Morgunblaðið - 03.06.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.06.2014, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert á kafi að leysa verkefni og þroskar hæfileika þína um leið. Frá og með deginum í dag ættirðu hins vegar að geta horft fram á veginn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er hverjum manni nauðsynlegt að losna við og við undan oki hversdagsins. Gakktu rösklega til verks og fagnaðu svo tímamótunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Líttu bara um öxl og sjáðu hverju þú hefur fengið áorkað. Þú munt njóta aukinna vinsælda á næstunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú veist að þú ert á réttri leið og þarft því ekki að gefa neitt eftir. Alla vega er líf lóttóvinningshafa enginn dans á rósum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samskipti ganga vel þegar þú ert viss um að hinn aðilinn sé opinn. Hentu fáeinum hlutum sem þú hefur ekki lengur þörf fyrir því þeir eru bara fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leggðu þig fram um að auka jafnvægi í lífi þínu. Reyndu að ferðast og eiga sam- skipti við fólk frá öðrum heimshlutum. Reyndu ekki að þvinga fram sættir því þær koma af sjálfu sér með tímanum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi einveruna. Láttu það ganga fyrir öllu öðru. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt auðvelt með að hrífa áhrifamikið fólk með þér þessa dagana. Ef þú kemst ekki hjá því skaltu fara vandlega yfir alla hluti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag verður ein- staklega ögrandi, ekki síst fyrir hádegi, en svo áttu allan seinnipartinn eftir. Einbeittu þér að eigin gjörðum. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú verður að hafa augun opin fyrir þeim möguleikum, sem felast í lífinu. Gefðu þeim annað og skemmtilegra nafn, og þú get- ur tekist á við þau í sama stuðandanum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í starfi þínu þarftu nú frekar að sýna samstarfsvilja en sjálfselsku. Farðu samt vel með þetta vald þitt og hafðu aðgát í nærveru sálar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að leita að ást er þér eðlislægt, en einkalífið gæti núna haft gott af meðvitaðri aðgerðum. Sýndu þér líka hollustu eins og þínum nánustu. Eins og lætur að líkum hefurmikið verið ort kringum kosn- ingarnar. Kristján Eiríksson sagði í kosningavikunni: „Ekki dugir að gefast upp í kosn- ingabaráttunni, þótt einn og einn dyggur kjósandi svíki lit, heldur safna nýjum liðsmönnum og fersk- um og áhugaverðum baráttu- málum. Hún glaðbeitt og fagnandi stendur á stokknum og strengir sín flugvallarheit þótt Múhameð sjálfur úr Framsókn- arflokknum sé farinn í húsnæðisleit.“ Ármann Þorgrímsson orti um „glæstar vonir í Reykjavík“: Kosningum er komið að kjöri sveitarstjórna. Einhuga menn eru um það aumingjum skal fórna. Guðshús byggja og gleðitorg guði styðja báða. Þvílík dýrðar drauma borg og Dagur fær að ráða. Og eftir kosningarnar sagði Ágúst Marinósson: Fagur sem áður er fjörðurinn enn og fólkið sem glimuna þreytir. Flestir sem búa þar framsóknarmenn, flórunni enginn hér breytir. Nóg er ávallt af Boðnarmiði á fésbók. Gunnar J. Straumland yrkir um kjördag: Sitthvað er að vita og vilja og vefst fyrir okkur kauðunum. Ég hygg við ættum helst að skilja hafrana frá sauðunum. Skúli Pálsson orti fyrir viku: Lóupar í grasi gekk, gogginn á sér brýndi, herramannamat þar fékk, maðka sæta tíndi. Magnús Halldórsson orti í síðustu viku um „þjáningar í fréttum“: Oft hafa þingið og þjóðin sannað að þurrð er á málum brýnum. Og gott er að fátt mig grætir annað en geldingar á svínum. Ólína Þorvarðardóttir orti: Blika fannir, blána fjöll, brumar grein í lundi. Golan vekur grund og völl og gáru á bláu sundi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kveðið fyrir og eftir kosningar Í klípu „JÁ, ÉG GET BYRJAÐ Á MÁNUDAG, EN ÉG ÞARF ÞÁ AÐ HÆTTA SNEMMA. ÉG FER NEFNILEGA Í ANNAÐ ATVINNUVIÐTAL KLUKKAN ÞRJÚ ÞANN DAG.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞESSI HOLA ER PAR 12 ÞANGAÐ TIL VALLARVÖRÐURINN FÆR BORGUÐ LAUN SEM HANN Á INNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann fer á annað hnéð. HVERT ERTU AÐ FARA? OG MUNDU AÐ EF ÞÚ LÝGUR AÐ MÉR, ÞÁ DETTA HORNIN AF! ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ FARA OG SJÁ BLÓMASÝNINGU HJÁ KVENFÉLAGINU. SENNILEGA HEFÐI ÉG ÁTT AÐ FARA Á ÞESSA BLÓMASÝNINGU Í ALVÖRUNNI, ÁÐUR EN ÉG FÓR Á KRÁNA. KEÐJAN MÍN SLITNAÐI! ÉG ER FRJÁLS! LOKSINS GET ÉG ... UMM ... HMM ... HUNDAR EIGA ERFITT MEÐ BREYTINGAR.Víkverji er eins og aðrir áhuga-menn um stjórnmál hugsi yfir dræmri kjörsókn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, einkum í Reykjavík og nágrenni. Satt best að segja bjóst hann ekki við að sjá tölur eins og 63% í þessu sam- hengi. Það er eigi að síður raunin. Hvað veldur? Það er stóra spurningin? Víkverji ræddi við nokkur ung- menni um helgina, sem flest hver eru nýlega komin með kosninga- rétt, og flest höfðu þau sömu sögu að segja: Stjórnmál höfðuðu ekki til þeirra og þar af leiðandi sáu þau ekki ástæðu til að fara á kjörstað. Þetta er umhugsunarvert fyrir stjórnmálamenn í þessu landi og ekki síður sjálft lýðræðið. Sjálfur man Víkverji eins og gerst hefði í gær hvað hann var spenntur þegar hann sjálfur fékk kosningarétt fyrir rúmum tveimur áratugum. Sama máli gegndi um ansi marga í kringum hann. Það unga fólk var á engan hátt frá- brugðið unga fólkinu sem Víkverji ræddi við um helgina – nema hvað stjórnmál komu því við. Hvað hefur gerst í millitíðinni? Mögulega er þetta áhugaleysi frekar bundið við sveitarstjórn- armál en landsmál, alltént var kjörsókn í alþingiskosningunum í fyrra töluvert skárri. Mögulega þurfa átakalínur að vera skýrari eigi kjósendur að ómaka sig á kjör- stað. x x x Síðustu skoðanakannanir fyrirkosningar reyndust misáreiðanlegar og stjórnmálaskýr- endur hafa klórað sér í höfðinu yfir því. Jafnvel gert því skóna að eitt sé að svara símakönnun og annað að mæta á kjörstað. Víkverji furðar sig á því. Hafi fólk á annað borð nægilega mikla skoðun á stjórn- málum til að svara skoðanakönnun hvers vegna í ósköpunum nennir það ekki að fara á kjörstað? Hitt er líklegra að þeir sem hafa á annað borð skoðun en mættu ekki hafi talið spennuna í kosningunum það litla að þeirra atkvæði skipti ekki máli í hinu stóra samhengi. Það er gamall misskilningur og nýr. Vilji menn hafa áhrif þýðir ekki að stóla á aðra. víkverji@mbl.is Víkverji Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskviðirnir 10:22) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.