Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 23
Kjartan var í danshljómsveitum á árum áður og lék tónlist í leikhúsi fyr- ir erlenda ferðamenn. Hann gaf út hljómplötur og skrifaði og gaf út kennslubækur í gítarleik. Kjartan var um skeið virkur í stjórnmálum, var varaþingmaður og sat á þingi í nokkra daga á vormán- uðum 2008. Þá sat hann í nokkrum nefndum Reykjavíkurborgar um árabil. Áhugamál Kjartans og Svanhvítar snúast um þessar mundur um sumar- húsið sem þau eru að koma sér upp í Grímsnesinu: „Ég held að það sé svo- lítill Bjartur í Sumarhúsum í flestum Íslendingum og þar erum við engin undantekning. Ég er líka mikill Breiðfirðingur í mér og sæki þar stíft í eyjarnar. Þangað á ég ættir að rekja og þar var ég í sveit hjá afa og ömmu. Þar hugar stórfjölskyldan að hlunnindum og ég hef aflað mér skipstjórnarréttinda til að geta sinnt þeim fjölmörgu störfum sem eyjalífið hefur upp á að bjóða. Loks er ég félagi í rótarýklúbbi Reykjavíkur í Grafarvogi, en á sínum tíma tók ég virkan þátt í starfi Lions- klúbbsins í Búðardal.“ Fjölskylda Eiginkona Kjartans er Svanhvít Sigurðardóttir, f. 26.7. 1957, tónlist- arskólastjóri. Foreldrar hennar: Sig- urður Guðmundsson, f. 10.7. 1928, d. 28.7. 2004, símstöðvarstjóri á Bíldu- dal og bóndi í Otradal, og Ingrid Mar- ie Kirstine Guðmundsson, f. Christe- sen í Danmörku 21.11. 1930, hatta- hönnuður og póstafgreiðslumaður á Bíldudal, nú búsett í Reykjavík. Börn Kjartans og Svanhvítar eru Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, f. 29.10. 1980, BS í sjúkraþjálfun og sjúkraþjálfari við Landspítalann í Fossvogi, Reykjavík, en maður henn- ar er Viðar Guðmundsson, BA í sál- fræði, kennari og starfsmaður TM en börn þeirra eru Sandra Irena Viðars- dóttir, f. 4.2. 2008, og Sigurberg Ein- ar Viðarsson, f. 2.4. 2011; Ingrid Örk Kjartansdóttir, f. 7.4. 1984, BA í tón- listarfræðum og tónlistarkennari í Reykjavík en maður hennar er Leif- ur Gunnarsson Myschi, B.MUS. í djasstónlist og kontrabassaleikari og er sonur þeirra Bergsteinn Þór Leifsson, f. 18.4. 2012; Eggert Thor- berg Kjartansson, f. 20.1. 1990, verkamaður og nemi í Reykjavík. Systkini Kjartans eru Eggert Eggertsson, f. 9.7. 1956, lyfjafræð- ingur og gæðastjóri hjá AGA, búsett- ur á Seltjarnarnesi; Gísli Karel Egg- ertsson, f. 2.5. 1961, viðskiptastjóri hjá prentsmiðjunni Odda í Reykja- vík; Snorri Pétur Eggertsson, f. 19.5. 1973, verkefnastjóri hjá WOW air í Reykjavík; Lilja Eggertsdóttir, f. 15.11. 1977, tónlistarmaður í Mos- fellsbæ. Foreldrar Kjartans eru Eggert Thorberg Kjartansson, f. 20.12. 1931, múrari og ættfræðingur, og Hólm- fríður Gísladóttir, f. 6.9. 1935, hús- freyja og ættgreinir. Þau búa í Reykjavík. Úr frændgarði Kjartans Eggertssonar Kjartan Eggertsson Eggert Thorberg Gíslason b. í Fremri-Langey Þuríður Jónsdóttir húsfreyja Fremri-Langey, Breiðafirði Kjartan Eggertsson b. og kennari í Fremri-Langey Júlíana Silfá Einarsdóttir húsfr. Fremri-Langey Eggert Thorberg Kjartansson múrari og ættfr. í Rvík Einar Jónsson b. í Bíldsey Guðrún Helgadóttir vinnuk. í Bíldsey Vilborg Gísladóttir húsfr. í Rvík Svafa Kjartansdóttir húsfr. í Rvík