Morgunblaðið - 03.06.2014, Page 36

Morgunblaðið - 03.06.2014, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Léttir að vera laus eftir 48 ár 2. Úrslitin mikið áfall fyrir Jón Gnarr 3. Ónæði lögreglu vegna ljósmyndar 4. „Ég hef ekki endalausa kynorku“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Víkingamálmsveitin Skálmöld mun halda 37 tónleika í Evrópu, frá 31. október til 13. desember. Þeir fyrstu fara fram í Treviso á Ítalíu og þeir síð- ustu í Salzburg í Austurríki. Hljóm- sveitin er þessa dagana í hljóðveri að taka upp næstu breiðskífu sína og er stefnt að því að hún komi út í októ- ber. Skálmöld mun því flytja lög af þeirri plötu á tónleikaferð sinni, auk laga af Baldri og Börnum Loka, fyrri breiðskífum sínum. Skálmöld mun halda þrenna tónleika hér á landi í sumar, tvenna á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í júlí og eina á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skálmöld heldur 37 tónleika í Evrópu  Sellóleikararnir tólf úr Berlínarfíl- harmoníunni leika á tónleikum í Eld- borg í Hörpu 8. september nk. Selló- sveitin kom fyrst fram árið 1974 á Mozarthátíðinni í Salzburg, hefur leikið í flestum þekktustu tónleika- húsum Evrópu og Bandaríkjanna og leikið fyrir þjóðhöfðingja og þá m.a. Barack Obama Bandaríkjaforseta. Berlínarfílharmónían er talin ein af þremur bestu sinfóníuhljómsveitum heims og vegna anna ná sellóleik- ararnir aðeins að halda örfáa tónleika á ári. Á efnisskrá sellósveitarinnar má finna fjölbreytta tónlist af ýmsum toga og frá ólíkum tímum, m.a. eftir Bach, Mendelssohn, Mozart, Duke Ell- ington, Elvis Presley og Nirvana. Í tilkynn- ingu segir að líklegt sé að sveitin leiki ein- hverja íslenska tón- list í Hörpu. Sellósveit fílharm- óníunnar í Hörpu Á miðvikudag Austlæg átt, 5-10 m/s. Yfirleitt þurrt og bjart á norðanverðu landinu, en annars rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðantil. Á fimmtudag Norðaustanátt, 3-8 m/s. Bjart með köflum vestanlands en annars víða skýjað og að mestu þurrt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta í flest- um landshlutum. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR KR-ingar þurftu að leita djúpt í reynslubankann til að kreista fram sigur á Frömurum, 3:2, í bráðfjör- ugum leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Breiðablik náði ekki að kveðja Ólaf H. Kristjánsson með sigri og situr áfram í fallsæti eftir jafntefli gegn Stjörnunni. Daninn Mads Nielsen fleytti Val upp í 4. sætið með sigurmarki gegn Fylki. »2-3 KR kreisti fram sigur á Frömurum Þóra B. Helgadóttir, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, leikur með Fylki í seinni hluta Íslandsmótsins, eftir að hún flytur heim frá Svíþjóð. Þróunin hefur nú snúist heldur bet- ur við á einu ári, því frá miðju sumri verða um 70 prósent lands- liðskvenna Ís- lands leik- menn með íslenskum liðum. »1 Þóra í Fylki og þróunin hefur snúist við Tvær af borgunum sex sem sóttu um að halda vetrarólympíuleikana árið 2022 hafa dregið umsóknir sínar til baka á því hálfa ári sem liðið er frá því þær voru staðfestar. Óttast er að fleiri borgir gætu dregið umsóknir sínar til baka og liggja margar og mismunandi ástæður að baki sem eru reifaðar í fréttaskýringu í íþrótta- blaði Morgunblaðsins í dag. »1 Færri sækjast eftir Ólympíuleikum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég hef alltaf haft gaman af því að gera eitthvað óvenjulegt í höndunum og legg mig eftir því,“ sagði Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir hand- verkskona sem hlaut fyrstu verðlaun í keppninni Höf- uðfat ársins 2014 sem Þingborg ullarvinnsla í Flóahreppi stóð fyrir. Úrslitin voru kunngerð um helgina á fjölskyldu- og menningarhátíðinni Fjör í Flóa. Hugmyndin á bak við keppnina er sú að á hverj- um tíma endurspegli höfuð- fatið að nokkru leyti ástand þjóðarinnar og hugsunarhátt. Sendi fjórar tillögur Guðrún sendi fjóra hatta í keppnina en það höfuðfat sem hlaut fyrstu verðlaun var svart að lit og með hvítan skúf. Í umsögn dóm- nefndar um hattinn segir: „Hann speglaði á ísmeygilegan hátt samfélagið með tilvísun í hið forna og þjóðlega, en var á sama tíma hnakkakerrtur eins og hanakambur.