Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 66
66 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Á www.xg.is, þar sem stefnuskrá Hægri grænna er að finna og birt var fyrir síðustu kosningar, kemur ef- irfarandi fram, en þetta á enn við: (Grein eftir Bjarna Má Gylfason sem er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins síðan 2005. Kenndi áður hagfræði við Verzlunarskóla Ís- lands 2000-2005 og var blaðamað- ur á Viðskiptablaðinu frá árinu 1998.) „Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að leggja af umdeildan fituskatt sem lagður var á fyrir rúmu ári. Markmið með skattinum var að hafa áhrif á neyslu fólks og vinna gegn vaxandi offitu. Enn- fremur hafa hugmyndir um nýjan sykurskatt þar í landi verið lagðar til hliðar. Helsta ástæðan fyrir þessu er að ekki tókst að stýra neyslunni með þeim hætti sem til stóð auk þess sem skattlagningin var flókin og kostnaðarsöm, bæði fyrir skattayfirvöld og greiðendur skattsins. Um þessar mundir und- irbúa íslensk stjórnvöld stóraukna skattlagningu á matvæli undir því yfirskini að ráðast gegn offitu- vandanum og bæta lýðheilsu. Þetta á að gera með því að skatt- leggja sykraðar matvörur um 800 m.kr. til viðbótar við 2.200 millj- ónir sem þegar eru lagðar á mat- væli, einkum drykkjarvörur og sælgæti. Langstærsti hluti þess- arar skattlagningar mun beinast að innlendri framleiðslu en minni- hluti að innfluttum vörum. Þol- endur aukinnar skattlagningar eru því helst innlendir framleiðendur og auðvitað íslenskir neytendur. Hér er um að ræða ríflega 35% hækkun á skattlagningu. Engin ástæða er til að ætla að sértækir skattar á matvæli geti stjórnað neyslu hér frekar en í Dan- mörku. Full ástæða er hins vegar til að ætla að skaðsemi og vandamál við slíka skattlagningu séu sambærileg. Þetta leiðir hugann að því hvert sé raunveru- legt markmið ís- lenskra stjórnvalda. Ef bætt lýðheilsa er raunverulegt mark- mið mæla sérfræð- ingar WHO einkum með því að unnið sé að því að draga úr salti, transfitu og mett- aðri fitu í matvælum. Í nágranna- löndum okkar er helst rætt um mikilvægi víðtækrar samvinnu matvælaframleiðenda og stjórn- valda við að ná tökum á vandanum og stuðla að heilbrigðu mataræði. Aðeins á Íslandi er nú rætt um sykurskatta í þessu samhengi. Ef hins vegar hærri tekjur ríkissjóðs eru markmið stjórnvalda munu skattasérfræðingar örugglega ekki mæla með að nota úrelt og kostn- aðarsamt vörugjaldskerfi í þeim tilgangi. Virðisaukaskattur er eina skilvirka tækið til að skattleggja matvæli. Vandi stjórnmálamanna er auðvitað að almenningur skilur vel hvernig það kerfi virkar og (á kosningavetri) litlar líkur eru á að hróflað verði við því kerfi þótt það væri hagkvæmara og skilvirkara. Ekki skal gera lítið úr vanda- málum tengdum offitu. Full ástæða er til að vinna að bættu mataræði og lýðheilsu og íslenskir matvælaframleiðendur hafa þróað vöruframboð sitt mikið síðustu ár með það fyrir augum að draga úr salti, sykri og óhollri fitu. Raunar hefur sykurneysla landsmanna dregist jafnt og þétt saman síð- ustu áratugi á sama tíma og lík- amsþyngd hefur aukist. Skýringin á því liggur í öðru en sykurneyslu. Sértækir skattar á sykraðar vörur munu ekki draga úr offitu hér á landi frekar en annars staðar.