Morgunblaðið - 09.08.2014, Side 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Bakkaðu upp
veisluna EÐA
NÆSTA FUND.
565 6000 / somi.is
Við bjóðum upp á ferska og ljúffenga
veislubakka og bjóðum ókeypis heim-
sending á höfuðborgarsvæðinu ef
pantaðir eru fjórir bakkar eða fleiri.
Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is.
Norður-Írak. Forsetinn tók fram að
hann myndi ekki fyrirskipa land-
hernað.
Bandaríkjaher hóf lofthernaðinn
með sprengjuárásum á stórskota-
vopn sem íslamistarnir höfðu notað
til árása á hersveitir sem verja
höfuðstað sjálfstjórnarsvæða Kúrda,
Arbil, þar sem bandarískir hermenn
eru með bækistöð.
Bandarískar herflugvélar byrjuðu
einnig að varpa matvælum og
drykkjarvatni til flóttafólksins á
Sinjar-fjalli. Embættismenn Sam-
einuðu þjóðanna sögðu að unnið væri
að því að opna undankomuleið fyrir
fólkið sem allra fyrst.
Barist hefur verið daglega í
Norður-Írak í tvo mánuði, frá því að
íslamistarnir hófu mikla sókn 9. júní.
Þeir náðu m.a. borginni Mosul á sitt
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandaríkjaher hóf loftárásir á víga-
sveitir Ríkis íslams, samtaka íslam-
ista, í Norður-Írak í gær til að koma í
veg fyrir að þær fremdu fjöldamorð
á flóttafólki og réðust inn á sjálf-
stjórnarsvæði Kúrda.
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, fyrirskipaði lofthernaðinn eftir
að liðsmenn samtakanna náðu
stórum svæðum í Norður-Írak á sitt
vald. Obama sakaði íslamistana um
hafa reynt að fremja þjóðarmorð á
jasídum, trúarhópi sem á sér 4.000
ára sögu. Talið er að um hálf milljón
jasída búi í Írak, flestir þeirra í
norðurhlutanum, og íslamistarnir
saka þá um að vera djöfladýrkendur.
Tugir þúsunda jasída flúðu á
Sinjar-fjall fyrir tæpri viku þegar
íslamistarnir náðu bænum Sinjar á
sitt vald. Síðan þá hefur flóttafólkið
hafst þar við án matar undir berum
himni í sumarhitanum, umkringt
vígasveitunum. Hermt er að margir
hafi dáið úr hungri og þorsta.
Íslamistarnir náðu stærsta bæ
kristinna manna í Írak, Qaraqosh, og
nálægum bæjum á sitt vald á mið-
vikudag og fimmtudag. Hermt er að
um 100.000 kristnir Írakar hafi lagt á
flótta vegna árásanna.
Íslamistarnir réðust á bæina eftir
að hersveitir íraskra Kúrda flúðu af
svæðinu þegar þær urðu uppi-
skroppa með skotfæri. Íslamistarnir
náðu meðal annars stíflu og orkuveri
í grennd við borgina Mosul. Það var
talið mikill sigur fyrir samtökin, því
yfirráð yfir stíflunni geta tryggt
þeim vatn og raforku í „kalífadæm-
inu“ sem íslamistarnir hafa stofnað á
yfirráðasvæðum sínum í Írak og
Sýrlandi.
Obama sagði að lofthernaðurinn
væri einnig nauðsynlegur til að koma
í veg fyrir að íslamistarnir gætu ráð-
ist inn á yfirráðasvæði Kúrda í
vald eftir að hafa stökkt stjórnar-
hermönnum á flótta.
Öðluðust reynslu í Sýrlandi
Íslamistarnir hafa að undanförnu
notað vopn og vígvélar á borð við
skriðdreka og flugskeyti sem
stjórnarhermennirnir skildu eftir.
Vígasveitirnar stórefldust með þess-
um vopnum og talið er að Banda-
ríkjaher reyni að eyða þeim í loft-
árásunum. Mörg þessara vopna
koma frá Bandaríkjunum.
Samtök íslamistanna hafa lengi
verið öflug í Írak en talið er að þátt-
taka liðsmanna þeirra í stríðinu í
Sýrlandi hafi eflt þau hernaðarlega.
