Morgunblaðið - 18.08.2014, Page 2

Morgunblaðið - 18.08.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í óvissuástandi, eins og nú hefur ver- ið lýst yfir, töldum við með hliðsjón af fjarlægð og flóttaleiðum nauðsynlegt að loka svæðinu,“ segir Svavar Páls- son, sýslumaður á Húsavík. Ákveðið var síðdegis í gær að loka Gæsavatna- leið og öðrum hálendisvegum austan Skjálfandafljóts. Einnig veginum í Herðubreiðarlindir af Mývatns- öræfum vegna jarðhræringa við Bárðarbungu. Mælingar sýna áfram- haldandi ólgu á svæðinu og að eldgos á Vatnajökli gæti hafist þá og þegar. Viðvarandi órói Vegna þessa hefur eftirlit vísinda- manna með svæðinu verið eflt auk heldur sem Almannavarnir, lögregla og landverðir fylgjast grannt með stöðunni. Á Vatnajökulssvæðinu kom í gær fram viðvarandi órói á jarð- skjálftamælum Veðurstofunnar. Stærstu skjálftarnir voru 3,3-3,5 á Richter og áttu uppstök sín við Kverkfjöll og Kistufell, það er við jökulinn norðanverðan. Svavar Pálsson segir aðgerða- stjórn almannavarna á Húsavík hafa verið í sambandi við landverði og fleiri og vitað sé um nokkurn fjölda ferða- manna norðan Vatnajökuls. „Við telj- um nauðsynlegt að sporna við umferð fólks inn á svæðið. Ef kemur til elds- umbrota gæti flóð runnið fram á mikl- um hraða og þunga og þá yrði erfitt að koma björgunarliði á staðinn. Við ákváðum líka að loka þeim leiðum að Herðubreiðarlindum sem liggja nokkuð lágt og ekki fjarri Jökulsá á Fjöllum þar sem vatn gæti fallið fram.“ Elgur til Grímsvatna Mat vísindamanna er að hugsan- lega hafi komið kvikuinnskot í öskju Bárðarbungu, þar sem yfir liggur 700 til 800 metra íshella. Talið er að vatns- elgur vegna eldsumbrota myndi fær- ast til Grímsvatna. Þaðan gæti vatn brotist fram um Skeiðará rétt eins og gerðist í eldgosinu haustið 1996. Einnig gæti það komið fram við norðanverðan Vatnajökul, svo sem við Kverkfjöll eða svonefnt Kistufell, og fallið þar í Jökulsá á Fjöllum eða Skjálfandafljót. Einnig er sá mögu- leiki fyrir hendi að flóð leiti til Sylgju- jökuls í vestri – með flóði í Hágöngu- lón og þar með inn á vatnasvæði Þjórsár og Tungnár. Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild Rík- islögreglustjóra segir að meðan stað- an sé óljós og óvissuástand ríkjandi verði sólarhringsvakt hjá vísinda- mönnum. Þá verði net mæla og myndavéla á Vatnajökli þétt. Leiðum norðan Vatnajök- uls lokað í varúðarskyni  Áfram ólga við Bárðarbungu  Viðbragðsstaða  Flóð gætu víða brotist fram Jarðhræringar í Bárðarbungu Höfn í Hornafirði Jökulsárlón Sylgjujökull Skeiðará Kverkfjöll Kistufell Skjálftasvæðið Skjálftar yfir 3 á Richter Grunnkort/Loftmyndir ehf. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Horft yfir Vatnajökul. Kverkfjöll eru fremst og fjær Herðubreið. Nú hefur þetta svæði verið lokað á stórum hluta í varúðarskyni, Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, segir koma til greina að stofna sérstakt ráðuneyti dómsmála. Þá segir hann mögulegt að gerðar verði frekari breytingar á stjórnar- ráðinu samhliða því að dómsmálin verði færð frá innanríkisráðuneyt- inu. Frá þessu var sagt í fréttum RÚV í gærkvöldi, en þar kom einnig fram að Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefðu fundað um málið um helgina, í kjölfar þess að Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra óskaði eftir því að málefni er varða dóms- stóla og ákæruvald yrðu færð til annars ráðherra. Þingflokkur Pírata tilkynnti í gær að hann hygðist leggja fram van- trauststillögu gegn Hönnu Birnu þegar þing kæmi saman í septem- ber. „Ákvörðun þingflokks Pírata um vantraustsyfirlýsingu er ekki eingöngu byggð á formlegri ákæru á hendur aðstoðarmanni ráðherra heldur viðbrögðum ráðherrans í orð- um og athöfnum frá því málið kom fyrst upp,“ segir í tilkynningu þing- manna flokksins. Þeir segja af- greiðslu ráðherra á málinu óásættanlega. Dómsmálin mögulega aðskilin  Píratar undirbúa vantrauststillögu Metfjöldi erlendra ferðamanna seg- ist ætla að mæla með Reykjavík við aðra, samkvæmt könnun sem lögð var fyrir erlenda ferðamenn í Leifs- stöð síðasta vetur, frá september 2013 til apríl 2014. Að meðaltali 98,7% svarenda sögðust myndu mæla með höfuðborginni við aðra. Hlutfallið var eilítið lægra hjá sumargestum sem komu á tíma- bilinu maí til ágúst, en 96% þeirra sögðust ætla að mæla með borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu, en þetta eru bestu niðurstöður könnunarinnar síðan Rannsóknir og ráðgjöf ferða- þjónustunnar hófu að framkvæma hana árið 2004. „Þetta er ekki bara árangur ferðaþjónustunnar í Reykjavík heldur er þetta árangur borgarbúa allra,“ er haft eftir Einari Bárðarsyni, forstöðumanni Höfuð- borgarstofu, en hann segir niður- stöðurnar sérstaklega ánægjulegar í ljósi þess að „hér hafa ýmsir sér- fræðingar spáð heimsendi og hruni í ferðaþjónustunni í kjölfar aukinnar aðsóknar“. 98,7% hyggjast mæla með höfuðborginni við aðra  Metfjöldi frá því að mælingar hófust fyrir tíu árum Morgunblaðið/Styrmir Kári Ó borg mín borg Erlendir ferðamenn virðast afar hrifnir af Reykjavík. „Við sáum engin merki um af- gerandi yfirborðsbreytingar á jöklinum, þrátt fyrir þessar jarðhræringar,“ sagði Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann var þá að koma úr flugi með þyrlu frá Landhelgisgæslunni, en í ferðinni voru vísindamenn og menn frá Almannavörnum. „Við sáum hvorki sprungur, jarðhitakatla né sigdældir sem gætu hafa myndast við svona óróa,“ segir Björn. Hvorki katlar né dældir FLOGIÐ Á JÖKUL Í GÆR Veðurstofan gerir ráð fyrir ágætu veðri fram eftir vikunni. Spáð er hægri vestan- og norð- vestanátt víðast hvar í dag, en þykknað gæti upp við vestur- ströndina. Á sunnanverðu landinu gæti hiti rokkað á bilinu 10 til 18 stig. Á þriðjudag snýst vindur til vestlægrar eða breytilegrar áttar. Þá gæti orðið skýjað við sjávar- síðuna. Þegar komið er fram á miðvikudag má sums staðar búast við vætu, en léttskýjuðum himni og þægilegum hita um landið sunnanvert. sbs@mbl.is Gott veður fram í viku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.