Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 BAKSVIÐ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Uppboðsmál eru heldur færri það sem af er þessu ári en á því síðasta. Einungis 1.032 framhaldsuppboð hafa farið fram á fyrri hluta þessa árs en voru 1.907 á sama tíma í fyrra. Hákon Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Creditinfo, segir rétt að hafa í huga að fjöldi mála end- urspegli fjölda birtra auglýsinga í Lögbirtingablaðinu eða dagblöðum og segi ekki endilega til um fjölda seldra eigna. „Þó að auglýst sé framhaldsuppboð þarf það ekki að þýða að eignin verði seld þar sem skuldari getur mögulega bjargað málum áður en uppboðið fer fram eða allt að 12 vikur eftir að eignin er seld á uppboði.“ Til frekari skýr- ingar bendir Hákon á að fyrirtaka nauðungarsölubeiðni og framhalds- uppboð gefi bestu vísbendingarnar um raunverulegan fjölda uppboðs- mála, þar sem ekki er hægt að fresta umræddum aðgerðum í upp- boðsferlinu. „Kröfuhafi verður þá annaðhvort að halda málinu áfram eða fella það niður ef skuldari vill reyna að ná samningi um uppgjör vanskila.“ Jákvæð þróun að eiga sér stað Óljóst er hvað veldur fækkun mála milli ára en geta má sér til um að búið sé að afgreiða mörg þeirra mála sem áttu uppruna sinn til lán- töku rétt fyrir hrun. Svanborg Sig- marsdóttir, upplýsingafulltrúi Um- boðsmanns skuldara, segir mörg lán sem tekin voru rétt fyrir hrun hafa borið hátt veðsetningarhlutfall, allt að 80 til 100 prósent. „Uppboðsmál tengjast oft lántökum frá þessum tíma sem báru hátt veðsetningar- hlutfall og mögulega er búið að af- greiða mörg þeirra mála, sem skýrir fækkunina sem af er þessu ári. Hvað sem veldur þá er þetta jákvæð þró- un.“ Ekki er loku fyrir það skotið að leiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi einhver áhrif á fjölda uppboðsmála en Svanborg segir að hægt hafi ver- ið að óska eftir frest til 1. september meðan verið sé að reikna út áhrif leiðréttingarinnar á lán fólks. „Hugsanlega fjölgar uppboðsmálum eitthvað þegar fresturinn rennur út en færri fyrirtökur eru góð vísbend- ing um að málum sé raunverulega að fækka, þar sem fresturinn sem gefinn var vegna leiðréttingarinnar ætti ekki að hafa áhrif á þær.“ Fresturinn gildir eingöngu um lög- heimili fólks og nær því ekki yfir at- vinnuhúsnæði. Alvarlegum vanskilum fækkar Nærri því stöðug fjölgun hefur verið á skráðum einstaklingum á vanskilaskrá frá lok árs 2007 þegar 15.771 einstaklingur var í alvar- legum vanskilum. Hápunktinum var náð í fyrra þegar mest voru skráðir 28.334 einstaklingar á vanskilaskrá. Þróunin hefur nú loksins snúist við og nú í ágúst voru 27.813 skráðir á vanskilaskrá. Fækkun einstaklinga á skránni er ekki mikil en jákvæð þróun engu að síður. Í tölum um fjölda einstaklinga frá vanskilaskrá frá Creditinfo kemur fram að fjöldi einstaklinga með skráð árangurs- laust fjárnám er svipaður og und- anfarin tvö ár eða 69 prósent og ríf- lega 3 prósent eru með skráð gjaldþrot. Hákon segir þróunina hafa verið nokkuð í takt við sínar spár þó að toppnum hafi verið náð örlítið síðar en hann bjóst við. „Ég taldi að flestir einstaklingar yrðu á listanum um og rétt eftir þingkosn- ingarnar 2013 en það kom örlítið síð- ar. Hlutfall gjaldþrota hefur farið hækkandi og skýrist það líklegast af breytingu á lögum sem fól það í sér að einstaklingar geta óskað eftir því að ríkið greiði tryggingu fyrir skiptakostnaði, yfirleitt 250.000 kr., sem er skilyrði þess að beiðni um gjaldþrotaskipti verði tekin fyrir.