Morgunblaðið - 27.06.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á fundi í stjórn Samtaka fisk-
vinnslustöðva og á aukaaðalfundi
Landssambands íslenskra útvegs-
manna sem haldnir voru í gær var
samþykkt að vinna áfram að undir-
búningi að stofnun nýrra heildar-
samtaka atvinnurekenda í sjávar-
útvegi með sameiningu SF og LÍÚ.
Þrír starfshópar munu á næstu mán-
uðum vinna að tillögum að sam-
þykktum, skipulagi og framtíðarsýn
fyrir ný samtök og verða þær lagðar
fyrir aðalfundi hvorra tveggja sam-
takanna í lok október í haust. Verði
þær samþykktar verða ný samtök
með nýju nafni stofnuð í kjölfarið.
Arnar Sigurmundsson, formaður
stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva,
segir að leggja verði áherslu á að
vanda til verka og byggja ofan á það
sem vel hefur verið gert og gengið
hefur vel. Þá verði t.d. að tryggja sér-
greinafélögum sem eru starfandi í
tengslum við Samtök fiskvinnslu-
stöðva eðlilegan starfsgrundvöll.
Stjórn og framkvæmdaráði SF var
falið, án mótatkvæða, að vinna áfram
að málinu. „Það er mikið verk fram-
undan að vinna við stofnun nýrra, öfl-
ugra samtaka, sem miðar að því að
breikka grunninn og efla hagsmuna-
gæslu í víðum skilningi,“ segir Arnar.
„Nú vilja menn stíga næstu skref inn
í framtíðina með nýjum áherslum.“
Aukinn slagkraftur
Á fundi LÍÚ var stjórn félagsins
veitt umboð til að vinna að undirbún-
ingi sameiningarinnar. Tillagan var
samþykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Yfir 90 manns voru á
fundinum og fóru þeir með um 94%
atkvæða úr útvegsmannafélögunum
tólf.
Á heimasíðu LÍÚ er eftirfarandi
haft eftir Kolbeini Árnasyni, fram-
kvæmdastjóra LÍÚ: „Með þessu vilj-
um við koma til móts við breyttar
áherslur í greininni sjálfri. Sjávar-
útvegur hefur verið að þróast hratt á
undanförnum árum og mikilvægt að
samtök hans endurspegli þann veru-
leika.
Ný samtök geta beitt sér með öfl-
ugri hætti fyrir sjálfbærni sjávar-
útvegs með heildarhagsmuni að leið-
arljósi. Markmiðið er að með þessu
skapist aukinn slagkraftur sem stuðl-
ar að auknum tækifærum og þar með
verðmætasköpun í greininni.“
Næstu skref með nýjum áherslum
SF og LÍÚ samþykktu að vinna að stofnun nýrra heildarsamtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi
Kolbeinn
Árnason
Arnar
Sigurmundsson
„Nú getur hver sem er óskað eftir
og fengið þessar upplýsingar,“
segir Hilmar Þorsteinsson lögmað-
ur en á sínum tíma kærði hann
ákvörðun Reykjavíkurborgar þess
efnis að birta ekki niðurstöður
PISA-könnunar, sem framkvæmd
er í grunnskólum landsins, til úr-
skurðarnefndar upplýsingamála.
Hélt Reykjavíkurborg því fram
að umrædd gögn væru í eðli sínu
vinnugögn og þar með undanþegin
upplýsingarétti almennings sam-
kvæmt upplýsingalögum. Úrskurð-
arnefnd upplýsingamála hefur nú
hins vegar hafnað rökstuðningi
borgarinnar og er henni nú gert
skylt að aflétta leyndinni.
Á þetta bæði við um niðurstöður
PISA-könnunarinnar sem og þau
gögn sem starfsmenn Reykjavík-
urborgar hafa unnið upp úr nið-
urstöðunum.
Borgarfulltrúar sáu gögnin
Þá taldi úrskurðarnefndin einn-
ig að Reykjavíkurborg hefði í úr-
skurði sínum ekki tekið afstöðu til
þess hvort veita skyldi aðgang í
ríkari mæli en skylt er samkvæmt
upplýsingalögum. Með því hefði af-
greiðsla Reykjavíkurborgar brotið
gegn lögum.
Spurður út í ástæðu þess að
hann hefði óskað eftir gögnum
PISA-könnunarinnar svarar Hilm-
ar: „Ástæðan fyrir því að ég ósk-
aði upphaflega eftir þessum gögn-
um er sú að ég taldi
upplýsingarnar eiga erindi við al-
menning og fannst alls ekki tækt
að halda þessu frá bæði fjölmiðlum
og almenningi.“
Ennfremur segir hann: „Svo veit
ég til þess að borgarfulltrúar
fengu að sjá þetta í trúnaði og
voru þeir bundnir einhvers konar
þagnarskyldu um hvað þarna væri
á ferðinni.“ khj@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ráðhús Leynd gagna er nú aflétt.
