Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 23
Noregs eftir að ég kom inn í fjöl- skylduna vorum við alltaf í góðu sambandi og mjög nánir. Ég rifja oft upp þann tíma sem við áttum saman þegar ég og Ása vorum hjá þér sumarið 2000. Þá unnum við saman hjá Nordbohus og þrátt fyrir að ég hafi sofið í nær öllum kaffitímum var þetta sumar eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Það er svo sem augljóst af hverju ég var svona þreyttur í vinnunni svona miðað við hvað við gerðum margt þegar vinnudegi lauk. Hver mínúta var nýtt til hins ýtrasta. Skógarhöggið, þvæling- urinn, hestastúss, járningar, gönguferðir, bátsferðir, krabba- veiðar, óteljandi ökuferðir, spjall- að og hlegið við langa borðið á Vrangsagen eru nokkur af mörg- um minningabrotum sem koma upp þegar ég hugsa til þessa sum- ars. Ég á eftir að sakna einna mest heimsóknanna hingað í Ferjuvog- inn til okkar. Það hryggir mig að ég á aldrei framar eftir að sjá þig keyra inn götuna á Landcruisern- um hennar mömmu þinnar. Sam- ræðnanna og hrossahláturs þíns hérna yfir kökum og kaffi á eftir að verða sárt saknað. Þakklátur er ég fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var sérstaklega gaman síð- asta haust þegar við Ása og krakkarnir heimsóttum ykkur til Kongsvinger. Sáum húsið ykkar sem þið höfðuð gert svo skemmti- lega upp og áttum óendanlega góðar stundir saman. Við fórum svo saman til Arvika þar sem ykk- ur Bente augljóslega leið best. Ómetanlegur tími. Kvöldið áður en þú varst tekinn frá okkur heyrði ég aðeins í þér í síma. Þú varst greinilega á nýjum stað í lífinu. Hamingjusamari en nokkru sinni og lífið lék loksins við þig. Það gladdi mig mjög en gerir missinn jafnframt enn erfiðari. Eins og ég segi þá er lífið oft ekki eins sanngjarnt og maður hefði óskað. En maður verður þá bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og það er ég svo sannarlega. Þakka þér fyrir elsku Óðinn, hvíldu í friði. Eyþór Árnason. Sumar í Borgarnesi! Og við Óð- inn frændi komin með eina við- skiptahugmyndina enn. Hann einu ári eldri og ég einu ári yngri en bæði jafnuppátækjasöm. Sam- an. Í fyrra vorum við auðvitað bara krakkakríli. Þá voru það hin- ir frábæru handmáluðu blómavas- ar sem við reyndum að hagnast á. Í þá var efnað úr tómum flöskum sem við svo skreyttum. Listilega vel, í það minnsta að okkar eigin áliti. Maja frænka keypti þá flesta. Enda byrjuðum við ævinlega sölu- ferðirnar á neðri hæðinni hjá henni. Komumst því oftast í ein- hverjar álnir. Núna í sumar er það hins vegar skartgripaframleiðsla úr silfurbergi sem viðskiptin munu byggjast á enda höfðum við fundið silfurbergsnámu upp við verkstæði. Grjótið þrifið, þar til eldhúsið hjá Dóru frænku var eins og gufubað, síðan skreytt og í það settar keðjur. Voollla! Sérhannað alíslenskt skart. Og Maja keypti stóran hluta. Þetta sumar vorum við Óðinn ráðin til að mála verk- stæðið hans Geira að utan. Hann átti helminginn af húsinu og áttum við bara að mála hans hluta og lögðum metnað okkar í að sá hluti væri klárlega betur málaður en hinn. Og suma daga fórum við af Borgarbrautinni upp á verkstæði á mótorhjólum. Þá lánaði Óðinn mér Hondu-sandhjól sem hann átti. Þvílík upphefð! Gat varla beð- ið eftir því að segja krökkunum á Hólmavík frá þessu. Já, þau voru mörg sumrin sem við frændsystk- inin áttum saman. Og svo uxum við úr grasi og eignuðumst bæði fjölskyldur. Sumar á Hallormsstað! Og Óð- inn og Gunna í heimsókn með