Morgunblaðið - 18.08.2014, Side 1

Morgunblaðið - 18.08.2014, Side 1
Engin merki um yfirborðsbreyting- ar, svo sem sprungur, katlar eða sig- dældir, sáust í leiðangri jarðvísinda- manna og fleiri á Bárðarbungu á Vatnajökli í gær. Skjálftamælar hafa síðustu daga sýnt þar stöðugan óróa sem talinn er geta verið fyrirboði um eldgos. Fylgst er með framvindunni og hefur mælum og myndavélum á svæðinu verið fjölgað. Vegna aðsteðjandi hættu, svo sem vegna flóða, ákvað sýslumaðurinn á Húsavík í gær að loka Gæsavatnaleið og svæðum við Jökulsá á Fjöllum, svo sem Herðubreiðarlindum, fyrir umferð. „Í óvissuástandi, eins og nú hefur verið lýst yfir, töldum við með hliðsjón af fjarlægð og flóttaleiðum nauðsynlegt að loka svæðinu,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður. Hann bendir á að í eldsumbrotum gæti vatnsflóð norðan Vatnajökuls brotist fram hratt og af þunga og þá yrði erfitt að koma björgunarliði á stað- inn. Því sé allur varinn góður og lok- un svæðisins eðlileg ákvörðun. 2 Nauðsynlegt að loka svæðinu í óvissunni Lokað fyrir umferð MývatnAkureyri Askja Loftmyndir ehf. Lokað svæði M Á N U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  191. tölublað  102. árgangur  RÆKTA MAT- JURTIR Í ANDA VISTRÆKTAR ÍSLANDS- MEISTARAR SJÖ ÁR Í RÖÐ GLENN SIGURDSON SKRIFAR UM VÍK- INGA Á SLÉTTUNNI SIGLINGAR ÍÞRÓTTIR BÓK UM VESTUR-ÍSLENDINGA 26SAMVINNA 10 Það var mikil gleði og gaman í gær á lokaballi Reykjadals, sem fram fór í íþróttahúsinu í Reykjadal, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af stendur að rekstri Reykjadals en þar dvelja ár- lega um 250 fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs, sem ekki geta sótt aðrar sumarbúðir. húsinu þegar stuðboltinn Páll Óskar Hjálmtýs- son var afhjúpaður sem leynigestur dagsins. Það er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem Rífandi stemning þegar Palli steig á sviðið Morgunblaðið/Eva Björk Gleðin skein úr andliti viðstaddra á lokaballi Reykjadals í gær Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Verkalýðsforingjar í ASÍ búa sig undir harðar kjaraviðræður í vetur. Viðræðurnar hefjast formlega um næstu mánaðamót, en fyrst um sinn verða almennari samningsatriði rædd, áður en samið verður um laun. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem hefur gagnrýnt hækkandi laun stjórnenda fyrirtækja, segir að ef menn vilji hafa misskiptinguna í fyr- irrúmi, þá muni ASÍ ekki semja um stöðugleika, heldur taka það sem því beri og hvetja félagsmenn til að beita því afli sem verkalýðshreyfingin búi yfir. Þá telur Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður RSÍ, að ekki hafi tekist að ná samstöðu á atvinnu- markaði um hóflegar launahækkan- ir. „Ljóst er að þegar við fórum í þá vegferð í fyrra að semja um hóflegar launahækkanir upp á 2,8% var for- sendan sú að allir færu með í veg- ferðina, en ekki einungis aðildar- félög ASÍ. Augljóst er að það hefur ekki tekist og mun það eflaust hafa áhrif á kjaraviðræðurnar í haust,“ segir Kristján, en hann telur að raf- iðnaðarmenn eigi eftir að fá sína launaleiðréttingu, sem þurfi ekki að kalla á aukna verðbólgu, ef aðrar at- vinnustéttir sitji kyrrar. isb@mbl.is Mæta misskiptingu með afli  Verkalýðsforingjar gagnrýna kjarasamninga kennara og hækkandi laun stjórn- enda fyrirtækja  Búa sig undir kjaraviðræður sem fara í gang eftir tvær vikur MVerkalýðshreyfingin »4  Sérfræðingar vestanhafs vara netnotendur við því að þeir megi vænta frekari truflana vegna uppfærslu á net- beinum netfyr- irtækja. Netnot- endur í Norður- Ameríku urðu varir við truflanir í síðustu viku þar sem gagnaflutningar voru hægir. Skýringuna á nettruflun- unum má rekja til þess að sumir eldri netbeinar netþjónustuaðila í Bandaríkjunum ráða ekki lengur við stærð netsins. Að sögn Björns Róbertssonar, kerfisstjóra Internets á Íslandi hf. (ISNIC), mun hinn almenni ís- lenski netnotandi ekki finna fyrir beinum áhrifum af þessari stöðu sem upp er komin í Bandaríkj- unum en hann telur líkur á því að fólk geti lent í vandræðum með stöku vefsíður. » 16 Mega vænta frekari truflana á netinu Truflanir Vanda- mál á netinu.  Heimasíðan Caritas.is er ný ís- lensk bílaleigumiðlun þar sem bif- reiðaeigendur eiga kost á því að láta bílinn sinn vinna fyrir sig. „Fólk sem á bíl getur skráð sig inn á síðuna, sent inn upplýsingar um bílinn sinn og þá er hann skráð- ur,“ segir Vignir Már Lýðsson, einn upphafsmanna heimasíðunnar. Verkefnið er gert í samvinnu við Samgöngustofu og öll trygginga- félögin en það er hugbúnaðarfyr- irtækið Integral Turing sem er á bakvið síðuna og segir Vignir að verkefnið sé byggt á erlendri fyr- irmynd, en samskonar fyrirtæki hafa náð miklum vinsældum í Kali- forníu í Bandaríkjunum. »9 Íslendingar geta nú leigt út bílinn sinn Bílaleiga Caritas.is býður Íslendingum upp á að „láta bílinn vinna fyrir sig.“ Vopnaðar öryggissveitir fóru um borð í Lagarfoss, nýjasta skip Eim- skipafélagsins, og gaddavír var festur á skipið áður en það sigldi í gegnum Súesskurðinn á heimleið- inni til Íslands, vegna hættu á sjó- ráni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, segir að ráðist sé á 250 skip á þessu svæði á hverju ári. Fjöldi fólks tók á móti Lagarfossi þegar skipið kom heim til Íslands í fyrsta sinn, eftir 12.200 sjómílna ferðalag. ash@mbl.is »4 Þurftu að vígbúast vegna hættu á sjóráni Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagarfoss Gaddavír var á síðunum og vopnaðir öryggisverðir um borð á siglingunni um Súesskurðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.