Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is NÝR OG SPENNANDI MATSEÐILL TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 Starfsmenn Kosts eru þaulvanir að taka á móti vörusendingum frá Ameríku enda hafa amerískar vörur verið uppistaðan í vöruvali verslunarinnar allt frá opnun Kosts haustið 2009. Nú ber hins veg- ar svo við að starfs- menn verslunarinnar eru farnir að pakka niður vörum og senda til baka til Ameríku. Það kemur reyndar ekki til af góðu. Um var að ræða 2.740 kíló af nag- beinum fyrir hunda frá Canine Crews, þekktum og viðurkenndum framleiðanda. Vöruna fluttum inn í góðri trú frá Mexíkó. Þar sem leið- beiningarskylda hvílir á stjórnvöld- um og Kostur hafði ekki áður flutt dýrafóður til landsins var ákveðið að leita til Matvælastofnunar (MAST) eftir upplýsingum og leið- beiningum, enda regluverkið flókið og mikið í húfi. Við vildum fara eftir reglum í einu og öllu varðandi inn- flutninginn og sér- fræðingar MAST tóku fyrirspurnum okkar vel. Þeir sögðu að heil- brigðisvottorð þyrftu að fylgja vörunni og nagbeinin ættu að vera með íslenskum merk- ingum í hillum versl- unarinnar. Annað var það nú ekki og sam- kvæmt þessu fórum við. Nagbeinin komu til landsins 11. febrúar ásamt umbeðnu heil- brigðisvottorði. Engu að síður stöðvaði MAST innflutninginn með þeim rökum að varan væri ekki merkt viðurkenndri starfsstöð með samþykkisnúmeri, eins og krafist er af Evrópusambandinu. Eftirlitið sem leiðbeindi okkur um innflutn- inginn á nagbeinunum brást því illi- lega og sagði að ekki væri hægt að rekja uppruna vörunnar, því samþykkisnúmerið vantaði. Við vor- um reyndar með vaðið fyrir neðan okkur, höfðum númerið undir hönd- um og töldum að vandamálið væri úr sögunni. Með heilbrigðisvottorðinu fylgdi vörulisti með umræddu samþykkis- númeri, framleiðslunúmeri nagbein- anna og hafnarbréf. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er afar auð- velt að rekja vöruna beint til fram- leiðenda, sjá út frá framleiðslunúm- eri nákvæmlega hvenær hún var framleidd og hvernig hún var flutt til landsins. Fullur rekjanleiki er því fyrir hendi og hann getur tæpast verið betri. Samþykkisnúmer framleið- andans sem MAST saknar kemur sannarlega fram í fylgigögnum vör- unnar og ekkert er auðveldara en að staðfesta það. Þar sem okkur var að auki gert að prenta íslenskar upplýsingar og setja á umbúðirnar hefði verið hægðarleikur að koma þar fyrir samþykkisnúmeri fram- leiðandans. En það máttum við ekki. Því má svo heldur ekki gleyma að á umbúðunum koma fram allar upplýsingar um framleið- andann, nafn hans, heimilisfang og símanúmer. Ekkert af þessu dugði þó til. Sendingin var stöðvuð af þeim sem veitti leiðbeiningar um innflutninginn og Kosti gert að end- ursenda vöruna með ærnum til- kostnaði. Í ljósi þess sem fram hefur komið er fróðlegt að skoða hvernig merk- ingum á nagbeinum fyrir hunda er háttað í verslunum hérlendis. Þau hafa sést með hinni upplýsandi merkingu „Hundabein“ án þess að upprunalands sé getið né nokkrar upplýsingar séu gefnar um innihald vörunnar. Hvað með rekjanleikann þar, já eða á beinunum sem seld eru í lausasölu í gæludýraverslunum? Þar eru hvorki umbúðir né merkingar. Er það nema von að maður verði stöku sinnum hissa á íslenska eftir- litsiðnaðinum og undrandi á því hvað allt sé dýrt hér heima á Ís- landi. Útflutningsverslunin Kostur Eftir Jón Gerald Sullenberger »Eftirlitið sem leið- beindi okkur um innflutninginn á nag- beinunum brást illilega. Jón Gerald Sullenberger