Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinir og félagar eru öruggir, ágengir og oflætislegir í dag. Nú má ekki slaka á, heldur halda ótrauðir áfram uns sigurinn vinnst. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú kemur til þinna kasta að leiða starfshóp sem á að leggja drög að nýju skipulagi. Dagdraumar þínir gætu hlaupið með þig í ógöngur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar þér finnst mikið til einhvers koma, bregst hann við með sínum bestu mannasiðum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt einstaklega auðvelt með öll samskipti í dag bæði við ókunnuga og þína nánustu. Dagurinn hentar vel til hvers kyns viðskipta. Byrjaðu smátt og byggðu þig upp. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hafðu hemil á eyðslu þinni og fyrir alla muni haltu henni innan skynsamlegra marka. Gættu þess bara að særa engan því annars er betur heima setið en af stað farið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu augun hjá þér þegar þú kynnir samstarfsmönnum þínum verk þitt því svip- brigði segja oft meira en mörg orð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér kann að ganga erfiðlega að ná eyr- um þeirra sem þú helst vilt kynna hug- myndir þínar. Mundu að allir eiga leiðrétt- ingu orða sinna. Dagdraumar þínir gætu hlaupið með þig í ógöngur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ótrúlegt hvað margir standa ekki við orð sín, en þú gerir það. Láttu vinnufélagana engin áhrif hafa á slíka ákvörðun þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Til er máltæki sem segir: Ekki reyna að selja það sem þegar er selt. Hugs- aðu þig því vel um. Samt ertu núna yfir þig hrifinn af nýjungum sem berast þér í fal- legum umbúðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er margt sem fyrir liggur hjá þér þessa dagana. Velgengni þín felst í því að geta talað við einhvern sem veit að gott samtal felst í því að hlusta vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að íhuga lífið og tilveruna. En í dag er betra að láta óskir sínar í ljós og fá sínu framgengt, svo þú þurfir ekki að þykjast vilja það sem þú berð úr býtum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér til að koma hlutunum í verk. Nú er kom- inn tími athafna svo þú skalt bretta upp ermarnar og hefjast handa. Harpa á Hjarðarfelli sendi mérþessar vísnagátur: Fylgispakur félaginn. Forhertur og ósvífinn. Stundum líka birtu ber. Börn við spilin dunda sér. Húsdýrið fær lof og last, lifir annað trjánum í. Beitir nöglum býsna fast. Byrðin hangir neðan í. Helgi R. Einarsson svaraði og sagði, að hér væri lausnin úr Mos- fellsbænum. Ljósar eru lausnir ei og líkast báðar út í hött og lélegar sem hrakið hey, á hund ég giska og síðan kött. Guðmundur Arnfinnsson sagði að nú væru gáturnar tvær og við ramman reip að draga. Glímt hef ég við gáturnar. Þó gefi svörin út í hött, líta má hér lausnirnar, ég læt þær fara í hund og kött: Hundurinn fúslega fylgir mér, frekju mannhundar leyfa sér, lampahundurinn lýsir þér, og líka hundur í spilum er. Kötturinn fær bæði lof og last, lipur er apakötturinn, sem köttur mörg stelpa klórar fast, í ketti má byrðin hanga um sinn! Guðmundur lét gátu fylgja og þurfa svör að berst fyrir mið- vikudagskvöld: Þessi er um borð í bát, býsna langur tími, fólk ef sér hann fer með gát, fljót á miklu stími. Loks er limrutetur eftir Guð- mund:. Hrakmenni þótti Haukur, en