Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza-
svæðið að nýju í gær eftir að liðs-
menn Hamas-samtakanna hófu flug-
skeytaárásir á Ísrael. Að minnsta
kosti fimm Palestínumenn lágu í
valnum og tveir Ísraelar særðust.
Hamas-menn skutu tveimur flug-
skeytum á Ísrael áður en þriggja
daga vopnahlé féll úr gildi í gær-
morgun. Þeir skutu síðan tugum
flugskeyta á Ísrael á sama tíma og
Ísraelsher gerði loftárásir.
Talsmaður Ísraelshers sagði flug-
skeytaárásir Hamas-manna „óviðun-
andi og óþolandi“.
Hamas-samtökin neituðu að fram-
lengja vopnahléið og sögðu að Ísrael-
ar hefðu ekki orðið við kröfum þeirra,
meðal annars um að umsátrinu um
Gaza yrði aflétt og hundrað palest-
ínskir fangar yrðu látnir lausir. Sam-
tökin höfnuðu einnig kröfu Ísraela
um afvopnun á Gaza-svæðinu.
Talsmaður Hamas sagði að sam-
tökin væru tilbúin að heyja langvinnt
stríð gegn Ísrael. Hann sagði þó
Hamas-menn vilja halda áfram við-
ræðum um vopnahlé.
Fulltrúar Ísraelsstjórnar sögðust
hafa hætt viðræðum fyrir milligöngu
Egypta og lögðu áherslu á að Ísrael-
ar myndu ekki semja á meðan þeir
sættu flugskeytaárásum.
Fréttaveitan AFP hefur eftir
fréttaskýrendum að Hamas-menn
kunni að hafa ofmetið stöðu sína og
leikið af sér með því að halda flug-
skeytaárásunum áfram í hættuspili
sem gæti haft hörmulegar afleiðing-
ar fyrir íbúa Gaza-svæðisins.
Nathan Thrall, sérfræðingur í
málefnum Mið-Austurlanda, telur
það liggja í augum uppi að Ísraelar
verði ekki við kröfum Hamas-manna.
„Spurningin er hversu mikla til-
slökun þeir fá,“ hefur AFP eftir
Thrall.
Segja stöðu Hamas veika
Naji Charab, stjórnmálaskýrandi
við Al-Azhar háskóla á Gaza, segir að
Hamas-menn vonist eftir einhvers
konar málamiðlun sem geri þeim
kleift að hætta árásunum „með
sæmd“. Þótt Hamas-mönnum hafi
tekist að fella fleiri ísraelska her-
menn en þeir bjuggust við sé staða
þeirra veik vegna þess að þeir hafi
misst stuðning Egyptalands eftir að
Mohammed Morsi var steypt af stóli
forseta fyrir rúmu ári. Hamas á
rætur að rekja til íslamskra samtaka
Morsis, Bræðralags múslíma.
Kobi Michael, stjórnmála-
fræðingur við Ariel-háskóla á
Vesturbakkanum, tekur í sama
streng. Hann telur að Egyptar séu
nú mikilvægustu bandamenn Ísr-
aela.
Ísraelsher svaraði árásum Hamas
Blóðsúthellingar hófust að nýju á
Gaza eftir þriggja sólarhringa vopnahlé
AFP
Á flótta Palestínsk fjölskylda flýr heimili sitt í Gaza-borg eftir að loftárásir Ísraelshers hófust að nýju í gær.
Vonast eftir vopnahléi
» Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í gær-
kvöldi að líkur væru á að sam-
komulag næðist bráðlega um
að framlengja vopnahléið sem
féll úr gildi í gærmorgun.
» A.m.k. 1.922 Palestínumenn
hafa beðið bana í árásum
Ísraelshers, skv. síðustu frétt-
um í gærkvöldi. Á meðal þeirra
sem hafa látið lífið eru um 450
börn, að sögn embættismanna
Sameinuðu þjóðanna.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Verð 34.900.-
Verð nú 27.600.-
115 stk. eftir
Verð 52.900.-
Verð nú 34.900.-
34 stk. eftir
Verð 67.500.-
Verð nú 29.900.-
24 stk. eftir
Verð 34.900.-
Verð nú 22.900.-
64 stk. eftir af bláu og orange
Verð 52.500.-
Verð nú 34.900.-
135 stk. eftir
Verð 67.500.-
Verð 26.850.-
Verð nú 19.900.-
45 stk. eftir
upp
selt
20%-50% afsláttur Takmarkað magn