stelpurnar. Ása og Vígþór Sjafnar eins og tvær sprengihleðslur með slíka orku að þau hefðu, uppá sitt eindæmi, getað knúið heilu orkubúin ef fundist hefði leið til að virkja þau. Nánast jafngömul og bæði með ríflegt magn af Hvítár- valla- og Borgarnesorkugenunum í æðunum. Erna yfirvegaðri og reyndari og leit eftir krílinu Sig- ríði Eiri. Ógleymanlegir dagar. Flestir markverðustu staðir á Austurlandi heimsóttir og fyrir- komulagið þannig að farið var á tveimur bílum. En til að geta haft þó sem nánast samráð og missa ekki af neinni samveru hafði Óð- inn haft með sér talstöðvar þannig að við gátum talað saman þótt í tveimur bílum værum. Magnað! Á Borgarfirði eystra var keypt eldhúsklukka úr íslensku grágrýti sem þau gáfu okkur. Minnist því Óðins og hans fólks á hverjum degi um leið og ég tek morguntím- ann. Síðustu daga hefur þessi klukka jafnvel orðið mér enn dýr- mætari. Já, þessir dagar voru frá- bærir, veðrið lék við okkur og samveran var einstök. Hlegið, grillað, gantast og glaðst. En svo varð vík milli vina og fjörður milli frænda. Óðinn flutti til Noregs og við hittumst ekki mikið eftir það en skrifuðumst á um jól. Og svo er hann allt í einu horfinn. Því er afar erfitt að trúa. Dóra, Geiri, Erna, Ása, Geir Ísak, Bente og allt fólkið hans Óð- ins, við Onni, Vígþór Sjafnar og Sigríður Eir sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng styrkja ykkur í sorginni. Sif. Til söngs og kóra lágu leiðir Óð- ins Sigurgeirssonar, en hann var einn af félögum í kirkjukór Hrepphóla þegar nýr organisti flutti í sveitina 1988. Óðinn hafði ráðist sem tæknifræðingur að límtrésverksmiðjunni, stóru og nýlegu atvinnufyrirtæki þar á Flúðum sem veitti mörgum vinnu í fjölmennum sveitum og Óðinn var þar stjórnandi og naut vin- sælda. Uppruni Óðins var í Borg- arfirði, í Borgarnesi voru æsku- stöðvar hans en tengdur Ásbjarnarstöðum, fornu skálda- setri, upp í Þverárhlíð. Afi Óðins, Ásbjörn Jónsson, kvað: Hafnarfjall er burstabreitt, Borgarfjarðar tignarmerki. Alla vega skýjum skreytt, skini sólar, regni bleytt. Þannig er það yfirleitt en á vetri í hvítum serki. Hafnarfjall er burstabreitt, Borgarfjarðar tignarmerki. Þessa vísu sungu Hrunamenn með Borgfirðingunum í sveitinni þegar þeir gerðu söngför til Borg- arness meðan Óðinn og organist- inn áttu samleið í þessari fögru sveit, Hrunamannahreppi. Síðan skilja leiðir og Óðinn flutti alla leið til Noregs þar sem hann hefur búið síðan fyrir alda- mót. Of sjaldan hittumst við eftir það en þelið hlýnar þegar gamlir vinir birtast fyrir hugarsjónum. Á hlaði heitir ljóð sem Sigurjón Guðjónsson prestur í Saurbæ orti: „Bú þig af stað.“ Já, bráðum er ég til. Þökk fyrir daginn - hinn dýra blíðu, og jafnvel byl. Fátt skal mælt. - Í djúpinu margt ég dyl. Kemur að því að kveðja og týnast í hópsins hyl. Sáttur við allt og alla ég skil. Ég fann í heiminum hjörtu sem áttu svo mikinn yl. Ingi Heiðmar Jónsson, organisti hjá Hrunamönnum 1988-1995. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Það er ótrúlega sárt að sitja hérna og skrifa minningargrein um hann Magga frænda minn. Það er erfitt að skilja hvers vegna maður á besta aldri er tekinn frá fjölskyldu sinni, en hans hlýtur að hafa beðið mikilvægt verkefni á æðri stöðum. Þrátt fyrir að Maggi væri hálf- bróðir mömmu minnar vorum við Maggi miklu meira en bara frændsystkini, þar sem fjölskyld- ur okkar eru mjög nánar og góð vinátta þar á milli, enda erum við Maggi á sama aldri. Gunnar, sonur Magga og Ásu, og synir mínir eru á svipuðum aldri og miklir vinir og höfum við fjölskyldurnar átt margar mjög ánægjulegar samverustundir. Síðustu árin höfum við ásamt fleiri vinum farið í margar skemmtilegar útilegur á sumrin þar sem við höfum ferðast á milli náttúruperla á Íslandi og notið þess að dvelja í hjólhýsunum okk- ar. Það var mjög lærdómsríkt að sjá hvað Magga og Ásu tókst að gera hjólhýsið sitt heimilislegt og var alltaf mjög notalegt að sitja inni hjá þeim á kvöldin. Maggi var allra manna hug- ljúfastur og vildi allt fyrir alla gera og hann var virkilegur vinur vina sinna. Strákarnir mínir voru alltaf ánægðir þegar til stóð að hitta Magga frænda og Adam sonur minn spurði Magga reglulega hvenær hann ætlaði að bjóða okkur í raclette. Við þökkum Magga kærlega fyrir allar ánægjulegu samverustundirnar sem við höfum átt. Sendum Ásu, Báru Sif, Gunn- ari og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kær kveðja frá „uppáhalds- frænku“ og fjölskyldu, Björg, Baldur, Mikael Geir og Adam Geir. Ljúfur vinnufélagi, Magnús Magnús Geir Pálsson ✝ Magnús GeirPálsson fædd- ist í Reykjavík 28. ágúst 1963. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí 2014. Útför Magnúsar fór fram frá Graf- arvogskirkju 28. maí 2014. Geir Pálsson, hefur kvatt okkur – langt fyrir aldur fram. Hann hóf störf hjá Eignamiðlun árið 2008 en lét af störf- um vegna veikinda sinna í ágúst 2013. Magnús var ein- staklega hlýr og þægilegur í sam- starfi og honum lét vel að vinna undir álagi. Hann bjó yfir góðri þekkingu á tölvum og tækni – sérhæfði sig í því að skrá nýbyggingar og kunni glögg skil á þeim reglum sem þar giltu. Magnús var ævinlega reiðubú- inn til starfa, þótt vinnudagurinn lengdist fram á kvöldið eða krefð- ist helgarfórna. Hann annaðist allar fasteignaauglýsingar fyrir- tækisins, sem er mikil nákvæmn- isvinna, og fórst það sérlega vel úr hendi. Magnús féll vel inn í hópinn hjá Eignamiðlun. Hann átti auð- velt með að gera sér glaðan dag og naut samverustunda með okk- ur vinnufélögum sínum utan vinnutíma, og Ása eiginkona hans féll einkar vel inn í hópinn. Við minnumst þeirra góðu samveru- stunda með innilegu þakklæti. Magnús var æðrulaus og óbug- aður þegar alvarleg veikindi sóttu hann heim. Hann vissi vel hvað var framundan, að hann stóð frammi fyrir þraut sem hann gæti ekki leyst. Við erum þakklát fyrir samvistirnar og syrgjum góðan félaga. Ásu og börnunum Báru og Gunnari, og öðrum að- standendum, sendum við innileg- ar samúðarkveðjur, og vonum að tíminn og minningarnar um góð- an dreng veiti þeim líkn með þraut. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Vertu nú kært kvaddur, Magnús Geir, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Fyrir hönd starfsfólks Eigna- miðlunar, Sverrir Kristinsson. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALDÍSAR ÁRMANNSDÓTTUR frá Siglufirði, Æsufelli 6, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 25. maí, verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 13.00. Guðmundur Kristinn Jónsson, Halldóra Pétursdóttir, Sigurður Jónsson, Elísabet Þorvaldsdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Pétur Mikael Guðmundsson, Sigurður Pálmi Sigurðarson, Þorvaldur Snær Sigurðarson, Brynjar Eyberg Sigurðarson, Angantýr Guðnason. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, REIMARS SNÆFELLS, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólk Höfða fær sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Inga G. Magnúsdóttir, Kristinn Jakob Reimarsson, Ásdís Sigurðardóttir, Guðrún Kristín Reimarsdóttir,Aðalsteinn Víglundsson, Inga Snæfells Reimarsdóttir, Jens Snævar Sigvarðsson, Linda Reimarsdóttir, Sveinn Ómar Grétarsson, Pétur Reimarsson, Hera Sigurðardóttir, Gréta R. Snæfells, Fríða Sigurðardóttir, Þórður Þ. Þórðarson, Erling Viðar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts systur minnar, LAURU LOUISE BIERING, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun og hlýhug. F.h. fjölskyldunnar, Henrik P. Biering. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Frostaskjóli 13, Reykjavík, lést föstudaginn 30. maí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 6. júní kl. 11.00. Ólafur Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jens Sigurðsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Þorsteinn M. Gunnsteinsson, Hólmfríður Jensdóttir, Óli Halldór Konráðsson, Hrefna Jensdóttir, Hildur Hrönn Þorsteinsdóttir, Bragi Már Ottesen, Sigrún Jensdóttir, Gísli Viðar Oddsson, Bryndís Þorsteinsdóttir og langömmubörn. Farinn er nú öð- lingur, sem átti sér fáa líka. Segja má að kynni okkar Bjarna hafi byrjað fyrir um 29 árum. Við urðum þá þeirrar gæfu aðnjótandi að ættleiða börn frá Srí Lanka. Hann og Begga hana Ástu Bjarndísi og við Ásta Birna hann Gogga okkar, einnig voru með í för þau Trausti og Ásta sem eignuðust hana Gyðu Valdísi. Ferðin var löng og ströng með óvæntum uppákom- um, þar sem reyndi á þol og ró okkar allra. Bjarni var maður sem maður gat treyst á. Athug- ull, góður tungumálamaður og umfram allt góður drengur. Ekki skemmdi að við Bjarni vorum báðir smiðir þó að á sitthvoru sviðinu væri. Ég minnist þess að hann hafði tamið sér matarvenj- ur sem voru afar sérstakar og tæplega í samræmi við nútíma ráðgjöf Manneldisráðs. Reglan var einföld. Kaffi frá morgni til kvölds og sem minnst með því. Máltíð dagsins voru gerð rausn- arleg skil þegar heim var komið að kveldi. Oftar en ekki var heim- koman seint á kveldi, því mikið var þá að gera hjá Ingvari og Gylfa. Á þessum tíma var líkam- legt atgervi Bjarna á við Atlas sjálfan, þannig að þetta virkaði sannarlega fyrir hann. Þær eru ófáar gleðistundirnar Bjarni Eyvindsson ✝ Bjarni Ey-vindsson fædd- ist 17. mars 1957. Hann lést 4. maí 2014. Útför hans fór fram 15. maí 2014. sem við höfum átt með þeim Bjarna og Beggu. Útilegur, matarboð og aðrir viðburðir. Alltaf var jafn notalegt að vera í návist þeirra. Bjarni var sögu- maður af Guðs náð og með eindæmum barngóður. Alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálpar- hönd og maður þurfti að sækja það afar hart, ef greiðsla átti að koma fyrir vikið. Á öllum stöðum sem við höfum búið er eitthvað eftir Bjarna. Í bústaðnum okkar eru allar úthurðirnar hans hand- verk. Við munum minnast hans í hvert sinn er við tökum í húninn á Geirakoti, sem er okkar himna- ríki á jörð. Elsku Begga, Steinunn, Ásta Bjarndís, Binni og fjölskyldur. Guð gæfi að til væri orð nógu sterk til að styðja við bak ykkar um alla eilífð og hughreysta. Megi gæfa og bjartsýni fylgja ykkur um alla framtíð. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins vef ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni (Gísli á Uppsölum.) Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, Gunnar Traustason, Ásta Birna og Þorgeir Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.