Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 11
haust og þeir byrjuðu strax að dilla
sér með og heilluðust af harmon-
ikkutónlistinni og sögðust vilja gefa
út disk með okkur. Þeir höfðu sam-
band við okkur í janúar og spurðu
hvort við vildum ekki ganga í málið
með þeim og gefa út disk með tón-
listinni þeirra, þar sem við lékjum á
harmonikkurnar. Við vorum að
sjálfsögðu til í það, og á diskinum
eru tólf þekkt lög frá þeim, til dæm-
is Fram á nótt, Alelda, Hjálpaðu
mér upp, Frelsið er yndislegt og
fleiri.“ Bragi segir samstarfið hafa
verið skemmtilegt, þeir hafi fengið
frjálsar hendur með útsetningar
laganna. „Trommuleikari Ný-
danskrar, Ólafur Hólm, var mikið
með okkur í útsetningunum, hann
er gull af manni og þetta var virki-
lega skemmtilegt. Allir meðlimir
hljómsveitarinnar komu að disk-
Útskrifaðir Daginn sem þeir útskrifuðust úr Stýrimannaskólanum í vor.
inum, á einn eða annan hátt. Björn
Jörundur og Daníel sáu um útlit
disksins, myndatökur og fleira, Jón
Ólafs „masteraði“ og Stefán Hjör-
leifsson sá um bókhald og annað
slíkt.“ Þeir bræður ætla að kynna
nýja diskinn sinn á humarhátíðinni
á Höfn um helgina og stíga á svið
bæði föstudag og laugardag með
dragspilin.
Nikkubarn á leiðinni
Þegar Bragi er spurður hvern-
ig það sé að vera tvíburi, hluti af
einhverjum öðrum sem er auk þess
alveg eins í útliti, segist hann eðli
málsins samkvæmt ekki þekkja
neitt annað og því hafi hann ekki
samanburðinn. „Það hefur alltaf
verið voða gott samband á milli
okkar bræðra og það er frábært að
eiga alltaf félaga í bróður sínum.
Við erum mjög nánir en að sjálf-
sögðu getur fokið í okkur eins og
annað fólk. Tvíburasambandi okkar
er kannski best lýst sem góðu
hjónabandi, það eru skin og skúrir.“
Bragi hefur verið í föstu sambandi
með Karen Sif Jakobsdóttur frá því
á fyrstu önninni í Stýrimannaskól-
anum og hann segir að það hafi
vissulega verið erfitt fyrst í stað
fyrir bróður hans þegar þriðji aðili
kom inn í bræðrasambandið, en þau
hafi öll aðlagast því. „Mig langaði að
finna góða stelpu og ég datt heldur
betur í lukkupottinn þegar ég hitti
Karen, hún er æðisleg stelpa og við
eigum von á okkar fyrsta barni í
haust. Þetta er strákur og hann
verður væntanlega nikkari, ég spila
oft fyrir hann og kærastan spilar á
fiðlu. Músíkin hlýtur að leka beint í
hann,“ segir Bragi og hlær. „Dreng-
urinn verður fullkomin blanda, ætli
hann verði ekki bæði sjómaður og
bóndi, því tengdapabbi er frí-
stundabóndi á Hömrum á Klepp-
járnsreykjum í Borgarfirði.“
Facebooksíða þeirra:
Harmonikkubræðurnir
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Sheer
Driving Pleasure
BMW 1 lína
www.bmw.is
MISSTU EKKI AF ÞESSUM.
BJÓÐUM BMW 116d SPORT DÍSIL MEÐ RÍKULEGUM
BÚNAÐI Á SÉRSTÖKU SUMARVERÐI.
Nú er komið að því að upplifa BMW. Lykilorðin eru gæði, sparneytni og afl. Komdu og reynsluaktu BMW 116d Sport með
leðurklæddu stýri, upphituðum framsætum, rafdrifnu léttstýri, fjarlægðarvara að aftan, stillanlegum armpúða, SENSATEC
BLACK sætum og álfelgum. Þú gerir ekki einungis góð kaup heldur færð allt það besta í þessum þægilega millistærðar-bíl
sem sameinar alla helstu kosti BMW.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
Verð:4.590.000 kr.
116d
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
Fyrir skömmu rakst ég áskondna setningu á vafrimínu um netheima. Setn-ingin var á ensku og
hljómaði svo: „Book lovers never go
to bed alone“, eða „bókelskandi fólk
fer aldrei eitt í rúmið“.
Nokkuð er til í þessu. Góð bók
gleypir lesandann, sem á móti gleyp-
ir í sig bókina. Persónur vel skrifaðra
og grípandi bóka lifna í huga lesand-
ans á meðan á lestri stendur og þær
persónur sem áköfum lesanda eru
kærastar lifa með honum það sem
eftir er. Raunar er góð bók að mörgu
leyti eins og góður elskhugi. Maður
sefur ekki fyrir þeim á nóttunni.
Engu er komið í verk yfir daginn, því
hugurinn veit að bókin bíður þegar
heim er komið. Góð bók spyr ekki
heimskulegra spurninga þegar til-
veran er snúin, heldur tekur lesanda
sinn næturlangt í fangið. Þegar lestri
lýkur langar mann jafnskjótt að
byrja upp á nýtt, gengur þó frá
bókinni upp í hillu en horfir
öðru hvoru löngunaraugum á
bókarkjölinn. Og það sem eft-
ir er á bókin alltaf svolítið í
manni, hvort sem manni líkar
betur eða verr.
Nýlega hóf ég lestur á
Elskhuga lafði Chatter-
ley (e. Lady Chatter-
ley’s Lover) eftir D.H.
Lawrence. Bókin var
fyrst útgefin árið
1928 í Flórens á
Ítalíu og þótti
hneykslandi. Ber-
orðar og mynd-
rænar kynlífslýs-
ingar þekktust
ekki í bókmenntum
þess tíma. Ekki bætti
úr skák að elsk-
endur bókar-
innar eru ung,
gift kona úr efri stétt samfélagsins
og vinnumaður sem talar mállýsku
og skefur ekki utan af hlutunum.
Sagan fylgir síðan eftir sambandi
þeirra, utan svefnherbergis sem inn-
an. Aðallega þó innan, en stöku sinn-
um úti í skógi. Lawrence gekk fram
af mörgum með bók sinni og hún
kom ekki út í upprunalegri útgáfu í
Bretlandi fyrr en árið 1960.
Ég viðurkenni að hafa fyrst og
fremst keypt bókina vegna þess fárs
sem varð við útgáfu hennar á síðustu
öld. Mig langaði að sjá hvers konar
skrif það væru sem Bretar gátu ekki
hugsað sér að birta fyrr en þrjátíu og
tveimur árum eftir útgáfu bók-
arinnar. Lesturinn hefur
hins vegar leitt í ljós að bók-
in á fyllilega skilið að vera
lesin á eigin forsendum,
ekki eingöngu vegna bók-
menntasögulegs gildis.
Sagan er nefnilega gríp-
andi og bókin góð. Að
því sögðu skal tekið
fram, að sumar blað-
síðurnar eru betri
en aðrar. Eins og
gengur.
Ég á þrjátíu
blaðsíður eftir af
Elskhuga lafði
Chatterley. Ég fer
ekki ein í rúmið í
kvöld.
»Raunar er góð bók aðmörgu leyti eins og
góður elskhugi. Maður sefur
ekki fyrir þeim á nóttunni.
Heimur Guðrúnar Ingibjargar
Guðrún Ingibjörg
Þorgeirsdóttir
gith@mbl.is