Morgunblaðið - 18.08.2014, Side 20

Morgunblaðið - 18.08.2014, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 ✝ BrynjólfurGarðarsson fæddist í Reykjavík 17. apríl 1971. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. ágúst 2014. Foreldrar hans eru Brynhildur Brynjólfsdóttir, f. 24. nóvember 1944, og Garðar Valdi- marsson, f. 19. ágúst 1945. Systk- ini Brynjólfs eru þau Ingibjörg, f. 30. mars 1967, og Valdimar, f. 13. desember 1984. Brynjólfur hóf sambúð með Söru Jónsdóttur f. 16. janúar 1976, á árinu 1998. Þau slitu sambúð á árinu 2005. Foreldrar hennar voru Jón Bald- ursson, f. 13. febrúar 1938, og Hermína Benjamínsdóttir, f. 23. september 1946. Sonur Brynjólfs og Söru er Jón Eldar, f. 10. febr- úar 2002 í Danmörku. Brynjólfur ólst upp í Reykja- vík. Hann var skiptinemi í Ala- í Kaupmannahöfn næstu tvö ár- in. Hann lagði jafnframt stund á nám í tæknilegri hönnun við Kö- benhavns Tekniske skole á ár- unum 2001-2004 og vann við hönnun eldhúsa. Í apríl 2004 gerðist hann meðeigandi The La- undromat Cafe á Nörrebro, þar sem hann starfaði næstu árin sem framkvæmdastjóri og yfir- kokkur. Brynjólfur flutti aftur til Íslands á árinu 2009 þar sem hann gerðist framkvæmdastjóri veitingahússins Portsins og síðar yfirkokkur á veitingahúsinu Götu fram á haust 2010 en þá gekkst hann undir heila- uppskurð vegna þess sjúkdóms sem dró hann síðan til dauða. Í framhaldi af uppskurðinum stundaði hann veitinga- húsaráðgjöf jafnframt því sem hann aflaði sér réttinda sem mat- reiðslumeistari haustið 2011. Hann var aftur yfirkokkur á Hót- el Búðum sumarið 2012, tók síð- an þátt í undirbúningi Hamborg- arabúllunnar í Ködbyen í Kaupmannahöfn og flutti því enn til Danmerkur í ársbyrjun 2013 en varð frá að hverfa vegna veik- indanna síðsumars 2013. Útförin fer fram í dag, 18. ágúst 2014, frá Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 15.00. bama í Bandaríkj- unum 1987-1988 og hóf nám sem mat- reiðslumaður á veit- ingahúsinu Naust- inu 1989 og í Hótel- og Veitingaskóla Ís- lands þaðan sem hann útskrifaðist í janúar 1993. Strax eftir útskrift gerðist hann yfirkokkur á Kaffibarnum í Reykjavík þar sem hann starfaði fram á vor 1995. Þá flutti hann til Kaupmannahafnar þar sem hann starfaði sem kokkur, m.a. á Her- eford Beefstow á Kastrup- flugvelli, til 1997. Hann fór síðan til Frakklands á Leonardo styrk í 6 mánuði þar sem hann starfaði á veitingahúsinu J.M Reynaud við Rohn. Brynjólfur starfaði síðan m.a. sem yfirkokkur á Hótel Búð- um, Snæfellsnesi, fram á vor 1999 er þau Sara fluttu aftur til Danmerkur þar sem hann starf- aði sem kokkur á veitingahúsum Lífið leiddi okkur Brynjólf Garð- arsson (Brynna) saman í þrígang. Í þriðja skiptið á mjög svo sérstakan hátt. Við vorum bæði jafn forviða á því en skildum fljótlega að það var ástæða fyrir því að svo var. Við eyddum miklum tíma saman áður en hann lagðist inn á líknardeild Kópavogs. Ég kynntist nýrri hlið á Brynna sem var hlý, falleg og ein- læg. Þessi stutti tími okkar saman var dýrmætur og lærdómsríkur. Að horfa upp á þjáningu hans og óvægna grimmd sjúkdómsins var oft nánast óbærilegt. Hvíldu í friði, elsku hjartans vin- ur minn. Hlýja og styrkur til fjöl- skyldu, vina og elsku Jóns Eldars sem Brynni elskaði meira en allt og var svo óendanlega stoltur af. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Á þessari sorgarstundu verður okkur orðavant. Brynjólfur vinur okkar er fallinn frá. Litli glókoll- urinn sem ávallt var svo hýr og ljúfur. Maðurinn með fallega bros- ið og blikið í augunum, með hlýja og þétta faðmlagið. Tíminn stóð undarlega kyrr þegar Brynjólfur gaf okkur sitt þéttingsfasta faðm- lag. Orð urðu óþörf, þó kom fyrir að við töluðum og töluðum eins og enginn væri morgundagurinn. Umræðuefnin voru oft vangavelt- ur um lífsgátuna. Við litum alltaf á Brynjólf sem hluta af fjölskyldu okkar. Foreldr- ar okkar voru á sama tíma við nám í Danmörku og trygg vinabönd mynduðust. Við börnin ólumst upp í samheldnu samfélagi ís- lenskra námsmanna. Þetta var okkur öllum sem upplifðu ógleym- anlegur tími og hefur átt sinn þátt í að gera okkur að þeim manneskj- um sem við erum í dag. Við vorum góðir vinir við systkinin og Brynj- ólfur og Ingibjörg, Valdimar bættist í hópinn þegar heim til Ís- lands var komið. Brynjólfur hefur síðan á sínum fullorðinsárum ver- ið okkur systrum góður vinur og áttum við margar góðar stundir saman. Sárt er til þess að hugsa að þær verði ekki fleiri. Við vottum fjölskyldu Brynjólfs okkar dýpstu samúð. Hugur okkar er hjá ykkur. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sól- skin. Ég horfði út um gluggann. Haustsins blær um hlíðarnar lagðist, en silfurskær kom máninn upp yfir austurfjöllin. Og lindirnar skinu í ljóma hans. Í laufinu stigu geislarnir dans, en silfurhljómar um hvolfin liðu. Og sál mín hlustaði, sál mína bar yfir sumar og haust inn í landið þar sem dagarnir sofna og draumarnir vakna. Að augum mér bar eina bernskusýn. Úr blámanum hófust æskulönd mín, fjarlægar strendur fjarlægra daga. Og söngurinn ljúfi, sem sveit yfir láð, var sá er ég mest hafði tregað og þráð. Ég nam hann ungur af vörum vorsins. Og nú kom haustið! Á kné ég kraup. Að köldum veggnum ég höfði draup og kyssti blómin, sem bliknuð lágu. (Tómas Guðmundsson) Ellisif Tinna og Kolbrún Hrund Víðisdætur. Hvíl í friði elsku vinur, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. Vertu á meðan þú ert því það er of seint þegar þú ert farinn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Óskar Björn Óskarsson. Þegar ég hugsa til elsku vinar okkar, Brynna, þá birtist hann úr eldhúsinu. Glæsilegur, hnarreistur, með glampa í auga og stórt innilegt bros. Kvikmyndastjörnubros. Hann er búinn að skella í veislu fyr- ir okkur og er að bera fram fyrsta réttinn sem er tær snilld eins og allt sem hann gerði. Allt fullkomið, hvert einasta smáatriði útpælt og framkvæmt alveg nákvæmlega eins og það átti að vera. Hann var búinn að skipuleggja þessa veislu lengi. Fékk hráefnið sérpantað úr einhverri sælkeraverslun eða þá að hann kom með það sjálfur frá út- löndum. Hann sest hjá okkur og við borðum, drekkum, syngjum, hlæj- um, og borðum meira. Mér finnst eins og við höfum gert þetta þúsund sinnum. „M“- hópurinn. Síðan 1990 höfum við hist síðasta laugardag í janúar til að fagna félagsskapnum kenndum við Áskel Másson tónskáld, sem var að borða á Hótel Holti þegar við vin- irnir veltumst inn, klæddir jakka- fötum, með hatta, kornungir og í mafíósaleik. Góðvinur föður míns, Áskell, kom til okkar og hafði greinilega svo gaman af því að við skyldum hafa svona fyrir klæðnað- inum og flottheitunum að hann sendi umgang af drykkjum á borð- ið okkar. Þetta þótti okkur svo sannarlega höfðinglega gert og ákváðum að mafíósahópurinn yrði að hafa guðföður og það kom