Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 6
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hvar er mitt Ísland?“ skrifar dr. Ulrike Friedrich, verkefnastjóri hjá þýsku geimvísindastofnuninni, í bréf til vinar síns á Íslandi, Ólafs B. Schram leiðsögumanns, þar sem hún lýsir þungum áhyggjum sínum af íslenskri ferðaþjónustu eftir heimsókn til Íslands í sumar, þá tíundu frá árinu 1995. Í bréfinu lýsir hún upplifun sinni frá ferðum um Námaskarð, Húsa- vík, Jökulsárlón og Land- mannalaugar. Þar hafi alls staðar verið yfirfullt af ferðamönnum, bílastæðin troðfull og hún t.d. orðið að bíða í tvo tíma eftir borði á veit- ingastað á Húsavík. „Ég hef skilning á því að ferða- þjónustan er mikilvæg atvinnu- grein fyrir Íslendinga en er mark- miðið að Ísland verði Mallorka norðursins?“ spyr Ulrike enn- fremur í bréfinu. Þykir vænt um Ísland Í samtali við Morgunblaðið segist henni þykja vænt um Ísland og Ís- lendinga og af þeim sökum vilji hún deila upplifun sinni og áhyggjum af þróun ferðaþjónustunnar og hvaða áhrif fjölgun ferðamanna er að hafa á landið. „Ég ætla ekkert að fara að segja Íslendingum fyrir verkum en sem almennur ferðamaður sem elskar Ísland hef ég fullan rétt til að segja mitt álit. Ef ég væri Íslendingur myndi ég hafa ástæðu til að hafa áhyggjur og koma þeim á framfæri við stjórnvöld. Hvert vilja Íslend- ingar stefna? Það þarf að vera ein- hver stefna til staðar þannig að ferðaþjónustan fái ekki að vaxa al- gjörlega stjórnlaust. Að öðrum kosti eyðileggst hún og ferðamenn munu fara eitthvað annað í leit að fallegu og rólegu umhverfi og nátt- úru,“ segir Ulrike, sem er alvarlega að íhuga að ferðast næst til staða eins og Grænlands eða Svalbarða. Hún muni þó að sjálfsögðu koma aftur til Íslands en eigi ekki eins auðvelt með að mæla með Íslands- ferð við vini sína, að minnsta kosti muni hún segja þeim að koma ekki hingað yfir hásumarið, frekar að vori eða hausti til. Gríðarlegar breytingar Ulrike Friedrich kom fyrst til Ís- lands árið 1995 og heimsóknin í sumar var sú tíunda, sem fyrr seg- ir. Síðast kom hún 2011 og þar áður 2010. Hún segir gríðarlega miklar breytingar hafa átt sér stað á land- inu á þessum tíma. „Ég hef allan þennan tíma mælt eindregið með því við vini mína og samstarfsfélaga hérna í Þýskalandi að ferðast til Íslands og skoða þar villta náttúru og dásamlegt lands- lag. Ísland er mjög vel þróað sam- félag með sterkum innviðum og loftslagið þægilegt og heilnæmt. Byggðirnar eru dreifðar og umferð- in ekki verið svo mikil. Núna hafa breytingarnar verið svo miklar að þær eyðileggja eða takmarka þessa upplifun ferðamannsins, að mínu mati. Á helstu ferðamannastöðum er alltof mikið af fólki,“ segir hún. Orðið eins og í Þýskalandi Hennar helsta áhugamál eru fuglaskoðun, gönguferðir og nátt- úrskoðun, enda líffræðingur að mennt. Hún segir að í fyrstu ferð- um sínum hafi hún meira ekið um malarvegi og þá hafi verið auðvelt að stoppa í vegkanti og virða fyrir sér fuglalífið og náttúruna. Um- ferðin hafi verið minni og hægari en nú sé þetta orðið nánast ómögu- legt nema í óbyggðum. „Núna er búið að malbika alla vegi og ökuhraðinn orðinn mjög mikill. Þetta er eiginlega bara orðið eins og hérna í Þýskalandi. Mér fannst til dæmis ekkert gaman að koma á bílastæði yfirfullt af stórum rútum, bílum og fjölda fólks. Kannski hljómar þetta eins og ég sé sjálfselsk en þetta er bara mín skoðun og upplifun,“ segir hún og bendir á að í sumar hafi vinur sinn verið með í för, í sinni fyrstu ferð til Íslands. Urðu fyrir vonbrigðum „Ég var áður búin að segja hon- um hvað Ísland væri stórkostlegt en hann varð mjög undrandi að sjá allan þennan fjölda af ferðamönn- um. Við áttum ekki von á þessu og urðum fyrir dálitlum vonbrigðum.