Morgunblaðið - 18.08.2014, Page 27

Morgunblaðið - 18.08.2014, Page 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 20. ágúst ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Erlendsson, langalangafi minn, kom þangað 1875 bjuggu þar fjögur þús- und manns, en um aldamótin voru íbúarnir orðnir nokkur hundruð þús- und. Staðreyndin er sú að þetta sam- félag óx mjög hratt.“ Þegar Íslendingarnir komu voru þeir ekki í fylkinu Manitoba. Þeir voru í grannhéraði, sem var hluti Keewatin þar sem einnig var land- svæði frumbyggja. „Íslendingarnir höfðu sérstakan erindreka eða fulltrúa rétt eins og frumbyggjarnir,“ segir hann. „Þetta var á mikilvægum tímapunkti í kan- adískri sögu.“ Framúrstefnuleg stjórnarskrá Glenn lýsir því í bókinni hvernig þessir fyrstu Íslendingar gerðu sér sína eigin stjórnarskrá. „Ég gleymi því aldrei þegar ég sá þessa stjórnarskrá fyrst,“ segir hann. „Ég var að vinna að hundruðustu Ís- lendingahátíðinni 1989 og bað ungan sagnfræðing í framhaldsnámi, Jónas Þór, að finna þessa stjórnarskrá fyrir mig því að mig langaði til að sjá hana og jafnvel nota hana til að búa til ein- hvers konar minnisvarða. Ég fékk hana í hendur á skrifstofunni minni rétt áður en ég átti að fara til Toronto til að stýra stórri ráðstefnu og var furðu lostinn þegar ég sá hvað þetta skjal var margslungið. Það átti sér- staklega við um réttarkerfið þar sem gert var ráð fyrir miðlun mála og áfrýjun til gerðardóms. Þetta var flókið og framúrstefnulegt skjal. Ég sýndi það á ráðstefnunni og þeir héldu að það væri nútímatilbúningur minn. Þegar ég sagði þeim að þetta væri sköpunarverk nokkurra ein- þykkra Íslendinga, sem sátu við strönd Winnipeg-vatns fyrir rúmri öld voru menn gáttaðir.“ Ekkert vald án umboðs Glenn tengir þetta skjal beint við störf sín við að leysa deilur. „Ég fór að velta fyrir mér úr hverju þessi hugsun væri sprottin og hvernig hún hefði komið fram,“ segir hann. „Þeg- ar ég horfi á þetta frá mínum sjón- arhóli snýst þessi stjórnarskrá um að hafa alla með, að allir hafi sína rödd. Settar voru á fót sérstakar undir- nefndir sem unnu að þessu skjali, margir komu að því. Á einum stað er vísað til þess að öllum völdum þurfi að fylgja umboð frá öllum, sem hlut eiga að máli. Ég fór að horfa aftur á það sem bjó undir íslensku hugarfari í sögunni allt aftur til Landnámu og svo skoðaði ég hina stórgóðu bók Atl- antic eftir Simon Winchester. Síðan fór ég að skoða samtímasöguna og umræðuna um að gera nýja stjórn- arskrá á Íslandi. Það er mjög fróðlegt að fyrir hendi skyldi vera sá djúpi skilningur að ekki væri nóg að festa einhver orð á blað, heldur þyrfti að vera hugsun á bak við hvernig það væri gert. Til þess að orð hafi gildi þurfa þau að fá samþykki allra – þessi orð lýsa mjög mikilli framsýni.“ Ófullnægjandi svör laganna Annars staðar í bókinni fjallar Glenn um lausn á deilum og segir að hann hafi misst trúna á lögin. „Reyndin er sú að hvort sem mað- ur er lögfræðingur eða verkfræð- ingur, skósmiður eða kertagerð- armaður, á endanum horfir maður á heiminn frá ákveðnum sjónarhóli. Sjónarhóll laganna snýst um réttindi og vald, ekki grundvallargildi. Þetta snýst um það hvernig réttindum er breytt í niðurstöður og koma á raun- verulegum framförum. Ég vinn við að breyta réttindum í niðurstöður. Í breskum rétti er hægt að gera þrennt, lýsa hlutum yfir, stöðva hluti og gefa og taka peninga. En ég get ekki farið inn í Norður-Kanada til að vinna með frumbyggjunum við Nel- son-fljót, einu ána sem rennur úr þessu mikla vatni, sem ég horfi nú á, og sagt við þá að ég hafi fengið fullt af peningum til að bæta þeim upp tjónið út af stífluframkvæmdum, en því mið- ur geti ég ekkert hjálpað til koma í veg fyrir að þeir missi veiðarnar sem eru lífsviðurværi þeirra. Þetta fólk býr þarna og ég þarf aðlögunarhæf- ari verkfæri til að vinna í þeirra þágu. Ég efast sem sagt um að lögin veiti fullnægjandi svör.“ Glenn talar einnig um það hvað geri góðan leiðtoga og segir að góður leiðtogi sé sá sem ávinnur sér virð- ingu með því að sýna öðrum virðingu. „Þetta hljómar heimspekilega en er í raun mjög praktískt,“ segir hann. „Eins og Stevie frændi minn sagði: Ef þú vilt vera leiðtogi í fiskverk- uninni vertu þá viss um að þú leggir harðar að þér í vinnunni en allir hinir og þá munu þeir allir leggja jafn hart að sér og þú. Ef fólki finnst það eiga hlutdeild í einhverju er það líklegra til að gera hlutina.“ Spor minninganna Í bókinni skrifar Glenn um margar litríkar persónur. Oft veldur Bakkus þeim vandræðum, en allar eiga þær sínar góðu hliðar og blómstra í sam- félaginu við vatnið. Lýsingarnar á þeim eru opinskáar en hlýjar. „Ég átti auðvelt með að skrifa um þetta fólk, ég skrifaði einfaldlega út frá tilfinningum mínum til þess,“ seg- ir hann. „Þarna fjalla ég um marga af vinum mínum af öllum stigum sam- félagsins og þeir hafa allir haft áhrif á mig og mótað mig. Maður á milljónir samtala á ævinni, en sum þeirra fest- ast í minni manns af einhverri und- irliggjandi ástæðu. Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna þessi samtöl og myndir skilja eftir sig svo voldug spor í huganum að maður man þau löngu síðar. Síðan komst ég að því að minn- ingin skýrist þegar maður fer að róta í henni.“ Fjölskyldufyrirtæki Fjölskylda Glenn Sigurdson stundaði útgerð á Winnipeg-vatni kynslóð fram af kynslóð undir merkjum Sigurdson Fisheries. Bókarhöfundur segir að vinna þurfi í sátt við umhverfið til að búa til efnahagslíf. Skipskaði Báturinn JR Spear var í eigu Sigurdson-fjölskyldunnar 1933 til 1968. Þá um vorið sökk báturinn, en öllum 22 manns um borð var bjargað. www.vikingsonaprairieocean.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.