Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðaheilbrigðismálastofn-unin (WHO) lýsti í gær yfirneyðarástandi vegna ebólu- faraldursins í Vestur-Afríkulöndum og hvatti til alþjóðlegs átaks til að hjálpa þeim að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Stofnunin hvatti einnig flug- félög til að gera varúðarráðstafanir vegna faraldursins en lagði ekki til að flug til Vestur-Afríkulandanna yrði takmarkað. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld viðurkenndu að „óhjákvæmilegt“ væri að sjúkdómurinn bærist til Bandaríkjanna en bættu við að lík- urnar á miklum faraldri þar væru litlar. Tonio Borg, sem fer með heil- brigðismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, tók í sama streng og sagði að líkurnar á því að sjúkdómurinn breiddist út í löndum sambandsins væru „agnarlitlar“. „Það er vegna þess að tiltölulega fáir þeirra sem ferðast til ESB-landa eru líklegir til að hafa smitast af veir- unni og einnig vegna þess hvernig hún berst milli manna, þ.e. hún smit- ast aðeins með beinni snertingu við líkamsvessa ebólusjúklings.“ Keiji Fukuda, aðstoðarfram- kvæmdastjóri heilbrigðismála- stofnunarinnar, sagði að þótt hætta væri á því að sjúkdómurinn breidd- ist út til fleiri ríkja væru litlar líkur á heimsfaraldri. „Ef menn eru með gott heilbrigðiskerfi, eru vakandi fyrir faraldrinum, viðbúnir honum, er hægt að stöðva hann.“ „Þessi faraldur sýnir svart á hvítu hversu mikilvægt það er að hafa gott heilbrigðiskerfi,“ sagði Fu- kuda og bætti við að heilbrigðis- málastofnunin væri undir það búin að þurfa að kljást við faraldurinn næstu mánuðina. „Líklegt er að ástandið versni áður en það batnar.“ Ebóluveiran berst milli manna með sýktu blóði og öðrum líkams- vessum en ekki í lofti. Hunsa tilmæli um að snerta ekki lík Að sögn Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar hafa að minnsta kosti 932 dáið af völdum ebólufarald- ursins í Gíneu, Líberíu, Síerra Leóne og Nígeríu. Ein af ástæðum þess að ekki hefur tekist að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins er að heilbrigðiskerfi Afríkulandanna hefur ekki burði til að takast á við slíkan faraldur og stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa brugðist of seint við honum. Við þetta bætist að í Vestur- Afríku er víða til siðs við jarðarfarir að snerta hinn látna. Yfirvöld í Síerra Leóne og Líberíu hafa beðið fólk um að láta af þessum sið vegna smithættunnar en hermt er að margir hafi virt tilmælin að vettugi. Hindurvitni og hleypidómar hafa einnig torveldað baráttuna gegn ebólu. Meðal annars hefur komist á kreik orðrómur um að ebóluveiran sé ekki til, heldur sé hún tilbúningur vesturvelda til að undir- oka Afríkumenn, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Margir íbúanna þar sem veiran hefur breiðst út vilja frekar leita til hefðbundinna heilara en lækna. Á þessum slóðum ríkir tortryggni í garð lækna og það verður ekki til að draga úr henni að flestir, sem sýkjast af veirunni og eru lagðir á sjúkrahús, deyja þar úr sjúk- dómnum. Um það bil 55-60% smittil- fellanna í faraldrinum í Vestur- Afríku hafa leitt til dauða, að sögn heilbrigðis- málastofnunarinnar í Genf. Litlar líkur á heims- faraldri vegna ebólu AFP Fluttur til Spánar Spænskur trúboði, sem sýktist af ebólu í Líberíu, er hér fluttur úr flugvél á herflugvelli í Madríd. Hann er nú í sóttkví á sjúkrahúsi. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Bandaríkja-menn erufarnir að varpa sprengjum á Írak á nýjan leik. Barack Obama Banda- ríkjaforseti hefur lagt áherslu á að kalla Banda- ríkjaher heim og halda að sér höndum á alþjóðlegum vettvangi, en árásir ísl- ömsku skæruliðasamtak- anna Ríki íslams á minni- hlutahópa í héraðinu Nineveh norð-austur af Bagdad réðu úrslitum um að hann ákvað að láta til skar- ar skríða. John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði þegar loftárásirnar hófust að her- ferð íslömsku vígamannanna á hendur saklausu fólki, þar á meðal hinum kristna minnihluta, hryllilegt of- beldi að yfirlögðu ráði bæri „öll viðvörunarmerki þjóð- armorðs“. Loftárásunum er ætlað að eyðileggja hergögn íslamist- anna. Mikið af þessum her- gögnum fengu liðsmenn Ríkis íslams þegar þeir lögðu undir sig norð- austurhluta landsins og íraski herinn gufaði upp. Skorturinn á mótspyrnu sýnir þann vanda, sem uppi er í Írak. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, er sjíti og í stað þess að veita súnnítum aðgang að stjórn landsins, hefur hann útilokað þá. Ríki íslams hef- ur einbeitt sér að svæðum súnníta þar sem liðsmenn samtakanna hafa átt stuðn- ing vísann, auk þess að leggja undir sig lykilstaði fyrir samgöngur og staði þar sem varnir eru litlar. Íraski herinn átti síður en svo við ofurefli að etja. Her- mennirnir höfðu einfaldlega ekki áhuga á að berjast, köstuðu vopnum sínum og flúðu. Þannig gerðist það að nokkur þúsund manna hóp- ur lagði undir sig næst- stærstu borg landsins. Í liðinni viku hófu liðs- menn Ríkis íslams sókn að nýju og hafa hrakið her- menn kúrda, sem þeir kalla pesmerga, undan sér. Þeir lögðu einnig undir sig stærstu stíflu landsins. Samtökin komu fram í sinni fyrstu mynd í Írak ár- ið 2004, en þeim fór ekki að vaxa fiskur um hrygg fyrr en þau hófu að berjast í Sýrlandi. Frá því að liðs- menn þeirra sneru aftur til Íraks með reynsluna frá Sýrlandi hafa þeir getað far- ið sínu fram. Nauðsynlegt er að stöðva sókn þessara samtaka, sem eru svo of- beldisfull að meira að segja foringjum hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda ofbýður. Ríki íslams er partur af átökum milli araba, en fjöldi íslamista frá Evrópu hefur barist í röðum þeirra. Þeir eru til alls vísir þegar þeir snúa aftur til Evrópu. Yf- irvöld þar eru á varðbergi út af hættunni eins sást þegar Norðmenn hertu eft- irlit og öryggisviðbúnað af ótta við að vígamenn, sem hefðu verið í Sýrlandi, myndu láta til skarar skríða. Grunsemdir eru um að Sýr- landsher hafi sérstaklega hlíft liðsmönnum þessara samtaka í átökunum í Sýr- landi í þeirri von að það myndi verða til þess að upp- reisnarmenn fengju ekki stuðning. Liðsmenn Ríkis íslams eru engir afdalamenn hvað sem líður bókstafstrúnni. Þeir nota netið til að næla sér í nýja liðsmenn og þar er áróður þeirra nútíma- legur og unninn af fag- mennsku. Ríki íslams hét áður Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. Fyrir rúmum mán- uði lýsti forusta samtakanna því yfir að stofnað hefði ver- ið kalífat, sem allir arabar ættu að lúta, og breytti nafninu. Samtökin höfða til margra íslamista um þessar mundir. Líta margir svo á að örlög stjórnar Bræðra- lags múslíma, sem komst til valda í kosningum í Egypta- landi og var síðan steypt, sýni að hófsamlegri aðferðir dugi ekki til. Komist þeir til valda eftir slíkum leiðum verði völdin einfaldlega tek- in af þeim aftur. Staðan í Írak er tvísýn og er auðvelt að sjá fyrir sér að landið muni leysast upp. Þegar Bandaríkjamenn hröktu Saddam Hussein brott úr Kúveit á sínum tíma ákváðu þeir ekki að reka flóttann alla leið til Bagdad heldur nema staðar á landamærunum þótt upp- reisn væri hafin í Írak. Col- in Powell, sem þá var yfir- maður bandaríska heraflans, rökstuddi þá ákvörðun með orðunum: „Þú átt það sem þú brýtur.