Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 53
landa, ekki síst til Noregs. Þeir eru fjölmennastir í kúnnahópnum á Vestfjörðum og það voru nær ein- göngu Þjóðverjar sem sigldu frá Skaganum í sumar. Við skipulagn- ingu á Akranesi naut Magnús ráð- gjafar Þjóðverjans Jens Kalinke, sem haft hefur mikil afskipti af sjó- stangaveiði hér við land. Lyftistöng fyrir Akranes Ferðaþjónustuna á Vest- fjörðum hefur munað um þessar heimsóknir nokkur þúsund Þjóð- verja og Magnús Freyr er sann- færður um að sjóstangaveiðin geti orðið ferðaþjónustu á Akranesi lyfti- stöng þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta hefur reyndar verið afar takmörkuð í bænum fram að þessu, þar sem sjávarútvegurinn hefur verið svo öflugur og kallað á þorra tiltæks vinnuafls. Hraður vöxtur Fyrir utan tegundafjölbreytn- ina á miðunum er styrkleiki Akra- ness í þessari nýju grein nálægðin við Keflavíkurflugvöll og höfuðborg- ina, verslanir og veitingastaði og það hve stutt er í aðra afþreyingu. Að- staðan í höfninni í bænum þykir líka mjög góð. Í uppbyggingaráætlun sem Magnús Freyr kynnti á frumkvöðla- fundi á Akranesi í vor sagðist hann sjá fyrir sér að starfsemin gæti vax- ið nokkuð hratt, bátarnir verið orðn- ir fjórir eftir tvö ár og sex árið 2017. Samhliða verði hægt að fjölga gisti- rýmum í tengslum við starfsemina. Ljósmyndir/Magnús Freyr. Sjóstangaveiði Ánægjan með aflann leynir sér ekki. Það eru einkum Þjóð- verjar sem kveikt hafa á þessu sporti og flykkjast hingað. Sjóstangaveiði Báturinn sem notaður er við veiðarnar rúmar sex manns. Öðrum verður bætt við næsta sumar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 SMÁRALIND • 2 HÆÐ • SÍMI 571 3210 Skólatilboð til 31.08.2014 Skólatilboð kr. 8.995 Verð áður kr. 16.995 Ítalskur útivistarskór Vatnsheldur Stærðir 36-46 Lytos ARGO Fyrir tíð Hval- fjarðarganga voru þrjár vega- sjoppur með ein- ungis nokkurra kílómetra milli- bili í Hvalfirð- inum; Botnsskáli við botn Hval- fjarðar, Þyrill sem nefnd var eftir samnefndu fjalli og Ferstikla sem er eina sjoppan sem enn er starfrækt. Raunar er Ferstikla einungis opin á sumrin enda er umferð um Hvalfjörð lítil miðað við það sem áður var. Á árunum 1996-1998 voru Hvalfjarðargöngin byggð og styttu þau hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, sem er 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðvegi 47. Sjá má að Botnsskáli hefur verið yfirgefinn um langa hríð og hefur hann verið skreyttur með veggjakroti. Þyrill er nú nýttur sem matsalur fyrir starfsfólk hvalstöðvarinnar. vidar@mbl.is Ferstikla stendur ein eftir Sjoppur urðu göngum að bráð Morgunblaðið/Árni Sæberg Botnsskáli Vegasjoppan er nú skreytt með veggjakroti. Áður var hún sú sem næst stóð bænum þegar höfuðborgarbúar keyrðu fjörðinn. Ferstikla Eina sjoppan sem enn er með starfsemi. Þyrill Nú er þar afdrep fyrir starfsmenn hvalstöðvarinnar. fólu veiðiréttareigendur árinnar Einari að selja veiðileyfin og ann- ast rekstur veiðihúsa. Þetta hefur gengið vel og verður framhald á þessu fyrirkomulagi að minnsta kosti næstu tvö árin. Í skoðun er endurnýjun á veiðihúsi á Rjúpna- ási. „Veiðimenn hér í Norðurá mega taka fimm smálaxa á dag, en sífellt fleirum finnst sjálfsagt að sleppa þeim fiski sem fluguna tekur. Sérstaklega er yngra fólkið á þessari línu,“ segir Einar. Hann á ásamt Óttari Yngvasyni Haf- fjarðará, en þar er heimilt að taka einn smálax á dag en sleppa öllu öðru. Góð sátt er um þessar regl- ur í Haffjarðará. 20 milljarðar króna Þegar Morgunblaðið ræddi við Einar í vikunni voru í Norðurá á níunda hundrað laxar komnir á land á vertíðinni. „Við komumst vonandi upp fyrir þúsund fiska áð- ur en veiðitímabilinu lýkur, 9. september,“ segir Einar. Hann bætir við að sér hafi þótt ánægjulegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra gáfu sér tíma til að mæta og grípa í stöng þegar veið- in í Norðurá hófst 5. júní. Það hafi vakið athygli og umræðu um stangveiði, grein sem veltir um 20 milljörðum króna á ári og það muni um minna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarfjörður Einar Sigfússon á Norðurárbökkum. Laxfoss í baksýn. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.