“ Alls barst 71 höfuðfat frá 27 einstaklingum. Guðrún er enginn nýgræðingur þegar kem- ur að handverki enda er hún skráð sem hand- verkskona í símaskránni. Hún var m.a. kjörin handverksmaður ársins í Eyjafjarðarsveit á Handverkshátíð á Hrafnagili fyrir nokkrum árum. „Ég hef verið að dúlla mér í þessu, mismikið eftir efnum og ástæðum frá 1993 en þá fór ég á námskeið í vinnslu horna og beina. Horn af hreindýrum, kindum og kúm eru hráefni sem ég hef haldið mig mest við þó ég grípi líka í ull og skinn.“ Í dag vinnur Guðrún alfarið að handverki og starfar við þá iðn heima hjá sér í Kvígindisdal í Þingeyjarsýslu. Áður bjó hún á Stekkjarflötum í Eyja- fjarðarsveit í um 35 ár og stundaði kúabúskap. „Ég hef engan frið fyrir hug- myndunum og það er gott að vera í sveitinni. Maður er aldrei í vinnunni, bara að leika sér,“ segir hún og hlær. Hún segir það þó hafa sína kosti og galla að vinna sjálfstætt heima. Guðrún hannar vörur sem unnar eru úr hreindýrshornum, eins og sköft á eldhús- áhöld, ostaskera, salatáhöld o.fl. Einnig vinn- ur hún tölur og skartgripi úr hornum og beinum svo fátt eitt sé nefnt. Vörurnar eru til sölu m.a. í Rammagerðinni, Kraum, safnabúð- inni í Þjóðminjasafninu og Þingborg. Spegla menningu hvers tíma „Þetta er áframhald af vettlingakeppni sem við í Þingborg ullarvinnslu héldum fyrir nokkrum árum. Hart var lagt að okkur að halda aðra og úr varð Höfuðfat 2014,“ sagði Hildur Hákonardóttir, einn af skipuleggj- endum keppninnar, en hún sat einnig í dóm- nefnd. Önnur verðlaun hlaut Fanney Einarsdóttir fyrir prjónakollu sem kölluð var blómbik- arinn. Þriðju verðlaun hlaut Sigríður E. Sig- urðardóttir fyrir svartan hatt sem þótti á virðulegan máta tákna uppgang kvenna í stjórnum samfélagsins en kallaðist þó á við annan hatt sem fékk viðurkenningu vegna þess hve glaðlegur og kvenlegur hann var. Gistiheimili í Flóanum gáfu gistingu í verð- laun, það voru farfuglaheimilið í Gaulverja- skóla, Lambastaðir og Vatnsholt. Hattar spegla samfélagið  Höfuðfat ársins valið á hátíðinni Fjör í Flóa Þæfð ull var mest áberandi í þeim höfuðfötum sem bárust í keppnina. Þó var einn hattur sem var bú- inn til úr pappír. Hildur Hákonardóttir, einn af skipuleggjendum keppninnar, sagðist allt eins hafa búist við að fá höfuðföt úr fjölbreyttara efni. „Almennt séð má segja að svartur eða dökkir lit- ir hafi verið nokkuð ríkjandi. Það þarf þó ekki að vísa til svartsýni en alla vega vísar það til vissrar alvöru frekar en gáska og glæfrasemi. Einhvers konar kjötkveðjustemningu var eiginlega ekki að finna. Stundum er svarti liturinn litur trú- arinnar en við teljum í þessu tilviki að hann beri þess vitni að þjóðin sé að leita sér að festu.“ Þetta stóð í umsögn dómnefndar um höfuðfötin. „Mín niðurstaða er sú að við séum þjóð sem er raunverulega að vinna sig úr vanda. Enda báru mörg höfuðfatanna svip af hjálmum sem við ber- um nú á friðartímum en til að verjast áföllum, þar sem viss varúð og fyrirhyggja endurspeglast í höttunum. Sumir báru vitni um uppgang kvenna í stjórnmálum. Þeir voru kvenlegir og hægt að bera þá af öryggi í hvaða að- stæðum sem er,“ sagði Hildur. Þjóð að vinna sig úr vanda SVARTIR EÐA DÖKKIR LITIR RÍKJANDI Höfuðfat ársins fyrstu verðlaun. Verðlaunaborðið Fyrir miðju er höfuðfat ársins 2014, svart með hvítan kamb, t.v. við það er höfuðfatið sem hlaut þriðju verðlaun, þá tveir blómbikarar, svartur og brúnn, sem lentu í öðru sæti. Glaðleg húfa Þessi húfa hlaut ekki viðurkenningu á hátíðinni en var mjög vinsæl hjá ungu kynslóðinni. Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.