Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Sveitarfélagið Rangárþing eystra blæs til mikillar hátíðar á Hvols- velli nú um helgina. Kjötsúpu- hátíðin dregur nafn sitt af aðal- viðburði helgarinnar, þar sem Sláturfélag Suðurlands býður gestum og gangandi upp á kjöt- súpu sem fyrirtækið framleiðir. Súpuröltið vinsælt Árný Lára Karvelsdóttir, mark- aðs- og kynningarfulltrúi sveitar- félagsins, segir margt í boði sem vert sé að skoða og mikið lagt í viðburðina. Súpuröltið er vinsælt, en þar bjóða heimamenn upp á alls kyns súpur við heimili sín og á meðan gestir gæða sér á súp- unni má virða fyrir sér metn- aðarfullar skreytingar bæjarbúa sem keppa ötullega sín á milli, enda mikill heiður að bera sigur úr býtum. Árný hvetur alla þá sem vett- lingi geta valdið að koma við á Hvolsvelli, fá sér góðan mat og kíkja á tónleika með Á móti sól sem heldur uppi stuðinu. Kjötsúpa Gestir flykkjast að borði Sláturfélags Suðurlands og gæða sér á gómsætri kjötsúpu sem SS framleiðir í tilefni hátíðarinnar. Rjúkandi heitar súpur á boðstólum  Kjötsúpa  Súpurölt  Tónleikar Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Bæjarhátíð verður haldin í Sel- tjarnarnesbæ nú um helgina. Há- tíðin, sem nú er haldin í annað sinn, er sjálfsprottið verkefni hjá bæjarbúum, sem töldu mikilvægt að setja aukinn kraft í bæjarlífið og hrista fólk vel saman á skemmtilegri og fjölskylduvænni hátíð innan bæjarmarkanna. Sveitarfélagið leggur einnig sitt af mörkum og kemur að hátíðinni í samvinnu við íbúana. Metnaðarfullir bæjarbúar Í ár eru bæjarbúar hvattir til að skreyta hús sín í þeim lit sem hverfi þeirra hefur verið úthlutað. Mikil keppni skapast milli hverf- anna, enda best skreytta hverfið verðlaunað í vitna viðurvist. Metn- aðurinn er áþreifanlegur og segir Soffía Karlsdóttir, sviðstjóri menn- ingarsamskiptasviðs Seltjarnar- nesbæjar, að búast megi við mjög frumlegum skreytingum þetta árið enda „gengið nokkuð langt í fyrra og sumar skreytingarnar alveg frámunalega flottar“. Íþrótta- félagið Grótta leikur einnig stórt hlutverk á bæjarhátíðinni, en ár- legum Gróttudegi, uppskeruhátíð íþróttafólksins, er slegið saman við hátíðarhöldin um helgina. Sigur Rósar samflot með Systrasamlaginu Sundlaugarflot er ekki vel þekkt iðja en hefur vakið mikla lukku meðal þeirra sem tekið hafa þátt. Systrasamlagið hyggst því halda samflot þar sem tónlist Sigur Rós- ar ómar í vatninu á meðan þátttak- endur fljóta um í rólegheitum. „Það verður alveg æðislegt að byrja sunnudaginn með þessum hætti“ segir Soffía. Soffía segir að ballið sem haldið verður á laugardagskvöldinu í Hertz höllinni hafi mest aðdráttar- afl enda hápunktur hátíðarinnar. Fólk úr öðrum bæjarfélögum er væntanlegt enda alla jafna mikið fjör á böllum með Ingó og veður- guðunum. Soffía segir hátíðina í heild hugsaða þannig „að allir finni eitthvað við sitt hæfi, hér verði stuð og stemning og allir taki þátt.“ Húllumhæ um allan bæ Ljósmynd/Seltjarnarnesbær Bæjarbúar Gestir safnast saman á Eiðistorgi í hjarta Seltjarnarnesbæjar og sjá má að mikið er um litskrúðugar skreytingar í bænum í tilefni dagsins.  Seltjarnarnes- búar bjóða alla vel- komna á bæjarhátíð Mosfellsbær heldur bæjarhátíðina „Í túninu heima“ í ellefta sinn nú um helgina. Fjölmargir viðburðir einkenna bæjarlífið og taka bæj- arbúar virkan þátt í að gera hátíð- ina sem eftirminnilegasta. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum sem geta vart annað en fallið vel í kram- ið hjá ungum sem öldnum. Mosfellsbæjarullarpeysan Aldís Stefánsdóttir, for- stöðumaður þjónustu og upplýs- ingamála hjá Mosfellsbæ og skipu- leggjandi hátíðarinnar, segir að í ár hafi verið ákveðið að kynna til leiks þema sem einkenna myndi hátíðina. Fyrir valinu varð ullin en hún á sér langa sögu í bænum. Ákveðið var að prjónuð yrði Mosfellsbæjarpeysan sem er að sögn Aldísar ullarpeysa með skjaldamerki Mosfellsbæjar og í hverfislitunum en hverju hverfi var úthlutað sérstökum lit sem verður undirstaða allra skreytinga hverfisins. „Það verður gaman að sjá hvernig þetta hreyfir við fólki,“ segir Aldís sem vonast til þess að bæjarbúar taki til hendinni í prjóna- skapnum og skarti svo Mosfellsbæj- arpeysu í sínum hverfislit um helgina. Kjúklingafestival „Einu sinni var þetta kallaður kjúklingabærinn,“ segir Aldís og fannst því við hæfi þar sem kjúk- lingaframleiðsla er enn stór þáttur í atvinnustarfsemi bæjarins að kjúk- lingur skipaði stóran sess á hátíð- inni. Þessa hugmynd átti þó Hjalti Úrsus Árnason, bæjarbúi, og hefur hann séð um þann hluta hátíð- arinnar af miklum ákafa og ættu gestir hátíðarinnar því að geta gert vel við sig í mat og drykk við Varmá. Mosfellsbær er ríkur af fallegum útivistarsvæðum og eru fellin þar í kring engin undantekning. Tinda- hlaupið verður haldið þetta árið með pomp og prakt og hefst við Varmársvæðið. Hlaupið verður allt frá 12 km upp í 37 km leiðir utan vega og því ekki um hefðbundið maraþonhlaup að ræða. „Þetta er í takt við þessa vaxandi hlaupamenningu á Íslandi og er þetta ótrúlega vinsælt,“ segir Aldís. Að lokum minnir Aldís á úti- tónleika sem haldnir verða á laug- ardagskvöldinu og hvetur um leið alla höfuðborgarbúa til að kíkja í bíltúr í Mosfellsbæinn um helgina og taka þátt í hátíðarhöldunum með bros á vör. Í túninu heima Margir þekktir skemmtikraftar koma fram á hátíðinni. Allir ættu að finna eithvað við sitt hæfi. Áhersla á kjúkling og ull  Bæjarhátíð Mosfellsbæjar  Kjúklingaréttir og ullar- peysur  Tindahlaupið  Fjölskylduvænir útitónleikar Hvert liggur leiðin? Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.