eng- inn annar til greina en sjálfur Ás- kell Másson eða Don Mazioni eins og hann var endurskírður á staðn- um. Vinahópurinn er gríðarstór og nær miklu lengra en Mazioni. Brynni var sannarlega vinamarg- ur og þótt það hafi verið langur að- dragandi að því að hann kvaddi okkur þá var það engu að síður áfall fyrir svo marga. Að þetta glæsimenni sé farið frá okkur er erfitt að ná almennilega utan um. Kynslóð kennd við Rósenberg og Kaffibarinn kveður einn af sínum með mikla sorg í hjarta. En í bland við sorgina er líka gleði yfir að hafa fengið að vera vin- ur Brynna. Hann var sá allra traustasti, heiðarlegasti, grjótharði prinsípmaður og vinur í raun, sem hægt er að óska sér. Glæsilegur í alla staði, hæfileikaríkur og einlæg- ur. Það var heiður að fá að kalla hann vin í öll þessi ár. Hugur okkar og hjörtu eru hjá fjölskyldu hans. Við kveðjum Brynna en minning hans mun verða heiðruð um ókomna tíð. F.h. Mazioni, Daði Einarsson. Brynjólfur Garðarsson ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GÍSLASON skipstjóri, Naustahlein 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 12. ágúst. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Vilborg Vilmundardóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Bjarney J. Sigurleifsdóttir, Gísli Þorsteinsson, Jolanta Salminaite, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Löve, Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, Aðalbjörn Þórólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bára Stef-ánsdóttir fæddist á Akureyri 3. mars 1988. Hún lést á Akureyri 1. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar eru Guðfinna Þóra Hallgríms- dóttir, f. 7. febrúar 1966, og Stefán Friðleifsson, f. 5. júní 1958. Þau skildu. Stjúpfaðir Báru og eig- inmaður Guðfinnu er Sigurður Kristinsson, f. 4. apríl 1966. Eiginkona Stefáns er Raja Sree R. Subramaniam. Bára var elst fjögurra dætra foreldra sinna, yngri eru Lilja, f. 1995, Heba Þórhildur, f. 1997, og Sigríður Kristín, f. 2000. Sonur Sigurðar er Sveinn, f. 1986. Eiginkona hans er Ashlan Falletta-Cowden. Þau eiga soninn Stefán Björn, f. 2014. Bára ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð, nema hvað fjöl- skyldan dvaldi eitt ár í Svíþjóð, 2005 til 2006. Segja má að Bára hafi öðlast nýtt upphaf í Lundi, myndaði þar afar sterk tengsl og talaði oft um Lund sem „heima“ enda átti hún þar fjölda traustra vina. Þar gat Bára verið hún sjálf á ný. Hugur hennar leitaði oft utan og draumurinn var að flytja til Lundar í faðm vin- anna. Bára var listhneigð og stundaði nám við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri eftir því sem heilsan leyfði. Hún var mikið náttúrubarn, vann mörg sumur í Lystigarð- inum á Akureyri og í sumar við garðrækt hjá Kirkjugörðum Akureyrar. Útför Báru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 18. ágúst 2014, kl. 13.30. Elsku hjartans fallega Báran okkar. Sársaukinn er yfirþyrm- andi, söknuðurinn er óendanleg- ur, fram streyma myndir, enda- lausar minningar um óteljandi dásamlegar stundir með þér, elsku Báran okkar. Getum ekki trúað því að þær verði ekki fleiri, a.m.k. ekki á því formi sem við þekkjum nú. Við hitt- umst, heilsumst, knús og brosið þitt yndislega fallega sem nær alveg til augnanna og þú lýsir upp umhverfið. „Hvað er að frétta?