaratriði er ekki frumsamið, en þar er á ferðinni ástarlagasyrpa milli vin- anna Hróa og Þallar (Anna Bergljót) þar sem vísað er með stórskemmtilegum hætti í hátt á annan tug íslenskra dægurlaga og iðulega snúið örlítið upp á upprunalega textann áhorf- endum til mikillar skemmtunar. Sævar Sig- urgeirsson fer á kostum í sönglagatextasmíð sinni og smíðar m.a. nýyrði á borð við „heildarlausnaráætlun“ og „rumpuræningi“. Leikhópurinn hefur haldist nær óbreyttur á síðustu árum og því býr hann orðið yfir mikilli reynslu af því að leika úti undir berum himni þannig að allt komist til skila til áhorfenda, jafnt texti sem og látbragð, sem er alls ekkert áhlaupaverk. Leikstíllinn einkennist af mikilli orku og glettni. Þar sem aldursbreiddin í áhorfendahópnum er mikil, allt frá þriggja ára og upp úr, er ávallt þakklátt þegar allir fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Þannig er jafnt notast við ærslafenginn aulahúmor sem nær vel til yngri áhorfenda sem og skemmtilegar texta- vísanir sem aðeins fullorðna fólkið kveikir á. Mikilvægur boðskapur um réttlætið og ástina Sviðsmyndin er einföld, en þjónar tilgangi sínum vel. Þar gegna snúningsdyr lykilhlut- verki í snöggum skiptingum og málverk eru notuð með sérlega skemmtilegum hætti til að miðla sögunni. Litríkir búningar Kristínar R. Berman eru mikið fyrir augað, en hver per- sóna fær sinn afmarkaða lit sem auðveldar áhorfendum að fylgja sögunni, en flestir leik- aranna bregða sér í fleira en eitt hlutverk. Vigni Rafni Valþórssyni ferst leikstjórnin afar vel úr hendi, sviðsumferðin er vel útfærð og margar sviðslausnir góðar. Snjöll er t.d. lausn- in sem notuð er þegar skjóta þarf af boga. En hvaða lærdóm má svo draga af þessum tveimur óskyldu ævintýrum sem fléttað hefur verið saman þetta sumarið af fimum höndum Lottu? Réttlætið sigrar að lokum, hugrekki er mikilvægt veganesti og ástin spyr ekki um stétt né stöðu hvað þá annað. Í lokalagi verks- ins segir m.a.: „Já, það skiptir öllu máli að vera hugrakkur og hæfur […] Já, það skiptir öllu máli að vera manneskja sem getur miðlað af því góða svo að öðrum líði betur.“ Sýningin Hrói höttur er rós í hnappagat Lottu sem hópurinn getur verið stoltur af. Vonandi mun Lotta halda áfram að gleðja unga jafnt sem aldna um ókomin ár, enda sem betur fer enn nóg af ævintýrum og þjóðsögum sem hópurinn getur leikið sér með á sinn skapandi og frumlega hátt. Ævintýrin eru fyrir alla Morgunblaðið/Golli Fjölhæf Leikarar sýningarinnar í hlutverkum sínum sem Tóki munkur, Fógetinn, Þöll, Hrói höttur, Þyrnirós og Jóhann prins. »Vonandi mun Lotta haldaáfram að gleðja unga jafnt sem aldna um ókomin ár, enda sem betur fer enn nóg af ævin- týrum og þjóðsögum sem hóp- urinn getur leikið sér með á sinn skapandi og frumlega hátt. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00. Enska/English (9 einingar/15 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00. Franska/French (12 einingar/20 fein*) fim. 14. ágúst kl. 16:00. Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), fim. 14. ágúst kl. 16:00. Norska/Norwegian (6 einingar/10 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), fös. 15. ágúst kl. 16:00. Stærðfræði/ Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein) fim. 14. ágúst kl. 18:00. Sænska/Swedish (6 einingar/10 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00. Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fim. 14. ágúst kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8.000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. PLACEMENT TESTS Placement tests (for Secondary School credit) will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð in the subjects listed above. On-line registration takes place on the school website www.mh.is. For more information call the school office tel. 595-5200 after August 10th. Everyone sitting the test must show an ID with a picture. The fee, kr. 8.000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on the day of the test. Please provide the name and identification number of the examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam. Rektor. STÖÐUPRÓF Í ÁGÚST 2014 Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Íslenska raftónlistarveitan Möller Records mun, í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð og Menningar- og lista- félag Hafnarfjarðar, efna til raf- tónleika í kvöld kl. 21 í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Um er að ræða lokahóf tónlist- arveislunnar „Möller um landið“ en Möller Records hefur verið að ferðast um Ísland í sumar og haldið ókeypis raftónleika fyrir landsmenn. Á tónleikunum koma fram Árni2, Jafet Melge, Steve Sampling og Or- ang Volante. Aðgangur er ókeypis. Lokahóf Steve Sampling. Raftónlist- arveisla í Bæjarbíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.