Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 íþróttamaður, hvort sem var í handbolta, golfi eða badminton. Hann var valinn til forystustarfa í badmintoníþróttinni hér á Ís- landi og átti góðan vinahóp innan þeirrar hreyfingar. Spilaði þar með hópi er nefnast Trukkarnir. Þeir reyndust Jóa ómetanlegir er hann veiktist. Traustir vinir þar á ferð. Ekki má gleyma að nefna Helga og Atla, syni Jóa og Unnar, sem erfðu áhuga foreldra sinna og eru margfaldir Íslands- meistarar í badminton. Jói var tónlistarmaður fram í fingurgóma. Gítar var hljóðfæri sem lék í höndum hans og enda- laus dægurlög og texta kunni hann. Hljómborð átti líka hug hans og var unun að hlusta á. Eitt af aðalsmerkjum Jóa var þegar hann söng með Andrésar andar-rödd sinni á góðum stund- um. Að umgangast Jóa var forrétt- indi. Gleði, greiðvikni, gott við- mót og hans þægilegu nærveru er ég þakklátur fyrir. Elsku Unnur, Helgi, Atli og ykkar fjölskyldur, við Magnea, Halli, Bryndís og Leó sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minning um góðan félaga og vin lifir. Pétur Arnarson. Vorið 1978 kynntist ég Jóa þegar við hófum flugnám hjá Flugskólanum Flugtaki. Við stóðum oft saman snemma morg- uns í biðröð fyrir utan skrifstof- una til þess að skrá okkur í flug- tíma viku síðar en á þessum árum voru margir í flugnámi. Námið gekk vel, við urðum kenn- arar hjá þessum sama flugskóla og fylgdumst síðan meira og minna að á ferlinum sem at- vinnuflugmenn. Jói og kona hans Unnur hafa reynst mér góðir vinir og í þeirra félagsskap hefur ávallt verið glatt á hjalla og mikið hlegið. Á sviði íþrótta áttum við Jói litla samleið, hann iðkaði badminton og golf af miklum áhuga en und- irritaður verður víst að teljast með íþróttafælni á háu stigi. Jói átti frumkvæði að stofnun golf- klúbbsins GG sem undirritaður var einn af stofnfélögum að og er ennþá að reyna að átta sig á fyrir hvað nafngiftin stendur. Jói var einlægur í áhuga sínum á íþrótt- um enda bera strákarnir hans því fagurt vitni, afreksmenn báð- ir tveir, þeir Helgi og Atli. Með árunum myndaðist vina- hópur í kringum flughátíðina í Múlakoti sem heldur enn saman. Veðrið í Múlakoti var ekki mjög fjölskylduvænt þar sem veður- guðirnir voru ekki sérstaklega örlátir á góða veðrið. Hópurinn ákvað því einn slæman veðurdag að nú væri komið nóg. Úr þessari upplausn varð til samheldinn hópur sem hefur farið í óvissu- ferð að vori og að Skógum að hausti. Á þeim stundum hélt Jói uppi fjörinu, bæði meðal barna og fullorðinna, ýmist á hljóm- borðinu og gítarnum eða með sinni Andrésar andar-rödd, stundum hvoru tveggja í senn. Jói komst þannig hjá elda- mennsku og uppvaski enda hafði enginn trú á því að hann hefði hæfileika á því sviði. Það sem mér þótti vænst um í fari Jóa var hversu góða nærveru hann hafði hvort sem það sneri að starfi eða leik. Við áttum sam- an á þriðja tug ára í starfi og enn lengri vináttu. Kæri vinur, nú er komið að leiðarlokum og vil ég gera þessi orð að mínum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. … Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valgarð Briem) Elsku Unnur, Helgi, Atli og ástvinir allir, við Kristín og börn sendum ykkur innilega samúðar- kveðju. Minning um góðan dreng lifir. Jón M. Sveinsson. Kveðja frá TBR Í dag kveðjum við góðan vin, heiðursfélaga og velunnara Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Jóhannes Helga- son. Hann sat í stjórn félagsins