Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Mesti vandinn í samskiptum tölvu og tungumáls er að tölvanskilur orðin bókstaflega. Óhægt er að koma henni í skilningum að orðin merki ekki bara það sem þau merkja í orðabók-inni, heldur ráðist merkingin líka af samhengi. Ekki bara samhengi í setningu og máls- eða efnisgrein, heldur líka menningarlegu samhengi. Og þegar fólk notar tungumálið í lifandi samskiptum sín á milli bætast svipbrigði, raddblær og líkamstjáning við merkingu orðanna sem sögð eru hér og nú. Líkast til er auðveldast að miðla raddblæ og líkamstjáningu milli tungu- mála, jafnvel að ná sambandi við húsdýr sem skilja hljómfall og stöku orð, og undrast að heyra vingjarnleg orð sögð reiðilega. Menningarbundin merking er örðugri viðfangs og vísar stöðugt í þekkta atburði og umræðu líðandi stundar. Slíkar tilvísanir nýtast andófshöfundum undir ógnarstjórn, á borð við austantjaldshöfundana sem höfðu langþróað sína texta til að sleppa framhjá ritskoðuninni. Við slíkar aðstæður gátu þeir skrifað eitthvað sem virtist sak- leysislegt á yfirborðinu en vegna menningarbundinnar skírskot- unar mátti skilja að átt var við allt annað. Þá endast orðlausar skopmyndir iðulega illa vegna þess að þær vísa í alþekkta umræðu sem er gleymd nokkrum árum síðar. Sem skýrir af hverju gamlar skopmyndir fá okkur yfirleitt ekki til að hlæja. Tungutakið styðst þannig við meira en orðin ein til að koma merking- unni til skila. Því er misskilningur miklu algengari í rituðu máli en þegar fólk hittist augliti til auglitis. Fræg er sagan af ítölskukennara hjá Endur- menntun HÍ sem vildi leiðbeina stjórnvöldum um skattheimtu af ítölsku verktakafyrirtæki sem tók að sér stórframkvæmdir við umdeilda virkjun hér á landi fyrir nokkrum árum. Innheimtubréfum hafði þá ekkert verið sinnt og undanbrögð fyrirtækisins voru til umræðu. Kennarinn ráðlagði Skattmanni að fara á skrifstofurnar og setjast hjá forstjóranum, spjalla huggulega um daginn og veginn, dást að fjölskyldumyndunum á skrifborð- inu og færa svo í tal hið kalda og straumharða fljót sem verið væri að virkja og þær miklu hættur sem þar biðu við hvert fótmál. Eftir slíka kurteisisheimsókn mætti búast við að fá allt greitt. Þetta var ekki gert og fljótið skolaði íslensku skattamilljörðunum burt. Annað dæmi mætti taka af skáldamáli hinna fornu hirðskálda. Það mið- ast við að áheyrendur/lesendur þekki goðafræðina til að skilja myndmálið og undirliggjandi tilvísanir til goðsagna sem magna upp merkingu ein- stakra kvæða. Þessi tækni er skýrð í bókinni Eddu sem Snorri Sturluson setti saman til að kenna ungum skáldum að yrkja dróttkvæði – og okkur að skilja. Án þess ramma ættum við erfitt með að botna í kveðskapnum og vissum fátt um forn goð. Snorra Edda minnir á mikilvægi hins menning- arbundna samhengis kvæðanna og allra annarra orða sem við látum frá okkur. Samhengi og hliðarmerkingar Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Áfyrstu árunum eftir hrun var gengið mjögnærri heilbrigðiskerfinu í niðurskurði, raunarsvo mjög að mörgum var ljóst að gengiðhafði verið of langt. Hugsanlegt er að sú þró- un hafi verið komin af stað síðustu árin fyrir hrun. Starfsmenn einstakra stofnana innan kerfisins vöruðu við því að niðurskurðurinn mundi hafa afleiðingar. Kannski var ekki hlustað nægilega vel á þá vegna þess að öðrum þræði hafa slíkar röksemdir verið notaðar í kjarabaráttu einstakra starfshópa innan heilbrigð- isþjónustunnar. Stundum er erfitt að greina á milli. Nú er svo komið að það fer varla fram hjá þeim, sem samskipti þurfa að eiga við heilbrigðisþjónustuna