Grétar Reynisson myndlistarm. í Rvík Lára Gunnarsdóttir húsfreyja í Rvík. Björn Ágústsson úrsm. og framkv.stj. Meba í Rvík Kjartan Kópsson bifvélav. í Rvík Unnur Baldursdóttir grunnskólakennari í Eyjum Selma Kjartansdóttir b. á Ormsstöðum í Dölum Gunnar Kjartansson járnsm. í Rvík Unnur Kjartansdóttir húsfr. í Rvík Kópur Z. Kjartansson bifreiðastj. í Rvík Elsa Kjartansdóttir húsfr. á Hnúki í Dölum Kristín Gunnarsdóttir ljósm. og hjúkrunarfr. á Selfossi Halldór Páll Halldórsson skólameistari ML Jóhanna Haraldsdóttir handavinnukennari í Rvík Ragnheiður Elísdóttir barnalæknir í Rvík Pálína Gísladóttir húsfr. og kaupmaður í Grundarfirði Elís Gíslason skipstj. í Grundarfirði Elís Gíslason útvegsb. í Oddsbúð og á Vatnabúðum Vilborg Jónsdóttir húsfr. í Oddsbúð og á Vatnabúðum í Eyrarsveit Gísli Karel Elísson b. á Grund í Eyrarsveit Jóhanna Hallgerður Jónsdóttir húsfr. á Grund í Eyrarsveit Hólmfríður Gísladóttir húsfr. og ættgreinir í Rvík Jón Jóhann Kristjánsson b. í Vindási í Eyrarsveit Jónína Guðrún Jónsdóttir frá Kothrauni í Helgafellssv. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Jónas Þ. Jónassen landlæknirfæddist í Reykjavík 18.8. 1840,sonur Þórðar Jónassen, há- yfirdómara, stiftamtmanns og alþm, og k.h., Dorotheu Sophiu Lynge. Kona Jónasar var Þórunn Péturs- dóttir Havstein og áttu þau eina dóttur. Þórunn var dóttir Péturs Havsteen, amtmanns og alþm. á Möðruvöllum og því hálfsystir, sam- feðra, Hannesar, skálds og ráðherra. Voru þau Jónas Hannesi mjög innan handar á skólaárum hans í Reykja- vík. Þau bjuggu í Jónassenshúsi, sem enn stendur sem Lækjargata 8, og sem Jónas lét reisa árið 1870. Jónas lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1860, prófi í lækn- isfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1866 og fór síðan nokkrum sinnum þangað í framhaldsnám og varði doktorsritgerð um sullaveiki á Íslandi 1882. Jónas var staðgengill Jóns Hjalta- lín landlæknis 1867, var settur að- stoðarmaður hans við læknakennslu árí síðar og um leið sýslulæknir í Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Þá var hann læknir við sjúkrahúsið í Reykjavík og héraðslæknir í Reykjavíkurhéraði 1873-95. Þegar Jón Hjaltalín hætti fyrir aldurs sakir 1881 áttu flestir von á að Jónas yrði næsti landlæknir enda góður og vinsæll læknir og vel menntaður. En þá var Daninn Schierbeck skipaður í embættið eftir að hafa staðist íslenskupróf. Jónas var kennari við Læknaskól- ann frá stofnun, 1876, og forstöðu- maður hans eftir að hann varð land- læknir 1895. Hann lét af embætti landlæknis 1906. Jónas var alþm. Reykvíkinga 1886-92 og var konungkjörinn þing- maður 1899-1905. Auk þess hafði faðir hans verið alþm., Eggert, bróð- ir hans, tengdafaðir hans, Hannes ráðherra, mágur hans, og tveir svil- ar hans. Hann átti jafnframt sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur 1888-1900. Jónas vildi efla almennings- fræðslu um heilsuvernd og hollustu og samdi m.a.Lækningabók fyrir al- þýðu, 1884. Jónas lést 22.11. 