Höfundur er eigandi Kosts. Bein Hér má sjá hundabeinin sem Kostur þurfti að endursenda (Nr. 1). Um- búðirnar hefðu fengið límmiða með upplýsingum á íslensku um innihald, upprunaland, framleiðanda og fleira. Nr. 2 er selt í íslenskri verslun. Þar er innhaldslýsing á nokkrum erlendum tungumálum. Nr.3 er einnig selt í ís- lenskri verslun þar er hvorki innihaldslýsing né upplýsingar um framleið- anda og framleiðsluland. Nr. 4 er selt í íslenskri gæludýrabúð, án allra upp- lýsinga um vöruna. …leitt er þá henni, eftir að sjá á borði akfeitra Frakka og Breta í Evrópusambandi eta hana má Meðan við syngjum angurvær ástarljóð til lóunnar okkar, vor- boðans ljúfa, þá svigna gnægtaborð Evrópu af kræsingum úr vinum okkar. Fuglar sem leita hjá okkur skjóls, vinir sem við verndum og verjum, enda á mat- seðlum veitingahúsa mestu mat- gæðinga Evrópu. Af hverju má Evrópusambandið? Umræðan um fjölþjóðamenningu, menningu sem á að vera svo afar fín, er stundum undarleg og oftast einnig aðeins fundarleg. Í menn- ingu fjölþjóðasamfélagsins er hitt og annað, og reyndar flest, ann- aðhvort bannað eða ekki leyft. En svo ber við að ekki er bannað að skjóta, snara eða stinga og síðan eta, alla okkar fugla sem hverfa til vetrardvalar hjá sambandinu. Fugla sem koma til vetr- ardvalar í Evrópu eða koma þar við á leið til heitari landa. Þessir fuglar ætla sér alls ekki á diska Evrópu- sambandsins. Þeir hafa hugsað sér að koma hingað næsta vor. Eru alfriðaðir hér á landi. Reyndar er sagt að margir fuglastofnar, sér- staklega vaðfuglar, séu á okkar ábyrgð. Því undarlegra er að þessi ábyrgð og verndun virkar sem matarkista fyrir hið auðuga Evr- ópusamband! Makríll og fuglar, hver er munurinn? Hræsnin fullkomnast svo í kröf- um útlendinga að við veiðum ekki „þeirra“ makríl, „þeirra“ síld, þeirra hitt, þeirra þetta. Á sama tíma eru stofnar fuglanna „okkar“ skotnir í steik fyrir sælkera fjöl- þjóðahringsins. Hví hafa íslenskir samningamenn ekki krafist sann- girnis þegar kemur að fuglunum „okkar“? Jú, við skulum friða hvalina og ræða um makríl og síld ef fuglarnir okkar fá að njóta lífsins í þeirra lögsögu. Fuglar og ferðamennska Hér er ekki gert svo mjög út á fugla í ferðamennsku. Meðan ferða- menn undrast fjölda fugla hér og hversu gæfir þeir eru finnst okkur þetta allt sjálfsagt og vart umtals- vert. En fjölbreytt fuglalífið er ekki sjálfgefið. Umhverfissnobbið hefur friðað öll illfygli íslenskrar náttúru. Hrafn, fálki, smyrill, ugla og ernir hafa forgang í náttúrunni hér. Eins er með ref og mink. Endamörk fæðukeðjunnar eru ósnertanleg en grunninn hugsar snobbið ekki um. Vart er því fugl að sjá í þjóð- görðum og verndarsvæðum. Út- lendingar eta svo af stofninum á fínum veitingastöðum heima hjá sér og smakka hval hér heima sem ferðamenn. Munu vorsins raddir hverfa? Nú er svo komið að fuglateg- undir eiga í vök að verjast. Breyt- ingar í náttúrunni valda erf- iðleikum í fæðuöflun. Það er því óskynsamleg afstaða að fuglar sem við friðum séu sælkeramatur ann- arra þjóða. Eins verðum við að forðast að falla í þá gildru að okkar matarvenjur leyfi endalausar veiðar og eggjatöku þó að allir sjái hvert stefni. Hvað erum við að hugsa? „Lóan er farin, að láta sig eta“ Eftir Sigurjón Benediktsson » Fuglar sem leita hjá okkur skjóls, …vinir sem við verndum og verjum, enda á matseðl- um veitingahúsa mestu matgæðinga Evrópu. Sigurjón Benediktsson Höfundur var tannlæknir á Húsavík. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.