“ Endalausar sögur, spjall, hlátur, vangaveltur um öll heimsins mál, yfirþyrmandi óréttlæti sem alls staðar virðist líðast en einnig allt það góða og gefandi. Við erum svo rík og þú talaðir oft um það hvað vinum þínum þætti einkennilegt margt sem þú ræddir við okkur, en þú treystir okkur fyrir svo mörgu, við svo óendanlega rík og þakk- lát fyrir það traust. Við hlæjum og þú slærð þér á lær. Þú kemur döpur, líðanin þín kvíði, angist, það vantar glamp- ann í augun þín, ekki góður dag- ur, en við knúsumst og grátum jafnvel, reynum að ræða, eða þegjum saman svolitla stund. Erum fljótlega komin á flug í spjall. Leitum lausna, rifjum upp drauma, framtíðardrauma. Draumurinn þinn og okkar um að þú náir bata í fíkninni, draumurinn um að eignast fal- legt heimili, og þú varst svo sannarlega byrjuð að byggja þitt hreiður á Eyrarlandsvegin- um með þínum einstaka Báru- brag. Óréttlætið svo mikið að þú getir ekki notið þess sem það gat orðið þér. Það er svo erfitt að eiga við kerfið sem er svo þungt í vöfum. „Mamma, Siggi, ég bara get þetta ekki, mér er sífellt vísað á einhvern annan, eða það vantar alltaf einhvern pappír og ég er send á milli staða“. Þegar svartir skuggar fylgja manni þá er slíkt bugandi og svo óréttlátt. En í svartnætt- inu voru algjörir englar inn á milli og áttir þú hana Jóu þína að núna síðustu misserin. „Ég verð að ná tali af Jóu“, þá viss- um við að vanlíðanin og sárs- aukinn var þannig að þú gast ekki komið í orð við okkur því sem var þrúgandi þá stundina. En Jóu þína hittir þú og komst alltaf glöð, með von og í betri líðan til baka. Afa Halla og ömmu Hebu faðmur var einnig alltaf góður að leita í. Alla tíð hefur þú verið óend- anlega fróðleiksfús, spyrjandi og leitandi með opinn huga fyrir því sem er óvænt og framandi. Þú hafðir snemma brennandi áhuga á landafræði, ólíkri menningu, trúarbrögðum og tungumálum. Það var svo gam- an og gefandi að gleyma sér í spjalli við þig um hvað sem upp kom hverju sinni. Þið Siggi eignuðust dásamlegan sálu- félaga hvort í öðru og fóruð endalaust á flug í pælingum. Þú áttir auðvelt með að tengj- ast fólki og allir voru ríkari eftir að hafa kynnst þér, sama hversu stutt eða löng þau kynni voru. Kveðjur hafa streymt til okkar víða að og minningar um það hversu margra líf þú snertir, sáðir kærleikanum hvar sem þú komst. Með vinunum þínum höldum við minningu þinni á lofti og þökkum það hversu gríðarlega rík við erum að hafa fengið þig að láni í þessi allt of fáu ár. En nú hugsum við mjúkt og hlýtt, elsku Báran okkar, og fáum okkur heitt kakó. Á morgun er nýr dagur. Knús og kveðjur þar til við hittumst næst, Mamma og Sigurður (Siggi). Bára mín það ber hvar sem í heimi fer að gæska og göfug lund fær blíðkað hverja stund. (HS) Það var stolt ljósmóðir og verðandi amma sem tók á móti fyrsta barnabarninu þegar hún Bára okkar fæddist 3. mars 1988. Að standa við hinsta hvílu- stað þinn, elsku Bára, er ekki það sem amma og afi fá skilið að sé að gerast. Hugurinn, sú skrýtna skepna, fer á flug og minningarnar hlaðast upp. Við munum litla stelpuskottið sem var svo spurult; sem þurfti að láta lesa fyrir sig og segja sér sögur. Sama hvað á gekk hafðir þú alltaf samúð með þeim sem voru minni máttar. Þú varst alltaf tilbúin að gefa af þér, jafnvel þótt þú ættir ekki stóra inneign sjálf. Lífið var ekki alltaf létt. Bar- áttan við svarta hundinn tók sinn toll, stóri steinninn lokaði stundum leið. Fullkomnunaráráttan var svo sterk hjá þér að stundum varð hún þér