“ Ulrike segist hafa ferðast til Ís- lands það oft að hún viti vel hvaða staðir eru vinsælastir og hvar helst sé að finna rólegra umhverfi. En núna sé þetta að breytast og um- ferðin að dreifast meira um landið. Nefnir hún Vestfirði sem dæmi. Eitt sumarið hafi hún tekið jeppa á leigu og ekið þar um og farið í gönguferðir. Nú séu mun fleiri ferðamenn þar og skemmti- ferðaskipin fjölgað komum sínum þangað. „Þetta er líka spurning um hvernig ferðamenn Íslendingar vilja fá til landsins. Við höfum dæmi um önnur lönd og eyjar, eins og Mallorka, sem hafa orðið mjög vinsælar og æ fleiri ferðamenn komið þangað. Þetta hefur haft það í för með sér að sífellt ódýrara verður að ferðast þangað og náttúr- an hefur ekki þolað allan þennan fjölda,“ segir Ulrike. Ísland að verða Mallorka norðursins?  Þýskur ferðamaður hefur miklar áhyggjur af þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi  Hefur komið tíu sinnum til Íslands  Segir fjölgun ferðamanna geta fælt aðra frá  Íhugar Grænlandsferð næst 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Haust 9 8. - 15. október Mósel & Rín Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Töfrandi ferð til Tríer, elstu borgar Þýskalands og hinnar öldnu borgar Rómverja, sem er rík af sögu og fornminjum. Glæsilegar ferðir eru frá Tríer m.a. til Bernkastel, perlu Móseldalsins, Koblenz þar sem árnar Mósel og Rín mætast og til yndislegu Lúxemborgar. Verð: 194.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson „Það er frábært að fá að taka þátt í Handverkshátíðinni. Móttökurnar eru alveg hreint út sagt stórkostleg- ar,“ sagði Erling Markús Andersen módelsmiður. Hann er með bátamódel í öllum stærðum og gerðum til sýnis á Handverkshátíðinni í Eyjafirði sem hófst á fimmtudaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í téðri hátíð og stefnir á að mæta aft- ur að ári „ef guð lofar“ eins og hann kemst að orði. „Ég var einmitt að selja einn bát rétt áður en þú hringdir,“ sagði Er- ling. Hann hætti nýverið að vinna og ver öllum stundum í að smíða mód- elbáta. Hann var 12 ár til sjós en þess má geta að faðir hans og afi voru báðir skipasmiðir. Erling sagði í gær að straumurinn hefði verið stöðugur á hátíðina og eflaust mætti búast við meiri fjölda yfir helgina. „Karlarnir veita þessu mesta at- hygli. Þetta eru leikföng fyrir full- orðið fólk,“ sagði Erling kíminn. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Handverkshátíð Margt var um manninn á Handverkshátíðinn í Eyjafirði sem stendur yfir til sunnudags. Báta- módel vöktu athygli gesta á besta aldri. Fyrir miðri mynd stendur módelsmiðurinn Erling Markús Andersen. „Leikföng fyrir fullorðið fólk“ Dr. Ulrike Friedrich hefur jafn- framt áhyggjur af gjaldtöku á einstaka ferðamannastöðum en hún var rukkuð um gjald við Námaskarð í sumar. Hún segir þetta fyrirkomulag geta skaðað ferðaþjónustuna á Íslandi og fælt ferðamenn frá. „Ég veit til þess að víða um heim er farið að innheimta gjald í þjóðgörðum, eins og í Bandaríkjunum og Afríku. Þá geturðu dvalið þar um lengri tíma, jafnvel einhverja daga, en ekki aðeins í nokkrar mínútur eða klukkutíma til að skoða hveri eins og við Námaskarð,“ segir hún og telur vænlegra að tekjur af viðskiptum við ferða- menn almennt verði af stjórn- völdum notaðar til að sinna viðhaldi og aðstöðu á ferða- mannastöðum. Fælir ferða- menn frá GJALDTAKAN Ljósmynd/Heijo Íslandsvinur Ulrike Friedrich hefur ferðast tíu sinnum til Íslands og elskar land og þjóð, er t.d. meðlimur í Þýsk- íslenska vináttufélaginu í Köln og á marga vini hér á landi. Hér er hún í þoku við rætur Snæfellsjökuls í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.