Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 1
Bjargaðitónlistinni ÞorvaldurDavíð á SUNNUDAGUR ÖGRANDILEIKSTJÓRI SVAVA MAGDALENAKLÆÐIR SIG SMART SEIÐANDISMÁRÉTTIR BÆKUR 50 WAGNER-HÁTÍÐIN 48 TÍSKA 34 EIRNÝ Í BÚRINU 30 SAGNFRÆÐI HEILLARGUÐNA BERGS 10. ÁGÚST 2014 ÖMUL. NÚ ER HÚN ORÐIN LÖGFRÆÐINGUR FRÁ HR OG LANGAR AÐ GÆTA HAGSMUNA HÆLIS- LEITENDA OG KVENNA AF ERLENDUM UPPRUNA.VÍÐA SÉ POTTUR BROTINN. 46 * STOLT AÐ VERAÍSLENDINGUR * Litadýrð,gleði og glamúreinkenna hápunkthátíðarinnar, G L A U G A R D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  184. tölublað  102. árgangur  ÆVINTÝRI LEIK- HÓPSINS LOTTU FYRIR ALLA BLANDA AFLAHÆSTA ÁIN Í SUMAR STANGVEIÐI 18ÚTILEIKHÚS 47 Ljósmynd/Sian Richards Í fremstu röð Peter Oundjian stýrir Sin- fóníuhljómsveit Toronto í Hörpu.  Peter Oundjian, stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Toronto, segist spenntur fyrir því að koma fram með hljómsveitinni í Hörpu 24. ágúst. Hann stjórnaði Sinfóníu- hljómsveit Íslands sem gesta- stjórnandi 2012 og segir að hljómburðurinn sé frábær. Hann segist í viðtali við Sunnudags- blaðið hafa heyrt að það hafi verið umdeilt að klára að reisa Hörpu eftir að íslensku bankarnir hrundu en kveðst þess fullviss að tónlistar- húsið muni bæði laða að flytjendur og gesti sem ella hefðu ekki komið til landsins. „Húsið stendur kannski ekki undir sér með beinum hætti, en kannski með óbeinum hætti,“ seg- ir hann. „Segjum að húsið laði að þó ekki væri nema tvö þúsund ferðamenn á ári sem ekki hefðu komið annars. Þeir búa á hótelum og fara út að borða og það hefur áhrif á efnahagslífið.“ Spenntur að koma fram í Hörpu Gríðarleg fjölgun » Fyrstu sjö mánuði ársins komu ríflega 546 þúsund ferðamenn til landsins, 25,6% fleiri en eftir sama tíma í fyrra. » Eru farþegar skemmti- ferðaskipa þá ekki taldir með. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hvert vilja Íslendingar stefna? Það þarf að vera einhver stefna til staðar þannig að ferðaþjónustan fái ekki að vaxa algjörlega stjórnlaust. Að öðr- um kosti eyðileggst hún og ferða- menn munu fara eitthvert annað í leit að fallegu og rólegu umhverfi og náttúru.“ Þetta segir dr. Ulrike Friedrich, verkefnisstjóri hjá þýsku geimvís- indastofnuninni, sem ferðast hefur til Íslands tíu sinnum frá árinu 1995, síðast í sumar. Hún segir gríðar- legar breytingar hafa átt sér stað frá heimsókn sinni árið 2011 og hefur þungar áhyggjur af áhrifum fjölg- unar ferðamanna hér á landi. „Hvar er mitt Ísland?“ spyr Ul- rike Friedrich í bréfi sem hún sendi vini sínum á Íslandi, Ólafi B. Schram, leiðsögumanni og ferðaþjónustubónda. Þar lýsir hún m.a. ferðum sínum um landið í sumar. Þar hafi alls staðar verið yfir- fullt af ferðafólki, bílastæði troðfull og löng bið verið eftir því að fá borð á veitingastað. „Er markmiðið að Ís- land verði Mallorca norðursins?