“ Powell var utanríkis- ráðherra þegar Bandaríkja- menn réðust inn í Írak rúm- um áratug síðar. Bandaríkjamenn eru enn að tína upp brotin. Grimmdarverk öfga- samtaka draga Bandaríkjamenn aft- ur inn í átökin í Írak} Loftárásir í Írak É g veit ekki hvort hann er athyglis- verður, málatilbúnaður þeirra sem finna femínismanum allt til foráttu, en hann er í það minnsta sorglegur vitnisburður um stöðu þeirrar baráttu sem viðkomandi vilja ólmir kenna við jafnrétti fremur en hitt. Þessir ein- staklingar, sem m.a. hafa kallað femínista dólga, virðast oftar en ekki afskaplega reiðir sjálfir, út í femínista og femínisma almennt, en finna sig ekki knúna til að styðja mál sitt með því að vísa í ákveðin dæmi. Í sumum tilfellum virðast þessir and- femínistar í baráttu gegn vindmyllum. Í sunnu- dagsútgáfu Morgunblaðsins sl. helgi var t.d. haft eftir Evu Hauksdóttur að femínismi væri „kynhyggja þar sem krafist er forréttinda fyrir annað kynið og hinu kyninu kennt nánast um allt sem miður fer í tilverunni“. Femínismi væri stefna sem byggði á þeirri hugmynd að stríð ríkti milli kynjana. Þessi skilgreining stenst ekki skoðun. Þá sagði hún pólitíska rétthugsun og forræðishyggju sérstaklega áberandi meðal femínista og að yfirvaldshyggja gegnsýrði femínistahreyf- inguna. Kannast femínistar við þessar lýsingar? Allar tilraunir til að heimfæra einhvern sannleika upp á fjölbreyttan hóp fólks hljóta að dæma sig sjálfar, þar sem auðsýnt er að það sem á við um einn á ekki endilega við um annan. Það á líka við um femínista, sem eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Stundum eru gerðar tilraunir til að greina á milli þeirra; tala um dólgafemínista, öfgafemínista og harðlínufemínista, en allir eru þeir að lokum settir undir sama femíníska hattinn, sem er gamall, úreltur og alls ekki í tísku. Og er það ekki mergur málsins? Að það er e.t.v. róttækt að vera femínisti en enn róttæk- ara að vera andfemínisti og þar af leiðandi meira töff? Það virðist a.m.k. vera þróunin er- lendis, þar sem hvert nýstirnið á fætur öðru gefur frat í að vera femínisti og vill heldur kalla sig húmanista. En hvað veldur? Jú, femínismi er gildishlaðið orð sem gefur til kynna, a.m.k. þessa dagana, að þú sért brjáluð tík og hatir karlmenn. Umræðan um femínismann sem slíkan er í raun ekkert annað en orðaleikur. Flest stefnum við að sama marki, hvort sem við vilj- um kalla okkur femínista eða jafnréttissinna. Sumir eru róttækari en aðrir og fólk getur ver- ið ósammála um aðferðir. En það stendur yfir ljótt og lang- dregið rán á orðinu „femínismi“, rétt eins og „pro-life“ var stolið af andstæðingum fóstureyðinga í Bandaríkjunum. Í stað þess að vekja fólk til umhugsunar um þá byltingar- kenndu sigra sem hafa unnist í kvenréttindabaráttunni og þau vígi sem enn standa óhögguð vekja orðin femínismi og femínisti hjá mörgum upp mynd af viðskotaillri frekju sem lætur aldrei gott heita og er með endalaust vesen. En þá ber í fyrsta lagi að hafa í huga að þessi staðalímynd er ná- kvæmlega það: staðalímynd, og í öðru lagi að það verða engar breytingar án þess að einhver sé með a.m.k. smá vesen. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Ævintýrið um vonda femínistann Margaret Chan, framkvæmda- stjóri Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, sagði að til að stöðva útbreiðslu ebólu- veirunnar væri brýnt að leysa nokkur vandamál í Vestur-Afríkulöndunum. Meðal annars þyrfti að bæta úr skorti á starfsfólki á sjúkrahúsum, tæknimönnum á rannsóknar- stofum og hlífðarfatnaði. Vísindamenn, sem uppgötv- uðu veiruna árið 1976, hafa hvatt til þess að tilraunalyfið ZMap verði sent til Afríku. Tveir Bandaríkjamenn, sem sýktust af ebólu í Líberu, fengu lyfið eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum og hermt er að þeir hafi sýnt batamerki. Gagn- semi lyfsins við ebólu hefur þó ekki ver- ið sönnuð. Lyfið verði sent til Afríku SJÚKRAHÚS VANBÚIN Margaret Chan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.