og var formaður þess árin 1999- 2012 þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Jóhannes var sæmdur heiðursmerkjum íþróttahreyfingarinnar fyrir störf sín, gullmerki TBR fékk hann árið 1998, gullmerki Íþróttabandalags Reykjavíkur 2009 og gullmerki ÍSÍ 2013. Jó- hannes hafði mikinn áhuga á badminton og spilaði með fé- lögum sínum í Trukkum um ára- bil. Hann var tíður gestur á mót- um félagsins og fylgdist vel með framgangi íþróttarinnar auk þess sem synir hans hafa verið í fremstu röð í badminton. Jó- hannesi þökkum við mikið og óeigingjarnt starf í þágu félags- ins. Fyrir hönd Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur sendi ég fjölskyldu Jóhannesar og ætt- ingjum hans innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur V. Adolfsson, formaður TBR. Hnigin er lilja á haustkvöldi, hún sem á vormorgni reis. Sterkir voru stofnar. Stilkur traustur. Sælir sumardagar við sólaryl. Frjóvgast fræ. Fögur lifa blóm þótt hnigi lilja á haustkvöldi (Magnús Guðbrandsson) Góður félagi minn og vinur hefur kvatt. Inntak ljóðsins hér að ofan, sem er eftir föðurafa minn, er við hæfi nú og huggun harmi gegn. Samskipti okkar Jóa voru aðallega innan veggja TBR þar sem við m.a. lékum badmin- ton um árabil í Trukkum. Jói og Unnur eiginkona hans eiga sam- an badmintonsnillingana Helga og Atla. Fyrir nokkrum árum felldu þau Halldóra Elín, frum- burður minn, og Atli hugi saman og eiga saman yndislega dóttur, hana Þóreyju litlu. Þannig tengdumst við Jói ennþá meiri tryggðaböndum. Jólahlaðborðin í TBR eru ógleymanleg þar sem Jói hélt uppi stuðinu með hljóm- borðsleik og gítarspili. Þar sung- um við m.a. saman „New York“ og „My way“ þótt allir aðrir væru hættir að syngja og flestir farnir heim. Gagnkvæm virðing og gagnkvæm væntumþykja okkar Jóanna var alla tíð fölskva- laus. Jói var hreinn og beinn, hress og skemmtilegur, en um- fram allt afskaplega góður mað- ur. Blessuð sé minning Jóhannes- ar Helgasonar. Jóhann Kjartansson. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Fyrir næstum 30 árum hittist hópur ungra flugmanna Flug- leiða og fjölskyldna þeirra fyrir tilviljun á flughátíð í Múlakoti um verslunarmannahelgi og varð ágætis vinskapur til þar. Sá vin- skapur hefur staðið og eflst öll þessi ár. Hópurinn hefur hist reglulega í gegnum árin ásamt börnum og síðar barnabörnum. Jói hélt manna best utan um þennan hóp ásamt Unni. Hann var gæfumaður í starfi og einka- lífi, fylginn sér og framtakssam- ur á sinn hægláta en glaðværa hátt. Hann naut stuðnings Unnar í öllu því sem honum datt í hug að gera. Hann náði alltaf góðum árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur og hafði einstakt lag á að hrífa aðra með sér, hvort sem var í fluginu, í starfinu fyrir TBR, tónlist eða golfi. Flestir flugmennirnir úr hópnum fylgdu honum meira að segja þegar hann stofnaði golfklúbbinn GG masters, þótt fæstir þeirra ættu nokkurt erindi til að stunda þessa íþrótt. Á árlegum samkom- um okkar að Skógum undir Eyjafjöllum dreif hann menn áfram í söng og íþróttaleikjum, enda voru tónlistin og íþróttir honum mikið hjartans mál. Hann hreif líka börnin og reyndar ekki síður fullorðna með því að herma eftir Andrési önd betur en Andr- és sjálfur hefði getað gert. Jói lifir áfram í bjartri minn- ingu okkar og barnanna okkar sem góður vinur og félagi. Við færum Unni, Helga og Atla og öðrum í fjölskyldu Jóa okkar innilegustu