fjötur um fót. Með bros- inu alltumlykjandi heillaðir þú fólk og faldir sársaukann sem innra með þér bjó. Þótt gráti skugga ský mun hugsun heit og hlý að ending valda því hér sólin skíni á ný. (HS) Amma og afi, Heba Ásgrímsdóttir og Hallgrímur Skaptason. Þriðji mars 1988: Nýfædd frænka. Mjallhvít, himnesk slæða lögð yfir Akureyri. Sól og logn. Melasíða, Reynivellir. Pabbi og mamma, afi og amma. Fal- legt, einlægt bros. Prakkara- strik, hugmyndaauðgi. Forvitin eða fróðleiksfús? Norðurgata. Stóra systir. Stærri systir. Stærsta systir. Oddeyrarskóli. Sérkennileg? Altjent öðru vísi; fyrir utan rammann. Aldrei hefðbundin. Einelti. Erfið spor. Ó-perurnar Antje, Susan, Stefanie og Stefanie og Inga. Umhyggja. Litskrúðugir höfuð- klútar og síð, marglita pils. Bárulegar töskur. Siggi. Meira bros. Hlátur. Slær sér á lær. Kaffi Karólína. Svíþjóð. Lund- ur, Almgården. Dreddar. Café Ariman. Peps Persson. Skær- bleikt hár og grænt. Hróars- kelda. Spilakvöld í Borgarhlíð eða Reynivöllum. Út að reykja. Kaffi. Hlíðarfjall, snjóbretti. Pétur. Listræna taugin, við- kvæma. Verkmenntaskólinn. Myrkrið. Innri barátta, sigur, tap, sigur. Myrkur. Fall. Sigur. Bláa kannan. Græni hatturinn, Hjálmar, Eivör. SÁÁ. Oddeyrargata, Ham- arstígur, Eyrarlandsvegur. Draumur um íslenskan búning og stúdentshúfu yfir dreddana. Það styttist í lokaprófið. Fyrsti ágúst, aðeins rúmum tuttugu og sex árum frá gleði- deginum mikla: Enn er sólskin og logn en biksvört sorgarský leggjast engu að síður yfir bæinn fallega við fjörðinn. Bára frænka mín tók verstu ákvörðun lífsins og gekk til liðs við dauðann. Andleg veikindi frænku þurfa ekki, og eiga ekki, að vera feimnismál, frekar en mín eigin eða annarra. Þau mega ekki þykja ómerkilegri en önnur. Hvað þá fíknin. Sá sem glímir við alvarlegan, sjáanlegan sjúk- dóm er einatt umvafinn ást og hlýju, eins og vera ber, en skammarlega algengt er að baki sé snúið við hinum. Sú var bless- unarlega aldrei raunin í fjöl- skyldunni eða meðal vinanna. Stundum leið Báru betur en okkur. Stundum mun verr en nokkur gat gert sér grein fyrir. Þegar á móti blés þáði hún yf- irleitt hjálp, en það reyndist ekki nóg. Getur sjálfsvíg ungrar, list- rænnar, yndislegrar konu orðið til þess að fleiri augu opnast? Vonandi. Skilaboð ykkar, sem þetta lesið, til barna dagsins eru: Það er leyfilegt að vera öðruvísi en múgurinn. Fagnið fjölbreyti- leikanum. Dáist að þeim sem vilja klæðast óvenjulega, hugsa og tala öðruvísi en þykir hefð- bundið. Ef þið vitið af vanlíðan hlúið að þeim sem þjáist, þótt veik- indin sjáist ekki utan á honum. Bless, frænka. Skapti Hallgrímsson. Elsku hjartahlýja systurdótt- ir mín er farin frá okkur allt of fljótt og skilur eftir stórt skarð í frændsystkinahópnum. Hún var einstök, hæfileikarík, skemmti- leg ung kona með skoðanir á flestu sem máli skiptir og mátti ekkert aumt sjá. Fallega brosið hennar og stóra faðmlagið tók alltaf á móti mér þegar við hitt- umst og mun lifa í huga mínum alla tíð. Takk fyrir að hafa verið til, elsku Bára, ég mun alltaf sakna þín, þú gafst svo mikið af þér og skilur eftir stórt skarð hjá svo mörgum. Kæra fjölskylda og vinir, við yljum okkur við fallegar minn- ingar um yndislegu Báru okkar. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (Jón Ásgeirsson.) Hvíldu í friði, elsku frænka, Sólveig Hallgrímsdóttir. Bára Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.