1910. Merkir Íslendingar Jónas Þ. Jónassen 75 ára Árni Vestergaard Guðmundur Guðlaugsson Gunnar Klingbeil Heiðar S. Valdimarsson Karl Bergsson Ragnar Hólm Bjarnason Svana Jónsdóttir Valborg Guðmundsdóttir 70 ára Benjamín G. Magnússon Bjarni Debess Hammer Brynja Jónsdóttir Guðrún Herbertsdóttir Ingileif Daníelsdóttir Kári Steindórsson Sigurjón Gunnlaugsson Þórir Konráð Guðmundsson 60 ára Guðbjörg Ása Andersen Guðný Ágústa Steinsdóttir Guðrún Þorbjörnsdóttir Jóhann Guðbjörn Guðjónsson Jón Stefán Kjartansson Kristbjörg G. Steingrímsdóttir Ólafur Ágúst Baldursson Sigfús Birgir Haraldsson 50 ára Anna Kristín Birgisdóttir Guðmundur Karl Jónsson Helgi Helgason Hildigunnur Jónsdóttir Jón Heiðar Daðason Júlíus Geir Geirsson Kristín Sólveig Eiríksdóttir Sveinn Ásgeirsson Víðir Stefánsson Þórdís Anna Njálsdóttir 40 ára Aleksandra Babik-Andonova Björn Ingi Björnsson Gestur Baldursson Gunnar Þór Ásgeirsson Joanna Szerszen Jóhannes Helgi Hjörleifsson Marek Dzierzanowski Rachael Wanjiku Gichuru Reynir Baldursson Sabit Crnac Þórður Ágúst Hlynsson 30 ára Guðrún María Ævarsdóttir Inga Rut Pétursdóttir Kristinn Már Ólafsson Magdalena Maria Poslednik Milosz Julian Wojtania Nhung Thi Nguyen Til hamingju með daginn 30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, er rekstrar- og rafiðnfræðingur frá HR og er nú rafvirki í Noregi. Maki: Erna Rósa Eyþórs- dóttir, f. 1986, nemi. Foreldrar: Róbert Gräns, f. 1947, landvörður í Galtalækjarskógi, og Jó- hanna Ingimundardóttir, f. 1953, verslunarmaður. Ólafur sendir bestu kveðj- ur til vina og vandamanna heima á Íslandi á afmæl- isdaginn. Ólafur Gränz 40 ára María ólst upp á Selfossi, býr þar og er grunnskólakennari. Maki: Ingvar Björnsson, f. 1972, verkstjóri. Börn: Björn Leví, f. 2002; Daníel Örn, f. 2003; Vikt- or Ingi, f. 2008, og Ásta Sóley, f. 2010. Foreldrar: Páll Sigur- þórsson, f. 1938, hús- gagnasmiður, og Guðný Halldórsdóttir, f. 1944, hjúkrunarfræðingur. Þau búa á Selfossi. María Pálsdóttir 40 ára Selma lauk próf- um í uppeldis- og sál- fræðiráðgjöf við Háskól- ann í Árósum og starfar hjá sveitarf. Skagafirði. Maki: Róbert Óttarsson, f. 1972, bakarameistari. Börn: Linda Þórdís, f. 1998; Reynir Bjarkan, f. 2004; Rebekka Helena, f. 2006, og Emilía Ragn- heiður, f. 2010. Foreldrar: Reynir Barð- dal, f. 1949, og Helena J. Svavarsdóttir, f. 1947. Selma Barðdal Reynisdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | act@actehf.is RakvélRakvél Lithium rafhlaða Skeggsnyrtir Lithium rafhlaða Alhliða snyrtitæki Lithium rafhlaða Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum á Íslandi Ci96S1 – Silk alhliða hár-mótunartæki 25mm klofin töng sem býr til margar tegundir af hárgreiðsl- um, meðalstórar krullur, lausar krullur, bylgjur, mjúka liði. Digital skjár 120-230˚C, hitnar upp á 30 sek., læsing á hitastillir, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur s traumur 120-240V Hárklippa S9600-Remington SILK sléttujárn Digital LCD skjár sem sýnir hitan 150-240˚C Hitnar á 10 sek. Hægt að læsa hitastilli, digital skjár sem sýnir hitastig, alþjóðlegur straumur 120-240V AC 9096 – Remington Silk hárblásari Kraftmikill 2400W hárblásari, AC mo- tor, blæs 140 km/h, kaldur blástur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.