Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 50
2014 Á FERÐ UM ÍSLAND50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Næstu níu vikurnar býðst lesendum Morgunblaðsins að slást í för með blaðamönnum og ljósmyndurum blaðsins á ferð þeirra um landið þar sem víða verður komið við. Á ferða- laginu verður fjallað um fólk, áhugaverða staði, menningu, at- vinnulíf, náttúru, listalíf, merka staði og sögu. Sérstök áhersla verð- ur lögð á vaxtarbrodda í atvinnulíf- inu undir yfirskriftinni Vitinn 2014. Í þessari umfjöllun er landinu skipt í níu svæði. Um hvert þeirra verður fjallað í eina viku og er Vest- urland fyrst í röðinni. Síðan liggur leið á Snæfellsnes og í Dali, Vest- firðir eru næstir á dagskrá og þá tekur Norðurland við. Áfram verð- ur haldið á Austurland, Suðurland og síðan á Suðurnesin og síðan farið um höfuðborgarsvæðið. Ferðinni lýkur í Reykjavík 29. október. Hópur ljósmyndara og blaða- manna stendur að verkefninu, en umsjónarmaður þess er Anna Lilja Þórisdóttir blaðamaður. Umsjón með Vitanum 2014 er í höndum Guðmundar Magnússonar blaða- manns. Farið var í 100 daga hringferð um landið á síðasta ári í tilefni ald- arafmælis Morgunblaðsins og af- raksturinn birtur á síðum blaðsins og á mbl.is. Margt af áhugaverðasta og besta efninu sem þar birtist má rekja til ábendinga frá lesendum. Ábendingar um efni eru sem fyrr vel þegnar og tekið er á móti þeim í netfanginu annalilja@mbl.is. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 9 Reykjavík Birtingardagar: 23. – 29. október Vesturland Birtingardagar: 28. ágúst – 3. september 1 Snæfellsnes og Dalir Birtingardagar: 4. – 10. september 2 Vestfirðir Birtingardagar: 11. – 17. september 3 Norðurland Birtingardagar: 18. – 24. september 4 Austurland Birtingardagar: 25. september – 1. október 5 Suðurland Birtingardagar: 2. – 8. október 6 Suðurnes Birtingardagar: 9. – 14. október 7 Höfuðborgar- svæðið Birtingardagar: 15. – 22. október 8 2014 Á FERÐ UM ÍSLAND Morgunblaðið býður lesendum í ferð um landið næstu níu vikurnar  Farið um allt land og fjölbreytnin í fyrirrúmi  Sérstök áhersla lögð á vaxtarbrodda í atvinnulífi Morgunblaðið/Einar Falur Regnbogi yfir Skagafirði Fjallað verður um landslag, daglegt líf, menningu og atvinnulíf landsmanna í allri sinni fjölbreytni á ferð Morgunblaðsins. Sjónum beint að vaxtarbrodd- um í atvinnulífi um land allt VITINN 2014 VI TINN 2014 Samhliða ferðum blaðamanna og ljós- myndara Morgunblaðsins um landið í haust mun blaðið beina sjónum að vaxtarbroddum í atvinnulífinu á ein- stökum stöðum. Áherslan er á fyr- irtæki, lítil og stór, sem eru að gera áhugaverða hluti, hafa skapað ný at- vinnutækifæri og tekjur í sinni heimabyggð og eru orðin eða geta orðið þýðingarmikil fyrir staðinn eða stærra svæði. Umfjöllunin verður undir yfirskriftinni Vitinn 2014 og merkt sér- staklega og var Reykjanesviti hafður til fyr- irmyndar við gerð merkisins. Í lok ferðarinnar mun Morgunblaðið veita einu fyrirtæki í hverjum landshluta sérstaka viðurkenningu. Einnig verður veitt viðurkenning á landsvísu. Morgunblaðið leitar í þessu sambandi eftir aðstoð lesenda sinna og fólks sem vel þekkir til. Allar ábendingar um vaxtarbrodda í atvinnulífinu eru vel þegnar. Netfang blaðsins fyrir upplýsingar og tilnefningar er vitinn@mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.