Morgunblaðið - 03.06.2014, Page 6

Morgunblaðið - 03.06.2014, Page 6
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Dómstóll ÍSÍ hefur dæmt knapa í Meistaradeild í hestaíþróttum í þriggja mánaða keppnisbann á grundvelli lyfjaprófs sem gert var á töltmóti deildarinnar sl. vetur. Mál- ið getur leitt til þess nýr sigurvegari verði krýndur í einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar þar sem mjótt var á munum. Lyfjaráð ÍSÍ kærði Þorvald Árna Þorvaldsson fyrir dómstól ÍSÍ vegna niðurstöðu lyfjaprófs sem gert var eftir töltkeppni í Meist- aradeild í hestaíþróttum 6. mars síð- astliðinn. Komið hefur fram að efni á bannlista fannst. Ekki fundust ólögleg efni í sýnum annars knapa í töltkeppninni eða tveggja knapa í öðru móti Meistaradeildarinnar. Dómstóll ÍSÍ dæmdi Þorvald til þriggja mánaða óhlutgengis til þátt- töku í æfingum, keppni og sýning- um sem fram fara á vegum ÍSÍ, sambandsaðila þess eða félaga eða deilda innan þeirra. Gildir bannið frá 30. maí síðastliðnum til 30. ágúst. Jafnframt er árangur Þor- valds í töltmótinu 6. mars ógiltur. Hægt er að áfrýja málinu til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og hafa að- ilar viku til þess. Endurreikna þarf stigagjöf Þorvaldur Árni sigraði í tölt- keppninni. Verði þetta endanleg niðurstaða, árangur hans ógiltur, þarf að endurreikna stig í þeirri keppni og heildarstigakeppni ein- staklinga og liða í Meistaradeildinni í vetur. Keppnin í einstaklings- keppninni var svo jöfn að þetta mál ræður úrslitum um það hver telst sigurvegari. Sigurbjörn Bárðarson og Árni Björn Pálsson voru jafnir með 37 stig en Sigurbjörn sigraði þar sem hann hafði unnið fleiri mót. Árni Björn varð í öðru sæti í töltinu og Sigurbjörn í því áttunda. Standi ógilding árangurs Þorvaldar mun Árni Björn verða sigurvegari tölt- keppninnar og bæta við sig tveimur stigum í einstaklingskeppninni, samkvæmt reglum Meistaradeildar- innar. Sigurbjörn færist líka upp um eitt sæti en bætir aðeins einu stigi við sig. Árni Björn verður því með 39 stig og Sigurbjörn með 38 og Árni Björn mun þá teljast sigurveg- ari deildarinnar í heild. Málið breyt- ir ekki röðun í liðakeppninni. Kristinn Skúlason, formaður stjórnar Meistaradeildar í hesta- íþróttum, segir að farið verði yfir málið þegar endanleg úrslit eru komin í það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistaradeild Liðsfélagarnir Sigurður Sigurðarson og Sigurbjörn Bárðarson búa sig undir keppni. Knapi í keppnisbann  Ef dómur um ógildingu á úrslitum í töltkeppni Meistara- deildar stendur verður nýr sigurvegari krýndur Einstaklingskeppni » Þorvaldur Árni Þorvaldsson var í baráttu um sigur í ein- staklingskeppni Meistaradeild- arinnar. Hann var dreginn úr keppni eftir að fréttist af nið- urstöðu lyfjaprófs en hafði þá 28 stig. » Keppnin hélt áfram á milli Olil Amble, Árna Björns Páls- sonar og Sigurbjörns Bárð- arsonar. Árni Björn og Sig- urbjörn urðu efstir með 37 stig en Sigurbjörn útnefndur sigur- vegari þar sem árangur hans var betri. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is AFSLÁTTUR 25% AF BRIMRÁSAR STIGUM, TRÖPPUM, ÁSTÖNDUM OG BÚKKUM Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Íslensk framle iðsla í yfir 3 0 ár Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þátttaka í póker meðal ungra karl- manna [undir 35 ára] hefur aukist töluvert frá árinu 2005, þá sér- staklega netinu,“ segir Daníel Þór Ólason, dósent við sálfræðideild Há- skóla Íslands, og vísar í máli sínu til niðurstöðu lokaverkefnis tveggja nemenda í sálfræði við Há- skóla Íslands, þeirra Ögðu Ingv- arsdóttur og Sifjar Elíasdóttur Bachmann. Markmið rannsóknarinnar var að kanna spilahegðun og leggja mat á algengi spilavanda