Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 62
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heimsfaraldur inflúensu ogebóluveiru var ræddur áfundi stjórnar Slökkvi-liðs höfuðborgarsvæð- isins síðastliðinn föstudag. Í stjórn- inni eru bæjarstjórar allra sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu og er hún jafnframt framkvæmdaráð almannavarna- nefndar höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var á fundinum að öll sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu upp- færðu kafla um stjórnkerfi við neyð- araðstæður í viðbragsðáætlun um heimsfaraldur inflúensu og að stjórnskipulagið yrði æft í janúar 2015. Kerfið styttir boðleiðir Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að hvert einasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sé með áætlun um viðbrögð vegna inflúensufarald- urs. Með því að uppfæra hana sé verið að athuga hvort t.d. starfs- heitin í áætluninni séu ekki örugg- lega í takt við þau starfsheiti sem nú eru. Flest sveitarfélög gerðu við- bragðsáætlunin 2009 þegar greind- ist nýtt afbrigði inflúensu í heim- inum en síðan þá hafa orðið einhverjar skipulagsbreytingar í flestum sveitarfélögum. „Þetta er viðbragðsáætlun sem sveitarfélögin gerðu vegna heimsfaraldurs í innflú- ensu. Því verkefni, ef við horfum á landsvísu, var stýrt af sóttvarna- lækni og síðan átti hvert einasta sveitarfélag fyrir sig að gera áætlun samkvæmt ákveðinni fyrirmynd sem kom frá sóttvarnalækni og al- mannavarnardeild ríkislögreglu- stjóra,“ segir Jón Viðar. „Í heimsfaraldri er gert ráð fyr- ir að einhverjar þúsundir veikist hér á landi. Þá verða sveitarfélögin að vera búin að koma sér upp stjórn- kerfi sem styttir boðleiðir og að þær leiðir séu mjög vel smurðar og allar ákvarðanir gangi greiðlega fyrir sig. Þarna erum við að tala um starfsemi sem sveitarfélögin verða algjörlega að passa að leggist ekki af út af veik- indum starfsmanna.“ Ekki búist við faraldri Jón Viðar segir að það sé ekki búist við heimsfaraldri ebólu hingað til lands en uppfærsla á viðbragðs- áætlunum sé nauðsynleg reglulega. „Það eru nýbúnar að vera kosningar og í kjölfarið á þeim er nauðsynlegt að uppfæra þessa hluta og koma nýj- um aðilum inn í þau hlutverk sem fylgja því að taka við ákveðnum stól- um.“ Spurður hvort við séum vel undir það búin ef inflúensufaraldur kæmi hér upp svara Jón Viðar ját- andi. „Við erum ágætlega undir það búin að glíma við það sem gæti dunið yfir hér á svæðinu. Við höfum látið reyna á þessa áætlun í nokkur skipti. Það sem er gott við svona áætlun er að hún gildir fyrir margt annað en heimsfaraldur. Við nýttum okkur þennan grunn þegar Eyja- fjallajökull gaus, þegar því var spáð að það myndi fara öskumistur yfir höfuðborgarsvæðið. Við höfum líka nýtt okkur þennan grunn í óveðrum sem hafa komið upp á höfuðborg- arsvæðinu.“ Sveitarfélögin stefna að því að halda æfingu á áætl- uninni í janúar og telur Jón Viðar að um svokallaða skrifborðsæfingu verði að ræða. „Þá fá sveitarstjórn- irnar verkefni til að leysa og með því er látið reyna á þetta nýja stjórnkerfi sem yrði notað við þessar að- stæður.“ Uppfæra viðbrögð við heimsfaraldri Morgunblaðið/Ómar Borgin Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru með samhæfða við- bragðsáætlun ef til heimsfaraldurs inflúensu kæmi hér á landi. 