Morgunblaðið - 18.08.2014, Page 11

Morgunblaðið - 18.08.2014, Page 11
reynslu af ræktun í heimagarði,“ sagði Steinunn Ásgeirsdóttir, ein af þeim sem taka þátt í verkefninu. Hún hefur kynnt sér svokall- aðan „permakúltúr“, sem útleggst á íslensku vistrækt. „Ég kynntist vist- rækt á námskeiði í Alviðru í Gríms- nesi í vor. Það er kerfi sem lítur til náttúrunnar sem fyrirmyndar með það að markmiði að skapa sjálfbært samfélag,“ sagði Steinunn. Í vistrækt felst meðal annars matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegt umhverfi og umhverfis- væna landnotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta er í raun gamalt fyrir- bæri sem var endurvakið af tveimur Áströlum fyrir nokkrum áratugum. Þeir höfðu áhyggjur af því að nútíma ræktun væri að eyðileggja jarðveg- inn.“ Steinunn bendir á að það sé nýtt fyrir Íslendingum að rækta saman og fá sameiginlega uppskeru. Þegar fólk gangi inn í samfélagið í garðinum getur það fengið aðstoð og leiðbeiningar. Áorkað miklu í sumar „Það kom mér á óvart hversu miklu við höfum áorkað í sumar. Næsta skref er að reyna að fá íbúana til virkrar þáttöku. Mér finnst vettvangur vera fyrir þessari hugmyndafræði. Það er mikil vakn- ing meðal fólks um þessa hluti; að taka ábyrgð á því sem það borðar. Þegar þú ræktar matinn þinn sjálfur veistu nákvæmlega hvað hann inni- heldur. Þetta er tækifæri til að taka ábyrgð. Þetta er ekki stórt í sniðum en verður það vonandi,“ sagði Stein- unn að lokum og benti á að allir gætu ræktað og ekki þyrfti endilega mikið landrými til þess. Á sunnudaginn síðastliðinn hélt Seljagarður Garðlistaveislu. Þar var ókeypis námskeið í vatnslitun og víðivefnaði og auk þess boðið upp á súpu. Fjöldi manns lagði leið sína í garðinn til að kynna sér starfsemina. Hægt er að kynna sér Seljagarð bet- ur á vefsíðunni www.seljagardur.is Skilaboð Gestir garðsins geta lesið nánar um starfsemina á skilti. Fólk er hvatt til að kynna sér nánar starfsemina ef það hefur áhuga. Morgunblaðið/Eva Björk Garðlistaveisla Aðstandendur voru kampakátir með veisluna en margir lögðu leið sína í Seljagarða. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Fuglinn skjór, sem er af hröfn- ungaætt, er hræddur við glitrandi hluti. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn vísindamanna í háskólanum í Exeter á atferli fuglsins, BBC greinir frá. Samkvæmt vel þekktri evrópskri þjóðtrú þá er fuglinn þekktur fyrir að vera glysgjarn og sagður sækja í glitrandi hluti og koma þeim fyrir í hreiðri sínu. Hins vegar bendir rannsóknin til hins gagnstæða, fuglinn er sagður óttast slíka hluti. Rannsakendur komu fyrir hrúgu af glitrandi hlutum nálægt staðnum sem fuglunum var gefið að éta á. Í tveimur af 64 skiptum tóku fuglarnir upp glingur. Í hin skiptin fengu þeir sér að éta og hröðuðu sér eftir það í burtu. Oftar en ekki borðuðu þeir minna þegar glingrið var nálægt og hröðuðu sér á brott. Breskir vísindamenn rannsaka fuglinn skjó Skjór Fuglinn, sem er af hröfn- ungaætt, óttast skínandi glingur. Skjór er ekki glysgjarn og óttast glingrið mun frekar Þrátt fyrir langþráða sólardagaá höfuðborgarsvæðinu síð-astliðna viku þá finnum við að það styttist í haustið. Fyrir flesta þýða árstíðaskipti ákveðin kaflaskil eða breytingar. Annaðhvort hefst eitthvað nýtt eða gamalkunnur hversdagsleikinn tekur við. Sumir kvíða breytingunum sem framundan eru en aðrir eru fullir tilhlökkunar og byrjaðir að huga að dagskrá vetr- arins með fögrum fyrirheitum, skipulagshugmyndum og spenningi. Breytingar eru oft erfiðar, hvort sem eitthvað nýtt bíður eða gamlar venjur hversdagsins taka við af kæruleysislegum takti sumarsins. Árstíðaskipti með yfirvofandi breyt- ingum eru oft á tíðum frjósamur jarðvegur streitu og jafnvel kvíða eða depurðar. Sumir kvíða skamm- deginu, aðrir kvíða nýju námi eða starfi og enn aðrir hafa áhyggjur af kunnuglegum hversdagsleika. Margir eru óvissir og óöruggir, vita ekki alveg hvað næsta árstíð hefur í för með sér, hafa áhyggjur af að þessi vetur verði erfiður, vita ekki alveg hver staðan verður, hvar þeir muni verða staddir. Það sem mikilvægast er að veita athygli er að þessar áhyggjur tengj- ast einhverju sem er ekki komið enn þá. Sumarið er ekki liðið og haustið er ekki komið. Hugsanir um það sem framundan er geta verið gagnlegar ef þær hvetja okkur til að finna lausnir, sjá fyrir vandamál og greiða úr þeim með skynsamlegum hætti en þess konar hugsanir eru ekki áhyggjur. Áhyggjur af því sem hugsanlega getur orðið eru eðlilegar en ekki hjálplegar. Að sitja fastur í áhyggjum af því sem gæti orðið er svipað því að sitja í áralausum báti á hafi úti, báti sem flýtur stefnulaust um. Hvernig væri að staldra við þessa síðustu sumardaga og njóta þeirra, óháð því hvað muni taka við þegar haustið kemur. Raunverulega staldra við og taka eftir umhverfinu. Taka eftir gróðrinum sem er enn þá í blóma, finna lyktina af nýslegnu grasinu, fylgjast með stórkostlegum dansi himinsins í ljósaskiptunum, bragða á ljúffengum berjunum í mó- unum og ganga berfættur í grasinu. Staldra við og taka eftir manneskj- unum í kringum okkur. Hvort sem við þekkjum þau eða ekki, óháð því hvaða tilfinningar við berum til þeirra. Taka eftir því hvernig þær tala, hlæja, snertast, hafa samskipti. Taka eftir því hvernig okkur líður, hvaða augnablika við njótum. Hvað sem næstu árstíðaskipti hafa í för með sér, reyndu að staldra við og taka vel eftir. Þá geturðu fangað augnablikið og notið þess. Hvað tekur nú við? Hvað nú? Margir standa á tímamót- um í lok sumars þar sem haustið er ekki formlega gengið í garð. Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir heilsustodin@heilsustodin.is  Heilsustöðin sálfræði-og ráðgjafaþjónusta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.