samúðarkveðjur. August og Jóna Ósk, Jón og Sigrún, Jón og Kristín, Ólafur og Bryndís, Pétur og Magnea, Rafn og Sigríður, Tómas og Sigurbjörg. Jói Helga, góður félagi og vin- ur, er fallinn frá langt um aldur fram. Ég kynntist Jóa fyrst í kringum 1980, fljótlega eftir að ég byrjaði að læra að fljúga. Sterkari vinskapur tókst síðan með okkur þegar við vorum báðir komnir í vinnu hjá Flugleiðum hf. Um árabil höfum við starfað saman við þjálfun flugmanna hjá Icelandair og öðrum félögum fjarri Íslandi. Jói var mikill og góður fagmaður í flugi. Það var gott að vera með Jóa og eiga hann sem félaga og vin, ekki síst þegar við vorum fjarri fjölskyld- um okkar. Það var ýmislegt sem við fundum okkur til dundurs í þessum vinnuferðum, íþrótta-, tónlistar- eða flugtengt, en allt þetta voru áhugamál Jóa. Hann hafði áhuga á mörgu öðru en fluginu þótt flugið tæki mikinn tíma bæði í starfi og leik. Hann spilaði mikið á hljóðfæri, lék bad- minton, spilaði golf og var með flugvél í smíðum. Því sem Jói hafði áhuga á sinnti hann af al- vöru og með miklum metnaði. Hann kom okkur, nokkrum fé- lögum, í kynni við golfíþróttina. Stofnaði golfklúbbinn GG, sem hann sagði að stæði fyrir Great Golfers eða Geggjaðir golfarar, allt eftir því við hvern hann tal- aði. Jói hélt uppi miklum aga í þessum klúbbi, mót einu sinni í mánuði yfir sumarmánuðina og allar afsakanir fyrir því að mæta ekki í mótið voru ekki teknar gildar. Jói var hrókur alls fagnaðar í útilegum og samkomum sem hann fór í, með gítarinn og/eða hljómborðið með í för. Við, ásamt fjölskyldum okkar, fórum saman í útilegur á hverju ári frá árinu 1991 vítt og breitt um landið. Þá var flughátíðin í Múlakoti ómiss- andi þáttur hjá okkur í nokkuð mörg ár og frá árinu 2001 fórum við á hverju hausti í fjölskyldu- ferð að Skógum. Jói hélt uppi stuðinu í þessum ferðum með því að spila á gítar eða hljómborð og syngja eitthvað af þeim 1000 lög- um sem hann sagðist kunna utan að. Hann hélt uppi fjörinu á sum- arhátíð flugklúbbsins Þyts en þar var engu líkara en heil hljómsveit væri að spila þegar hann fór á kostum á hljómborð- inu eða gítarnum. Jói var bóngóður þótt það kæmi honum stundum í vand- ræði. Þannig keyrði hann eitt sinn timbri heim fyrir mig í kerru sem við áttum saman, þar sem ég var erlendis við vinnu. Það tókst ekki betur til en svo að timbrið hrundi af kerrunni á Víf- ilsstaðavegi, Jói hló að þessu öllu og kláraði verkefnið og kom auð- vitað timbrinu heim. Þannig var Jói, verkefni sem hann tók að sér kláraði hann sama á hverju gekk. Elsku Unnur, Helgi og Atli, hugur okkar fjölskyldunnar á Móaflötinni er hjá ykkur og fjöl- skyldum ykkar á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning góðs drengs. Tómas Dagur, Sigurbjörg, Pálmar Helgi, Inga Valdís og Iris Arna. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Hún Unnur systir okkar var 14 ára og kom heim með kær- asta. Hann var 17 ára með sítt hár, spilaði í popphljómsveit og borðaði ekki fisk. Þannig hófust kynni okkar af Jóhannesi Helga- syni mági okkar og svila til nærri 40 ára. Jói var brosmildur og ein- staklega glaðlyndur. Hann var hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kom saman, ekki síst þegar hann brá sér í gervi Andrésar andar. Hann spilaði bæði á gítar og hljómborð. Ófáar stundir sat hann við píanóið í Álfheimum og síðar í Engjaseli hjá foreldrum okkar og tók slagara eftir Sant- ana, Elton John og fleiri. Hann