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríkja-mennhafa frá lokum síðari heimsstyrjaldar axlað þá ábyrgð að vera lykilríki þeirrar heimsmyndar sem styrj- öldin skóp, og í raun tekið á sig, líkt og Atlas forðum, að bera heiminn á herðum sér. Segja má að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi staðið sig vel í því að við- halda friðsæld og öryggi í okkar heimshluta, sér- staklega í ljósi þess að Sovétríkin og leppríki þeirra stefndu leynt og ljóst að því að kollvarpa hinu ríkjandi fyrirkomulagi og vinna helstefnu sinni brautargengi. Það voru að mörgu leyti erfiðir tímar en að kalda stríðinu loknu stóðu Banda- ríkjamenn uppi sem eina risaveldi heimsins. Með slíku ofurvaldi fylgdi mikil ábyrgð, og í kjölfar hryðju- verkanna í New York og Washington tóku Banda- ríkjamenn hana enn frekar á sig. Erfiður stríðsrekstur í Írak og Afganistan tók sinn toll og nú er svo komið að Bandaríkjamenn horfa löngunaraugum til þess tíma þegar öryggi heims- byggðarinnar hvíldi á ann- arra herðum. Það er engu líkara en að núverandi forysta Banda- ríkjanna hafi kiknað í hnjánum undan þeim þunga sem á risaveldinu hvílir. Því miður eru afleiðingarnar þær að alls kyns misindis- menn gripu tækifærið, vit- andi það að Bandaríkin myndu alltaf hugsa sig tvisvar um áður en landið gripi aftur til vopna. Hót- anir Bandaríkjastjórnar um alvarlegar afleiðingar og inngrip í hættuástandið sem skapaðist í Sýrlandi reyndust orðin tóm og opn- uðu leiðina fyrir hið mikla skelfingarástand sem ríkir þar nú, og sem hefur smitað út frá sér til Íraks. Hin gömlu stórveldi Evr- ópu, sem áður öxluðu þá ábyrgð sem Bandaríkin eiga að bera nú, hafa jafnt og þétt reynt að fylla í tómarúmið sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig, en með misjöfnum árangri. Allt stefnir til að mynda í það að inngrip Atlantshafsbanda- lagins í Líbíu leiði til þess að ríkið leysist upp í frumeindir sínar, og Evrópuveldin gömlu reyndust alveg jafn ófær og Obama til þess að grípa inn í sýrlenska borgara- stríðið, enda hafa þau hvorki bolmagn né vilja til þess að fara út í meiriháttar átök sjálf. Og raunar virðast þau einnig glíma við ákveðið innanmein, þar sem sam- kvæmt nýlegri skoðana- könnun sem gerð var í nokkrum helstu Evrópu- ríkjunum hefur einn af hverjum sex Frökkum sam- úð með málstað Íslamska ríkisins svokallaða, þrátt fyrir þau hörmulegu voða- verk sem þau samtök bera ábyrgð á. Þar skipti mestu máli það að nærri því þriðj- ungur Frakka á aldrinum 18-24 ára tók svari hryðju- verkamannanna. Reyndist þetta hlutfall mun lægra í öðrum Evrópuríkjum, en þó mátti greina það úr niður- stöðum könnunarinnar að 7% Breta og rúm 3% Þjóð- verja litu til Íslamska rík- isins með velþóknun. Nú er þetta einungis ein skoðanakönnun og eflaust þyrfti fleiri til þess að stað- festa þessar niðurstöður. Engu að síður eru þessar niðurstöður vísbending um að eitthvað hafi farið úr- skeiðis, þegar stór hluti ungs fólks í lykilríkjum Evrópu segist hafa samúð með hópi ótíndra morð- ingja, og þeir allra verstu láta jafnvel hafa sig út í að ganga til liðs við slík sam- tök. Umburðarlyndi er ein helsta dyggð okkar á Vesturlöndum og er eitt af því sem hefur stuðlað að velgengni vestræns sam- félags. Það hljóta þó að vera takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í að umbera hið al- gjöra umburðarleysi fyrir þeim grunngildum frjáls- lyndis og jafnréttis sem þeir sem fylgja Íslamska ríkinu að málum sýna. Vesturlönd, og Bandaríkja- menn sérstaklega, þurfa jafnframt að íhuga vel hvernig þau geti slökkt þá elda sem kviknað hafa undanfarin misseri og kom- ið í veg fyrir frekari upp- lausn. Umburðarlyndi gagnvart umburðar- leysi getur gengið út í öfgar} Atlas kiknar É g er fíkill. Körfuboltafíkill. Körfu- bolti er göfugastur allra íþrótta. Körfubolti býður upp á allt; hraða, spennu, kraft, lipurð, tign- arleik, gleði og grát. Ástæðan