Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Daun leggur af búrhvalshræinu sem rak upp í fjöru í Skarðsvík í Trékyllisvík á Ströndum sl. þriðju- dag. Verið er að athuga möguleika á að draga hræið á haf út og sökkva því. Eigendur rekahlunninda, bænd- urnir á Finnbogastöðum, skáru kjálkann úr búrhvalnum. Guð- brandur Óli Albertsson á Finn- bogastöðum segir að aðeins hafi verið hringt til að spyrja um tenn- urnar. Honum skilst að einhver verðmæti geti verið í þeim. Þær eru notaðar í handverk, meðal annars eitthvað í skartgripi. Tennur eru aðeins í neðri skolti hvalsins og sést aðeins í hluta þeirra. Með rótinni geta tennurnar þó verið yfir 20 sentimetrar og vegið á annað kíló. Kjálkinn hefur verið grafinn í þeim tilgangi að láta hann rotna svo hægt sé að ná tönnunum úr. Hafrannsóknastofnun heldur skrá um hvalreka og reynir að ná sýnum af flestum hvölum sem rek- ur á land. Samkvæmt upplýsingum þaðan hafa verið gerðar ráðstafanir til að láta taka sýni af Skarðsvík- urhvalnum til dna-rannsóknar. Þau nýtast við rannsóknir í framtíðinni. Hið íslenska reðasafn er með all- marga búrhvalsreði til sýnis en missti áhuga á hvalnum á Ströndum þegar starfsmenn þess sáu á mynd- um hvað hvalurinn er illa farinn. Daun leggur af rotnandi hval- hræinu. Guðbrandur telur líklegt að hann hafi lengi verið dauður á reki áður en hann endaði för sína í Skarðsvík. Gat hafi verið á hvalnum og innyfli dreifst um fjöruna og grútarslikja sjáist. Þá séu hryggj- arliðirnar farnir að detta út um gat- ið. Menn hafa verið að geta sér til um það að hvalurinn hafi orðið fyrir stóru flutningaskipi. Guðbrandur segir að ekki séu til nógu stór tæki í sveitinni til að urða hræið í fjörunni. Hann telur að það verði skoðað hvort hægt sé að draga það út með báti á flóði. Hval- urinn er innan við sker og kletta og segir Guðbrandur að nokkuð langt tóg þurfi til að ná honum út. Eftir er vandinn að sökkva honum svo hann reki ekki á næstu fjöru. Ljósmynd/Guðbrandur Óli Albertsson Hvalskurður Bændur á Finnbogastöðum og aðstoðarmenn vinna við að ná kjálkanum. Ekki er einfalt að draga hræið út á sjó aftur vegna skerja. Vilja draga hræið út á haf  Daun leggur af búrhvalshræinu í Trékyllisvík  Kjálkinn skorinn úr og tennurnar nýttar  Ekki til nógu stórt tæki í Árneshreppi til að urða hræið Tennur Kjálkinn hífður með traktor með ámoksturstækjum. Kristmundur Kristmundsson heldur við. Reynt verður að gera verðmæti úr tönnunum. Gleðiganga Hin- segin daga og hátíðarhöld henni tengd fara fram í dag. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi, nálægt BSÍ, kl. 14 og að henni lokinni hefst há- tíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17.30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Aðstandendur göngunnar vekja athygli á því að götur verða lok- aðar í kringum gönguleiðina og hátíðarsvæðið frá kl. 12 á hádegi og þar til hátíðardagskrá við Arnarhól lýkur. Bent er á að strætó mun ganga allan daginn en áætlun verður þó breytt meðan á götulokuninni stendur. Sjá nánar á straeto.is. Lokanir gatna vegna Gleðigöngunnar Í júlí var sæta- nýting flug- félagsins WOW air 92% og er það söluhæsti mán- uður félagsins frá upphafi. Fluttir voru 72.573 farþegar í júlí og hefur fé- lagið flutt rúm- lega 300 þúsund farþega það sem af er árinu. Um er að ræða 30% fjölgun farþega milli ára, en 215.000 farþegar flugu með WOW air fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Þá voru brottfarir WOW air í 92% tilvika á réttum tíma í júlí og hefur stundvísi félagsins mælst yfir 90% það sem af er árinu. Félagið er nú með fjórar vélar í flugflota sínum, þrjár Airbus A320, árgerð 2005, og eina Airbus A319, árgerð 2009. 92% sætanýting hjá WOW air í júlí Árangur Farþega- fjöldi hefur aukist. Allir fjallvegir Vegagerðarinnar á hálendinu hafa nú verið opnaðir. Vegna vatnavaxta er Öskjuleið ófær nema fyrir breytta jeppa en þeim sem vilja komast inn í Öskju er bent á að fara veg 910 (Aust- urleið), segir á veg Vegagerð- arinnar. Brúin á Geitá á Langjökulsvegi (nr. 551) verður lokuð frá 12. ágúst til 22. september vegna fram- kvæmda. Morgunblaðið/RAX Vegur Hálendisvegir hafa verið opnaðir. Búið að opna alla hálendisvegi Eldur kom upp í fiskvinnslu- húsnæði í Grófinni 18 í Reykja- nesbæ á sjöunda tímanum í gær- morgun. Enginn var þá mættur til vinnu en aftur á móti voru nokkrir í herbergjum sem leigð eru út í við- byggingu. Allir komust út og urðu ekki slys á fólki. Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar á vettvang en vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill, segir á mbl.is. Húsnæði fiskvinnsl- urnar er talvert skemmt eftir eld- inn en m.a. þurfti að rjúfa þakið við slökkvistörfin. Eldur kom upp í fisk- vinnslu í Reykjanesbæ Búrhvalur er stærstur allra tannhvala og raunar eina stór- hvelið í þeim flokki hvala. Tarf- urinn er mun stærri en kýrin, 8- 20 metrar á lengd, og vegur 20- 50 tonn. Tarfurinn sem rak á land í Trékyllisvík er um 15 metrar á lengd. Algengt er að 2-3 búrhvali reki á fjörur hér á landi á ári, en það er þó æði misjafnt milli ára. Höfuð búrhvals er sérstakt í laginu og hann hefur stærsta heilabú sem nú þekkist í lifandi dýri. Neðri skoltur dýrsins er mjór en getur borið 30 til 60 tennur. Tennurnar geta orðið yfir 10 sentímetra langar hjá stórum törfum og með rót getur tönnin orðið yfir 20 sentimetrar og vegið hálft annað kíló. Búrhvalur lifir í öllum heims- höfum. Til Íslands koma ung karldýr og gamlir tarfar. Stærstur tannhvala HVALREKI Strípur • WOW þekur grá hár • WOW lýsir dökka rót • WOW tekur augnablik • WOW endist á milli þvotta • WOW 6 litir HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á ÓMISSANDI Í TÖSKUNA Þetta er það næsta sem þú getur ekki verið án! BEAUTY INSIDERS´CHOICE W I N N E R COSMETIC EXECUTIVE WOMEN UK 2014 Rótarlitun Skannaðu kóð- ann til að sjá kort um lokanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.