Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Ísraelar vöruðu við því í gær að þeir myndu ekki undirrita samkomulag um langtímavopnahlé á Gaza nema það tryggði öryggi Ísrael. Viðræður milli fulltrúa Ísrael og Palestínu hóf- ust aftur í Kaíró í gær en yfirstand- andi vopnahlé rennur út á miðnætti að staðartíma. Hlé var gert á viðræðum sl. mið- vikudag, þegar fulltrúarnir sneru heim til að ráðfæra sig við pólitíska leiðtoga. Að viðræðunum koma m.a. talsmenn Hamas og Íslamsks jíhads, sem voru væntanlegir til Egypta- lands í gærkvöldi. Talsmaður Hamas á Gaza, Sami Abu Zuhri, sagði í samtali við AFP að Palestínumenn myndu ekki falla frá kröfum sínum, þ. á m. að her- kvínni um svæðið yrði aflétt. Ben- jamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði hins vegar að Hamas- samtökin myndu ekki bæta upp hernaðarlega ósigra með pólitískum sigrum við samningaborðið. AFP hafði eftir ísraelskum emb- ættismanni í gær að Ísraelar hefðu ákveðið að heimila veiðar frá Gaza, en þær hafa verið óheimilar frá því að átökin hófust 8. júlí sl. Þrátt fyrir að tímabundið vopnahlé hafi gefið íbúum svæðisins grið undanfarna daga búa margir þeirra við ömur- legar aðstæður, t.d. vatnsskort. „Það er ekkert vatn hér og sal- ernin eru afar skítug; þetta er ekk- ert líf,“ hafði AFP eftir Feriel al- Zaaneen í gær, en hún býr í einu af fjölmörgum flóttamannaskýlum Sameinuðu þjóðanna og hefur ekki getað farið í sturtu í mánuð. holmfridur@mbl.is Öryggi Ísrael verði tryggt AFP Flóttafólk Fjölskyldur hafast við í eyðilagðri íbúðablokk í Gaza.  Vopnahlésviðræður hefjast á ný  Setja fram ófrávíkjanlegar kröfur Hernaðarmálayfirvöld í Kænugarði sögðu frá því í gær að þau hefðu dregið úkraínska fánann að húni við lögreglustöð í norðausturhluta borgarinnar Lugansk, en borgin hefur verið eitt helsta vígi uppreisn- armanna í austurhluta landsins. Utanríkisráðherrar Úkraínu, Rúss- lands, Þýskalands og Frakklands funduðu í Berlín í gær, þar sem ræða átti mögulegar leiðir að varan- legu vopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu héldu því fram í gær að enn fleiri hergögn hefðu verið flutt inn í landið frá Rússlandi, þ. á m. þrjú Grad- flugskeytakerfi. Þá sagði Alexander Zakhartsjenkó, sem titlar sig for- sætisráðherra Alþýðulýðveldisins Donetsk, í myndbandi sem birt var á laugardag að uppreisnarmönnum hefði borist 1.200 manna liðsauki sem hefði verið við þjálfun í Rúss- landi í fjóra mánuði, og fjöldi her- gagna, þ. á m. skriðdrekar. Talsmaður Vladimírs Pútín, for- seta Rússlands, neitaði því í gær að Rússar hefðu sent vopn yfir landa- mærin en minntist ekki á meinta sendingu af bardagamönnum. Ang- ela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að stjórnvöld í Moskvu þyrftu að gera grein fyrir staðhæf- ingum uppreisnarleiðtogans. Trójuhestur? Yfirvöld í Úkraínu og Rússlandi héldu áfram að deila um gríðarstóra sendingu af neyðargögnum sem var stöðvuð við landamærin sl. fimmtu- dag. Um er að ræða u.