Morgunblaðið - 18.08.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 18.08.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hugmyndin á bak viðborgarbýlið Seljagarð erað skapa samfélag þarsem fólk vinnur saman í náttúrulegu umhverfi og ræktar líf- rænan mat. Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og fræðslustarf er ríkur þáttur í samfélaginu. Hátt í fjörutíu manns um allan bæ hefur tekið þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti. „Við erum alltaf að fljúga mat til og frá landinu með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki umhverfis- vænt. Þess þyrfti ekki ef við gætum öll ræktað okkar eigin fæðu í ríkari mæli,“ sagði Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, ein af driffjöðrum verkefnisins. Í upphafi ársins sótti hópurinn um lóð fyrir garð og fékk úthlutað í gömlu skólagörðunum í Jaðarseli. Ekki var setið við orðin tóm og haf- ist var strax handa við að undirbúa garðinn fyrir sáningu. Pólitísk hugsjón á bak við samfélagið Seljagarð „Ég tek þátt í verkefninu út frá pólitískri hugsjón um að skapa sam- félag sem hefur þetta sameiginlega markmið,“ sagði Þórey. Áhugi henn- ar á matjurtaræktun hefur þó vaxið óðfluga. „Fólk er farið að leita ráða hjá mér í dag.“ Starfið er enn í mótun og unnið er að því að finna því góðan farveg og hentugt skipulag. Á þessu ári hef- ur helsta vinnan farið í að koma garðinum í stand, búa til stíga og af- marka reiti til ræktunar, svo fátt eitt sé nefnt. Verið er að koma upp gróðurhúsi sem verður tekið í fulla notkun á næsta ári. Hópnum áskotn- aðist stálgrind af húsi sem á eftir að byggja yfir og finna út hvernig best henti að nýta. Á næsta ári er hugmyndin sú að fólk geti sótt um að vera með af- markaða reiti í garðinum en jafn- framt tekið að sér umhirðu á þeim gróðri og matjurtum sem eru sam- eiginlegar. Verkefnið hefur verið kynnt í skólum hverfisins, sem hafa sýnt því áhuga. Í vetur verður allt kappt lagt á að kynna verkefnið víða og fá fleiri til samstarfs, meðal annars, leik-, grunn- og framhalds- skóla í hverfinu. Þórey bendir á að það helsta sem þau vanti sé hús sem geti gegnt hlutverki samkomuhúss, að þar geti fólk hist og sótt ýmis konar fræðslu. Nokkrir íbúar hverfisins hafa slegist í hópinn. „Fólk hefur haldið að við séum eingöngu útvalinn hópur en því fer fjarri. Við erum í sjálf- boðaliðavinnu og allir eru vel- komnir,“ sagði Þórey. Leikskólinn Jöklaborg og sam- býli sem eru við hlið Seljagarðs hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og tekið þátt í því. Vistrækt að ryðja sér til rúms „Ég kem inn í verkefnið á sán- ingadaginn í vor en hef 20 ára Rækta matjurtir saman í Seljagarði Seljagarður er svokallað borgarbýli í Reykjavík. Þar kemur saman hópur fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að vilja stunda saman matjurtaræktun í anda vistræktar. Allri uppskeru er deilt jafnt milli meðlima. Garðurinn er við Jaðarsel í Breiðholti, þar sem eitt sinn voru skólagarðar borgarinnar. Öllum er velkomið að taka þátt í verkefninu og leggja hönd á plóg. Stemning Hungrið satt á sáningarhátíð í vor undir ljúfu gítarspili. Garðurinn Skipulagið í garðinum að taka á sig mynd en mikil vinna er eftir. Á þessari vefsíðu, ted.com, er hægt að hlusta á fjöldann allan af ein- stökum fyrirlestrum hvaðanæva að úr heiminum. Umfjöllunarefni þeirra er jafn fjölbreytt og þeir eru margir eins og fyrirlesararnir; allt frá þjóðarleiðtogum