“ Tæplega 250 umsóknir um fjár- hagsaðstoð vegna skiptakostnaðar hafa komið inn á borð Umboðs- manns skuldara að sögn Svanborgar og búið er að samþykkja 91 umsókn frá því í febrúar og greiða 59 þeirra. „Ef það er einhver fjölgun á gjald- þrotaskiptum getur það verið að hluta til vegna fjárhagsaðstoðar við skiptakostnað. Auknar kröfur nýrra laga Með gildistöku nýju neyt- endalánalaganna, nr. 33/2013, hafa lánveitendur í auknum mæli notast við lánshæfismat til að greina hvort lántakendur geti lent í alvarlegum vanskilum í framtíðinni. Hákon hjá Creditinfo segir lögin gera kröfu um að lánveitandi beiti í auknum mæli greiðslumati og lánshæfismati, en það síðarnefnda spáir fyrir um líkur þess að einstaklingur lendi í alvar- arlegum vanskilum í framtíðinni. „Þannig ræður það ekki endilega ákvörðun um lánveitingu hvort ein- staklingur sé í skilum þegar sótt er um lán heldur er jafnframt horft til líkinda þess að hann muni lenda í al- varlegum vanskilum á næstu 12 mánuðum þar sem meginregla laga um neytendalán er sú að óheimilt er að veita lán til aðila sem líklegur er til að lenda í greiðsluvanda í fram- tíðinni. Þá eru viðskiptakjör í aukn- um mæli farin að taka mið af láns- hæfismati þegar um er að ræða lán til skamms tíma (0-5 ár). Þannig getur einstaklingur með gott láns- hæfismat átt möguleika á því að fá hærra lán, minni kröfur eru gerðar til eignastöðu hans og eftir atvikum getur hann fengið hagstæðari vaxta- kjör,“ segir Hákon, sem bendir á að með þessu móti sé framkvæmd lána að þróast í takt við það sem þekkist í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Hjá Umboðsmanni skuldara og áður Ráðgjafastofu hafa komið inn á borð mál einstaklinga með lán sem engir burðir voru til að greiða. Svan- borg segir nýju lögin vera kærkom- in og bæta stöðu lántakenda „Með auknum kröfum nýrra neyt- endalánalaga fækkar þeim tilvikum að lánveitendur láni fólki sem hefur enga burði til að greiða lánið til baka.“ Uppboðsmálum fækkar nokkuð  Einstaklingum á vanskilaskrá fækkar milli ára  69 prósent fólks á vanskilaskrá með árangurs- laust fjárnám á bakinu  Framhaldsuppboð töluvert færri það sem af er ári en í fyrra Fjöldi einstaklinga í alvarlegum vanskilum 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Janúar 2006 Ágúst 2014 Heimild: Creditinfo 27.813 16.430 Júlí 2013: 28.334 Gjaldþrot 2011 20132012 2014 1. ársfj. 29 2. ársfj. 45 3. ársfj. 33 4. ársfj. 76 1. ársfj. 68 2. ársfj. 50 3. ársfj. 55 4. ársfj. 128 1. ársfj. 85 2. ársfj. 78 3. ársfj. 86 4. ársfj. 114 1. ársfj. 127 2. ársfj. 98 Heimild: Creditinfo Uppboðsmál Fyrirtaka nauðungarsölubeiðni Byrjun uppboðs Framhaldsuppboð 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1. ársfjórðungur 2008 2. ársfjórðungur 2014 Heimild: Creditinfo Morgunblaðið/Eggert Skuldamál Heldur hefur fækkað þeim sem skráðir eru á vanskilaskrá og uppboðsmálum hefur fækkað töluvert í ár frá því í fyrra. Skuldamál » Uppboðsmálum fækkar tölu- vert milli ára. » Fjöldi einstaklinga með skráð árangurslaust fjárnám á van- skilaskrá er 69 prósent og ríf- lega 3 prósent eru með skráð gjaldþrot. » Kröfur um aukið greiðslu- og lánshæfismat jákvæð þróun. » Leiðrétting ríkisstjórnarinnar möguleg ástæða færri upp- boðsmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.