þ.b. 300 vöru- bíla sem Rússar segja flytja nauð- þurftir til handa íbúum Lugansk, en stjórnvöld í Kænugarði og banda- menn þeirra óttast að um Trójuhest sé að ræða og sendingin sé ætluð uppreisnarmönnum hliðhollum Rússum. Alþjóðanefnd Rauða krossins, sem hefur umsjón með afhendingu gagnanna, sagði í gær að Úkraínu- menn og Rússar hefðu komist að samkomulagi um hvernig eftirliti með sendingunni yrði háttað en eftir væri að tryggja öryggi hennar er hún ferðaðist gegnum yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sagði í gær að aðilar myndu funda í dag. holmfridur@mbl.is Úkraínski her- inn í Lugansk  Uppreisnarmenn segjast hafa fengið 1.200 manna liðsauka frá Rússlandi AFP Stop Fólk bíður við Donetsk- Izvarino landamærastöðina. Umferð um landamærin » Uppreisnarleiðtogi sagði í myndbandi sem birt var á laugardag að aðskilnaðar- sinnum hefði borist 1.200 manna liðsauki frá Rússlandi. » Stjórnvöld í Kænugarði og bandamenn þeirra óttast að sendingunni frá Rússlandi sé jafnvel ætlað það hlutverk að skapa ástæðu fyrir Rússa til að senda hermenn inn í austur- hluta Úkraínu. Írak. AFP. | Hersveitir Kúrda náðu Mosul-stíflunni í Írak aftur á sitt vald í gær, á sama tíma og íraskar öryggissveitir og ættbálkar súnní- múslíma börðust við vígasveitir Ríkis íslams vestur af Bagdad. Um er að ræða stóran sigur en stíflan sér íbúum á stóru svæði við ána Tígris fyrir rafmagni og vatni til ræktunar. Viðureignin um stífluna vannst eftir að Bandaríkjamenn létu til skara skríða gegn íslamistunum á laugardag og sunnudag, með orr- ustuflugvélum og ómönnuðum flug- tækjum. Hermálayfirvöld vestra sögðust í gær m.a. hafa eyðilagt tíu vopnuð farartæki, tvær brynvarðar fólksflutningabifreiðar og eina eft- irlitsstöð Ríkis íslams. AFP hafði eftir háttsettum einstaklingi innan íraska hersins í gær að þrátt fyrir að bardögum umhverfis stífluna væri lokið væru sum svæði enn ófær vegna sprengna sem íslamist- arnir hefðu komið fyrir. Ættbálkarnir rísa upp Á öðrum vígstöðvum, vestur af Ramadi, höfuðborg Anbar-héraðs, sóttu íraskar öryggissveitir og ætt- bálkar súnní-múslíma á gegn ísl- amistunum. Þá var einnig barist nærri bænum Haditha í Efrat-daln- um, nálægt annarri mikilvægri stíflu. Fleiri en 25 súnní-ættbálkar lýstu yfir stríði gegn Ríki íslams á föstudag, sem kann að marka þátta- skil í átökunum gegn íslamistunum. Abduljabbar Abu Risha, einn leiðtogi uppreisnar ættbálkanna, sagði hana hafa verið í undirbúningi síðustu vikur og að hún tengdist ekki yfirlýsingu Muri al-Maliki, for- sætisráðherra Írak, sem tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist ekki gegna embættinu þriðja kjörtíma- bilið í röð. Hins vegar er talið víst að ættbálkarnir verði fúsari til að eiga samstarf við stjórnvöld í kjöl- far yfirlýsingar Maliki, sem er sjíti. Myrtu 80 jasída á föstudag Þrátt fyrir þróun mála yfir helgina stendur minnihlutahópum á borð við jasída og kristna enn ógn af íslamistunum í norðurhluta landsins, en þeir myrtu 80 jasída í þorpinu Kocho, nærri borginni Sinj- ar, á föstudag. Mannréttindasamtök og íbúar hafa sagt að bardagamenn Ríkis íslams hafi krafist þess að minnihlutahópar á Mosul-svæðinu snúist til íslamskrar trúar eða hafi sig á brott, ellegar hefnist þeim fyr- ir. AFP Ógn Að sögn Amnesty International hafa 200 þúsund manns flúið undan árásarmönnum Ríkis íslams síðustu vikur og leitað skjóls á sjálfstjórnarsvæði Kúrda, meðal annars í borginni Dohuk. Tóku Mosul-stífluna  Sóttu fram undir loftárásum Bandaríkjamanna  Enn fjöldi sprengna á svæðinu  Barist nærri annarri stíflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.