að hún hefur látið á sjá. Það er einfaldlega erfitt að kom- ast áfram í því kerfi og finna þá úrlausn, sem leitað er eftir. Þetta er ekki bara reynsla þeirra, sem þurfa á þjónustu að halda. Hið sama segir fólkið „á gólfinu“ í heilbrigðisstofnunum, þ.e. það starfsfólk, sem annast fyrstu móttöku sjúklinga. Heilbrigðiskerfið er hægt og sígandi að týna þeim tóni umönnunar og þjónustu, sem hlýtur að vera að- alsmerki þess og fá á sig stofn- anakenndari brag. Þetta eru starfsreglurnar er algengt svar en spurning hvort þær þjóni kannski betur þörfum kerfisins en sjúklinganna. Í öllum löndum í okkar heims- hluta er heilbrigðisþjónusta kjarni samfélagsþjónust- unnar. Telja má víst að bæði hér og í nálægum löndum sé það grundvallaratriði í augum fólks, að heilbrigð- isþjónusta sé ekki bara viðunandi heldur a.m.k. góð. En heilbrigðiskerfi er ekkert öðru vísi en önnur kerfi. Innan slíkra kerfa koma upp vandamál eins og annars staðar. Í tilviki brezku heilbrigðisþjónustunnar svo dæmi sé tekið hafa á seinni árum komið upp at- hugasemdir um óviðunandi aðbúnað sjúklinga og gæði þjónustu auk margvíslegra vandamála í almennum rekstri. Það eru fleiri þættir í heilbrigðisþjónustunni en bein samskipti hennar og sjúklinganna, sem geta verið álita- mál. Lyfjakostnaður er gífurlega hár. Sjúklingar eru settir á lyf, þegar þeir verða veikir en hvað ætli margir þeirra kannist við að þeim sé ráðlagt að frumkvæði læknis að draga úr lyfjatöku eða hætta alveg töku lyfja? Er nokkur slík skipulögð eftirfylgni í gangi? Get- ur verið að sá sem einu sinni verður sjúklingur taki lyf árum saman í þeirri trú að hann verði að gera það – kannski að óþörfu og með tilheyrandi aukaverkunum? Hver ætli kostnaður samfélagsins af óþarfri lyfjatöku sé á ári hverju? Frá hruni hafa nokkrar rannsóknarnefndir starfað á vegum Alþingis til þess að rannsaka almennar ástæður hrunsins svo og sérstaka þætti þess. Það er umhugs- unarefni út af fyrir sig, sem Karl Garðarsson alþing- ismaður vék að fyrir skömmu, að ekkert eftirlit hefði verið haft með kostnaði við þær af hálfu þingsins. En spurningin er þessi: Er kannski tímabært að skoða fleira ofan í kjölinn en ástæður hrunsins? Er tilefni til að rannsaka afleið- ingar hrunsins á mikilvæga þætti samfélagsstarfsem- innar eins og t.d. heilbrigðisþjónustuna? Hver er upplifun hins almenna notanda af heilbrigð- isþjónustunni? Telur hann sig hafa fengið viðunandi þjónustu eða óviðunandi? Hver er tilfinning hins almenna starfsmanns innan heilbrigðiskerfisins? Er hún kannski sú, sem haft var orð um á dögunum: Læknarnir segja nú ýmislegt en þeir vita ekki hvernig ástandið er hér. Einstaklingur sem átti lítilsháttar samskipti við þetta kerfi fyrir skömmu velti því fyrir sér hvort þar væri gerður mannamunur. Hann óskaði eftir gögnum um sjúkling á diski og fékk það svar að það væri sjálf- sagt. Diskurinn yrði tilbúinn daginn eftir. Hann spurði hvort ekki væri hægt að fá diskinn sama dag. Svarið var: Þetta eru okkar starfs- reglur. Þá hafði þessi við- skiptavinur heilbrigðiskerfisins orð um að nafngreindur sérfræð- ingur vildi skoða gögnin. Hann var tilbúinn 10 mínútum seinna. Hvað veldur? Það eru yfirgnæfandi líkur á því að álagið á starfs- menn heilbrigðisþjónustunnar sé orðið alltof mikið. Þeir hafi einfaldlega ekki tíma til þess að sinna starfi sínu eins og vera ber. Aftur og aftur kemur í ljós, að þeir hafa ekki haft tíma til að kynna sér sögu sjúk- lings, þótt hún sé til staðar í tölvukerfum þessara stofnana. Þótt þjóð okkar sé ósammála um margt er hún áreiðanlega sammála um að hún vill að við byggjum upp