Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is T ómas J. Gestsson hjá Heims- ferðum segir áherslurnar í ferðalögum á haustin í takt við þær breytingar sem verða á lífi landans á þessum árs- tíma. „Í lok sumars fækkar fjöl- skylduferðunum enda eru skólar að byrja. Sumarið er tími fjölskyldu- ferða á sólarstrendur á stöðum eins og Tenerife, Alicante og Costa del Sol en á haustin eru það aðallega pör, einstaklingar og minni hópar sem ferðast.“ Segir Tómas örfá sæti laus til Te- nerife í september og október. Um miðjan október byrjar flug til Kan- aríeyja og Alicante, en dregur úr ferðum til strandsvæða eins og Krít- ar og Bodrum í Tyrklandi þegar líð- ur á haustið. Frá árinu 2009 hefur salan hjá Heimsferðum aukist um u.þ.b. 20% á hverju ári og segir Tómas að fjöldi seldra ferða sé nú farinn að nálgast það sem var árið 2006. Auk- in eftirspurn þýðir að hægt er að bjóða upp á fleiri áfangastaði og í ár bætast t.d. við þrjár nýjar borgir í Evrópu til að heimsækja. Gestir inn og út Segir Tómas að áhugi erlendra gesta á Íslandi hjálpi líka til við að auka framboðið og í tilviki nýrra borga á borð við Valencia, Bratislava og Lissabon fljúga vélarnar aðra leiðina með íslenska farþega og hina með erlenda gesti til Íslands, á veg- um systurskrifstofu Heimsferða, Terra Nova. Þessar nýju borgir eru alls ekki af lakara taginu: „Lissabon er mjög áhugaverð borg og falleg og sam- kvæmt öllum könnunum líka ódýr áfangastaður. Er flogið þangað á þeim tíma árs þegar reikna má með mjög þægilegu hitastigi,“ útskýrir Tómas. „Flogið er til Valencia 9. október en borgin þykir ein sú feg- ursta á Spáni, þekkt fyrir mat- armenningu, vegleg listasöfn og ið- andi mannlíf.“ Farnar verða tvær ferðir til Brat- islava í haust, 11. september og 16. október. „Stundum köllum við höf- uðborg Slóvakíu „litlu Prag“, með sinn rómantíska gamla miðbæ og kastala. Örstutt er líka með lest yfir til Vínarborgar.“ Eyðimerkursjarmi Í seinni tíð virðast Íslendingar í auknum mæli hafa uppgötvað undur Marokkós. Þetta merkilega land á NV-horni Afríku er nú komið í ferðaframboð Heimsferða og flogið til strandborgarinnar Agadir 27. október. „Agadir varð fyrir valinu sem mjög góður áfangastaður fyrir sóldýrkendur en þaðan er líka stutt að fara með nýrri hraðbraut austur til Marrakesh, með sinn fræga út- ímarkað og notalegu kaffihús. Er einnig í boði sérferð um suðurhluta Marokkós þar sem dvalið er í litlum og heillandi bæjum og borgum á borð við Marrakesh og Agadir, ekið um stærstu pálmalundi Norður- Afríku, ilmandi ávaxtahéruð og hin hrikalegu Atlasfjöll, að sjálfsögðu einnig með úlfaldareið í Sahara og gist yfir nótt í berbatjaldi.“ Fleiri áfangastaðir með aukinni eftirspurn  Bratislava, Valencia og Lissabon bætast við úrvalið í haust  Aukinn áhugi útlendinga á að koma til Íslands auðveld- ar ferðaskrifstofum að bæta við flugleiðum  Einnig flogið á marokkósku borgina Agadir, steinsnar frá Marrakesh Morgunblaðið/Ómar Mannlíf Farþegar stíga út úr fagurgulum sporvagni í Lissabon. Portúgal er fallegur og skemmtilegur staður heim að sækja og einn ódýrasti áfangastaður Evrópu. Morgunblaðið/Golli Undur „Agadir varð fyrir valinu sem mjög góður áfangastaður fyrir sól- dýrkendur en þaðan er líka stutt að fara með nýrri hraðbraut austur til Marrakesh,“ segir Tómas hjá Heimsferðum um Marokkóferðina. Æ fleiri láta það eftir sér að fara í siglingu á skemmtiferðaskipi. Segir Tómas að Heimsferðir sendi árlega um 300 manns í sigl- ingar hér og þar um heiminn. Í vetur eru m.a. í boði ferðir um Karabíska hafið og frá Dubaí upp Persaflóann. „Þá erum við að selja í heimsreisu árið 2016 þar sem siglt er umhverfis jörð- ina á 109 dögum. Er farið frá Ítalíu til Sánar, suður til Brasilíu og áfram til Argentínu, Síle, Pó- lýnesíu og Nýja-Sjálands. Áfram heldur skipið með viðkomu á Indlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Egyptalandi, svo aðeins séu nefndir nokkrir staðir.“ Vaxandi vinsældir slíkra skemmtisiglinga segir Tómas að geti m.a. skrifast á að íslenskir ferðalangar hafa lært að slíkar ferðir eru ódýrari en fólk al- mennt heldur. Tekur hann sem dæmi ódýrustu siglinguna í vet- ur, sem varir í 10 nætur og kost- ar 319.900 kr. á gest með öllu inniföldu. Stóra heimsreisan, sem tekur ríflega þrjá mánuði, kostar 1.880 þús. kr. á mann eða ríflega 17.000 kr. á dag.“ Um borð í stóru skemmti- ferðaskipunum má segja að finna megi allt til alls. Er hægt að ganga að því vísu að skipin reki marga góða veitingastaði, lík- amsrækt og spa. „Um borð eru kvikmyndasalir og leikhús og á hverju kvöldi tónleika- og skemmtidagskrá með völdum listamönnum. Hægt er að slaka á á sólbekk, taka sprett í sundlaug- inni, dansa við lifandi tónlist á kvöldin eða freista gæfunnar í spilavíti. Sum skipanna eru nán- ast eins og fljótandi borgir með 3-4.000 manns um borð.“ Andinn um borð getur verið breytilegur eftir skipum. Sumar ferðirnar eru miklar galsa- og gleðiferðir og aðrar rólegar og rómantískar. „Ekki þarf að taka með smókingjakkann en iðulega er ætlast til snyrtilegs klæðnaðar í kvöldverðinum. Yfir daginn og í kynnisferðum í landi er að sjálf- sögðu hið besta mál að vera í stuttbuxum eða gallabuxum og bol.“ Sigla kringum jörðina á 109 dögum HAUSTferðir 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.