Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 91
ÍSLENDINGAR 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 „Á árunum 1987 til 1995 var ég tímabundið sett til afleysinga sem sýslumaður eða bæjarfógeti á nokkr- um stöðum á landinu.“ Einnig var Hjördís varadómari í Félagsdómi 2004-2007. Auk dómstarfanna hefur hún komið að kennslu, fyrst við Menntaskólann við Sund og síðar við lagadeild Háskóla Íslands og verið prófdómari þar og við Háskólann á Akureyri, einnig leiðbeint við meist- araritgerð við Háskólann í Reykja- vík. „Á árunum 1988-1994 var ég leiðbeinandi íslenskra laganema, sem tóku þátt í norrænni málflutn- ingskeppni, kölluð Sporrong- Lönnroth keppnin.“ Hjördís hefur setið í ýmsum nefndum í gegnum tíðina, m.a. í kærunefnd jafnréttismála, og var formaður þverfaglegrar siðanefndar vegna gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Situr í fjölmörgum nefndum Eftir að Hjördís hætti störfum sem hæstaréttardómari hefur hún gegnt formennsku í ýmsum nefnd- um, m.a. í nefnd óháðra sérfræðinga sem forsætisráðherra skipaði 2010 til þess að rannsaka og yfirfara einkavæðingu í orkugeiranum og í rannsóknarnefnd kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi 2011 til 2012 sem fjallaði um viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Hún situr í réttar- farsnefnd frá 2012 og í stjórn Mann- réttindastofnunar Háskóla Íslands frá stofnun hennar 1994 og er for- maður nefndar um dómarastörf frá 2010. „Félagsstörf hafa einkum tengst mannréttindum eða dómskerfinu, ég var til dæmis formaður Amnesty International á Íslandi 1984-1986 og formaður Dómarafélags Íslands 2003-2006. Ég hef skrifað nokkrar greinar í íslensk og erlend fagtímarit og ritsöfn, og einnig haldið fyrir- lestra hérlendis og erlendis. Við- fangsefnið hefur oftast tengst rétt- arheimspeki eða mannréttindum.“ Fjölskylda Börn Hjördísar eru Hákon Kjalar Hjördísarson, f. 5.5. 1976, smiður, og Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, f. 12.3. 1980, heimspekingur, maki: Ólafur Eiríksson tölvunarfræðingur, barn þeirra: Þorsteinn Kjalar Ólafsson, f. 20.4. 2011. Fyrrverandi makar Hjördísar: Böðvar Guðmundsson, f. 9.1. 1939, rithöfundur, og Eyjólfur Kjalar Em- ilsson, f. 25.11. 1953, prófessor í heimspeki. Systkini Hjördísar: Inga Huld Há- konardóttir, f. 15.3. 1936, d. 27.5. 2014 sagnfræðingur, Auður Hildur Hákonardóttir, f. 28.4. 1938, lista- maður. Foreldrar Hjördísar: Hákon Guð- mundsson, f. 18.10. 1904, d. 6. janúar 1980, yfirborgardómari í Reykjavík, áður hæstaréttarritari í Bjarkahlíð í Reykjavík, síðar Straumum í Ölfusi, og Ólöf Dagmar Árnadóttir, f. 14.10. 1909, d. 7.7. 