Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 54
VIÐTAL Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það lítur aldrei vel út þegar mað- ur liggur bara og hreyfist ekki en ég er sem betur fer búinn að jafna mig,“ segir Ásgeir Eyþórsson, sem skoraði fyrsta mark knatt- spyrnuliðs Fylkis gegn Val á sunnudaginn í 2:0 sigri. Ásgeir skoraði eftir hornspyrnu en þegar hann skallaði boltann skallaði hann líka í öxlina á Kolbeini Kára- syni, leikmanni Vals. Við það rot- aðist Ásgeir og féll máttvana til jarðar. Fagnaðarlætin í stúkunni í Árbæ urðu skammvinn og þagnaði stúkan fljótt þegar sást að Ásgeir fagnaði ekki markinu og heldur ekki samherjar hans. Þess í stað hvöttu þeir, sem og Valsmenn, sjúkraliða að koma og það strax. Eitthvað alvarlegt hafði greinilega átt sér stað. Var Ásgeir fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Landspítalanum og fór Eyþór, faðir hans, með. Þekkingarleysi leikmanna og þjálfara um höfuðhögg Töluvert var fjallað um höfuð- áverka á síðasta ári eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik gegn KR. Leikurinn var í beinni útsendingu og var fólki verulega brugðið við að sjá Elfar berjast nánast fyrir lífi sínu á vell- inum. Leikurinn var flautaður af í kjölfar atviksins. Þar kom í ljós ákveðið þekkingarleysi leikmanna og þjálfara og umræða fór af stað um hætturnar sem geta skapast í fótboltanum. Rannsókn sem þeir Jón Benja- mín Sverrisson og Gunnar Örn Jónsson gerðu á síðasta ári benti til fákunnáttu knattspyrnuþjálfara landsins um höfuðhögg en á Fylkisvelli unnu margir saman sem einn maður. Knattspyrnu- samband Íslands, KSÍ, gaf út leið- beiningar fyrir þjálfara og aðra starfsmenn liða um höfuðhögg í kjölfar atviksins í Kópavogi og greinilegt var á Fylkisvelli að þar fóru menn sem höfðu lesið sér til. Pabbi sagði frá markinu á sjúkrahúsinu Eyþór segir að hann hafi aðeins rankað við sér í sjúkrabílnum á leiðinni en muni lítið eftir ferða- laginu þangað. „Ég vaknaði svo bara á sjúkrahúsinu með pabba gamla mér við hlið. Hann sagði mér að ég hefði skorað og rotast um leið. Það eru aðeins að rifjast upp fyrir mér einhver atvik úr leiknum en markið kemur ekki. Ég horfði síðan á markið í sjón- varpinu og það sést ekki alveg greinilega hvað gerist. Einhvern veginn skalla ég í öxlina á Kol- beini og höggið kemur á skrýtinn stað og við það rotast ég.“ Ætlar ekki að taka neina áhættu Ásgeir viðurkennir að það hafi verið svolítið sérstakt að hita upp og gera sig kláran í fótboltaleik en vakna svo skyndilega á sjúkrahúsi. „Ég var svolítið ruglaður og rugl- aði bara eitthvað fyrst um sinn,“ segir hann en samkvæmt leiðbein- ingm KSÍ er mælt með að hann hvíli sig í viku til tíu daga. „Ég missi alveg pottþétt af næsta leik en svo ætti ég að vera klár í slag- inn aftur. Læknar og sjúkra- þjálfarar sögðu við mig að maður þyrfti svolítið að finna það hjá sér sjálfur hvenær væri óhætt að fara af stað. Mann getur nefnilega far- ið að svima ef farið er of fljótt af stað. Ég ætla ekki að taka neina áhættu, það er betra að vera með kollinn í lagi. Maður fórnar ekki heilsunni fyrir þetta þótt ýmsu öðru sé fórnað.“ 27% leikmanna hér á landi misst meðvitund Þeir Benjamín og Gunnar könnuðu í fyrra hversu margir leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna hefðu fengið höfuð- högg. 211 leikmenn meistara- flokks tóku þátt og sögðu 56% karla já við spurningunni hvort þeir hefðu fengið höfuðhögg í leik við eitthvað annað en að skalla bolta. 41% var svarhlutfall kvenna. Alls höfðu 27% leik- manna í Pepsi-deildum karla og kvenna misst meðvitund vegna höfuðáverka. Það er ekki bara á Íslandi sem reglur um höfuðáverka í knatt- spyrnu eru orðnar skýrari. Enska úrvalsdeildin ákvað fyrir tímabilið að setja nýjar reglur varðandi höfuðmeiðsli leikmanna. Nú eru það læknar liðanna en ekki knatt- spyrnustjórar sem ráða því hvort leikmaður spilar áfram eða er skipt út af. Kemur reglubreytingin í kjöl- far ákvörðunar Tottenham sem var harðlega gagnrýnd í fyrra. Þá hélt Hugo Lloris, markvörður liðsins, áfram leik gegn Everton eftir að hafa misst meðvitund. André Villas-Boas, þáverandi stjóri Tottenham, tók ákvörðun um að senda Lloris aftur inn á og hrósaði honum í hástert eftir leik. Sjálfur fékk hann bágt fyrir – ekki bara á Englandi heldur nán- ast frá læknasamfélaginu öllu. Skoraði en man ekkert eftir því  Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, skoraði fyrsta mark Fylkis gegn Val en rotaðist um leið  Hann rankaði við sér á sjúkrahúsi og hafði ekki hugmynd að hann hefði skorað 54 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 EFNALAUG ÞVOTTAHÚS DÚKALEIGA GÆÐI – ÞEKKING ÞJÓNUSTA „Heilahristingur er áverki á heil- ann sem veldur truflun í starf- semi hans, sem getur birst á margvíslegan hátt sbr. meðvit- undarleysi, höfuðverkur, ógleði, svimi, truflun á einbeitingu, svefntruflanir, doði, kvíði o.fl. Oftast koma einkenni fljótt fram og lagast fljótt og 80-90% ná sér alveg á 7-10 dögum. Hins vegar geta einkenni staðið yfir mun lengur og ekki komið fram fyrr en nokkru eftir áverkann. Mikil og góð hvíld, andleg og lík- amleg, er nauðsynleg a.m.k. fyrstu dagana eftir heilahrist- ing. Það er því mjög mikilvægt að taka þessa áverka alvarlega og gefa þeim sem fyrir þeim verða tíma til að ná sér að fullu áður en farið er af stað á ný.“ 80-90% ná sér að fullu ÚR LEIÐBEININGUM KSÍ AFP Breytt landslag Enska úrvalsdeildin hefur nú breytt reglum sínum um höf- uðmeiðsl eftir atvik tengt Hugo Lloris, markverði Tottenham. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í lagi Ásgeir Eyþórsson, miðvörður Fylkis, skoraði sitt þriðja mark í efstu deild gegn Val en man ekkert eftir því. Ljósmynd/EinarAS Mark Hér má sjá hvernig Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, lendir á Kolbeini Kárasyni, leikmanni Vals. Við höggið rotaðist Ásgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.