PISA-gögn
eru ekki
leyndarmál
Reykjavíkurborg
gert skylt að afhenda
Óskar Eyjólfsson, bóndi í Hjarðartúni við
Hvolsvöll, notast við tvær 13 metra langar
snúningsvélar af Pöttinger-gerð þegar kemur
að því að heyja túnin. Græjurnar eru þær
stærstu sinnar tegundar hér á landi.
Má til samanburðar nefna að algengar snún-
ingsvélar eru um 7 til 6 metrum styttri en vél-
ar Óskars sem segir ekki veita af stærðinni
enda eru alls um 250 til 300 hektarar slegnir.
„Þetta er með því stærra sem slegið er á Ís-
landi,“ segir hann.
Aðspurður segist Óskar stefna á að heyja um
1.500 tonn í ár, en hann heyjaði ríflega 1.000
tonn í fyrra, og verður heyið nær allt flutt úr
landi. „Við flytjum út hey til Færeyja, Noregs,
Belgíu og Frakklands en þeir vilja fá sent
þurrt hey. Sá tími kemur hins vegar ekki fyrr
en í næstu viku með norðanáttinni,“ segir Ósk-
ar og bætir við að hann haldi einungis broti af
framleiðslunni eftir hér á landi handa hestum
sínum.
Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að
garði var önnur snúningsvél Óskars við störf,
sú sem keypt var glæný fyrr í sumar, en með
norðanáttinni sem spáð er geta vegfarendur
sem leið eiga framhjá túnunum í næstu viku
barið bæði tækin augum. khj@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þegar heyja þarf alvöru tún duga engin smátæki
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, segir það á misskilningi byggt hjá Árna
Páli Árnasyni, formanni Samfylkingar, að hann
hljóti sem ráðherra að hafa heimilað það skref
Seðlabanka Íslands að banna óheimila söfnun er-
lends sparnaðar, með breytingum á reglum um
gjaldeyrismál 19. júní.
Árni Páll lét ummælin falla í samtali við
mbl.is. Upplýsti hann þar að hann hefði sem
efnahags- og viðskiptaráðherra, 2010-2011, beitt
sér gegn því að Seðlabankinn stöðvaði viðskipti
einstaklinga við erlend tryggingafélög. Hann er
enn þeirrar skoðunar að slík inngrip séu of
íþyngjandi og tengir þau við yfirlýsingar stjórn-
valda um afnám hafta: „Ég einfaldlega tel að
þarna séu stjórnvöld á hreinni
haftaleið,“ sagði Árni Páll.
Seðlabankinn fer
með eftirlitið
– Árni Páll lætur að því
liggja að ákvörðunin sé þín.
Tókstu slíka ákvörðun?
„Það er ekki rétt. Seðla-
bankanum er falið að hafa eft-
irlit með gjaldeyrishöftum.
Skref Seðlabankans er liður í
framkvæmd reglna um gjaldeyrisviðskipti. Mér
sýnist Seðlabankinn vera að tryggja að jafn-
ræðis sé gætt við framkvæmd reglnanna. Það er
að sjálfsögðu mikilvægt að allir séu undir sömu
sök seldir varðandi eftirfylgni með þeim reglum
sem settar hafa verið og eiga sér stoð í lögum
um gjaldeyrishöft. Ég veit ekki betur en að Seðla-
bankinn hafi í raun ekki breytt reglunum heldur
komist að þessari niðurstöðu um túlkun regln-
anna og hafi síðan rýmkað þær til þess að gera
kleift að stunda þessi viðskipti, eftir því sem þau
samræmast lögum,“ segir Bjarni sem neitar því
að stjórnvöld séu á „haftaleið“. Stjórnvöld undir-
búi „næstu áfanga í haftaafnámsferlinu“, m.a. í
samstarfi við erlenda ráðgjafa.
Haft var eftir Hákoni Hákonarsyni, eiganda
Tryggingar og ráðgjafar, í Morgunblaðinu í gær,
að fyrirtæki hans væri ekki eftirlitsskylt við
Seðlabanka. Af því tilefni vilja heimildarmenn
innan Seðlabanka Íslands benda á að það sé hlut-
verk hans að hafa eftirlit með því að farið sé að
gjaldeyrislögum. Það sé ekki hlutverk
Fjármálaeftirlitsins, eins og Hákon hafi haldið
fram.
Fjármálaráðherra segir bann
SÍ ekki þýða herðingu hafta
Fyrrverandi efnahagsráðherra misskilji hlutverk fjármálaráðherra við ferlið
Bjarni
Benediktsson