“ Ferðaþjónusta gæti eyðilagst  Þjóðverji sem ferðast hefur tíu sinnum til Íslands hefur þungar áhyggjur af fjölgun ferðamanna hér  Spyr hvort Ísland sé að verða Mallorca norðursins M Ísland að verða.... »6 Leikstjóri Sævar Guðmundsson sinnir öðrum verkefnum í vetur. Hætt hefur verið við framleiðslu og sýningu á þættinum Sönn íslensk sakamál, en til stóð að hann yrði á dagskrá SkjásEins í vetur eins og tvö undanfarin ár. Ástæðan er ein- föld: Þátturinn stendur ekki lengur undir kostnaði, þar sem hverjum þætti hefur verið halað ólöglega niður allt að tólf þúsund sinnum. Sævar Guðmundsson, framleið- andi og aðalleikstjóri þáttanna, segir það vitaskuld vonbrigði að Sönn ís- lensk sakamál verði ekki á skjánum í vetur og það veki spurningar um stöðu íslenskrar dagskrárgerðar. „Það er umhugsunarvert að vand- aður þáttur sem notið hefur gríðar- legra vinsælda um árabil sé að leggja upp laupana vegna ólöglegs niðurhals. Fólk í þessum geira hefur verulegar áhyggjur af þróun mála,“ segir Sævar. Hann metur stöðuna þannig að stóla þurfi framvegis á opinbert fé eigi að framleiða þætti á borð við Sönn íslensk sakamál. Þá þurfi annaðhvort aðkomu RÚV eða Kvik- myndamiðstöðvar. Eða beggja. Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hætt við vegna niðurhals  Sönn íslensk sakamál standa ekki lengur undir kostnaði  Lögreglumenn ákveða sjálfir upphæð sekta sem skrifaðar eru út vegna utanvegaaksturs út frá skemmd- um á náttúru og fleiri þáttum. Yfirleitt er geng- ið frá sektum á staðnum. Sekta má upp í 500 þúsund krónur en sú upp- hæð sést sjaldan; algengara er að ökumenn séu sektaðir um allt að 300 þúsund krónur vegna utan- vegaaksturs. »4 Dæmi um utanvega- akstur í hverri viku Verið er að athuga möguleika á að draga hræ búrhvalsins sem rak upp í fjöru í Skarðsvík í Trékyllisvík sl. þriðjudag á haf út og sökkva því. Ekki eru til nógu stór tæki í sveitinni til að urða hræið í fjörunni en skoða á hvort hægt sé að draga það út með báti á flóði. Þá er þó eftir vandinn að sökkva hvalnum svo hann reki ekki á næstu fjöru. Daun leggur orðið af rotnandi hval- hræinu. Kjálkinn hefur verið skorinn úr búrhvalnum, en verðmæti geta verið í búrhvalstönnum, sem eru meðal annars notaðar í handverk. Talið er að hvalurinn hafi verið lengi dauður á reki áður en hann end- aði för sína í Skarðsvík, en gat var á hvalnum þegar hann rak á land og geta menn sér þess til að hann hafi orðið fyrir stóru flutningaskipi. »14 Búrhvalshræið verður líklega dregið út á haf Búrhvalur Daun leggur af hræinu. HRingurinn, árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbún- aðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, hófst í gær. Mótið stendur yfir fram á sunnudag, og spila keppendur stanslaust þangað til. Keppt er í tölvuleikjunum Counter-Strike Go, League of Legends, DotA 2 og Hearthstone. Að sögn Hrannar Róbertsdóttur, upplýsingafulltrúa Tví- undar, hafa yfir 250 manns skráð sig til leiks á mótinu og er reiknað með að met í fjölda þátt- takenda verði slegið í ár. Mótið er haldið í bygg- ingu Háskólans í Reykjavík. Árlega LAN-mótið HRingurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Spila tölvuleiki stanslaust í tvo sólarhringa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.