hóti samt verri Gaukur sem alls staðar til vandræða var og var sinnar ættar laukur! Séra Gunnar Benediktsson var prestur á Grundarþingum um skeið. Hann sat eitt sinn innan um ull- arpoka á pallbíl séra Lárusar í Mik- labæ. Lárus var á leið í Sauðárkrók en Gunnar hafði verið hjá honum í heimsókn. Maður nokkur sá þá fé- laga renna í hlað, Gunnar úti á palli en Lárus inni í bíl. Hann orti: Aldrei fyrr á ævi minni annað eins leit ég pokaþing. Poki úti, poki inni, pokum raðað allt um kring. Hér er húsgangurinn: Komdu hérna, kindin mín, kokkurinn vill þig finna, gefa þér brauð og brennivín, bláan klút og tvinna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eins og hundur og köttur eða Haukur og Gaukur Í klípu „FISKURINN! ÞÚ ERT KOMINN MEÐ FIMMTÍUKALL. VILTU LEGGJA ALLT UNDIR EÐA HÆTTA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SEXTÍU OG SEX BRAGÐTEGUNDIR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að prjóna fyrir nýja barnabarnið. ÍSBÚÐ NONNA 65 BRAGÐTEGUNDIR ÉG VEIT AÐ ÉG ER FIMM TÍMUM OF SEINN Í MAT ... ... OG MÉR ÞYKIR FYRIR ÞVÍ! EN ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BJÓÐA ÖLLU KVENFÉLAGINU HEIM BARA TIL AÐ LÁTA MÉR LÍÐA ILLA YFIR ÞVÍ! NÚ HEFST ÞÁTTURINN „BARNAHEILSA“. HÆ, KRAKKAR! HAFIÐ ÞIÐ HITT ... VINKONU OKKAR, HANA ÞÓRU ÞARMAFLÓRU? ÞÓRA ER SKRÍTIN SKRÚFA. Víkverja þykir alltaf jafn gaman aðganga upp á Esjuna. Hann hefur farið nokkrar ferðir þangað upp á síð- kastið í sumarblíðunni. Slíkt þykir ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að meirihluti garpanna sem þar príla eru erlendir ferðamenn. Engan skal undra því hreyfing í fal- legri náttúru sem býður upp á stór- fenglegt útsýni að loknu erfiði svíkur engan. x x x Víkverji hefur gert mjög svo óform-lega könnun á rölti sínu þar, og samkvæmt henni þá eru um 50% göngugarpanna erlendir ferðamenn. Ekki skiptir máli hvort farið er upp snemma morguns, yfir miðjan daginn eða seint á kvöldin. Af þeim fjölda ferðamanna sem koma til landsins vill að sjálfsögðu stór hluti þeirra njóta ís- lenskrar náttúru og ekki þarf að leita langt yfir skammt til að komast í tæri við hana í útjaðri höfuðborgarinnar. x x x Víkverji er ekki ýkja gamall í árumtalið og hefur gengið upp á Esj- una reglulega í nokkur ár. Fjölgun ferðamanna þar er greinileg. Á sama tíma fyrir um fjórum árum þá voru ekki jafn margir erlendir ferðamenn að klifra upp á Esjuna. Góð hreyfing í íslenskri náttúru sem kostar ekki neitt hlýtur að draga ferðamenn þangað upp – svo ekki sé nú minnst á útsýnið. x x x Búnaður garpanna er misjafn einsog þeir eru margir. Sumir gerast svo djarfir að ganga upp á topp í gallabuxum. Þeir eru nánast í und- antekningartilvikum erlendir ferða- menn. Gallabuxur er fínar buxur, bæði slitsterkar og oftast töff og ekk- ert að því að ganga upp í þeim. Vík- verji væri sjálfur helst ekki til í að reyna á eigin skinni að vera í miðri fjallgöngu og lenda í úrhellis rign- ingu. Þess vegna kjósa flestir Íslend- ingar fatnað úr öðrum efnum er galla- efni því þeir eru hoknir af reynslu þegar kemur að úrkomu yfir sum- artímann. Íslendingar taka tískuna í útivist- arfatnaði gjarnan alla leið. Gaman er að fylgjast með því að oftast eru þeir eins og klipptir út úr nýjasta útivist- arbæklingi. víkverji@mbl.is Víkverji „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.“ (Jóhannesarguðspjall 14:1)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.