til fanga sem hafa snúið blaðinu við og lifa betra lífi. Fyrirlestrarnir eru allir fremur stuttir, frá 10 til 20 mínútna, og eru á ensku. Það sem þeir eiga sam- merkt er að þeir skilja allir mikið eftir sig, fræða og geta jafnvel breytt viðhorfi áhorfanda ef út í það er farið. Vinsælasta fyrirlesturinn hafa yfir 27 milljónir horft á; í það minnsta hefur yfir 27 milljón sinnum verið smellt á tengilinn. Umræddan fyrir- lestur flytur Sir Ken Robinson og út- leggst heiti hans á íslensku „Hvernig skólinn drepur niður sköpun“. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því ætti enginn ætti að láta þessa vefsíðu framhjá sér fara. Vefsíðan www.http://www.ted.com/ Fyrirlestrar Á vefsíðunni ættu allir geta fundið áhugaverða fyrirlestra. Áhrifamiklir fyrirlestrar Endurbótastefna og byltingarstefna: Tvær sálir verkalýðshreyf- ingarinnar í Evrópu nefnist erindi Árna Daníels Júlíussonar sem hann flytur í ReykjavíkurAkademí- unni í kvöld kl. 20. Er- indið er á vegum Róttæka sumarháskólans. Þetta er framhald námsstofunnar „Verkalýðshreyfingin í sögu og samtíð: Umbætur, róttækni eða bylting?“ Í þessum fyrirlestri verður fjallað um söguleg tengsl verkalýðsbaráttu við rót- tækt pólitískt andóf í Evrópu. ...Endilega ...hlýddu á erindi Róttæka sumarháskólans Erindi Róttæki sumarháskólinn stendur fyrir erindinu. Ósamræmi er í ráðleggingum um hvernig best sé að bursta tennurnar, jafnt fyrir fullorðna sem börn. Þetta fullyrða breskir vísindamenn við há- skólann í London, BBC greinir frá. Samkomulag um hversu oft og hve lengi eigi að bursta tennur er ekki fyrir hendi. Ástæðan er sú að ekki hafa verið gerðar nægjanlega góðar rannsóknir á þessu sviði. Rannsak- endurnir könnuðu meðal annars ráð sem tannlæknafélög höfðu gefið út, leiðbeiningar frá tannbursta- framleiðendum og í fræðibókum um allt sem viðkom tannheilsu. Ekkert benti til þess að ein aðferð væri betri en önnur. Rannsakendur greindu 66 ólíkar aðferðir, hvaðan- æva úr heiminum, um tannburstun. Sú algengasta var lóðrétt hreyfing sem einnig fæli í sér hringlaga hreyf- ingu. Flestar ráðleggingarnar mæltu með að bursta ætti tennurnar tvisvar á dag. Einungis ein aðferð mælti með að bursta ætti tennurnar þrisvar sinnum á dag. Mínútufjöldinn sem verja á við tannburstun var einnig ólíkur, flestar mæltu þó með að lág- marki tveggja mínútna burstun. Ekki væri hægt að mæla með einni aðferð umfram aðra. Rannsakendur voru þó sammála um að fullorðnir ættu að bursta tennur ungra barna. Ólíkar ráðleggingar um hvernig best sé að bursta Hvaða aðferð er best við að bursta tennur? Morgunblaðið/Ásdís Tannheilsa Flestar ráðleggingar um tannhirðu mæla með að bursta tennurnar tvisvar á dag. Ósamræmi gætir í leiðbeiningum um hvað sé best. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Skóla- og frístundasvið Grunnskólar Reykjavíkur verða settir föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar um hvenær nemendur í 2.–10. bekk eiga að mæta svo og 1. bekkingar eru á heimasíðum skólanna. Þar má einnig sjá hvenær almenn kennsla hefst og innkaupa- lista. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í síma 411 1111, 411 7007 og á www.skolarogfristund.is. Á sömu vefslóð eru upplýsingar um frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn, félagsmiðstöðvar fyrir 10-16 ára og skólahljómsveitir. GRUNNSKÓLAR REYKJAVÍKUR SKÓLASETNING HAUSTIÐ 2014

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.