heilbrigðiskerfi, sem stenzt samanburð við það bezta sem þekkist annars staðar. Ekki viljum við að fólk neyðist til að leita læknisþjónustu í öðrum löndum vegna þess að það treystir því ekki að hún fáist hér. En slík dæmi eru því miður til. Það er líka varhugavert að heilbrigðisþjónustunni hér fari svo aftur að læknar og hjúkrunarfræðingar vilji ekki koma heim að námi loknu, ekki bara vegna launakjara heldur ekki síður vegna þess að nægilegur metnaður sé ekki til staðar um gæði þjónustu. Og er þá ekki vísað til starfsmanna heldur þeirra sem ábyrgðina bera að lokum, sem er Alþingi. Almennir þingmenn eru í betra sambandi við gras- rótina í samfélaginu en flestir aðrir, starfs síns vegna. Þeir ættu að leggja við hlustir og gefa því gaum hvern- ig talað er um stöðu heilbrigðisþjónustunnar í dag. Það er áreiðanlega með ýmsum hætti, bæði jákvætt og nei- kvætt. Staðan á landsbyggðinni er að sjálfsögðu kapítuli út af fyrir sig. Kerfið er hrunið sagði virðulegur læknir við viðmæl- anda sinn fyrir nokkrum dögum. Getur það verið? Er kannski tímabært að kanna áhrif hins efnahags- lega hruns á heilbrigðiskerfið? Er heilbrigðiskerfið „hrunið“? Það þarf að kanna fleira en efnahagsleg áhrif hrunsins Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ég flyt þrjá fyrirlestra á ráð-stefnu norrænna stjórnmála- fræðinga í Gautaborg 12.-15. ágúst. Einn fyrirlesturinn er um hvort ís- lenska velferðarríkið sé í eðli sínu engilsaxneskt eða norrænt. Ég er að vísu sammála þeim Konráð Gíslasyni og Jónasi Hallgrímssyni um, að orðið „velferð“ er dönsku- legt. Orðið „farsæld“ er íslensku- legra. En líklega verður úr þessu litlu um það þokað. Niðurstaðan í fyrirlestrinum er, að íslenska vel- ferðarríkið sé hvorki engilsaxneskt né norrænt, heldur séríslenskt. Skattar eru hærri og bætur rausn- arlegri en í engilsaxneskum lönd- um, til dæmis Bretlandi og Banda- ríkjunum. Skattar eru hins vegar lægri en á öðrum Norðurlöndum, jafnframt því sem bætur takmark- ast vegna tekjutengingar aðallega við þá, sem þurfa á þeim að halda. Til dæmis eru barnabætur óháðar tekjum í Svíþjóð ólíkt Íslandi. Þar brugðu jafnaðarmenn á það ráð upp úr miðri 20. öld að veita öllum bóta- rétt til þess að auka stuðning við velferðarríkið. Allir greiða til vel- ferðarríkisins, og allir þiggja af því, þótt féð rýrni vitanlega talsvert í meðförum ríkisins: Hrói höttur heimtar sitt. Allir halda, að þeir séu að græða, þótt flestir séu að tapa. Annar fyrirlesturinn er um Ice- save-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga 2008-2013, og minnist ég í því sambandi á hinar frægu samræður Aþeninga við Meleyinga, íbúa eyjunnar Melos, árið 416 f. Kr. í Pelopsskagastríðinu, en þær færði gríski sagnritarinn Þúkídídes í let- ur (eða samdi jafnvel). Kröfðust Aþeningar þess, að Meleyingar lytu þeim. „Enda var yður fullkunnugt eigi síður en oss, að sá ríkari hlýtur að ráða, en réttlæti manna á meðal þar aðeins er jafningjar eigast við,“ sögðu Aþeningar. Niðurstaðan í fyrirlestrinum er, að við Íslend- ingar séum eins og á miðöldum vinafá og vanmegna, þótt við eigum að bera höfuðið hátt. Við skulum vona, að Guð sé ekki hliðhollur fjöl- mennustu hersveitunum, heldur bestu skyttunum, eins og Voltaire orðaði það. Þriðji fyrirlesturinn er um það, hvers vegna Ísland var skilið eftir úti á köldum klaka í miðri fjármálakreppunni 2008. Það mál er ég að rannsaka, eins og frægt er orðið. Þar er enn sem komið er meira um spurningar en svör. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Fyrirlestrar í Gautaborg Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.