spilaði í hljómsveitinni Þey með vinum sínum en hætti því þegar hann einsetti sér að verða flug- maður og gerði allt til að láta drauminn rætast. Hann hóf flug- nám hjá Flugtaki og hóf feril sinn með flugkennslu. Jói var 25 ára þegar hann var ráðinn til Flugleiða þar sem hann átti sitt ævistarf. Sama ár giftu Unnur og Jói sig og þau eignuðust tvo syni, þá Helga og Atla. Barnabörnin eru fjögur. Jói kynntist badmin- ton hjá Badmintonklúbbi Flug- leiða. Síðar gekk hann til liðs við félagsskapinn Trukkana innan TBR. Öll fjölskyldan tengdist starfsemi TBR, strákarnir sem iðkendur, Unnur sem starfsmað- ur og dómari og Jói sem formað- ur félagsins í 14 ár. Það var reið- arslag sem umturnaði lífi allrar fjölskyldunnar þegar Jói greind- ist með alzheimer-sjúkdóminn haustið 2009, einungis 51 árs gamall. Vinir þeirra í Trukkun- um hafa veitt þeim ómetanlega aðstoð og bæði þar og í fluginu áttu Unnur og Jói traustan og sterkan vinahóp. Unnur annaðist Jóa í veikindum hans af slíkri al- úð og dugnaði að ekki er hægt að ímynda sér það betra. Lengstan hluta ársins 2013 bjó pabbi okkar í Asparlundi hjá Unni og Jóa og áttu þeir fallegt og náið samband þar sem þeir studdu hvor annan í daglegum gönguferðum svo lengi sem heilsa beggja leyfði. Sam- band þeirra var einstakt og ómetanlegt fyrir þá báða og okk- ur öll. Við kveðjum Jóa með söknuði og sendum Unni systur okkar og mágkonu, Helga og Freyju, Atla og Halldóru og barnabörnum, foreldrum Jóa, systrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng lifir og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta sam- vista við hann á lífsleiðinni. Eggert Ólafur, Magnea og Þorsteinn, Áslaug og Gunnlaugur og fjölskyldur. Jóhannes Helgason En stangaleikurinn – hægur, hljóður – hve hann var inndæll og vær og góður. Hann var eins og koss á vör. Þessar ljóðlínur úr erfiljóði eftir Sigurð Jónsson frá Brún að Hesta-Bjarna látnum, sem var kunnur hestamaður í Skagafirði, minna mig alltaf á Þórð Valdi- marsson. Orsökin er sú að við Þórður vorum á hestaferðalagi ásamt fleirum. Í áningu fór ein- hver með framangreindar hend- ingar, þá fór Þórður með kvæðið allt án þess að reka í vörður. Einhvern tíma á gullaldarár- um okkar Þórðar vorum við á sveitaballi í Brautartungu í Lundarreykjadal. Við Þórður vorum saman við borð ásamt fleirum. Eitthvað var búið að bergja á veigum þeim sem liðka tungutak manna og fór þá ein- hver með síðustu ljóðlínur níunda erindis úr kvæðinu Áföngum eftir Jón Helgason: melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. Þá fór Þórður með alla vísuna. Ég er viss um að Þórður kunni allt kvæðið, enda mikil tilviljun ef svo hefði ekki verið. Einnig kunni Þórður mikið safn lausavísna, sem glatast hafa við fráfall hans, sérstaklega eftir föður hans Valdimar Davíðsson. Í nokkuð mörg ár eftir að Þórður flutti í Borgarnes voru hestar hans í sumarhögum hjá Þórður Valdimarsson ✝ Þórður Valdi-marsson fædd- ist 22. ágúst 1925. Hann lést 2. ágúst 2014. Útför Þórðar var gerð 13. ágúst 2014. okkur á Beigalda. Þá átti Þórður rauðblesóttan hest sem ekki var stór- brotinn eða háreist- ur gæðingur en samt góður reið- hestur sem öllum hentaði, kallaður Góði-Blesi. Þá var Guðmundur sonur okkar hjóna og frændi Þórðar átta ára, hann mátti nota Blesa hve- nær sem hann vildi. Eitt sinn hittist svo á þegar reka átti sauðfé til fjalls á Beigalda, að um þá sömu helgi voru kappreiðar Dalamanna á