Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að því að ljúka fram- kvæmdum við Norðurturninn, fjórt- án hæða skrifstofuturn við Smára- lind, næsta vor. Tólf skrifstofuhæðir verða í turninum og verður hver um sig um þúsund fermetrar. Þá verða tvær hæðir tengdar við verslunar- miðstöðina Smáralind. Eins og sjá má á teikningum hér á síðunni er mikið lagt í bygginguna. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að áform séu um að reisa 32 hæða turn steinsnar frá Norðurturn- inum, austan Reykjanes- brautar, og er fyrirhuguð hæð risaturnsins hér borin saman við nokkur þekkt há- hýsi á höfuðborg- arsvæðinu. Tekið skal fram að hönnun risaturnsins er ekki lokið. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, fram- kvæmdastjóri Norðurturns hf., seg- ir eftirspurn tekna að myndast á ný eftir svo glæsilegu skrifstofurými. Hann segir kostnaðinn við að ljúka framkvæmdinni trúnaðarmál. „Við teljum að það sé markaður fyrir svona húsnæði. Það hefur ekk- ert verið byggt af nýju húsnæði í þessum gæðaflokki frá hruni. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að hugsa sér til hreyfings og að þetta hljóti að vera góður kostur fyrir stöndug fyrirtæki sem vilja vera í vönduðu húsnæði.“ Framkvæmdir við turninn hófust 2007 og fór verkefnið á ís við efna- hagshrunið 2008. Það hófst á ný í ágúst í fyrrasumar og er nú verið að steypa þrettándu hæðina. Fyrstu hæðirnar í turninum stóðu árum saman ókláraðar. Leiguverðið á uppleið Ríkharð segir aðspurður að leigu- verð á atvinnuhúsnæði sé að hækka. „Ég held að leiguverðið sé aðeins að braggast og hækka. Það á samt enn nokkuð í land með að vera nógu hátt til að það sé arðbært að byggja svona húsnæði frá grunni. Þetta verkefni snýst um að ljúka því sem hafið var. Væri verkefnið verðlagt frá grunni væri nokkuð í land með að leigan væri orðin nógu há.“ Gengið var frá leigusamningi við Regin um leigu á fyrstu tveimur hæðum hússins og hefur Baðhúsið komið sér fyrir á annarri hæðinni. Sú hæð er beintengd Smáralind. Eigandi hússins er Nýr Norður- turn hf. (NNT) en á vef félagsins kemur fram að það sé m.a. í eigu Glitnis, Íslandsbanka, Trygginga- miðstöðvarinnar, Lífeyrissjóðs verkfræðinga og Hjúps ehf., dóttur- félags Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, sem einnig sér um allar framkvæmdir. Segir Ríkharð að tvö önnur félög eigi smærri hlut. Hann segir aðspurður að Fast- eignafélag Íslands hafi ýtt verkefn- inu úr vör á sínum tíma en Saxbygg og Glitnir voru meirihlutaeigendur í því félagi. Smáralind var dóttur- félag Fasteignafélags Íslands og var félagið sem var að baki turninum systurfélag Smáralindar. Vakin er athygli á kóðanum hér til hliðar. Norðurturninn vígður næsta vor  Framkvæmdastjóri Norðurturnsins telur eftirspurn að skapast á ný eftir glæsilegu skrifstofurými  Stöndug fyrirtæki vilji vandað húsnæði  Risaturn, austan Norðurturnsins, yrði allt að 152 metrar Nokkrar af hæstu byggingum landsins* Skrifstofuturnar og Hallgrímskirkja *Önnur mannvirki, svo sem útvarpsmöstur, eru hér undanskilin. **Óvíst hvort innréttuð verði 15. hæð. ***Hér er klukkuloftið ekki talið með. Hús verslunarinnar 54 m • 15 hæðir Skuggahverfi, miðturn 63 m • 20 hæðir Grand hótel 65 m • 13-14 hæðir Norðurturninn 68 m • 14 hæðir** Höfðatorgsturn 70 m • 19 hæðir Hallgrímskirkja 74,5 m • 9 hæðir*** Turninn 78 m • 20 hæðir Risaturninn 151,5 m • 32 hæðir Fullbyggt Fullbyggt Fullbyggt Fullbyggt Fullbyggt FullbyggtÍ byggingu Í hönnun Heimildir: Vísindavefurinn, Hallgrímskirkja, 101skuggi.is, Norðurturn hf., Hús verslunarinnar, gagnasafn Morgunblaðsins, vefsíður. Morgunblaðið/Þórður Nýr turn rís við Smáratorg Búið er að steypa 13 hæðir af turninum. Skýjum ofar Útsýni verður yfir allt höfuðborgarsvæðið frá efstu hæðum. Teikningar/KRark/Kristinn Ragnarsson arkitekt Íburður Svona mun móttökurýmið líta út í Norðurturninum í Kópavogi. Ríkharð Ottó Ríkharðsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Hinn 17. apríl 2007 tók Gunnar Ingi Birgisson, þáverandi bæjarstjóri í Kópavogi, fyrstu skóflustunguna að Norðurturninum við Smáralind. Fram kom í frétt Morgunblaðsins af þessu tilefni að reiknað væri með að steypuvinna við undirstöður Norðurturnsins myndi hefjast um miðjan maí 2007 og að uppsteypu hússins myndi ljúka vorið 2008. Áætlað var að öllum fram- kvæmdum utanhúss yrði lokið í október 2008 og að byggingin yrði fullbúin og tekin í notkun vorið 2009. Þegar byggingin yrði tekin í notkun myndu 300-500 manns vinna í turninum. Hinn 5. nóvember 2008 sagði í Morgunblaðinu að búið væri að reisa bílakjallara og fjórar hæðir. Byggingarkostnaður var áætlaður um sex til sjö milljarðar. Það er framreiknað 7,7-9 milljarðar króna. Vinnustaður fyrir 300-500 manns Skannaðu kóðann til að sjá kynningu á Norðurturni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.