“ Heimild: Mbl.is. Skoðun Viðskiptaráðs: Neyslu- skattar komnir á síðasta söludag „Fjölmargar breytingar á skatt- kerfinu hafa átt sér stað á und- anförnum árum og frekari tekju- öflun er áætluð í fjárlögum næsta árs. Á meðan deilt hefur verið um hagkvæmni þeirra standa óskil- virkustu hlutar kerfisins nær óhreyfðir. Tollar og vörugjöld eru margfalt hærri en í nágrannalönd- unum, virðisaukaskattur hérlendis mismunar atvinnugreinum og neysluskattar í heild eru óskilvirk- ir á alþjóðlegan mælikvarða. Einn stærsti dragbítur hag- vaxtar hérlendis er skortur á opn- anleika hagkerfisins, sem dregur úr alþjóðaviðskiptum og hindrar aukna samkeppni á innlendum mörkuðum, eins og bent var á í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey. Háir tollar, vörugjöld og almennt þrep virðisaukaskatts vega þungt í því samhengi. Enn- fremur er beinn kostnaður neyt- enda í formi velferðartaps veru- legur við núverandi fyrirkomulag. Endurskoða þarf neysluskatta hérlendis til að opna hagkerfið og draga úr velferðartapi ríkjandi fyrirkomulags. Leggja þarf niður tolla og vörugjöld, breikka skatt- stofn virðisaukaskatts með afnámi undanþágna og sameiningu skatt- þrepa og lækka samhliða því al- menna hlutfallið. Slíkar umbætur myndu auka alþjóðaviðskipti, bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja og vænka kjör neytenda án skerð- ingar á skatttekjum hins op- inbera.“ Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram: Hægt er að afnema tolla og vörugjöld, afnema undanþágur frá virðisaukaskatti og lækka almenna hlutfallið í 20% án tekjuskerðingar fyrir ríkissjóð. Tollar hérlendis eru um þrefalt hærri en í nágrannaríkjum, mis- muna í tvöfalt meiri mæli og fram- kvæmd þeirra er óskilvirkari. Háar álögur tolla og vörugjalda hérlendis orsaka umtalsvert vel- ferðartap, sem gerir hreina skatt- heimtu þeirra neikvæða í sumum vöruflokkum. Í tilfelli heimilis- og raftækja nema skatttekjur tolla og vöru- gjalda 5 ma. kr. en velferðartap af völdum álagningarinnar nemur 11 ma. kr. Gjöldin eyðileggja því meiri verðmæti en þau afla. Ísland er 15% undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að skilvirkni virðisaukaskatts. Um þriðjungur einkaneyslu hér- lendis er annaðhvort í lægra skattþrepi eða undanþeginn virðisaukaskatti með öllu, sem dregur úr skilvirkni skattsins. Útilokað að draga úr offitu með sköttum Eftir Kjartan Örn Kjartansson »Einn stærsti drag- bítur hagvaxtar er skortur á opnanleika hagkerfisins og endur- skoða þarf alla neyslu- skatta, þ.m.t. tolla, til þess m.a. að það sé unnt. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrv. forstjóri og vara- formaður Hægri grænna, flokks fólksins og endurreisnar. Unnt er að afnema tolla og vörugjöld, leggja af þrepaskiptingu virðis- aukaskatts og lækka skattahlutfallið án samdráttar í tekjum ríkissjóðs Heimild: Sótt af xg.is / Fjárlög; Tollstjóri; skýrsla fjármálaráðherra á Alþingi um einfaldara skattkerfi; Viðskiptaráð Íslands ma. kr. 280 260 240 220 200 180 Neyslu- skattar í dag Afnám tolla Afnám vöru- gjalda Afnám undan- þága frá VSK Sameining VSK þrepa Lækkun VSK í 20,0% Neyslu- skattar eftir breytingar 218 -6 -12 +48 +15 -44 218 VEISLUSALIR SÉRBLAÐ Í blaðinu geta lesendur fundið sér veislusal, veitingar, borðbúnað og blómaskreytingar fyrir öll tilefni og tækifæri. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um veislusali föstudaginn 12. september. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 8. sept. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.