fyrir þessari fíkn er kannski sú að ég bjó í Bost- on þegar Larry Bird, Robert Parish og Kevin McHale léku enn fyrir Boston Celtics, en í raun er ekkert síðra að vera í Vesturbænum þar sem ótal kappar hafa glatt augað undanfarna ára- tugi – bæði í röðum KR og annarra félaga. Íslenskur körfubolti hefur kannski ekki allt- af verið hátt skrifaður en það hefur ekki verið maklegt. Hér er unnið gott starf í yngri flokk- um þannig að leikmenn búa bæði yfir tækni og leikskilningi. Þetta sést vel á því að á Norð- urlandamótum yngri flokka komast sérstaklega drengja- liðin á pall ár eftir ár og sýna að þau gefa liðum mun fjöl- mennari þjóða ekkert eftir. Gildir þá einu að mannskapurinn í íslensku liðunum er mun lágvaxnari en leikmenn þeirra erlendu. Íslensku liðin hafa vegið á móti því með snerpu og hraða, að ógleymdu sjálfstraustinu og metnaðinum. Körfubolti fer nefnilega eins og aðrar íþrótt- ir að miklu leyti fram í höfðinu á leikmanninum og án sjálfstrausts er erfitt að ná langt. Þetta starf í yngri flokkunum hefur skilað sér inn í félagsliðin, íslenskum atvinnumönnum í körfubolta hefur fjölgað jafnt og þétt og nú er það að skila sér í árangri ís- lenska landsliðsins, sem í grein á vefsíðunni Euroleague Adventurers var kallað „minnsta, svalasta lið Evrópu“ í fyrirsögn. Í greininni er vitnað í bakvörðinn Hörð Axel Vilhjálmsson, sem sagði að liðið vissi hvernig ætti að „breyta neikvæðum senti- metrafjölda í jákvæða orku“. Frammistaða íslenska landsliðsins undan- farna daga hefur verið frábær og framhald á starfi undanfarinna ára. Því hefur ítrekað tek- ist að velgja sterkum andstæðingum undir uggum þótt ekki hafi það haft erindi sem erfiði þar til nú. Auðvelt er að taka einstaka menn og lof- syngja en árangur veltur á heildinni og leik- mennirnir skilja það. Þeir spila ekki upp á eig- in tölfræði, heldur af óeigingirni, reyna að búa til færi fyrir samherjana eða taka af skarið sjálfir þegar ekkert annað býðst. Í raun eru allir burðarásar liðsins svipaðir á hæð og þannig geta þeir ruglað lið andstæðinganna í ríminu með því að draga háu mennina frá körfunni og riðla vörn þeirra. Íslenskur körfubolti hefur alltaf átt dyggan kjarna stuðningsmanna. Nú er körfuboltinn skyndilega kominn inn á ratsjá almennings. Hingað til hefur það ávallt virst fjarlæg draumsýn að íslenskt landslið næði að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramóti, en ekki lengur. Miðar á leik- inn í gærkvöldi seldust upp í fyrradag og sennilega hefði verið hægt að selja mun fleiri miða. Á Evrópumótinu verða flestir andstæðingar íslenska landsliðsins betri á pappírnum, en það er ekkert nýtt og ís- lenska liðið hefur sýnt að leikurinn fer – eins og einhver spekingurinn sagði – ekki fram á pappírnum. kbl@mbl.is Karl Blöndal Pistill Hin göfuga íþrótt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Í viðbragðsáætlun Kópavogs- bæjar gegn heimsfaraldri inflú- ensu segir að markmið áætl- unarinnar sé að tryggja skipulögð og samræmd við- brögð í inflúensufaraldri, að draga úr smithættu á starfs- stöðum Kópavogsbæjar, tryggja rekstur mikilvægrar þjónustu þrátt fyrir auknar fjarvistir í inflúensufaraldri og skilgreina þá neyðarþjónustu sem í öllum tilvikum verður að veita. Áætlunin, sem er síðan í október 2009, er unnin í sam- ræmi við stigskiptingu og tilmæli almannavarna. Við gerð hennar var m.a. stuðst við lög um al- mannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Áætlunina á að endurskoða á a.m.k. fimm ára fresti og yfirfara árlega. Skipulag og samræming KÓPAVOGSBÆR Jón Viðar Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.