Nesodda. Þangað fór Þórður. Þá skildi hann Blesa eftir svo Guðmundur gæti riðið honum við fjallreksturinn, enda var Þórður velríðandi þrátt fyrir það. Oft var Guðmundur búinn að sækja hesta Þórðar þegar hann kom til útreiða, þá rétti hann Guðmundi alltaf aura í þakklæt- isskyni. Á þeim tíma þurfti ekki háar fjárhæðir til að gleðja aura- lítinn dreng. Þegar Guðmundur var orðinn fulltíða maður sýndi Þórður honum mikið vinarþel sem gleymist ekki, en sýndi að hann hafði miklar mætur á frænda sínum. Fyrir um það bil tveimur árum hringdi ég í Þórð til að kanna hvort ég færi rétt með vísu eftir föður hans. Þá var Þórður í sínu rétta formi eins og ég hafði þekkt hann áður. Ég er þakklátur fyrir þetta samtal sem minnti mig á það sem einu sinni var. Nú er logn og léttbær kyrrð líf að mestu blundar. Áfram okkar hrossahirð harða veginn skundar. (Valdimar Davíðsson) Góða ferð. Árni Guðmundsson frá Beigalda. Hún Gína okkar er látin og hennar er sárt saknað. Við kynntumst þessari fallegu og ljúfu konu fyrir rúmlega 40 árum þegar vinur okkar, Þorgeir, kynnti hana fyrir okkur eftir að hafa hitt hana á Akureyri þar sem þau voru bæði stödd á sama tíma á sama stað og ákváðu bæði á sömu stundu að ævinni vildu þau eyða saman og þau giftu sig eftir nokkurra vikna kynni. Og þau hafa svo sannarlega eytt ævinni saman, unnið saman, ferðast saman, verið óhrædd að prófa nýja búsetu og kynnast nýju fólki. Þau hafa verið eitt frá því þau kynntust og þar til dauð- inn aðskildi. Þegar maður hugsar um Gínu kemur upp í hugann hversu heil- steypt hún var, hugrökk og sterk kona. Gína varð ung móðir og fór snemma að vinna fyrir sér og sín- um. Hún sinnti sínum störfum af alúð og heiðarleika. Lengstan starfsaldur sinn vann hún hjá ÁTVR sem afgreiðslumaður og verslunarstjóri. Þær verslanir sem hún stjórnaði voru eftirsóttir vinnustaðir, hún var góður stjórnandi og bar hag starfsfólks- ins ávallt fyrir brjósti. Gína var kletturinn í sinni fjöl- Regína Guðrún Arngrímsdóttir ✝ Regína GuðrúnArngríms- dóttir fæddist 11. apríl 1955. Hún lést 1. ágúst 2014. Útför Regínu fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. skyldu, hún var mjög náin systkin- um sínum og börn- um sínum og barna- börnum var hún góð fyrirmynd og góður vinur. Hún var svo stolt af sínu fólki og mátti svo sannar- lega vera það, ynd- islegur og fallegur hópur sem hún skil- ur eftir sig. Gína fékk líka að kynnast sorg- inni á sinni lífsleið, fyrsta barn þeirra hjóna fæddist fyrir tímann og lést skömmu síðar og tvær eldri systur og yngri bróðir henn- ar eru látin eftir erfið veikindi. Þegar Gína veiktist sjálf fyrir tveimur árum og kom til okkar til þess að segja okkur frá því sagð- ist hún ekki kvíða því að deyja, hún hafði meiri áhyggjur af Þor- geiri sínum, hvernig hann myndi hafa það, þannig var hún alltaf að hugsa um aðra frekar en sig. Margar gleðistundir höfum við átt með þeim hjónum í gegnum árin í sumarbústöðum, á Hjalt- eyri og síðast en ekki síst í Vest- mannaeyjum þar sem þau hjónin bjuggu í nokkur ár og þar áttu þau líklega sitt blómatímabil, kynntust mörgu góðu fólki og margir vinir þeirra og ættingjar nutu einstakrar gestrisni þeirra og hlýju. Við kveðjum þig Gína og erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í rúmlega 40 ár og biðjum góðan guð að styrkja Þorgeir og fjölskylduna. Hanna S. Ásvaldsdóttir og Gunnlaugur J. Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.