hjá úrtaki alls 193 pókerspilara sem heimsóttu heima- síðu Pókersambands Íslands árið 2010. Daníel Þór segir það einnig hafa aukist að vinir hittist til þess að spila póker eða fólk komi saman á stöðum þar sem búið er að koma upp aðstöðu til pókeriðkunar, hvort sem það er peninga- eða mótapóker. „Við sjáum það í þessari rannsókn að þeir sem spila póker gera það frekar reglulega og ekki óalgengt að þeir spili á fleiri en einu borði í einu,“ segir Daníel Þór og bætir við að tíðni spilavanda hjá þessum hópi sé töluvert hærri en þekkist meðal almennings. „Hér var tíðnin um fjögur prósent en hún ligg- ur vanalega undir einu prósenti hjá íslenskum almenningi,“ segir hann. Aðspurður segir Daníel Þór þrjár tegundir af peningaspilum best spá fyrir um spilavanda. Nefnir hann fyrst spilakassa, því næst póker og loks netið. „Og þeir sem spila á net- inu eru fyrst og fremst að spila pók- er.“ Heppni eða færni? Daníel Þór var einnig leiðbein- andi Lárusar Vals Kristjánssonar sem í lokaverkefni sínu kannaði áhrif getu, heppni og reynslu í pók- erspilun. „Það virðist vera að reynsla í pókerspilun hafi áhrif á ákvörð- unartöku og þar af leiðandi útkomu spilsins,“ segir Daníel Þór. Vanir leikmenn eru ólíklegri en aðrir til þess að láta tilfinningar hafa áhrif á ákvarðanatöku sína í leiknum. Lárus Valur tók einnig fyrir rannsóknir sem skoða hversu mikil áhrif heppni hefur á niðurstöðu pók- ers. Segir Daníel Þór þær rann- sóknir benda til þess að sá spilari sem hélt á bestu hendinni sem enn var í spilun er líklegri til þess að vinna á öllum stigum leiksins. „Það bendir til þess að heppni sé einnig þáttur,“ segir Daníel Þór. Þátttaka í pók- erspilun aukist að undanförnu  Póker til skoðunar í lokaverkefnum Morgunblaðið/Jim Smart Spilastokkur Mjög algengt er orðið að menn spili póker á netinu. Daníel Þór Ólason. Hundraðasta Íslandsmótinu í skák lauk um nýliðna helgi en mótið var haldið í fyrsta skipti árið 1913. Al- þjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson fór með sigur af hólmi en sigur hans þykir mjög óvæntur þar sem fyrir mótið var hann sjöundi í stigaröð af tíu keppendum. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir engan hafa búist við þessum úrslitum. „Það hafa ekki verið svona óvænt úrslit síðan 1990 þegar Héðinn Steingrímsson varð Íslandsmeistari aðeins 15 ára gamall.“ Mótið var það sterkasta hingað til því aldrei hafa fleiri stórmeistarar verið með, sjö talsins. Í samtali við Morgunblaðið segist Guðmundur hafa sett markið hátt. „Ég stefndi á efstu þrjú sætin en ég vissi að það yrði á brattann að sækja þar sem mótið var sterkt í ár. Aftur á móti voru miklir möguleikar þar sem lítill stigamunur var á mönnum.“ Þá segist hann hafa undirbúið sig vel fyrir mótið. „Ég hóf undirbún- inginn mánuði fyrir mót með því að hreyfa mig reglulega og borða holl- an mat. Að auki á ég góða skákfróða vini erlendis sem gátu veitt ýmiss konar aðstoð og góð ráð.“ Ljóst er að við tekur stíf dagskrá hjá Guðmundi í sumar en í kjölfar mótsins var hann í fyrsta sinn valinn í ólympíulið Íslands sem mun tefla á ólympíuskákmótinu í Tromsö í ágúst. „Ég tefli á skákmóti í Finn- landi í júní, þá liggur leiðin til Sankti Pétursborgar þar sem ég verð í skákbúðum. Líklegast fer ég beint þaðan til Tromsö.“ Lenka Ptácnikóvá varð Íslands- meistari kvenna auk þess sem hún varð í öðru sæti í áskorendaflokki á eftir Sigurði Daða Sigfússyni og hafa þau því tryggt sér keppnisrétt í landsliðsflokki að ári. sh@mbl.is Óvæntur sigurvegari á Íslandsmótinu í skák Ljósmynd/Skáksamband Íslands Guðmundur Kjartansson Kom, sá og sigraði þvert á spár manna.  Sterkasta Íslandsmótið frá upphafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.