1993, fimleikakennari og rithöfundur. Þau bjuggu í Bjarkahlíð í Reykjavík, síðar Straumum í Ölf- usi, en Ólöf var síðast búsett á Sel- fossi. Úr frændgarði Hjördísar Bjarkar Hákonardóttur Hjördís Björk Hákonardóttir Þorbjörg Olgeirsdóttir húsfreyja, frá Garði í Fnjóskadal Gísli Ásmundsson bóndi á Þverá í Dalsmynni, S-Þing., f. í Rauðuskriðu Auður Gísladóttir húsfreyja og rak síðar matsölu fyrir kostgangara í Miðstræti Garðar Gíslason stórkaup- maður Ásmundur Gíslason prófastur á Hálsi í Fnjóskadal Einar Ásmundsson hrl. og ritstjóri Morgunblaðsins Kristján Garðarsson Gíslason stórkaupmaður Garðar Gíslason fv. hæstaréttar- dómari Árni Jónsson prófastur og þingmaður á Skútustöðum í Mývatnssveit Hjálmar Jónsson bóndi á Ljóts- stöðum í Laxárdal Ragnar H. Ragnar tónlistarskóla- og söngstjóri á Ísafirði Ólöf Dagmar Árnadóttir rithöfundur og fimleika- kennari í Reykjavík Inga Árnadóttir húsmóðir í Reykjavík Þóra Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík Þór Vilhjálmsson fv. hæstaréttar- dómari Ármann Kristinss. sakadómari í Reykjavík Þuríður Helgadóttir húsfreyja, f. í Kasthvammi í Laxárdal Jón Árnason bóndi á Litluströnd við Mývatn Gróa Árnadóttir húsfreyja, frá Dyrhólum í Mýrdal Jón Einarsson bóndi og oddviti á Hvoli í Mýrdal, V-Skaft. Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Hvoli og Stóra-Hofi Guðmundur Þorbjarnarson bóndi og félagsmálafrömuður á Hvoli í Mýrdal og síðar á Stóra-Hofi á Rangárvöllum Hákon Guðmundsson yfirborgardómari í Reykjavík Ingibjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, ættuð úr Landeyjum Þorbjörn Einarsson bóndi í Gíslholti í Holtum, Rang., f. í Landeyjum Hjálmar H. Ragnarss. tónskáld og fv. rektor Listaháskólans Anna ÁslaugRagnarsd. píanóleikari Sigríður Ragnarsd. skólastjóri Tónlistar- skólans á Ísafirði Ágúst Sigurmundsson mynd-skeri fæddist 28. ágúst 1904á Brimbergi við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru Sigurmundur læknir Sigurðsson, f. 1877, d. 1962, og Guðlaug Þórelfa Þórarinsdóttir, f. 1873, d. 1946, dóttir Þórarins Hró- bjartssonar, bónda í Austurkoti á Vatnsleysuströnd. Þegar Ágúst var 7 ára gamall flutti hann til Reykjavíkur, í stein- húsið við Ingólfsstræti 23, og ólst þar upp hjá móður sinni og stjúpa, Oddi Bjarnasyni. Þar átti Ágúst heimili sitt æ síðan og vinnustofu en hún var í viðbyggingu sem byggð var 1906. Steinhúsið stendur á horn- inu við Spítalastíg og þar býr ennþá einn afkomenda Ágústs. Ágúst fékk snemma áhuga á myndlist. Hann stundaði fyrst teikninám í kvöldskóla sem Stefán Eiríksson rak. Um 17 ára aldur hóf hann tréskurðarnám hjá Stefáni og lauk sveinsprófi með ágætiseinkunn árið 1925. Hann kenndi síðan tré- skurð um nokkurt árabil í Mynd- og handíðaskóla Íslands en annars starfaði hann sjálfstætt alla sína tíð. Ágúst var í senn myndhöggvari og myndskeri í tréskurðarverkum sín- um. Af verkum hans má nefna pré- dikunarstólana í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd og Ísafjarðar- kirkju, kristmyndina í Neskirkju og ræðustól Menntaskólans í Reykja- vík. Einnig voru þekktar hinar fjöl- mörgu smástyttur hans (15-25 cm háar) úr lífi alþýðunnar, verka- manna og -kvenna, en annars er ómögulegt að hafa tölu á þeim fjölda tréskurðarverka, sem Ágúst gerði á sínum langa starfsferli, rúmum fjór- um áratugum. Ágúst málaði einnig og liggja eftir hann nokkur olíumálverk. Eiginkona Ágústs var Elínborg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 15.9. 1911, d. 6.7. 