Liðsmennirnir öðluðust mikla
reynslu í Sýrlandi og samtökin njóta
góðs af því núna í Írak.
Að sögn hernaðarsérfræðinga
hafa íslamistarnir einnig valið skot-
mörk sín vel. Þeir lögðu í fyrstu
áherslu á svæði súnní-múslíma, þar
sem stuðningurinn við íslamistana er
mestur. Þeir herjuðu einnig á mikil-
vægar byggingar og staði sem voru
illa varðir. Þá hafa þeir reynt að
forðast að verða fyrir miklu mann-
tjóni í árásunum.
„Þeir hafa komist talsverða vega-
lengd á síðustu dögum en þetta eru
mjög strjálbýl svæði og varnirnar
voru mjög litlar,“ hefur fréttaveitan
AFP eftir einum hernaðarsérfræð-
inganna, John Drake.
Íslamistarnir hafa einnig beitt
þeirri aðferð að valda sem mestri
skelfingu meðal íbúanna áður en þeir
ráðast á bæina. Þeir hafa meðal ann-
ars birt myndir á netinu af víga-
mönnum sínum að hálshöggva fólk
og af limlestum líkum.
Reynt að afstýra fjöldamorðum
Heimild: ISW
Sókn íslamskra vígamanna í Norður-Írak
100 km
BAGDADRutba
Tal
Afar
Sinjar
Arbil
Najaf
Rawa
Baquba
ÍRAK
ÍRAK
SÝRLAND
ÍRAN
SÁDI-
ARABÍA
SÝRLAND
Fallujah
Kirkuk
Hawija
Suleiman Beg
Ajil
Basra
Tus Khurmatu
Khanaquin
Mosul
Samarra
Karbala Hilla
Nasriyah
Amarah
Al Kut
Stífla í Mosul
Sharqat
Abu Kamal
Qaim
Á valdi stjórnarhersins
í Írak
Á valdi skæruliða-
samtaka Kúrda
Á valdi samtaka
íslamistanna
Bæir sem
íslamistar náðu
á sitt vald
í fyrradag
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað hernum að gera takmarkaðar loftárásir í Írak
til að hjálpa stjórnarher landsins að stöðva sókn liðsmanna Ríkis íslams, samtaka íslamista
Sjálfstjórnarsvæði
Kúrda
Mosul
Al-Qosh
Duhok
Qaraqosh
Tal Kayf
Sinjar
Tal
Afar
Íslömsku vígamennirnir hafa
umkringt þúsundir manna
úr röðum svonefndra jasída
Bartella
Karamlesh
Mosul
Dam
Sinjar-
fjall
Gwer
Arbil
Bandaríkjaforseti fyrirskipar loftárásir í Írak til að vernda flóttafólk og stöðva sókn vígasveita
íslamista Tugir þúsunda flóttamanna á vergangi eftir að hafa flúið skelfingu lostnir frá bæjum sínum
AFP
Flóttafólk Kristnir Írakar, sem flúðu frá bænum Qaraqush, eru hér í kirkju
í borginni Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarsvæða Kúrda í Norður-Írak.
Þegar íslam-
istarnir í
Norður-Írak
náðu Mosul-
borg á sitt
vald í júní
óskaði Nuri
al-Maliki,
forsætis-
ráðherra
landsins,
eftir því að Bandaríkjaher gerði
loftárásir til að stöðva sókn
vígasveitanna. Stjórn Baracks
Obama varð ekki við beiðninni
og forsetinn hefur verið tregur
til að beita hervaldi í Írak eftir
að hann kallaði bandarísku her-
sveitirnar þar heim fyrir lok árs-
ins 2011.
Fréttaskýrendur segja að
Obama hafi að lokum fallist á
lofthernað vegna sóknar íslam-
istanna síðustu daga og
hugsanlega einnig vegna mis-
heppnaðra tilrauna íraskra
stjórnmálaflokka til að mynda
nýja ríkisstjórn eftir þingkosn-
ingar í apríl. Óstaðfestar fregnir
herma að Maliki hafi neyðst til
að lofa að segja af sér til að fá
stjórn Obama til að samþykkja
lofthernaðinn.
Hafnaði
íhlutun í júní
VILDI EKKI BEITA HERVALDI
Barack Obama