1994. Foreldrar hennar voru Sigurjón Benjamínsson, bóndi á Nautabúi í Hjaltadal, og k.h. Elín- borg Pálsdóttir frá Kjarvalsstöðum. Börn Ágústs og Elínborgar eru þrjú: Auður, Elín Sigurborg og Sigurður Björn. Ágúst lést 28.6. 1965. Merkir Íslendingar Ágúst Sigurmundsson 95 ára Halldór Steinþórsson 90 ára Ólafía Helgadóttir Ólöf Elíasdóttir 85 ára Anna Sigurjóna Halldórsdóttir Elín Sólmundardóttir Hólmfríður Friðsteinsdóttir Sigrún Sigurðardóttir 80 ára Ingi Sigurðsson Kristinn V. Jóhannsson Sigríður Sigurbjörnsdóttir 75 ára Guðrún Pétursdóttir Heiðveig Guðmundsdóttir Kamma Agneta Níelsdóttir Karl-Erik Rocksén Lúðvík Leósson Þuríður Kristín Guðlaugsdóttir 70 ára Björg Magnúsdóttir Elín B. Sigurgeirsdóttir Hjördís Björk Hákonardóttir Jörgen Ernst Moestrup Karl S. Hallgrímsson Kjartan Skaftason Sigurður Valtýsson 60 ára Ásdís Magnúsdóttir Baldur Guðmundsson Edda Ásrún Guðmundsdóttir Ellert Þór Hlíðberg Guðríður Bachmann Jóelsdóttir Leó Geir Torfason Magnús Gunnar Þorsteinsson Margrét Lilja Guðmundsdóttir Sigfús Axfjörð Gunnarsson Sigrún Adolfsdóttir Sólveig H. Þorsteinsdóttir Unnur Sigrún Bjarnþórsdóttir Valdimar Þorgeirsson 50 ára Alma Jónsdóttir Árdís Olga Sigurðardóttir Dögg Árnadóttir Gísli Kristjánsson Guofen Kan Valgerður Árný Rúnarsdóttir Þröstur Hreinsson 40 ára Atli Karl Ingimarsson Cédric Henri Roserens Friðný Sigurðardóttir Guðrún Eygló Bergþórsdóttir Hildur Steindórsdóttir Hólmfríður Einarsdóttir Lilja Guðrún Jóhannesdóttir Margrét Óskarsdóttir María Kristín Gunnarsdóttir 30 ára Einar Ottó Antonsson Gréta Björg Ólafsdóttir Ingi Steinn Guðmundsson Karolina Daria Pawlik Laufey Jónsdóttir Margrét G. Jónsdóttir Przemyslaw Lewandowski Rakel Sif Ragnarsdóttir Sigríður Inga Viggósdóttir Sóley Jónsdóttir Tinna Kristjánsdóttir Unnar Þór Þórunnarson Til hamingju með daginn 30 ára Eydís er Reykvík- ingur og læknaritari og er í kvöldskóla í FB. Maki: Þorvaldur Örn Valdimarsson, f. 1981, nemi í kerfisstjórnun. Sonur: Benedikt Freyr, f. 2006. Foreldrar: Benedikt Þór Valsson, f. 1952, hagfræð- ingur hjá Landssambandi ísl. sveitarf., og Þuríður Nikulásdóttir, f. 1951, líf- eindafræðingur á Vefja- rannsóknastofu. Eydís Bene- diktsdóttir 30 ára Sverrir býr í Reykjavík og er kenn- aranemi. Maki: Kristín Stefáns- dóttir, f. 1985, verkfræð- ingur og forritari hjá Reynd. Sonur: Benedikt Ísak, f. 2011. Foreldrar: Steindór Sverrisson, f. 1961, sjó- maður, og Kolbrún Hauksdóttir, f. 1958, sjúkraliði. Þau eru bús. í Kópavogi. Sverrir Hrafn Steindórsson 30 ára Hrafn Ingi er frá Sandgerði en býr í Reykjanesbæ og er raf- virki hjá Bergraf. Maki: Kristín Björk Hall- varðsdóttir, f. 1986, leik- skólakennari á Gimli. Börn: Edda Guðrún, f. 2006, og Hilma Björk, f. 2011. Foreldrar: Reynir Þór Ragnarsson, f. 1950, framkv.stj. Bergraf, og Þórunn B. Tryggvadóttir, f. 1951, kennari. Hrafn Ingi Reynisson Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum s nyrtivörum í ágúst Seljum einnig: Velúrgalla, peysur, toppa, buxur, pils, leggings o.m.fl. Allar töskur á 40% afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.